Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. júlf 1993 Tíminn 5 Tansu Ciller hefur sópaö til hliöar rlkjandi karlaveldi, sem hefur stjórnaö tyrkneskum stjórnmálum f þrjá áratugi. Tyrkne ska, ,j ámfrúin‘ ‘ nýtur mikillar hylli Þetta var stundin sem gaf merki um að stjóramál í Tyrklandi hefðu tek- ið endanlegum stakkaskiptum. „Ég er móðir ykkar og sálusystir,“ hróp- aði laglega Qóshærða konan yfir allan kariaskarann sem troðfyllti íþróttahöllina í Ankara. í stað þess að senda hana af sviðinu með fyrir- litningu og hlátrasköllum, öskraðu þeir í hrifningu. Um miðjan júní var Tánsu Ciller, dugnaðarleg, háskólamenntuð kona í Chanel-dragt, kosin foringi stjóm- arflokks Tyrklands, Sannstígsflokks- ins, og fyrsti kvenforsætisráðherra landsins sýndi að ný kynslóð stjóm- málamanna var komin til þroska. Enn hafa fáir hugmynd um hvert þessi töfrum gædda kona á eftir að leiða 60 milljóna þjóð. Einlægur aðdáandi Margaret Thatcher CiIIer, eins og Margaret Thatcher, dýrkuð fyrirmynd hennar, er fremst í flokki miðstéttanna sem lifa í borg- um og eru á uppleið. Hún hefur sóp- að til hliðar hefðarsinnuðum körl- unum, sem hafa ríkt í tyrkneskum stjómmálum í meira en þrjá áratugi, og hefúr sýnt að hún hefur ekkert á móti þvf að taka áhættu. Lafði Thatcher, sem hefur hvatt Ciller á leið hennar til valda, hringdi f skjólstæðing sinn fyrir flokksþingið til að óska henni góðs gengis og aft- ur eftir að sigur var unninn til að bera fram hamingjuóskir. Það er því ekki að undra að tyrkneska pressan hefur þegar gefið nýja foringjanum sínum viðumefnið ,jámfrúin“. Útnefning Cillers kom Suleyman Demirel forseta greinilega á óvarL Hann hafði gefið það skýrt til kynna, þegar hann var að leita að einhverj- um til að taka sætið sem hann sjálf- ur stóð upp úr þegar hann erfði skyndilega forsetaembættið frá Tlirgut Ozal, að hann vildi fá Ismet Sezgin innanríkisráðherra í sinn stað. Ciller sjálf kom með sína eigin skýringu á velgengninni: „Ekkert er eins áhrifamikið og hugmynd þegar hennar tími er runninn upp.“ Skuggar tíðra valdarána hersins, bágrar frammistöðu f mannréttinda- málum og ótrausts sambands við bókstafstrúarmenn fslams kunna að hvfla yfir Tyrklandi, en landið hefur ákveðið snúið ásjónu sinni í átt til frjálslyndra Vesturlanda og frjáls markaðskerfis kapítalismans. Tákn nýrra tíma Ciller er tákn þessa nýja tíma, kona sem er að móta valdamikla stöðu konu í samfélagi þar sem karlar hafa haft tögl og hagldir. „Þetta gerir okk- ur feert að sanna fyrir umheiminum að við erum ekki huldar svörtum kuflum, „tsjador"," sagði kynsystir hennar, Ajda Pekkan, söngkona sem nýtur mikillar hylli. Ciller stundaði nám við Yale og var fyrst valin í ríkisstjóm fyrir tveim ár- um. Hún hefur heitið því að einka- væða banka og iðnað f rfkiseign og að koma böndum á 60-70% verð- bólgu í Týrklandi, en það tókst henni ekki þann skamma tíma sem hún skipaði sæti fjármálaráðherra. Hún hlýtur líka að hleypa nýju lífi í langvarandi baráttu Tyrklands fýrir að fá aðgang að Evrópubandalaginu og festa stöðu sína sem brenni- punktur áhrifa fyrir múslímaríki fyrrverandi Sovétríkja sem nú leita nýrra bandamanna. En fyrst og fremst hefur kosning hennar dregið fjöldann allan af nýjum og ferskum kröftum til þingsetursins Ankara, sem svo lengi hefur verið lén þeirra Ozals, Demirels og Sezgins. Ciller er fúllkomlega dæmigerð af- urð nýja Tyrklands. Hún feddist í Istanbul inn í auðuga fjölskyldu og faðir hennar gegndi embætti héraðs- ríkisstjóra. Hún gaf sjálfstæði sitt til kynna snemma, giftist 17 ára og hélt því til streitu að maður hennar tæki hennar nafn vegna þess að hún átti enga bræður til að viðhalda fiöl- skyldunafninu. Hún var greindur nemandi og á námsferlinum er að finna doktors- gráðu í hagfræði frá háskólanum í Connecticut, nám við Yale og kennslu í Ameríku áður en hún gerðist prófessor við Bospórus- há- skóla. Ciller á stuðning víða Þrátt fyrir reynsluleysi í stjómmál- um hefur Ciller sýnt mikla fæmi í að afla sér stuðnings. Henni er annt um að hrekja ekki þá, sem aðhyllast ís- lam frá sér, en þeir gegna mikilvægu hlutverki f þessu að nafninu til ver- aldlega ríki. Hún vitnaði hvað eftir annað í Allah í ræðu sinni á flokks- þinginu, lofaði fegurð bænarkalls múslíma og hét því „að láta betur heyrast rödd Tyrklands og múslíma í veröldinni". Hún grét þegar dagblað birti myndir af henni á sundbol, þó að ekki væri ljóst hvort tárin hrundu af hvörmum hennar vegna músl- ímsks tepruskapar eða — eins og hárgreiðslukonan hennar sagði f trúnaði — vegna þess að myndimar sýndu að hún væri a.m.k. 5 kílóum of þung. TVrkneskir kjósendur virðast furðu lostnir vegna eigin dirfsku og eru nú í óðaönn að hrósa Ciller í hástert, þó að hún verði að takast á við geysileg- ar hindranir auk efnahagsmála. Eftir friðsælt tímabil, hafa árásir Kúrda aftur blossað upp í suðausturhlutan- um. Erlendis em Týrkir orðnir fóm- arlömb aukinnar tilfinningar Evr- ópumanna til að loka að sér og Ciller hefur lofað að fara til Þýskalands til að hitta augliti til auglitis leiðtoga landsins vegna árása nýnasista. Vandamálið vegna Kýpur er enn óleyst og hún hlýtur að verða beitt þrýstingi bókstafstrúarmanna um að koma til bjargar múslímum í Bos- níu, svo og að skipta sér af málefn- um Azerbadzjan. Þó að hún eigi áreiðanlega eftir að njóta hylli vestrænna bandamanna, sem er áfram um að Týrkland haldi áfram að gegna lykilhlutverki sem vamarmúr gegn öfgastefnum Mið- austurlanda, kann Ciller að eiga eftir að komast að því að Demirel muni grafa undan stöðu hennar, en hann er útsmoginn bragðarefúr sem greinilega varð undir þegar hún var kosin. Getur hún varast skyssur Thatchers? Hugsanlega eiga fjölmiðlaárásir eft- ir að beinast að geysilegu ríkidæmi hennar, en eignir Cillers og manns hennar, Ozers Ucuran, eru metnar á 40 milljónir sterlingspunda og er mikið af þeim auði bundið í fasteign- um. Ozer er nú stórhluthafi í 7-EIev- en, bandarísku verslanakeðjunni, og hefúr verið viðriðinn fjölmörg um- deild dómsmál meðan hann var for- stjóri banka, sem nú hefur dottið upp fyrir, og forstjóri byggingasam- steypu. Að hveiju svo sem persónulegar árásir beinast verður raunverulegur prófsteinn Cillers efnahagsstefna hennar. Fari svo að hún falli fyrir því að færa vonglöðum tyrkneskum al- menningi skjótan árangur, tekur hún þá áhættu, eins og Thatcher, að njóta meiri aðdáunar utan land- steinanna en heima fyrir. Frá Singapore fjölgun sáralítil. Vinnuaflsekla er viðvarandi. Af pólitískum ástæðum vill Singapore ekki flytja að fleira út- lent verkafólk en nauðsyn krefur." „... Singapore þarf líka að huga að stöðu sinni í hópi Asíulanda með ört vaxandi atvinnulíf. Allt frá Kína í norðri, Indlandi í vestri til grann- landa í Suðaustur-Asíu er verið að opna vaxandi atvinnuvegi útlendu fjármagni." Með Finandal Times 29. mars 1993 var fýlgiblað, Singapore. í yfirlits- grein þess sagði: „Á hvaða mæli- kvarða metið er, er Singapore dæmi um einstaklega öra atvinnulega framvindu. Eftir þrjá áratugi nær órofinnar útþenslu, vex verg lands- framleiðsla þess árlega um 6% án umtalsverðrar verðbólgu. Á mann eru tekjur þess meiri en í nokkrum öðrum asískum „dreka“ og eru þegar meiri en f allmörgum löndum Evr- ópu.“ „í Singapore er næg atvinna, sér- lega mikill pólitískur stöðugleiki og óspillt og dugandi stjómsýsla. Og hlutfall íbúða í eigu ábúenda hið hæsta í heimi. Spamaður er sá mesti sem þekkisL Að streymir enn útlent fjármagn, þannig að í eyríki þessu með 3,1 milljón íbúa, er eitt erlent fýrirtæki á hveija 1.000 íbúa. Og Viðskiptalifíðj borgaraðbúnaður á engan sinn líka f heimshluta þess. Viðkvæði forsætisráðherra og ann- arra ráðherra (1992) var þó það, að á tíunda áratugnum yrði Singapore eins mikill vandi á höndum sem nokkm sinni, síðan því var hrundið úr Sambandsríki Malasíu 1965. Því er ekki aðeins á höndum að halda forskoti í samkeppni (ath. á meðal granna sinna) í Asíu, heldur líka að endumýja eftiahagslíf sitt, svo að verði sem í háþróuðum löndum ... fjárfesting í vélum og tækjum í vöru- framleiðslu (manufacturing invest- ment in fixed assets) var meiri en nokkru sinni áður (1992), 3,48 millj- arðar S$, 21% meiri en 1991 ... At- vinnuleysi er innan við 3% og fólks-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.