Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 1. júlí 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafeson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Skrtfstofun Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,-, verö I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Misnotkun valds Alþýðublaðið greinir frá því í gær að í óútkomnu hefti tímaritsins Heimsmyndar sé fullyrt að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi staðið fyrir því að koma upplýsingum um einkafjármál forstöðumanns Bankaeftirlitsins í hendur Pressunnar. Tilgangur for- sætisráðherra er sagður hafa verið að koma höggi á forstöðumanninn í hefndarskyni fyrir að hafa viðrað opinberlega efasemdir um aðferðir þær, sem viðhafð- ar voru í Landsbankamálinu svokallaða. Vegna þess að það er fyrrum ritstjóri Pressunnar, sem heldur því fram að menn á vegum forsætisráð- herra hafi komið upplýsingum um fjármál forstöðu- mannsins á framfæri við blaðið, er vægi þessara full- yrðinga slíkt að ekki verður framhjá þeim litið. Hér eru á ferðinni stóralvarlegar ásakanir, sem snerta réttaröryggi opinberra starfsmanna og raunar landsmanna allra, landslög og síðast en ekki síst pól- itískt siðferði í landinu. Varla þarf að taka fram að viðskipti einstaklinga við bankastofnanir eru einka- mál viðkomandi aðila og þó svo að háttsettir aðilar í stjórnsýslunni kunni af einhverjum ástæðum að hafa komist yfir trúnaðarupplýsingar um einstaka þegna þjóðfélagsins, er það ótrúleg ósvífni og botnlaust sið- Ieysi að nota sér slíkar upplýsingar í pólitískum til- gangi. Augljóslega er forsætisráðherra og ýmsir nánustu samstarfsmenn hans í kjörinni aðstöðu til að komast yfir upplýsingar úr kerfinu um einkamál - - fjármál eða annað — einstakra manna. Þegar ásökun liggur fyrir um að þessi æðsti yfirmaður framkvæmdavalds- ins notfæri sér aðstöðu sína í stjórnkerfinu til að koma höggi á einstakling, sem er honum af einhverj- um ástæðum ekki pólitískt þóknanlegur, er ekki hægt að láta slíkt mál kyrrt liggja. Það verður að fá úr því skorið af óháðum aðila hvort slík misnotkun á valdi hefur raunverulega átt sér stað. Það er sjálfsögð krafa að það verði upplýst, svo það sé hafið yfir allan vafa hvort handhafar framkvæmdavalds á íslandi notfæri sér aðgang sinn að persónulegum upplýsingum um fólk, til að styrkja valdaaðstöðu sína gagnvart við- komandi mönnum. í því dæmi, sem hér um ræðir, er verið að tala um að slíkum upplýsingum hafi verið komið í fjölmiðil. Ef það er rétt, má þá ekki alveg eins gera ráð fyrir að embættismönnum og öðrum hafi verið hótað að óþægilegum persónulegum upplýsing- um verði komið á framfæri, þó að ekki sé búið að slíku, ef þeir hegði sér með einhverjum tilteknum hætti? Hvernig sem á þetta mál er litið, verður ekki hjá því komist að fá óyggjandi niðurstöðu um sannleiksgildi ásakana þeirra sem fram hafa komið. Að nafninu til, í það minnsta, ríkir þingræðiskerfið á íslandi, en í því felst að framkvæmdavaldið byggir vald sitt á löggjaf- arvaldinu. Eftirlit og aðhald með framkvæmdavald- inu er í verkahring löggjafarvaldsins, Alþingis, og það kemur því í þess hlut að hafa forgöngu um að fram fari opinber rannsókn á því hvernig framkvæmda- valdið fer með umboð sitt. Stjórn þingsins ber að taka þetta mál upp og láta kanna það og ef hún gerir það ekki, hljóta einstakir þingmenn að sjá til þess að það verði gert. Bergmanns, ritstjóra Dags á Akur- eyri, en þar er fiallað um eina Jiá brýnustu aðgerð sem nú er þörf á í fetensku fiármátalífL Bragi V. Berg- mann bendir hér á að breyttir tímar kreflist nýrra aðferða við efnhags- sljómun og ber að taka sterklega undir þau orð. Svo segir í leiðara vajiirn virðist fyrir „Það er tvímælalaust tímabært að endurskoða verötryggingu gár- skuldbindinga með það í huga að af- rtema hana með öllu. Þegar núver- hún sér það markmið að afhema um áramótin 1992-1993 tagaákvæðin um notkun verðtryggingar, þannig að hún réðist af fijálsum samning- um. Þessi göfugu áform hafa ekki enn komist í framkvæmd, því laga- frumvarp þessa efriis er ennþá til meðferðar í viðskiptaráðuneytinu. Þó er það ánægjulegt að viljinn til að afnema verðtrygginguna virðist vera fyrir hendi þjá núverandi stjómaxherrum. Reyndar eru and- inni." sögunnar því yfir tfi hinna sem ötulastir voru að verða ser úti urn iánsfé. Þessa sögu þekkja flestir. Með upptöku verðtryggingar var bundinn endi á þessa Mrgþróun. Reyndar má fuli- yrða að ekki hafi verið um aðra lelð að ræða til að endurheimta traust al- Nú er svo komið að flest ef ekki Ötl aöbaki ,Ar óðaverðbólgu em að batö, en efiir situr dýrmæt en jafirframt dýr- keypt reynsla. Fullyrða má að eng- inn vitji errdurtaka þær efriahags- kollsteypur sem þjóðfélagið tók aftur og aftur á þessum ámm. Á smum túna var vissutega nauð- synlegt að setja iög um verðtrygg- : ingu fjárskuldbindinga. Raunvextir hér á landi voru neikvæðir ámm saman. Sparifé landsmanna brann smám saman upp á verðbólgubál* ínu, því höfuðstóllinn rýmaöi í takt við verðbótguna. Mar$ eldra fólk vaknaði upp við vondan draum þeg- ar peningalegur affakstur æwstarfe- verðtryggingu fjárskuidbindinga á sínum ti'ma, em fallin úrgfldL Verð- bólga er vart mælanieg og stö&ig- leiki hefur verið allsráðandi í fe- lensku efnahagslifi i nokkur ár. Reynslutíminn er því liðinn. Okkur er ekkert að vanbúnaði að afirema verðtrygginguna. Hún stendur með- al annars f vegi brir því að við sker- um okkur úr í hópi annanta þjóða sem altar hafe hafriað þeirri sjálf- virkni sem verðtrvggingin leiðir af sér. Við cigum að iosa okkur við hana líka. Því fýrr, því betra." einstaklinga f iandinu og atvinnulffe um leið að bmgðist sé við breyttum aðstæðum með þeim hætti sem hér hófundur Dags gerir svo skýra greín fyrir. Ganri Framlenging umræðuþáttar Áferðarfallegur var spjallþáttur- inn um stjórnmál og siðferði, sem innlend dagskrárgerð sviðsetti í sjónvarpi ríkisins s.l. þriðjudag. Þrír stjómmálafræðingar og einn hagfræðingur, eða þrír háskóla- kennarar og einn ritstjóri eftir því hvaða titlatog er valið, ræddu efn- ið af yfirvegun og víðsýni hinna sannmenntuðu. Mál em aldrei útrædd í svona spjalli og stjómendur enda alltaf mál sitt á að loks hafi menn verið að komast að eíninu þegar tímann þrýtur og að þeir gætu haldið áfram alla nóttina að viðra vísindi sín og skoðanir eða skoðanaleysi ef % tímaleysið væri ekki svona haga- legt. Síðan þakkar stjómandi fyrir sig og kveður og dúndrandi músík kveður við þegar maður er leiddur í allan sannleika um hver kveikti á ljósunum og hver greiddi og fárð- aði þátttakendur og hver valdi borðið sem þeir sátu við og önnur kjamaatriði innlendrar dagskrár- gerðar. Vafeiaust er hægt að skilja og túlka svona samræður í blýföstum farvegi á fieiri vegu. En að minnsta kosti einn áhugasamur skildi lær- dómsmennina svo að pólitfek spill- ing á íslandi væri vel viðunandi. Hún sé kannski enn verri annars staðar og auðvitað miklu skárri í þeim Iöndum þar sem siðgæði er talið einhvers virði. Það sem ekki er rætt Eins og oft vill verða, vakti það eitt sérstaka athygli sem ekki var rætt. Lærdómsmennimir fjölluðu af yfirvegaðri kurteisi um nokkur nýjustu dægurmálin í pólitískri spillingu lýðveldisins og sögðu á þeim kost og lösL Stöðuveitingar í nokkur æðstu embætti eru helstu og oftast einu umræðueftiin þegar pólitíkusar em taldir misbeita valdi sínu og hygla sínum flokks- mönnum eða sjálfum sér. Þannig þurftu allir að hafa skoð- un á Hrafnsmálum, en enginn þurfti að hafa hugmynd um til- tektir menntamálaráðherra þegar hann skipaði ráðuneytisstjóra nokkru fyrr. Svoleiðis stöður ná Iíklega ekki þeim status sem fær fjölmiðla til að ranka við sér. Það er munur en að vera rekinn úr embætti undirtyllu hjá sjónvarpi og vera síðan sparkað þaðan í að- eins æðri undirtyllustöðu. Það er eitthvað til að japla á. En það, sem fyrst og fremst var utangátta í siðgæðistalinu um pólitfekar stöðuveitingar, er hvemig skyldmennum og vensla- fólki er hyglað á kostnað þeirra sem ekki hafa styrk af pólitfekt skipuðum embættismönnum hér og hvar í opinberum báknum. Eða halda menn að Hrafn Gunn- Iaugsson sé eini starfsmaður báknsins, sem hann tilheyrir, sem nýtur pólitískrar fyrirgreiðslu og vináttu áhrifaafla til að fá fasta vinnu? Þær eru varla margar opinberu stofnanimar, sem ekki eru gegn- mettaðar af stöðuveitingum sem eingöngu verða raktar til ættar- tengsla og vensla og kunnings- skaparins góða. Og skólabræðra- lagið varir ævilangt. Ættbogar á grænni grein Þegar rætt er um pólitfeka spill- ingu í embættaveitingum, er yfir- Ieitt ekki minnst á annað en örfáar toppstöður og að það séu menn sem afskipti hafa haift af stjómmál- um sem ganga fyrir. En að heilu ættbogunum sé kom- ið fyrir í ágætum stöðum og emb- ættum hér og hvar í þjóðfélaginu verður engum að hneykslunar- hellu. En pólitískar stöðuveitingar eru oftast lykillinn að því að koma venslafólki og vinabömum á jöt- una. Það eru ekki endilega ráð- herrar eða forsjármann stjóm- málaflokka sem ráða beint í minni háttar stöður og embætti, en þeir skipa þá sem hafa ráðningarvatdið og er sú goggunarröð öll f fúrðu föstum skorðum stjómmála- og fjölskylduvelda. Heimaríkir „stjórar" með alls kyns forskeytum eru notalegir við ættmenn sfna og pólitíska ráða- menn, þegar útvega þarf starf við hæfi og fólk, sem þekkir hvorki fjárhagslegt né pólitískt siðgæði, heldur að svona eigi hlutimir að vera og á það bæði við þá sem njóta og gjalda. Tálað er um land kunningsskap- arins eins og ekkert sé sjáffeagðara og fyrirgreiðslupólitíkus er heið- urstitill siðblindrar þjóðar, sem uppsker eins og hún sáir. Um allt þetta skulum við þegja þunnu hljóði og steinhætfa að vera hissa þegar kjömir futltrúar nofa alla sína aðstöðu til að búa í haginn fyrir sig og sína. Eða til hvers annars á að vera að vasast í pólitík? Skyldu stjómmálafræðingamir vifa það? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.