Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. júlí 1993 Tíminn 7 Magnús Guömundsson meö eitt verk sitt. í skápnum bak viö hann gefur á aö llta nytjalist eftir Hjördísi Guðmundsdóttur. ur, en við vonum að þetta fari að glæðast," segir Valgerður. Það er vinsælt að læra förðun í dag og þær Anna Lóa Sigurjónsdóttir og Þóra Ólafsdóttir lögðu stund á fagið í „Förðunarskóla Línu Rutar“. Þær settu nýlega á stofn fyrirtæk- ið „Listförðun Þóru og Önnu“ á Skólavörðustígnum. Þeir sem framhjá ganga geta fylgst með verkinu og er það óalgengt hér á landi. Þóra segir viðskiptavinina ekki kippa sér upp við slíkt. „Við förðum mikið fyrir brúðkaup og tískuljósmyndir, en það er líka vinsælt að láta farða sig fyrir steggja- og gæsapartý. Um daginn förðuðum við karlmann, sem var að fara að gifta sig daginn eftir, og máluðum hann eins og konu,“ seg- ir Þóra og er skemmt við minning- una. „Við höfum lítið auglýst starf- semina, en hún er fljót að spyrjast út og við höfum haft nóg að gera." Sé haldið niður Bankastrætið og niður í miðbæinn finnast gallerí til dæmis bæði í Austurstrætinu og við Austurvöll og svo hafa lista- mennimir Elín Magnúsdóttir, Snorri Guðmundsson og Unnur Óttarsdóttir nýverið opnað vinnu- stofur sínar fyrir almenningi í kjall- ara Hlaðvarpans. Húsnæðið er stundum nefnt „Undir pilsfaldin- um“, því á hæðinni fyrir ofan bjóða fjölmargar listakonur verk sín til sölu. Skólavörðustígur — handverksstígurinn mikli: Af gullsmiðum, hestum og spök- um mönnum Skólavörðustígurinn í Reykjavík er að verða athvarf handverics- manna bæjarins, en undanfarín misseri hafa fjölmargir listamenn og hönnuðir sett þar upp bæði vinnustofur og verslanir. Upphaf stígsins er rakið til þess þegar Skólavarðan var endurreist og var hann hugsaður sem skemmtigöngustígur. Til að spara viðhald máttu hestar ekki fara þar um. Þótt margt hafi breyst í tímans rás, eru hestar enn sjaldséðir á Skóla- vörðustígnum, en aftur á móti em gullsmiðir fyrirferðarmiklir þar. Einn af þeim er Halldór Sigurðs- son, sem rekið hefur verslun að Skólavörðustíg 2 í um það bil 50 ár. Þar hefúr hann vinnustofu og selur jafnframt gripi eftir aðra gullsmiði. Gullsmiðjan og listmunahúsið „Ófeigur" er að Skólavörðustíg 5 og hefur Ófeigur Bjömsson haft þar aðsetur í tæpt ár. Hann gerir skart- gripi, skúlptúra og flytur einnig inn gripi. Vinnustofu hefur hann á neðri hæðinni, en sýningarsal á þeirri efri. í „G 15“ er Þorbergur Halldórsson gullsmiður með verkstæði og að öllu jöfnu líka með galleri. Efst gullsmiðanna við Skólavörðu- stíg trónir Katrin Didriksen. Hún er með galleríið „Katrín gullsmið- ur“ að Skólavörðustíg 17b. Hún segir besta tímann í sölu vera að renna í garð, en ferðamenn og þá sérstaklega ráðstefriufólk hefúr ver- ið duglegt að versla við hana. Ekki spillir að við galleríið er önnur tveggja minjagripaverslana við stíg- inn, sem ferðamenn stoppa gjaman við á leið upp að Hallgrímskirkju. En það em fleiri en gullsmiðir við Skólavörðustíginn. Feðgamir Helgi Sigurðsson og Grétar Helgason em með úrverkstæði sem og verslun að Skólavörðustíg 3. Beint á móti þeim hefur Komelíus Jónsson selt úr og sinnt viðgerðum síðan árið 1950. „Gallerí 11“ er við Skólavörðustíg 4a og eilitlu ofar er galleríið „Hjá þeim“, þar sem leirskáldin Magnús Guðmundsson og Hjördís Guð- mundsdóttir hafa nýlega hreiðrað um sig. „Við seljum eingöngu leirlistar- vömr sem við gemm sjálf," segir Magnús. „Við höfum vinnustofúr í bílskúmnum okkar og skiptumst á um að vera hér í versluninni." Halldór segir þau Hjördísi hafa viljað staðsetja galleríið í miðbæn- um og svo vel hist á að þetta hús- næði hefði verið laust. Þau em Texti: Gerður Kristný Myndir: Ámi Bjama bjartsýn á viðskiptin og ætla að reka verslunina a.m.k. í eitt ár til að sjá hver viðbrögðin verða. Mokka er með lífseigari kaffihús- um í bænum og þar hanga listaverk gjaman á veggjunum, gestum til yndisauka. Bjami Þórðarson vinnur skraut- gripi í birki í galleríi sem ber nafh hans. Þar hefur hann einnig vinnu- stofu. Tvær verslanir við Skólavörðustíg- inn sjá um að listamennina þrjóti hvorki tól né liti við sköpunina, en Anna Lóa Sigurjónsdóttir (til vinstri) og Þóra Ólafsdóttir kvarta ekki yfir at- hafnaieysi. þær heita báðar „Litir og föndur". „Spaks manns spjarir" er fataversl- un í eigu fatahönnuðanna Valgerð- ar Torfadóttur, Bjargar Ingadóttur og Evu Vilhelmsdóttur. Þar selja þær stöllur föt sem þær hafa hannað sjálfar, ásamt skart- gripum. Valgerður segir að þær hafi ekki viljað vera með verslunina á Lauga- veginum innan um allar hinar tískuverslanimar, en þó kosið að vera nálægt miðbænum. Þær tóku húsnæðinu á Skólavörðustígnum fegins hendi og ekki spillti fyrir að beggja megin við það em hand- verksmenn með verslanir. „Það var orðið þreytandi að fá við- skiptavinina heim til sín og því ákváðum við að fara út f verslunar- rekstur. Enn sem komið er hefúr verslunin verið mjög róleg hjá okk- Valgerður Torfadóttir og Björg inga- dóttir vinstra megin f verstuninni „Spaks manns spjarir".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.