Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. júlí 1993 Tfminn 9 ■ DAGBÓK Þörunn Guðmundsdóttir og Davíð Knowles Játvarðsson. Þriöjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Á næstu þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ölafssonar 6. júlí kl. 20.30 koma fram Þórunn Guðmundsdóttir söngkona og Davíð Knowles Játvarðsson píanóleikari. Þau flytja sönglög eftir Ivor Gumey, Claude Debussy, Johannes Brahms, Karl 0. Run- ólfsson og Jón Leifs. Þórunn Guðmundsdóttir lærði söng í Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði síð- an nám við Indiana University í Bloomington. Þórunn hefur haídið einsöngstónleika hér á landi, meðal annars f Sigurjónssafni sfðastliðið sumar. Hún hefur einnig komið fram sem einsöngvari með kórum og með Kammersveit Reykjavíkur. Davíð Knowles Játvarðsson hefur verið búsettur á fslandi síðastliðin 10 ár og hlaut nýlega fslenskan ríkisborgararétt Hann hefúr margoft komið fram með söngvurum og hljóðfæraleikurum, bæði hériendis og erlendis. Katrin Sigurðardóttir sýnir í Galleri Sævars Karis Katrín Sigurðardóttir sýnir rýmisverk í Gallerf Sævars Karls, Bankastræti 9, 2.- 30. júlf 1993. Hún er fædd 1967 og stundaði nám við Myndlistar- og handfðaskóla íslands í Nýlistadeild 1986-1988, en lauk síðan námi frá San Francisco Art Institute 1990. Verkið sem Katrín sýnir samanstendur af teikningum og þrykki, þróuðum út frá eigindum mannslfkamans. Jafnframt eru í verkinu könnuð tengsl myndlistar við hefðbundin innanhúss-skreyti. Katrín hefur áður haldið tvær einkasýn- ingar, báðar í Bandaríkjunum, og tekið þátt f sex samsýningum, öllum f Banda- rfkjunum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morg- un, fostudag, og verður opin á verslunar- tíma á virkum dögum, frá kl. 10-18. Fyririestur Mary Ellen Mark á Kjarvalsstööum Mánudaginn 5. júlí kl. 20.30 heldur bandaríski ljósmyndarinn Mary Ellen Mark fyrirlestur um ljósmyndir sfnar að Kjarvalsstöðum, en sýning á verkum hennar hefur staðið ýfir þar sfðan 22. maís.l. Mary Ellen Mark er um þessar mundir einn þekktasti heimildaljósmyndari heims og spannar sýning þessi fyrstu 25 árin af ferli hennar. Hún hefúr að geyma 125 myndir, allt frá blindum bömum í Úkraínu til fjölleikahúslistamanna á Ind- landi. Mary Ellen Mark útskrifaðist sem frétta- ljósmyndari 1964, eftir nám í listasögu og listmálun. Hún fékk strax Fulbright- styrk til að Ijósmynda í TVrklandi þar sem hún dvaldi um tíma, en sneri heim til Bandaríkjanna eftir árs dvöl og hóf að skrásetja með myndavél sinni hvaðeina sem vakti áhuga hennar. mannlff f Central Park, mótmælafundi, kvenna- hreyfinguna og líkamsræktarmenn. Hún hlaut fljótlega alþjóðlega frægð fyrir Ijós- eru óæskilegar á akbrautum, sérstaklega á álagstímum í umferóinni. í sveitum er umferö dráttar- véla hluti daglegra starfa og ber vegfarendum aö taka tillit til þess. Engu aö síður eiga bændur að takmarka slíkan akstur þegar umferð er mest, og sjá til þess aö vélarnar séu í lögmætu ástandi, s.s. með glitmerki og ökuljós þegar ryk eriá vegum, dimmviöri eöa mýrkur. iJUMFERÐAR myndir sínar og myndraðir, en meðal þeirra eru: „Deild 81“, „Eiturlyfjaneyt- endur f London", „Heimilislaus fjöl- skylda", „Góðgerðastofnanir móður Theresu" og „Indversk fjölleikahús". Sýningin að Kjarvalsstöðum hefur ver- ið fjölsótt og hlotið góða dóma. Vegna óviðráðanlegra ástæðna lýkur henni fyrr en áður var auglýst, eða miðvikudaginn 7. júlf. Aðgangur að fyrirlestrinum á mánu- dagskvöldið er ókeypis og hefst hann kl. 20.30. Elín Jakobsdóttir sýnir í Menn> ingarstofnun Bandaríkjanna Laugardaginn 3. júlf nk. kl. 14 mun skosk-fslenska listakonan Elín Jakobs- dóttir opna sýningu á málverkum og teikningum í húsakynnum Menningar- stofnunar Bandarfkjanna að Laugavegi 26 (bflastæði og inngangur einnig frá Grettisgötu). Elfn er fædd á íslandi árið 1968, en hef- ur verið búsett erlendis allt frá bam- æsku. Hún stundaði nám við Glasgow School of Art og lauk þaðan BA-prófi með láði árið 1992. Elín hélt einkasýn- ingu á verkum sfnum f Glasgow árið 1991, auk þess sem hún hefur tekið þátt í námssýningum og hópsýningum skoskra listamanna f Glasgow og f Lund- únum og annast myndskreytingu bama- bókar fyrir menntamálaráðuneyti Chile. Þá sá hún um uppsetningu og skipulag sýningar á vefnaði og listmunum frá Andesfjöllum í Perú, „Winds across the Andes“, sem haldin var í Glasgow fyrir tveimur árum. Elín hefur lagt leið sína til Perú og Ból- ivfu í náms- og kynnisferðir, auk þess sem hún hefur lagt stund á leiklist og brúðugerð. Arið 1991 voru Elínu veitt hin svonefndu Christie-verðlaun, en þau falla í skaut efnilegasta nemandanum á þriðja ári við The Glasgow School of Art Þá hlaut hún myndlistarverðlaun W.O. Hutchison árið 1992. Sýning Elfnar verður opin alla virka daga frá kl. 830-17.45 ffarn til föstudags- ins 30. júlf. (Ath. Lokað verður mánu- daginn 5. júlf.) Tónleikar í Kristskirfcju Þriðjudagskvöldið 6. júlí n.k. verða haldnir tónleikar f Kristskirkju og hefj- ast þeir kl. 20.30. Á þessum tónleikum mun kammerhljómsveit ungra hljóð- færaleikara frá borginni Cervera í Kata- lóníu á Spáni leika tónverk eftir Rach- maninoff, Grieg og katalónfska tónskáld- ið Toldra. í hljómsveitinni leika nemend- ur sem náð hafa miklum árangri f námi sínu hjá frábærum kennurum. Jafnhliða hljóðfæranáminu hafa þeir lagt stund á kammertónlist og hljómsveitarleik. Frá stofnun sveitarinnar hefúr hún ferðast um Katalónfu og spænska rfkið og hald- ið tónleika. Enn ffernur hefúr hún leikið f Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og á Ítalíu. Stjómandi á tónleikunum er Manuel Valdivieso. Tónleikar katalónfsku ungmennanna verða endurteknir 8. júlí kl. 20.30 í Borg- ameskirkju. Aðgangur er ókeypis á báða tónleikana. Veiðimenn, athugið! Stórir og sprækir laxa- og silungamaðkar til sölu. Upplýsingar í síma 91-673212 og 91-672822. Bréf Gretu Garbo seld háu verði Greta Garbo var umvafin dularhjúpi f lifanda lífi og enn lifir minning hennar l hugum aödáenda. Einn þeirra keypti nýveriö dýrum dómum á uppboði I London 66 bróf, sem hún skrifaði pólskri vinkonu sinni á 40 ára tímabili. Greta Garbo var orðin þjóðsagna- persóna í lifanda lífi og enn lifir minning hennar góðu lífi, þó að þrjú ár séu liðin síðan hún lést, há- öldruö, og áratugir síðan hún hætti kvikmyndaleik. Greta er einhver frægasta og skær- asta stjarna kvik- myndanna fyrr og síðar og var blóma- skeið hennar á hvíta tjaldinu á ár- unum um og eftir 1930. Þegar hún lék í þýskri útgáfu á Anna Christie 1930 bar fundum hennar og pólska rithöf- undarins og leik- konunnar Salka Vi- ertel saman og upp úr því skrifuðust þær á í 40 ár. Bréfin 66, sem Greta skrifaði í því sambandi, voru nýlega seld á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrir 26.450 sterlingspund og var kaupandinn safnari í Flórida, David Walskovski. Hann hitti leikkon- una á fimmta áratugnum og hefur verið einlægur aðdáandi hennar síðan. Greta var einfari og dulúðug. Ráðgáta, segja ýmsir. Bréfin þykja gefa einstæða innsýn í hugsana- gang þessarar konu, sem svo fáir þekktu en margir vildu þekkja. Þar segir hún frá löngun sinni til að vera einsömul og á einum stað viðurkennir hún: „Það er dapur- legt að vera alein, en stundum er jafnvel enn erfiðara að vera með einhverjum." í öðru bréfi upplýsir hún: „Ég á enga elskhuga, en engu að síður á ég í vandræðum." Fréttinni fylgja ekki upplýsingar um hvernig stendur á sölu bréf- anna nú, en ólíklegt má telja að þessi Iokaða kona, sem ekki vildi láta aðra hnýsast í einkamál sín, hafi haft í huga að þau kæmu fyrir augu almennings. Og ólíklegt má telja að nokkur hefði haft áhuga á þessum bréfum, ef einhver óþekkt persóna hefði skrifað þau. En frægðinni fylgja ýmsir ókostir og einkaiíf Gretu Garbo er ekki heil- agt eftir dauðann. ísabetu Bretadrottningu, Baldvin Belgfukonungi og Fabiolu drottn- ingu hans, þegar Bretadrottning kom til Belgíu til aö minnast orrust- unnar viö Waterloo. Bretadrottning í Belgíu Margar eru skyldur þjóðhöfðingja og misánægjulegar. Sennilega hef- ur Elísabetu Bretadrottningu bara þótt gaman að fara til Belgíu ný- lega til að minnast orrustunnar við Waterloo 1815, þar sem her- toganum af Wellington tókst að vinna slíkan sigur á her Napóleons að Evrópuvaldadraumur keisarans hrundi endanlega til grunna. Eftir heimsóknina á orrustuvöll- inn heilsaði drottningin upp á belgísku konungshjónin Baldvin og Fabiolu f kastala þeirra hjóna f Laeken. Sú heimsókn hafði reynd- ar áður valdið deilum og nokkru írafári. Þannig er nefnilega mál með vexti að um orrustuvöllinn ók drottningin í japönskum Toyota Previa „space wagon", þó að hún hefði verið flutt á staðinn í Jagúar- bíl. lálsmaður breska sendiráðsins skýrði þá ráðstöfun með því að auðveldara væri að komast inn í japanska bílinn og út úr honum aftur. Bálreiðir breskir þingmenn höfðu nefnilega húðskammað fólk við hirðina fyrir að sýna litla ást á föðurlandinu með þessu háttalagi. Sophia fögur sem fyrrum Sophia Loren vekur alltaf at- hygli hvar sem hún fer. Hún er alltaf jafnfalleg, þó að hún fari að náígast sextugsaldurinn, og hún hefur alltaf í nógu að snú- ast. Nú gegnir hún embætti velvildarsendiherra hjá Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í fyrra lagði hún m.a. leið sína til Sómalíu til að telja kjark í sveltandi fólk í miðri borgarastyrjöld. En Sophia á líka rólegri stundir og nýlega sást til hennar í Genf þar sem hún, maður hennar Carlo Ponti og Eduardo sonur þeirra gáfu sér tíma til að neyta góðs hádegis- verðar í rólegheitum. Þá var meðfylgjandi mynd tekin. Sophia Loren er alltaf jafnfalleg, þó aö vissulega hljóti aldurinn að fær- ast yfir hana eins og aöra. Fjöl- skyldullfiö er hamingjusamt og sjálfsagt á þaö sinn þátt í þvf hvaö hún heldur sér vel. Maöur hennar Carlo Ponti og Eduardo sonur þeirra eru hér meö henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.