Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júlí 1993 Tíminn 5 Það var djörf yfir- lýsing, jafnvel frá Donald Trump, þegar hann lýsti því yfir fýrir skemmstu að hann væri svo gott sem orðinn skuldlaus og tilbú- inn í ný viðskipti. Það er það sem bankamenn vísa til sem sígilt dæmi um kokhreysti Donalds Trump. Þessi ódrepandi fasteignabraskari í New York hefur verið stöðugt í fréttum á undan- förnum vikum. Hann hefur lagt fram kæru á am- eríska Indíána vegna spilavítis- réttinda, Marla Maples vinkona hans á von á barni og honum hefur tekist að ná samkomulagi um skilnaðinn við Ivönu. Hvort er Donald Trump jákvæður eða neikvæður millj arðamæringur? Donald Trump er risinn úr öskustónni og baráttuviljinn er sem aldrei fyrr. Um svo hrikalegar upphæðir er að ræða i fasteignabraskinu hans að hver smábreyting á markaði skiptir milljörðum dollara. En það sem skiptir mestu máli fyrir hann er fyrsti samningur hans í „druslubréfum" á fjórum árum, sem hann er sannfærður um að sanni að hann sé endanlega aftur orðinn þungaviktarþátttakandi í leiknum. Og samningurinn hefur beint skarpri athygli að uppáhalds- ágiskunarleiknum á Manhattan: Hvort er Donald TVump gjaldþrota eða milljarðamæringur? Sjáandinn með stóru hugmyndirnar Sá afburða vel klæddi Donald Trump, sem ræður ríkjum á skrif- stofunni á 26. hæð í TVump Tower á Fimmtutröð á Manhattan, er mjög frábrugðinn samnefndri persónu á dimmu dögunum 1989. „Ég er kominn aftur. Það er enginn vafi á því að viðskiptin mín eru öflug og þau eiga eftir að verða enn öflugri," Íýsir hann nú yfír. Hann gortar hátt af „gífurlegri vel- gengni“ við fjármögnunina á TVump Plaza spilavítinu með 385 milljón dollara draslbréfum, jafnvel áður en eitt einasta bréfanna hafði verið selt. Tæknilegur agnúi varð til þess að það varð að endurskrá skjölin hjá yfirnefnd verðbréfavið- skipta daginn eftir. En slíkir smá- munir virðast ekki koma við sjálf- skipaðan „sjáandann með stóru hugmyndimar". Ekki em allir á Wall Street tilbún- ir að deila með honum bjartsýni hans. Reyndar álíta margir þar Donald vera á hausnum. En sú staðreynd að hann hefur komist af og er enn „að bralla og brosa“, eins og Ivana hefur lýst vinnuaðferð hans og frægt er, er merkileg. TVump hefur haldist á floti á ein- skærri persónuleikaorku. Fyrir fjórum ámm var honum hent út af lista Forbes yfir auðugasta fólk Am- eríku, þegar fyrirtækjaskuldir hans æddu upp í meira en íjóra milljarða dollara. Þær hafa nú lækkað í 3,65 milljarða. Og það sem er enn stór- kostlegra, persónulegar skuldir hans hafa lækkað úr 900 milljónum dollara f 300 milljónir. Bankastjóramir hans vona Bankastjóramir hans vona að tekj- ur hans af spilavítunum haldi áfram að hækka, hækkun verði á fasteignamarkaði og með fimlegri endurskipulagningu á skuldum hans takist að kreista út meira reiðufé. Koma nýju draslbréfanna hans á markað gefa af sér 50,5 milljónum dollara meira í vaxta- greiðslur, en góðu fréttimar fyrir Tmrnp og bankana em að fyrir- komulagið hefur í för með sér að hann minnkar einkaskuld sína um 52,5 milljónir dollara til viðbótar. Hvort sem hann er á hausnum eða ekki, heldur hann áfram að leika sér að leikföngum auðjöfursins, sem bankastjórarnir hafa nýlega skilað honum aftur. Það er ein- göngu til góða fyrir almannatengsl Tmmps að láta sjá sig f hlutverki milljarðarisans, jaftivel þó að það sé ekki nákvæmlega eins og það sýn- ist. Hann nýtur þess að þjóta með þyrlu til spilavítanna sinna, í 125 mflna fjarlægð niður eftir strönd- inni í Atlantic City, og rangla um Táj Mahal, skrautsýnishornið, draga að sér athygli almennings og láta taka af sér myndir með fjár- hættuspilumnum. Höllin er gríðarstór, áberandi glæsibygging þar sem tvær og hálf ekra á sex hæðum em lagðar undir fjárhættuspilin. Þar er líka skýja- kljúfstum og 1200 herbergi. Þetta er bygging sem hann gortar af að sé sú næststærsta í heimi, komi næst á eftir Pentagon. „Ég er kominn aftur,“ segir hann með þrumuraust. „Þú ert mestur, Donald,“ stynur einn spilarinn í að- dáun. „Ég veit,“ er svar hans um hæl. Spilavítin gefa mest af sér Það er þetta ótrúlega sjálfsálit og bjartsýni sem hefur sannfært marg- an bankastjórann um að viðhalda lánstrausti Donalds Tmrnp, jafnvel þó að sumir þeirra viðurkenni óop- inberlega að hann lifi í draumaver- öld. Það em spilavítin, sem gefa af sér ótrúlega stórar summur í reiðufé, sem hafa bjargað honum. Ágóði hans af TVump Plaza jókst úr 235 milljónum dollara 1991 í 264 millj- ónir dollara í fyrra, hans dýrmæt- asta eign þrátt fyrir 325 milljón dollara áhvflandi skuldir. Það er til- tölulega lítið veðsett miðað við 784 milljón dollara skuldir á Taj Mahal og 317 milljón dollara skuldir til viðbótar á Trump Castle, sem er minni eign. Mögulegur hagnaður'af spilavít- um er langtum meiri en af hótelum og fjölbýlishúsum. Donald bendir á, með kaldri röksemdafærslu sem hann á til ekki langt undir ýkju- kenndu yfirborðinu, að það kosti 50.000 dollara að byggja herbergi á smáhýsahóteli sem má leigja út fyr- ir 50 dollara yfir nóttina og gefi af sér 18.000 dollara heildartekjur ár- lega. Aftur á móti geta árlegar heildartekjur af einum 5.500 doll- ara spilakassa náð allt að 100.000 dollurum og það má setja marga tugi slíkra kassa upp í einu her- bergi. Enn er langt í frá að barátta Trumps fyrir því að komast aftur yf- ir gíftirleg auðæfi sé unnin, en hann hefur aftur tekið upp sama fas og hann tileinkaði sér þegar auður hans og frægð voru hvað mest. Hann talar um að hleypa af stokk- unum spilavíti um borð í fljótabáti á Mississippi í New Orleans. Hann hefiir staðið í viðræðum um mögu- leika á að ganga í sameignarfélag í Tókýó og Sao Paulo í Brasilíu. Gróði Donalds af tapinu! „Mér hefur aldrei liðið svona vel,“ segir hann. „Ekkert getur stöðvað mig við að ná öllu aftur. Ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki tapað helmingnum af því sem ég átti, hefði ég orðið að láta helminginn af því fara til Ivönu, sem einu sinni heimtaði af mér 2,5 milljarða doll- ara fyrir dómstólum. Eins og það lítur nú út, getur verið að ég nái því öllu aftur.“ Annar góður fyrirboði var þegar hann fékk nýlega leyfi til að skipu- leggja 74 ekra svæði þar sem áður voru jámbrautarteinar og er í eigu hans á Manhattan vestanverðri. „Svæðið er ekki enn seljanlegt vegna skuldanna sem á því hvfla," segir einn bankastjóranna, „en það hefur aukist að verðgildi vegna þess sem Donald hefur gert fyrir það.“ TVump hefur lfka áætlanir í bígerð um að gera landareign sína á Flór- ida að golfklúbbi fyrir þá frægu og ríku. Sögusagnir ganga jafnvel um að hann ætli að setja spilavítin á hlutabréfamarkað, sem hann segir eiga eftir að gera hans eigin fjár- hagsstöðu jákvæða. „Ég er of undirveðsettur eins og er,“ segir hann, en sú yfirlýsing er sögð gera marga bankamenn í Wall Street máttfarna. Enn á Donald Trump heilmikið af eignum sínum, jafnvel þó að skuld- imar geri þær því sem næst verð- lausar. Hlutabréfin í TVump Tower, TVump Plaza og járnbrautarsvæð- inu á vesturhluta Manhattans eru algerlega í hans eign og hann á per- sónulega a.m.k. helminginn af öðr- um eignum, en á hverri þeirra hvfla risavaxnar skuldir. Upphæðimar hríka- legar — minnsta breytíng skiptir millj- örðum Upphæðimar sem tengjast um- svifum Trnrnps þykja áhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess að minnsta hreyfmg á verðmæti fasteigna, í hvora áttina sem er, gæti skipt öllu máli hvort hann telst jákvæður eða neikvæður milljarðamæringur. Einn háttsettur forstjóri, sem átti nána samvinnu við hann, segir: „Úrslitastundin er 1995, þegar hann verður að endurgreiða skuld- imar af einkaeignum sínum eða falla annars." IVump vísar á bug bölsýnum skil- greiningum og vill heldur tala um tölurnar þar sem ágóðinn streymir til hans. Hann græðir 1,3 milljón dollara á Taj Mahal á dag. Hann gortar af því að ljósakrónurnar ein- ar kosti 15 milljónir dollara. Hann nýtur þess að vera persónugerving- ur einnar þeirrar atvinnugreinar í Bandaríkjunum þar sem vöxturinn er hvað mestur, á fyrra ári einu töp- uðu fjárhættuspilarar 3,2 milljörð- um dollara bara í Atlantic City. Skuldimar eru svo risavaxnar að það skiptir litlu fyrir lánardrottn- ana þó að þeir haldi gangandi þeim lífsstfl sem hann hefur tamið sér, þ.e. þyrlu, límúsínu til taks hvenær sem er, fallegum stúlkum við hönd- ina, þriggja hæða íbúðinni í TVump Tower við Fifth Avenue. Hins vegar láta þeir, sem fylgjast með á Wall Street og eru í kaldhæðnari kantin- um, að því liggja að það sé bara ver- ið að fylla hann eldsneyti fyrir bmnaútsöluna einhvem tíma í framtíðinni. TVump lítur ekki þannig á hlutina og einn bankastjóri í New York svaraði því til, þegar hann var spurður hvort hann héldi að TVump næði aftur yfirhöndinni: „Hann skilur einfaldlega ekki þá merkingu að eitthvað sé ekki hægt að gera. Það gæti gerst."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.