Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 15. júlí 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórí: Jón Kristjánsson ábm. Aostoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verö I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vantraust vegna þess sem ekki er gert Davíð Oddsson forsætisráðherra var spurður um álit á gengi rfkisstjórnar hans í skoðanakönnunum í útvarpsþætti síðastliðinn miðvikudag. Forsætis- ráðherra lagði áherslu á að óvinsældir hennar væru vegna þess að verið væri að taka á málum og framkvæma hluti sem ekki væru vinsælir í augna- blikinu. Hann gagnrýndi jafnframt þá ríkisstjórn sem á undan sat og fór reyndar áratug aftur í tím- ann til þess að gagnrýna erlendar lántökur. Forsætisráðherra hættir til þess í málsvörn fyrir ríkisstjórn sína að einfalda raunveruleikann mjög mikið. Slfkt er háttur áróðursmanna og enginn skyldi vanmeta Davíð Oddsson á því sviði. Hann hefur Iagt á það áherslu að rfkisstjórn hans hafi tekið við mjög slæmu búi. Slíkt er mjög orð- um aukið. Ríkisstjórnin tók við þjóðarsátt á vinnu- markaði, lágri verðbólgu og stórum betri stöðu sjávarútvegsfyrirtækja en nú, eftir víðtækar skuld- breytingar sem enn duga fjölmörgum fyrirtækjum í greininni. Hins vegar var við vanda að etja í rfkis- fjármálum sem hefur vaxið á síðustu tveimur ár- um, þrátt fyrir stórauknar skattaálögur á almenn- ing í landinu í formi hvers konar þjónustugjalda. Hins vegar tók núverandi rfkisstjórn við bærilegu atvinnustigi. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynduð með samtölum formanna Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. Það var farið af stað í stjórnarsamstarfið án þess að ganga frá ágreiningsmálum flokkanna um hin veigamestu mál. Vantraust almennings á rfkisstjórn Davíðs Odds- sonar er ekki síður fyrir það sem hún hefur ekki gert en það sem framkvæmt hefur verið. Seint hef- ur verið brugðist við atvinnuleysisvandanum og enn er ekki séð hvernig ákvæði kjarasamninga verða uppfyllt að þessu leyti. Hins vegar er sá vandi, sem við er að etja í sjávar- útveginum, óleystur og er meginástæðan ágrein- ingur stjórnarflokkanna um málið. Alþýðuflokks- menn vilja stýra málefnum þróunarsjóðs sjávarút- vegsins á þann veg að hann sé fyrsta skrefið til auð- lindaskatts. Útvegsmenn innan Sjálfstæðisflokksins vilja þennan sjóð út í hafsauga. Forustumenn stjórnarflokkanna heyktust á því að leiða þessi mál til lykta á Alþingi í vor og bollalegg- ingar Jóns Baldvins um bráðabirgðalög um sjóðinn eru auðvitað hrópandi virðingarleysi fyrir þing- ræðinu í landinu. Málið veltist því áfram óafgreitt og sýnir vanmátt rfkisstjórnarinnar til þess að fást við stærstu málin. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Það er þetta sem veldur vantrú almennings og verður til þess að nú er aðeins einn af hverjum þremur sem styður þessa stjórn. Það er borin von að það breytist, nema brugðist verði við vandamál- um atvinnuveganna og atvinnuleysisvandanum með myndarlegri hætti en raun hefur verið á til þessa. Markaðsárangur Tvær bruggverksrniðjur hafei verið eyöilagðar með skömmu millibili í vikunni og tylftir annarrn á fáum undangengnum vikum. Hér er al- varlegt mál á ferðinni og Garri hefur ýmislegt aó athuga við rramgongu íöggæslunnar í iandinu, sérstaklega Breiðholtslöggunnar, í þessum mál- um. Garri veit þo að það er ekJd beint við lögguna að sakast, því að hún er jú verktæri og varnartækí sarnfélagsins alls og undir Íagasetn- tngu og yfirvöldum komið hvemig henni er beitt Garra rtnrtst það skjóta mjög skökku við hvernig yfir- völd liafa lcikið bruggara, í Ijósi þess aö í ríkisstjóm sitja frjálshyggju- m enn. Garri þykist líka vi ta að hels ti hugmyridafræðíngur og vinur for- sætisráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sé sér sammála. Hvaða hemja er eiginlega á því hvemig lögreglan hefur verið látin komast upp með að gangafram gegn bruggurum að undaníornu? Garri veit ekki bctur en að ríkisstjómin l\afi margsagt að ekkert eigi að vera að púkka undir fyri rtæki sem ekki geta skilað arði og að menn eigi aö hafa fullt frelsi tfl athafna og tíi þess að skapa sér lífsviðurværi og lífs- grundvöll. Hefur ekki sjálfur Hannes H ól msteinn sagt að hver og einn ei gi aðverasjálfráðurgerðasinnajíkaað því hvað hann lætur ofan í sig? Ef maður hefur ákveðið að drekka brcnnivín, hlýtur liann aö rnega ráða því hvar hann kaupir brenni vínið. Ef fyllibyttan aðhyliist írjálshyggju- kenningar Hannesar og vinar hans í forsætisráðuneytinu, þá hlýrur hún frekar aö versla við bruggarann og sölumenn hans en rikið ög fara á frjálshyggjufyiliri. Höskuldur Jóhsson, förstjóri ríkis- einokunarverslunarinnar á brenni- vírrinu, taldi í fréttum í gær að bruggarar hefðu vægt reiknað náð um 10% markaðshlutdeiid í áfengis- sölu hérlendis. Garri vill í framhaldi af pessu bara benda Höskuldi á að allur ríkisrekstu r, svo ekki sé minnst á ríkiseinokun, á ekki upp á pallborð- ið í tíðarandanurn og petta sýnir það enn einu sinni að ríkisrekstur er stirður og þungur í vöfum og áttar sig aidrei á markaðinum og hvað mafkaðurinn vill Einkarekstur hef- ur algera yfirburði. Þetta skiija bruggararrúr, enda eru þeir sannir frjálshyggjusynir. Þeir Jiafa komið sér upp góðu og virku sölukerfi og stjórnendur þess vita ríákvæmlega hver márkhópurinn er oghvernigáað naTgastfjann. Brugg- arar og sölumenn eru snöggir að finra út hvað wðstóptavínirnir vilja. Sé það spfri, þá<5 þeir spfra. Sé þáð viskfþá er bara gurnsað bragð- og lit- arefhum útí landann og kúnninn fær viskf og er ánægðúr. Þá er nú munur í kreppunni að fá lítrann af landanum á 1500 kall, meðan sama magnafjafiívirkuefnikostaríríkinu hans Höskuldar frá fimm þúsund krónum. Þá er annaö, sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi, og það ef aðlögúnarhæmi hins frjalshyggna manns. Nú hefur BreiðhohslöSregl- an djöflast í bruggurum á Reykjavík- ursvæðinu og flæmt þá fjölmarga í burt Bruggarar hins vegar bregðast við liarðræöinu á þann hátt aö þeir reisa nýjar verksmiðjur utan l^kia- vílairsvæðisins og ástunda bvf raun - verulega byggðastefnu. Þeir setjast að í deyjandi sjávarþorpum og á upp- d^öarbylum í harðbylum sveitum og hefja arðvænlega atvronustarf- ¦'serrri.-'.. I^etta sýnir framfak og dugnað, sem er nú eitthvað annað en eymdin í öll- um þessum rikisforsjár- og byggða- slefnukvcrúlöntum, sem sífellt éru aðvælaumaöeflalandsbyggðina.en gera aldrei neitt í málunum. Garra finnst að rfldsstiórnin ætti f nafhi fijalsrryggjunnar að sjá til þess að ekjá sé beinlínis verið að leggja steina í götu vaxtarbrodds einka- framtaksins og Þwrsteirtn Pák. verði lálinn skipa iðggunni að láta brugg- aranaífriðt Nær væri að senda Höskuld í brenrtfvínmu til þeirra á InSrsus í Jiagnýtum markaðsfræöum, ef ríkið á áfram að ptjtkka undir stoftntn hans. En auðvitað ætti irfldss^'órnin að sjá sfjma sinn f því að hætta þessu ríkishjakki ðHu og afhehda ÁTVR einkafTamtakfnu, eins og Fikki Sóph. hefur verið að fara fram á. Garri telur sjálfsagt að láta bruggar- ana hafa allt draslið. Þeir hafa sýnt hvers þeir eru megnugir og náð 10% markaðshlutdetíid við erfiðustu að- stæðursem hugsastgetur. ¦¦'.::;::::'Gwrf'? Loflegur atgervisflótti Alltaf þykir nokkuð til þess koma þegar Islendingar hasla sér völl er- lendis og gera garðinn ffægan. Upphefðin sem menn hljóta í út- löndum dugir þeim til ævarandi aðdáunar hér heima og er hin besta landkynning að, sem kvað vera ákaflega mikilvægt, að minnsta kosti að mati Ferðamála- ráðs. í seinni tfð hafa fslenskir athafha- menn verið að færa sig upp á skaft- ið í atvinnu- og viðskiptalífi ann- arra þjóða. Þykir það mjög til fyrir- myndar og eru framsæknir menn og konur hvattar ákaft til að sækja á erlend atvinnumið. Þar eru tæki- færin. Alþjóðahyggja auðmagnsins ýtir undir þjóðflutninga atvinnuvega og á íslandi er rekinn ákafur áróð- ur fyrir að menntað fólk selji þekk- ingu sína og hæfni í öðrum lönd- um. Best af öilu er að stofna þar fyrirtæki og reka. Úr öllum tengslum Einar nýjustu fréttir af iandvinn- ingum af þessu tagi er að nokkir íslendingar, sem búsettir eru f Englandi og reka þar fyrirtæki, eru fluttir til Kamtsjatka, sem skagar suður í Kyrrahaf ffá Síberíu. Þar kaupir fyrirtækið fisk af rússnesk- um veiðiskipum, vinnur hann í samstarfi við rússneska Síberíu- menn og selur úr landi, aðallega til Bandaríkjanna. Allt er þetta gott og blessað og vonandi vegnar hinum brottfluttu löndum okkar vel í sínum nýju heimkynnum, hvort sem þau eru við Kyrrahaf eða í Englandi. En hvað kemur íslenska þjóðarbúinu eða þeim íslendingum, sem heima sitja, svona tilfæringar við? Hvað er það okkur svo mikilvægt að fslensk verkmenntun og atorka nýtist til fiskverkunar og verslunar milli Kamtsjatka og Bandaríkj- anna? Hið eina, sem sýnist hafast út úr svona viðskiptum, er að dugnaðar- mennirnir eru ekki að ryðjast um á yfirfullum vinnumarkaði á heimaslóðum. Mjög er brýnt fyrir íslensku menntafólki og þeim, sem eitt- hvað kunna að efla atvinnulíf úti í stóra útlandinu þar sem öil tæki- færin bíða. Það er meðal annars einn stærsti ávinningurinn af nán- um samskiptum við stór markaðs- svæði að íslenskt fólk getur flutt hömlulaust til landa tækifæranna og nýtt þar menntun sfna og starfshæfni, í stað þess að paufast hér í eilífum vandræðagangi of- fiárfestinga og peningaleysis. Víttogbreitt ¦—•••' • " ' ~ ¦¦- Stundum er talað fjálglega um að við eigum að selja þekkingu til annarra þjóða og á það að vera seljendum einkar hagkvæmt Hitt sýnist þó nær sanni að við færum öðrum þjóðum þekkingu og starfshæfni án þess að íslensku þjoðarbúi komi það til góða eða yf- irhöfuð nokkuð við. Eða hvar lenda skattar og ágóði fyrirtækis íslenskra manna á Kamtsjatka? Eða yfirleitt skattar eða ágoðahlutur af störfum íslend- inga sem búsettir eru erlendis? Gömul saga Eitt af því, sem á að bjarga ís- lenskri útgerð, er að senda skip og mannskap til annarra heimsálfa, stofha útgerðarfyrirtæki með inn- fæddum eða einhverjum öðrum og vinna og selja fisk langt utan alira þeirra markaða sem þekktir eru hérlendis. Skipin og áhafhirnar munu vænt- aniega flytja f aðrar heimsáifur og gera það gott Enn er spurt: Hvað kemur það ís- lensku emahagslffi við, að öðru leyti en því að létta á vinnumark- aði og offjárfestingu? Skattar og skyldur greiðast ekki til íslands og brottfluttir auka hvorki inn- né út- flutning. Sé betur að gætt, er það langt frá að vera nokkuð nýtt að íslenskir menn og íslenskar konur ekki síð- ur, flytji í stórum stíl til útlanda og setjist þar að, stundi alls kyns störf og komi jafhvel á fót fyrirtækjum og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Sé það fólk uppbyggilegt f samfélaginu, kemur það fyrst og síðast þeim þjóðum til góða sem það samlagast, en ekki því ríki sem flutt er frá, nema auðvitað þegar um er að ræða einstaklinga sem landhreinsun er að og eru hvergi aufúsugestir. Þegar verið er að ræða útflutning á hugviti og atgervi, verður að gera nokkum greinarmun á því hvort íslensku efnahagslífi eða samfélagi kemur það til góða á einhvern hátt, eða hvort um hreinan atgervisflótta er að ræða. En það er eitt hið versta, sem fyrir nokkurt þjóðfélag kemur, að missa sitt færasta fólk til annarra landa. í allri umræðu um að íslenskir menn eigi að hasla sér völl erlend- is, grípa gullgæsirnar sem þar fljúga um loftin blá og samsamast útlendu efnahagslífi er nær aldrei gerður greinarmunur á því hvort um er að ræða útvíkkun íslensks atvinnulífs eða hreinlega þjóð- hættulegan atgervisflótta. En þar sem f sland er of lítið og of fjölmennt og auðlindirnar of fá- tæklegar til að dugnaðarfólk geti amlað ofan af fyrir sér með þekk- ingu sinni og atgervi, verður það að ieita á önnur mið til að leita sér lífsviðurværis og þykir til fyrir- myndar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.