Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 Babriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum QVarahlutir Hamarshöfða 1 Tíminn FIMMTUDAGUR 15. JÚU 1993 íslensk kvikmyndagerð skapar um 140 manns atvinnu í sumar: Fjórar íslenskar mynd ir teknar upp í sumar Fjórar íslenskar kvikmyndir veröa teknar upp í sumar og er líklegt aö þær skapi um 140 manns atvinnu á meðan á tökum stendur. All- ir þeir sem vinna við undirbúning myndanna og eftirvinnslu þeirra eru þá ekki teknir meö i reikninginn. „Það starfa um 30-40 manns við hverja mynd og þar af eru um 10 manns aðeins í tökuliðinu. Svo er að sjálfsögðu misjafnt hvað þörf er á mörgum leikurum," segir Anna María Karlsdóttir, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs. „í skýrslu eftir Eirík Thor- steinsson, formann Félags ís- lenskra kvikmyndagerðarmanna, eru rök færð fyrir því að fyrir hverja krónu, sem ríkið lætur til styrktar kvikmyndagerð, komi fjórar til baka í formi erlends gjaldeyris sem fer beint út í þjóðfélagið." Anna María segir jafnffamt að myndin Karlakórinn Hekla, sem Umbi framleiddi fyrir 120 milljónir, hafi fengið 21 milljón í styrk frá Kvikmyndasjóði og samkvæmt Ný bensín- stöð — ný bílageymsla Olíufélagið hf. hefur ákveðið að hætta rekstri bensínstöðvar við Hafnarstræti og opna hennar í stað nýja stöð við Geirsgötu. Nýja stöðin er um þessar mundir á teikniborð- inu og er Iíklegt að hún verði reist í vetur. Olíufélagið mun hafa maka- skipti á lóðum við Reykjavíkurborg. Á lóðinni við Hafnarstræti mun rísa bílageymsluhús. GS. þeirra bókhaldi hafi um það bil 40 milljónir farið í laun og opinber gjöld hér á landi. „Frá því að Böm náttúrunnar var frumsýnd í júlí 1991 hafa verið framleiddar 9 kvikmyndir. Það er auðvitað kraftaverk miðað við höfðatölu og það fé sem ríkið setur í kvikmyndir. Þeir peningar ávaxt- ast vel og mikið,“ segir Anna María. Tónabíó er að framleiða mynd um ævi Jóns Leifs undir leikstjóm Hilmars Oddsonar og íslenska kvik- myndasamsteypan er að gera myndina „Bíódagar" undir leik- stjóm Friðriks Þórs Friðrikssonar. Kvikmyndafyrirtæki Þorsteins Jónssonar er að gera bamamyndina „Skýjahöllin" og hlaut hún 10 milljónir frá Kvikmyndasjóði og fær jafnframt 10 milljónir á næsta ári. Hún hlaut ennfremur 15 millj- ónir að láni fyrir skömmu frá Evr- ópska kvikmyndasjóðnum. Myndin kostar alls 90 milljónir og hefjast tökur í ágúst. „Baldur Hrafnkell Jónsson er einnig að gera bamamynd sem heitir „Ráðagóða stelpan" og leikur Álfrún Örnólfsdóttir aðalhlutverk- ið. Það er norrænt samstarfsverk- efni og em fimm myndir gerðar í hverju Norðurlandi og 3 sýndar saman eins og löng leikin mynd,“ segir Anna María. „Hin helgu vé“ Hrafns Gunnlaugs- sonar er í eftirvinnslu og verður byrjað að sýna hana eftir nokkrar vikur. í kvöld verður aftur á móti frumsýnd heimildarmynd um Dag Sigurðarson á Hótel Borg. „Dags- verk“ heitir hún og er framleidd af Andrá hf. Kári Schram leikstýrir. Alltaf er nokkuð um heimildar- myndagerð hér á landi og í eftir- vinnslu er nú myndin „Húsey“, sem leikstýrt er af Þorsteini Guðnasyni, en Kvikmyndafélagið Villingur framleiðir hana. Þór Elís Pálsson er að taka upp stuttmyndina „Nifl“ og Sigurður öm Brynjólfsson vinnur við að gera teiknimyndir. Hann hefúr nú þegar frumsýnt myndina „Auðunn og ís- bjöminn" á norrænni hátíð f Gautaborg fyrir stuttu. „Nokkrir aðilar em svo að gera myndir sem em nú á undirbún- ingsstigi og hafa fengið undirbún- ingsstyrk. Meðal þeirra er fyrirtæk- ið „Sólskinsmyndir" sem er að gera handritið „Mestur hiti á landinu" sem Hallgrímur Helgason skrifar, en Halldór E. Laxness ætlar að leik- stýra,“ segir Anna María. „Þráinn Bertelsson vinnur nú að handritinu „Einkalíf Alexanders". En hann vinnur jafnframt að myndinni „Sigla himins fley“ sem er útboðs- verkefni fyrir sjónvarpið sem Kvik- myndasjóður styrkir þar af leiðandi eldd.“ Anna María segir kvikmyndaleik- stjórann Óskar Jónasson, sem gerði myndina „Sódóma Reykjavík", hafa hlotið milljón króna styrk til að vinna að handritinu „Snjóbolti". „Óskar eyðir 6 mánuðum í að vinna með Ieikumm, en tekur því næst til við að gera handritið," seg- ir Anna María. „Kvikmyndafélagið Esja vinnur að mynd með vinnu- heitið „Svartur himinn" og Skífan fékk styrk til að vinna að handriti myndar sem byggt er á bók Andrés- ar Indriðasonar og heitir „Alveg milljón". Hlutafélagið Hillingar, sem meðal annarra Láms Ýmir Óskarsson er hluthafi í, er að vinna að handriti sem heitir „Leitin að mömmu“ og Friðrik Erlingsson er að vinna að handriti upp úr bók sinni „Benjamín dúfa“. ,Árabátur“ heitir heimildarmynd sem Lifandi myndir var að taka í vor. Alda Lóa Leifsdóttir er að fram- leiða mynd sem heitir „Halló Reykjavík" og fjallar um símann í árdaga og talsímastúlkur. „Listakonan sem ísland hafnaði" heitir mynd um Nínu TVyggvadótt- ur, sem Valdimar Leifsson fékk styrk til að gera í fyrra og er að vinna að um þessar mundir. -GKG. Ný handbók um gagn- merkt útivistarsvæði í Reykjavík: Þekkirðu hlíðina? Cefin hefur verið út á vegum Árbæjarsafns og Borgarskipu- lags Reykjavíkur bókin Ösýu- hb'ð — náttúra og saga eftir Helga Sigurðsson, sagnfræð- ing á Árbæjarsafni, og Ingva Þór Loftsson, landslagsarki- tekt hjá Borgarskipulagi. Öskjuhlíðin er stórt og vin- sælt útivistarsvæði og þar eru ýmsar sögulegar minjar og minni og fjölbreytt náttúrufar. Upplýsingar um Öskjuhlíð hafa til þessa ekki verið að- gengilegar þar sem þær hafa verið á víð og dreif í skýrslum og bókum. í bókinni hefúr því veríð dregið saman það helsta sem búast má við að almenn- ingi leiki forvitni á að vita um svæðið. Öskjuhlíðarbókin er 68 blað- síður í meðfærilegu broti og í henni eru 60 gamlar og nýjar ljósmyndir og 20 skýringar- myndir og uppdrættir. Höfundar og útgefendur bókarinnar Öskjuhlfð — náttúra og saga. Frá vlnstrl: Ingvl Þór Loftsson, annar höfunda, Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður Borgarsklpulags, Margrét Hallgrfmsdóttir borgarminjavörður og Helgl Sigurðsson höfundur. Timamynd Áml Bjama. ..ERLENDAR FRETTiR... DENNI DÆMALAUSI MOGADISHU NeyAarhjálp vill einbeita sér aö neyðinni í Sómalíu Mikilvæg hjálparstofnun I Sómaliu sagði I gær að Sameinuðu þjóðimar ættu aft- ur aö einbeita sér aö þvi aö bjarga fólk- inu, fremur en aö berjast viö striöshen- ann Mohamed Farah Aideed, sem fer huldu höföi. Ýmsir embættismenn viö neyöarhjálp I Sómallu óttast aö klofrv ingur meöal bandamanna S.þ. um hvemig eigi aö afvopna striösherra geti grafið enn frekar undan neyöaraöstoö- inni. Herskáir Sómalir sögöust myndu ráö- ast á bandarfsk skotmörk I aögerö Sameinuöu þjóöanna I Sómaliu (UN- OSOM) og skoruöu á múslima um allan heim aö .drepa Amerikumenn I löndum slnum'. Álitiö var aö útgefendur bæk- lingsins, sem var afhentur vestrænum blaöamönnum, séu stuðningsmenn Mo- hameds Farah Aideed strlöshena. RÓM — Skoöanamunur kom fram vegna hótunar Itala um aö draga her- sveitir sinarfrá Mogadishu i rifríldi viö yfirvöld I Washington og S.þ. vegna hegöunar heriiös S.þ. I Sómalfu. SARAJEVO Vatn komið á aö hluta, en ekki rafmagn Vatni var I gær komiö á I þriöjungi Sarajevoborgar, en enn var rafmagns- laust, þar sem Serbar, sem sitja um borgina, settu ekki i samband gas- leiöslu eins og þeir höfðu lofaö, aö sögn embættismanna S.þ. BRUSSEL — NATO samþykkti aö bandariskar, franskar, breskar og hol- lenskar orrustuflugvélar gætu fariö aö veita hermönnum S.þ. I Bosniu vemd frá og meö næstu viku, þ.m.L á griöa- svæöum múslima. BELGRAD — Háttsettur embættismaö- ur S.þ. sagöi aö alvarieg hætta væri á aö striö brytist út aftur milli Króatfu og uppreisnarmanna Serba sem krefjast aöskilnaöar frá fyrrum júgóslavneska lýöveldinu. BAGDAD Ekeus til Bagdad í dag Irakar sögöu f gær aö ferö háttsetts embættismanns S.þ. til aö afstýra hættuástandi vegna vopnaeftiriits byggöist á ógnunum og lygum. Rolf Ekeus, yfirmaöur sémefridar S.þ. sem hefur með eyöingu gereyöíngarvopna aö gera eftir Flóastrlðiö, er væntanlegur til Bagdad I dag til aö tilkynna írökum aö þeir veröi aö hlýða vopnahlésskilmálun- um. TÓKÝÓ Yfir 100 látnir, fleiri saknaö Fjöldi látinna eftir öflugasta jaröskjálfta I Japan f 25 ár var I gær kominn yftr 100 og ófúndin enr fjölmörg fómariömb til viöbótar, látin eða lifandi. A.m.k. 100 llk höföu fundist, aö sögn lögreglu, eftir öfl- ugan skjálfta undan noröurströnd Jap- ans á mánudagsnótt GENF GATT verAur aA komast á Nýr yfirmaöur GATT, Peter Sutheriand, sagöi I gær aö nú væri rétti tlminn til aö gera hraöa gangskör aö þvl aö ganga frá heimsviðskiptasamningi og sagöi samningamönnum ffá 116 löndum aö þeir yröu allir aö slaka á kröfum slnum til að komast aö samkomulagi. MOSKVA Tilslakanir viA héruA í stjórnarskrárdrögum Bóris Jeltsln, forseti Rússlands, heldur miklum persónulegum völdum I endur- skoöuöum stjómarskrárdrögum sem samþykkt voni I þessari viku, en héruö- in hafa fengiö miklar tilslakanir á kostn- aö alrikisyflrvalda. MOSKVA — Eftir áfalliö þegar a.m.k. 20 rússneskir landamæraveröir voru drepnir, hafa yftrvöld I Moskvu lagt til aö fjölga I vopnuöu liði sinu á landamær- unum viö Tadzhikistan og Afganistan til aö hindra frekari árásir uppreisnar- manna Tadzhika og afganskra bardaga- manna. „Hvað ætlarþú að gera þegar ég veró orðinn stór og fíyt héðan úrhverfinu?" .Halda upp á það!“ . ■ ■J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.