Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 2
é 2 Tíminn Fimmtudagur 15. júlí 1993 OECD athugar framkvæmd umhverfismáia á íslandi: Álag hrossa á beit vekur ugg Úttekt á OECD á stööu og famkvæmd umhverfismála á íslandi hef- ur verifl gerö heyrinkunn. Tilgangurínn er að bæta framkvæmd og stjórn umhverfismála, bæði í einstökum aðildanikjum OECD og þeirrí starfsemi sem innt er af hendi á þessu sviði á vegum fram- kvæmdastjómar OECD um umhverfismál. „í skýrslunni kemur fram að meng- un sé ennþá lítil hér við land og sér- staklega er tekið fram hvað vatns- mengun sé lítil," segir össur Skarp- héðinsson umhverfismálaráðherra. „Engin spendýr, og hvalir þar með taldir, eru heldur sögð í hættu en skýrslan er reyndar gerð áður en þessi eini ísbjörn sem hingað rak á land var drepinn." í skýrslunni er athygli vakin á því að hrossum hafi fjölgað um 132% síðan árið 1970 og er sagt að sú fjölgun geri það að verkum að ekki hafi dregið úr álagi á iandið þrátt fyrir fækkun sauðfjár um 29,5% frá 1979-1991. í skýrslunni segir jafn- framt að álag hvers hests á landið sé tífalt meira en einnar kindar. Hóf- arnir eru sagðir skemma meira og bitið vera öflugra. „Aukning álags á beit er sögð jafn- gilda því að sauðfé væri orðið ein milljón talsins," segir Össur. Mælt er með því í skýrslu OECD að samræma umhverfisvernd og ferða- þjónustu meira og auka þáttöku sjálfboðaliða og félagasamtaka í að gæta viðkvæmra svæða á landinu. Aðeins þrír landverðir eru nú í fullu starfi og þykir það ekki nægja. Staðbundin mengun veldur sums staðar áhyggjum en aðeins fer skolp frá 6% íbúa landsins um hreinsi- stöðvar. íslendingar eru hvattir til að halda áfram að vinna að sorp- hirðu- og fráveitumálum. í skýrslu OECD kemur fram að töluverður árangur hafi náðst á sviði löggjafar, uppbyggingar og sam- ræmingar stofnana á sviði umhverf- ismála. Bent er á að mengun hér á land sé minni en víoast hvar annars staðar vegna þess hve stór hluti orkunotkunar íslendinga sé frá hreinum og endurnýjanlegum orku- gjöfum. Lagt er til að framkvæmdaáætlun verði gerð til að laga efnahags- og atvinnuvega þróun að markmiðum og meginreglum sjálfbærrar þróun- ar. Áhersla er lögð á að auka notkun hagstjórnartækja s.s. umhverfis- gjald og umhverfisskatta í þágu um- hverfisverndar. Þrír sérfræðingar frá Kanada Sviss og Noregi komu hingað til lands fyr- ir ári fyrir hönd OECD og nutu að- stoðar allra ráðuneyta og ýmissa fyr- irtækja og stofnana til að vinna að úttektinni um umhverfismál hér á landi. Sambærileg athugun var gerð í Þýskalandi og er ætlunin að taka fleiri lönd fyrir síðar. -GKG. Frá vlnstrl: Birglr Guðjónsson læknlr, Ólafur Ólafsson landlæknir og Reynir Karlsson, iþróttafulltrúl mennta- málaráðuneytlsins. Bak vlö þá má sjá veggspjald sem kynnlr hættur sem fylgja steranotkun. Timamynd Aml Bjama Herferð landlæknis, menntamálaráðuneytis og ÍSÍ gegn lyfjamisnotkun: Grunur á að notkun stera fari vaxandi þjóðanna (UNESCO) og í því eru rúmlega 10 þúsund söfn í 120 lönd- um. Söfn á íslandi er til sölu í bókabúð- um, bensínstöðvum og söfnum og kostar 400 krónur. Bókum söfn á Islandi Út er komin handbókin Söfn á íslandi. í henni er að finna upplýs- ingar á íslensku og ensku um öll söfn á landinu sem eru um sjötíu talsins. íslendingar eru miklir safnarar; um allt land hafa menn safnaö munum sem lýsa lífsháttum liöins tíma, iistaverkum og náttúrugripum. Þetta kemur vel fram í safnabók- inni því þar er ekki bara greint frá listasöfnum heldur líka minjasöfn- um, náttúrugripasöfnum, minning- arsöfnum og sjóminnjasöfhum. í henni er að finna húsdýragarð, rjómabú, grasagarð, steinasafn, toríbæ, símaminjasafn, sfldarminja- safn og heimilisiðnaðarsafn svo eitt- hvað sé nefnt. Hingað til hefur skort á að til væru handhægar upplýsing- ar um söfn á íslandi og er bókinni ætlað að bæta úr þvf. Henni er ætiað að vísa íslendingum ekki síður en útlendingum á vit ókannaðra safna. Bókinni er skipt niður eftir lands- hlutum og fær hvert safn eina síðu með mynd og upplýsingum um heimilisfang, síma og afgreiðslu- tíma. Gefin er stutt lýsing á safninu og þjónusta þess kynnt með einföld- um táknmyndum. íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (Int- ernational Council of Museums) gefur bókina út með styrk frá Land- mælingum íslands, Þjóðminjasafn- inu, Reykjavíkurborg, menntamála- ráðuneytinu og utanríkisráðuneyt- inu. Alþjóðaráðið starfar í tengslum við Menningarstofnun Sameinuðu Reynir Karisson, íþróttafulltrúi i menntamálaráöuneytinu, sagði á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur værí fýrír þvi að notkun stera færí vaxandi héríendis. Birgir Guðjónsson læknir sem jafnframt á sæti í lyfjanefnd ÍSf segir að frá árinu 1984 hafi níu sýni greinst jákvæð og þar af fjögur á síðasta árí. Ennfremur mætti rekja tvö dauðsföll til notkunar steralyfja og hefði það komið fram við réttarrannsókn. Pétur Pétursson læknir sagði að dæmi væru um það að steralyf hefðu verið boðin fólki á líkamsræktarstöð hérlendis. Svo virðist sem notkun steralyfja í fþróttum sé að mestu bundin við kraftlyftingar og lfkamsrækt og aðr- ar einstaklingsfþróttir. Prægasta til- fellið um misnotkun lyfja í íþróttum til þessa var þegar Kanadamaðurinn Ben Johnsson varð uppvís að því á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988. í þýskalandi td. mun það vera skoðun sumra að ekki sé hægt að ná árangri á heimsmælikvarða í kraft- og lfkamsræktaríþróttum öðruvísi en að nota steralyf. Aftur á móti gagnast neysla þessara Iyfja ekki þeim sem ætla sér einhver afrek í boltaíþróttum svo dæmi sé tekið. Á blaðamannafundi í gær var kynnt útgáfa á veggspjaldi sem sýnir þau áhrif sem notkun stera getur haft á lfkamann. Ætlunin er að dreifa þess- um spjöldum sem víðast og m.a. til líkams- og heilsuræktarstöðva. En neysla vefjaaukandi lyfja, stera, get- ur haft alvarlegar afleiðingar í för fyrir neytandann, bæði andlega og líkamlega, Ld. hjarta- og kransæða- sjúkdóma. Auk þess geta fylgt neyslu steralyfja ýmsir hættulegir fylgi- kvillar og einnig krabbi í lifur. Þótt eftirlit með neyslu þessara lyfja meðal fþróttamana sé sífellt að aukast bæði hérlendis sem eriendis, munu þó vera til steralyf sem ekki koma fram við prðfun, enn sem komið er. Þrátt fyrir þær hættur sem notkun steralyfja getur haft fyrir neytand- ann mun það ekki vera refsi vert á ís- landi að neyta þeirra né flytja þau inn og selja. Það vakti athygli á blaðamanna- fundinum f gær að til hans var ekki boðið fulltrúum kraftlyftingamanna né líkamsræktarfólks. Hinsvegar mun einhverjum eigendum lfkams- og heiluræktarstöðva hafa verið boðið en þeir mættu ekki. -grh Fjórhjólum fækkað úr 800 í 500 á skömmum tíma: Miklu fleiri vélsleðar en dráttarvélar fluttir inn Vinsældir hjólhýsa og tjaldvagna hafa aukist gríðarlega á skömmum tíma, þannig að fjöldi skráðra vagna hefur hátt í tífaldast (í nær 2.100) á síðustu fimm árum. Þessl sömu ár hefur innflutningur vélsleða sömuleiðis þrefaldast. Hátt í 400 sleðar eru nú fluttir inn árlega, sem er td. fleira en þær dráttarvélar sem fluttar eru inn ár hvert Fjöldi vélsleða hefur um tvöfaldast (f rösklega 2.300) á sl. fimm árum. Á hinn bóginn hrapaði innflutningur fjórhjóla allt í einu úr 800 á ári 1987 ísland hefur staðið sig vel í að vernda votlendissvæði: Mývatn og Þjórsárver úr hættu Mývatn og Þjórsárver hafa verið tekin út af skrá Ramsarsáttmálans, en hann er sáttmáli um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði í hættu, sérstaklega sem búsvæði vatnafugla. Votlendissvæðin tvö teljast ekki leng- ur í hættu. Svæðin voru einu svæðin sem tekin voru út af skrá sáttmálans á ársfundi Rarnsarsáttrnálans sem haldinn var f Japan f síðasta mánuði. Á fundinum kom fram hörð gagn- rýni á aðgerðaleysi þjóða heims til verndar votlendissvæða í heiminum. ísiandi var hins vegar hrósað fyrir að- gerðir til verndar votlendis hér á landi. Jón Gunnar Ottósson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, og Gísli Már Gíslason frá Náttúruvernd- arráði sátu fundinn í Japan fyrir ís- lands hönd. -EÓ niður í aðeins örfá hjól árlega síðan. Nýskráning vélhjóla er aftur á mótí nokkuð stöðug, á milli 120 og 150 hjól á ári. Skráðum vélhjólum hefur fjölgað úr rúmlega 900 í um 1.300 á umræddum fimm árum. Fyrir fimm árum áttu landsmenn einungis um 230 hjólhýsi/tjald- vagna á skrá og aðeins sex vagnar voru þá fluttir inn (nýskráðir) á ári. Innflutningurinn 6x svo f kringum 40 árlega næstu árin, upp í 120 árið 1990. Arið eftir fjölgaði nýskráning- um hjólhýsa/tjaldvagna síðan allt í einu upp í um og yfir 500 á ári. í lok síðasta árs voru skráðir vagnar orðnir 2.065 þannig að fiöldinn hafði nærri þvf tífaldast á aðeins fimm árum. Um 1.290 vélsleðar voru skráðir í landinu í árslok 1987 en þar af voru um 130 nýskráðir það ár. Kringum 200 nýir sleðar bættust við næstu tvö ár á eftir, en árið 1991 voru ný- skráðir nærri 400 vélsleðar og litíu færri í fyrra. í lok síðasta árs áttu landsmenn um 2.340 slfk tæki á skrá, eða hátt í tvöfalt fleiri en fimm árum áður. Fjórhjólaæðið sem greip lands- menn árið 1987 virðist á hinn bóg- inn hafa verið jafn fljótt að gufa upp. f lok þess árs voru 806 fjórhjól á skrá en þar af voru um 800 þeirra ný- skráð það sama ár. Innflutningurinn datt niður í 50 hjól árið eftir og að- eins 10 tíl 25 hjól á síðustu árum. Skráð fjórhjólaeign iandsmanna var komin niður undir 500 í lok síðasta árs, þannig að mörgum virðist hafa verið hent eða þeim lagt endanlega. -HEI rtí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.