Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 1
<0 ¦ M co ¦ 10 sg c c "E h- cb ¦+-• ¦*—• LL ¦ ¦ ¦ co ¦ fO ; I co <0 ¦ c c CÖ -t—» ¦4—• i_ LL ¦ ¦ ¦ 00 ¦ ¦ 00 <0 ¦ ¦ ¦ c c 1 ¦ (0 5> c c I cö ¦*-• ¦?—» KD TjLminn Fimmtudagur 15. p 1993 131.tbl.77.árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Framleiðendur frystra afurða sýna Bandaríkjamarkaði meiri áhuga en Evrópu og blautsaltaður ufsi j er seldur til Kanada. Samtök fiskvinnslustöðva: I Evrópu bítur kreppan meira í „Það er eins og kreppan i Evrópu bíti meira í en í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum er eins og menn hafi vanist atvinnuleysi uppá 6-7% en í Evrópu virðist atvinnuleysið fara vaxandi frekar en hitt og kreppan sömuleiðis. (Bandaríkjunum virðast menn vera að sjá fyrir endann á efnahagslægðinni en auðvitað sveiflast áherslur í markaösmálum sjávarafurða eftir kaupgetunni á hverjum stað fyrir sig. Enda er það nauðsynlegt fyrir okkur á að fá sem mest fyrir okkar afurðir þegar hráefnið er takmarkað," segir Arnar Sigmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. Að undanfönu hefur gætt meiri áhuga meðal fiskvinnslumanna að vinna afurðir sínar á markað í Banda- ríkjunum en til Evrópu. Það helgast m.a. af því að afurðaverð í Evrópu hef- ur lækkað tíl muna undanfarin miss- erí auk þess sem dollarínn hefur styrkst á sama tíma sem margar Evr- ópumyntir hafa veikst Þá hefur Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda (SÍF) og fleiri saltfisk- vinnslufyrirtæki verið að selja flattan og blautsaltaðan ufsa til Kanada, en kanadíski dollarinn hefur verið á svip- uðu róli og sá bandaríski. Jón Friðjónsson hjá SÍF segir að Kanadamenn þurrki saltaðan ufsann og selji hann síðan tíl viðskiptavina sinna í Karabíska hafinu og tíl Banda- ríkjanna. Vegna takmarkaðs framboðs á hrá- efhi tíl vinnslu hafa fyrirtæki, sem bæði vinna í salt og frystíngu, aukið vinnsluflæðið í frystíngunni á kostnað saltfiskvinnslunnar. Þessi þróun í markaðsmálum ís- lenskra sjávarafurða er að mörgu leytí athyglisverð og þá einkum þegar höfð er f huga umræðan um mikilvægi evr- ópska markaðarins í EES-málinu. Svo virðist sem almenn kaupgeta evr- ópskra neytenda sjávarafurða fari minnkandi með dýpkandi efhahags- lægð á sama tíma sem Bandaríkja- markaður er að rétta úr kútnum. Á sfnum tíma gagnrýndi Cuðjón Ól- afsson, fyrrverandi forstjóri SÍS og Slökkviliöiö kallað út í gær: Börnin kveiktu á eldavélarheliu Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Álfheimum 32 kl. 9.45 í gær- morgun. Þegar á staðinn kom lagði mikla reykjarstybbu frá kjallaríbúð. Ung kona sem í fbúðinni býr var komin út með fjórar dætur sínar á aldrin- um eins til fjögurra ára. Börnin hðfðu kveikt á hellu á eldavélinni meðan móðirin sinntí því yngsta. Hrísgrjónapoki sem var nálægt hellunni bráðnaði og grjónin dreifð- ust út um eldavélina. íbúðin var reykræst og börnin færð á slysavarð- stofuna þar sem athugað var hvort þau hefðu orðið fyrir reykeitrun. Þeim reyndist ekki hafa orðið meint af og litlar skemmdir urðu á íbúð- inni -GKG. Icelandic Seafood Corporatíon í Bandarfkjunum, íslenska framleið- endur sjávarafurða fyrir að hafa van- rækt Bandaríkjamarkað á meoan tímabundinnar uppsveiflu gættí á Evrópumarkaði. Arnar Sigurmunds- son segir að þessi gagnrýni hafi að mörgu leytí verið réttmæt, en bendir jafnframt á að sóknin inná Evrópu- markaði með stofnun æ fleiri sölu- skrifstofa og verksmiðja sem fram- leiða tilbúna sjávarréttí fyrir neytend- ur, hafi staðið staðið fyrir sínu og geri það enn. Hinsvegar hljóti framleiðendur sjáv- arafurða hverju sinni að leita með af- urðir sínar inná þá markaði sem gefa mest af sér í það og það sinnið. Hann telur að íslensk fiskvinnsla og sölufyr- irtæki hafi sem betur fer nauðsynleg- an sveigjanleika til að bregðast við breyttum aðstæðum á mörkuðum og lagi framleiðslu sína að þeim liverju sinni. „Enda öllum kappsmál að hámarka sem mest þau verðmæti sem við fáum úr okkar takmörkuðu auðlind," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. -grh Flugáætlun Flugleiða úr skorðum Yfirvinnubann fhigvirkja er farið að valda farþegum Flugleiða óþægind- um. Flugvét til Danmerkur tafðist um eina klukkustund f gær og tafir sem vél til Bandarfkjanna varð fyrir i fyrradag raskaði allri áætiun hennar í gær. Vonast er eftir að utn þriggja tíma tafir á feröum vélar- innar vinnist upp í dag. Ástæðan fyrir töfunum er að ekki tókst að Ijúka viðgerð á flugvétunum 2 rétt- umtíma. Svovirðistsemdfcilaflugvirkjaog Flugleiöa sé aö harðna. Ekki eru nema fáeinar vikur sfðan fhigvirkjar frestuðu verkfalli í trausti þess að hrcyfing kæmist á samningavið- ræður. Ekkert hefur hins vegar þok- ast f viðræðunum og því boðuðu flugvirkjar yfirvinnubann. Á þessu stigi er ekki vitað hvort röskun verður á flugferðum Ffug- leiða f dag eóa á morgun. -EÓ Reid Anderson kapteinn (( miðjunni) sótti jeppann til Benna í gær. T.v. er Benedikt Eyjólfsson og t.h. Hafsteinn Emilsson. Á bak við þá er verið að renna öðrum varnariiðsjeppa inn á verkstæði til sams konar breytinga. Tfmamynd Ami Bjama. Jepparfrá Bennaá Suðurskautið? .J'etta er jafnvel fyrstí bfllinn í heiminum sem er breytt fyrir banda- ríska herinn á þennan hátt. Þetta er algerlega íslensk vinna og hönnun," segir Benedikt Eyjólfsson f Bflabúð Benna í samtali við 'I'ímann. Bflabúð Benna hefur undanfarið unnið að breytingum á jeppabifreið fyrir björgunarsveit bandaríska hersins á Keflavíkurflugveili og var bíllinn af- hentur í gær. „Við settum á hann 38 tommu dekk, læsingar, spil, kastara og fleira," segir Benedikt „Hann var gerður að alvörubíl." Að sögn Benedikts er vel hugsan- legt að Bflabúð Benna annist breyt- ingar á jeppum fyrir Sameinuðu þjóðirnar til notkunar á Suður- skautslandinu. „Það hafa komið tíl okkar menn frá Sameinuðu þjóðun- um og skoðað bfla og við eruin bún- ir að gera þeim tilboð," segir Bene- dikt. GS. Horfur á að greiðslumark sauðfjárbænda verði skert vegna minni kjötsölu: Neysla á kjöti minnkar þrátt fyrir lægra verð „Það er umhugsunarvert fyrir kjötframleiðendur að þrátt fyrir að verð á kjöti Iskki og samkeppni harðnl eykst kjötneysla ekki. Neyslan stendur nánast í stað eða dregst eilítið saman. Menn eru því aö bítast af vaxandi hórku um minni markað," sagði Gunnlaug- ur Júliusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, en horfur eru á að minnkandi neysla á kindakjöti leiði til þess aö framleiöslu- réttur bænda veröi skertur í haust. Verð á kjötvörum hefur staðið í stað eða þokast niður á við síðustu ár. Sé tekið tíllit til verðbólgu er verðlækk- unin umtalsverð. Þrátt fyrir betta hefur neysla á kjötí ekki aukist A síð- ustu 12 mánuðum hefur kjötneyslan td. minnkað um 0,5%. Sem fýrr er samdrátturinn fyrst og fremst f kindakjötí. Aðrar kjöttegundir standa í stað eða auka heldur hlutdeild sína á markaðinum á kostnað kindakjöts- ins. Svínakjötið hefur styrkt sig mik- ið á markaðinum. Sala þess jókst td. um 5% á sfðustu 12 mánuðum. Á sfðustu 12 mánuðum minnkaði neysla á kindakjötí um tæp 2%. Horf- ur eru á að salan á þessu verðlagsári verði f kringum 7.200 tonn. Sé sala gerð upp í almanaksárum var hún í fyrra 7.900 tonn og líkur eru á að hún verði um 7.600 tonn á þessu ári. Það verður að hafá í huga að kjötút- sala ríkisins á ágúst f fyrra hafði mik- il áhrif á kindakjötssölu á þessu verð- lagsári. Ríkið efndi tíl kjötútsölu í þeim tílgangi að lækka birgðir í tengslum við gildistöku nýja búvöru- samningsins. Á útsölunni f ágúst seldust um 1.500 tonn af kindakjöti, en til samanburoar má nefna að f meðal sölumánuði seljast um 600 tonnafkindakjöti. Þá er talið að 20% verðlækkun á nautakjötí hafi haft áhrif á kinda- kjötssöluna. Þess ber þó að geta að sala á nautakjötí hefur ekki aukist ef litíð er á sölutölur fyrir nokkra mán- uði aftur í tímann þrátt fyrir verð- Iækkunina. Gunnlaugur sagði að flest benti til að greiðslumark í kindakjötí yrði lækkað eitthvað í haust fyrir verð- lagsárið 1994-95, en of snemmt væri að segja til um hvað það yrði mikið. Samkvæmt reglum á við ákvörðun greiðslumarks að taka mið af sölu á síðasta almanaksári og sölu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þessa dag- ana er verið að fara yfir sölutölur og reikna dæmið tíl enda. Landbúnaðar- ráðherra tekur sfðan endanlega ákvörðun f haust -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.