Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1993, Blaðsíða 8
H 8 Tíminn Fimmtudagur 15. júlí 1993 Hjónaminning: Njáluslóðir— Þórsmörk Aileg sumarferö framsóknarfélaganna I Reykjavlk verður farín laugardaginn 14. ðgúst 1993. Að þessu sinni verður farið ð söguslöðir Njálu og inn I Þórsmörk. Aðalleiðsögumaður ferðarinnar verður Jón Böðvarsson. FerðaaætJunin er þessi: Kl. 8:00 Frá BSÍ. Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli. Kl. 11:15 Frá Bergþorshvoli. W. 12:30 Frá Gunnarshólma. Kl. 17:00 ÚrÞórsmörk. Kl. 18:45 Frð Hllðarenda. Kl. 20:00 Frð Keldum. Kl. 20:45 Frð Gunnarssteini. Kl. 22:00 Frð Hellu. AætJað er að vera I Reykjavlk kl. 23:30. Skráning I ferðina er ð skrifstofu Framsöknarflokksins I slma 624480 frð 9.-13. ðgúst Verð fyrir fullorðna 2.900 kr., böm yngri en 12 ðra 1.500 kr. Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1993 DrœttJ I Sumarhappdrætti Framsóknarftokksins hefur verið frestað til 9. ðgúst n.k. Velunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir tjl að greiða heims- enda glróseðla fyrir pann tlma. Allar frekari upplýsingar veittar ó skrifstofu flokksins eöa I slma 91 - 624480. Fjölskylduhátíö framsóknar- manna á Vesturlandi Fjölskylduhðtlð framsoknarmanna ð Vesturtandi verður haldin 24. júll 1993. Mæting að Hottj, Borgarhreppi, kl. 13.30. Dagskrð: 1) Groðursetning I landgræðslugirðingu Skógræktarfélags Borgarrjarðar. 2) Haldið I Danlelslund I landi Svignaskarðs og hann skoðaður undir leiðsögn Ágústs Amasonar. 3) Eftir kl. 16.30 verður kveikt upp I stóru grilli við sumarhús Stoingrlms Her- mannssonar að Klettj I Reykholtsdal. Takið með ykkur það sem þið viljið helst grilla til kvðldverðar. Margir goðir grill- meistarar verða með (för og svo njótum við saman ánægjulegrar kvðldstundar I góðum felagsskap og fögru umhverfi. Formenn hwnsóbwfélBytnni á Vesturiandl Kópavogur— Framsóknarvist Spilum að Digranesvegi 12 I kvöld fimmtudaginn 15. júll kl. 20.30. Góð verðlaun. Moiakaffl. Fœrfa, féiag frwnsóknðrícvenna Sumarvinna Kvennalistans—júlí 1993 Mánudaginn 19. júlí kl. 19:00: Atorkuráð. Þriðjudaginn 20. júlí kl. 20:30: Hópur um ríkisfjármál. Allir fundir á Laugavegi 17, 2. hæð. Ath. Sjávarútvegshópur fundar í tvennu lagi: (Reykjavík og hjá Jónu Valgerði í Hnífsdal á sama tíma. Konur, mætið allart Tónskólastjóri / kennari Tónskóli Patreksfjarðar óskar að ráða skólastjóra og kennara fyrír næsta skólaár, sem hefst 1. september 1993. Góð aðstaða fyrír hendi á staðnum. Æskilegt er að viðkomandi geti jafnframt sinnt starfi org- anista/kórstjóra við Patreksfjarðarkirkju. Allar nánarí upplýsingar veita eftirtaldir: Siguður Viggósson, formaóur skólanefndar, sími 94-1389. Ólafur Amfjorð, sveitarstjóri, sími 94-1221. Umsóknir um starfið sendist til ofangreindra í síðasta lagi fyrir 20. júlí nk. Skólanefnd Una Pétursdóttir og Ingþór Sigurbjörnsson Una Fædd 16. febrúar 1896 Ðáin 23. maí 1993 Ingþór Fæddur 5. júní 1909 Dáinn 27. apríl 1992 í dag, þegar ég kveð mín elskulegu móður, leitar hugurinn aftur í tím- ann. Frá því að ég var bam kveið ég mikið fyrir brottfarardegi hennar héðan af jörðinni, því að ég hafði misst föður minn fjögurra ára gömul og sett allt mitt traust og væntum- þykju á móður mína. En nú er ég þakklát guði fyrir að hafa leyst hana undan vanlíðan og elli og tekið hana til sín í sitt ríki. Óður tíl móður Hvískyldi ég yrkja um örmur fljóð, en ekkert um þig, ó móðirgóð, upp þú mirm hjartans óður. Því hvað er ástar og hróðurdís og hváð er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (MJ.) Móðir mín fæddist í Sauðanesi í Ásum í A-Húnavatnssýslu 16. febrúar 1896. Móðir hennar var Sigurlaug Jósefína Jósepsdóttir gullsmiðs á Ak- ureyri. Síðar var hann bóndi í Ham- arsgerði f Skagafirði og víðar. Hann var sonur Gríms prests á Munkaþverá og Barði í Fljótum, Grímssonar græðara á Espihóli í Eyjafirði og konu hans Ingibjargar Þorvaldsdótt- ur, Gissurarsonar í Skjaldarvík við Eyjafjörð. Faðir hennar var Pétur Guðjónsson, Einarssonar bónda í Kárdalstungu íVatnsdal, Einarssonar f Háhamri f Eyjafirði og konu hans Guðríðar Jónsdóttur. Mamma var eina bam foreldra sinna. Að Torfalæk fluttust þau með litlu stúlkuna sfna á fyrsta ári og voru þar í húsmennsku í tvö ár. Síðan flytjast þau til Skagastrandar, en viðkoman var ekki löng þar. Arið 1902 flytjast þau f Skagafjörðinn, sem móðir mín hafði ávallt mikið dálæti á. Þau flutt- ust þar að Vatnskoti f Hegranesi til yndislegra hjóna, Guðrúnar Am- grímsdóttur og Guðjóns Gunnlaugs- sonar, sem mamma leit á sem sína aðra foreldra. Þeirra böm, Skúli og Þorbjörg Guðríður, urðu leiksystkin mömmu. Mömmu þótti afar vænt um börnin í Vatnskoti og hún gladdist mjög þegar ég lét elskulega dóttur mína heita í höfuðið á fóstursystur hennar, Gauju. Móðuramma mín var alin upp hjá Unu systur Bólu-Hjálmars og manni hennar, Ama Árnasyni, á Akureyri. Arið 1908 fluttist fjölskyWan frá Vatnskoti til Sauðárkróks, þar sem móðir mín gekk f barnaskóla og síðan unglingaskóla. Móðir mín var mikil námsmanneskja, tók hæsta próf frá unglingaskólanum 14 ára gömul. Það var hennar fyrsta raun að kveðja skól- ann sinn og geta ekki farið í Mennta- skólann á Akureyri eins og tveir skólabræður hennar. Hún sagði: „Barnið mitt, ég grét bara í hljóði." f desember sama ár missti hún móður sína. Arið 1914 fluttist móðir mín til Reykjavikur og kynntist þar Benedikt Sveinssyni, föður mínum, ættuðum úr Skagafirði. Faðir hans var Sveinn Sigvaldason og móðir Ingibjörg Hannesdóttir frá Stóra-Dal. Foreldrar mínir bjuggu f Reykjavfk og eignuð- ust þrjár dætur: Huldu Ingibjörgu f. 6. september 1916, Elínu Olgu f. 16. nóvember 1918 og Unni Rögnu f. 7. október 1922. Hulda giftist Ragnari Levdal 29. maf 1935 og eignuðust þau fimm böm. Elín Olga giftist Bernhard de Lange 16. nóvember 1941 og eignuðust þau einn son. Unnur Ragna giftist Jóni Valgeir Guð- mundssyni 23. ágúst 1941 og eignuð- ust þau tvö böm. Móðir mín missti föður minn af slys- förum 4. júlí 1927. Hún bjó áfram í Reykjavík með okkur dætrunum og þá tóku við erfiðir tímar. Hinn 10. nóvember 1934 giftist móðir mín Ingþóri Sigurbjörnssyni máiarameistara, yndislega góðum manni, og eignuðust þau einn son, Sigurbjörn hljómlistarmann. Hann var þeirra augasteinn, f. 17. júlí 1934. Þau byrjuðu sinn búskap í Reykjavík, en fluttust til Selfoss 1942 og bjuggu þar f 13 ár. Þar ráku þau verslun og sinntu áhugamálum sfnum. Þau stofnuðu fyrstu bamastúku á Selfossi og sungu í kirkjukór Selfoss í mörg ár. Mamma setti upp margar skraut- sýningar fyrir börnin og stúkuna og bjó til alla búninga á þau. Mamma varð fyrsti formaður Kvenfélags Sel- foss og var gerð að heiðursfélaga þess. Mamma var mjög listræn kona, hún málaði á postuh'n og gamlar kist- ur, teiknaði, tálgaði út fugla úr fiski- beinum, einnig aðstoðaði hún Ingþór við að skreyta kirkjur. Við dætumar gátum alltaf ráðfært okkur við hana, því hún hafði alltaf svör á reiðum höndum. Mamma og Ingþór fluttust til Reykjavíkur 1955. Þau eignuðust hús f Efstasundi 15 og síðar á Kambsvegi 3 þar sem þau bjuggu til æviloka. Þau hjónin störfuðu alla tíð með Góð- templarareglunni og voru bæði heiðruð æðstu heiðursmerkjum regl- unnar. Mamma átti tvo hálfbræður, Krist- ján Benediktsson, f. 16. nóvember 1885, dáinn fyrir allmörgum árum, og Valdimar Pétursson bakarameist- ara, f. 10. ágúst 1911, búsettan á Blönduósi. Mamma hafði mikinn áhuga á grasa- lækningum og bjó yfir mikilli þekk- ingu á þeim sviðum. Hún hjálpaði mörgum með þessu áhugamáli sfnu og safnaði jurtum fram á síðustu ár. Hún var mikill dýravinur og hjúkraði mörgum dýrum, þ.á m. særðri lóu. Mamma missti einkason sinn 6. júlí 1986. Hún tók það mjög nærri sér. Eiginmann sinn, Ingþór, missti hún 27. apríl 1992. Þann sama dag þurfti hún að yfirgefa heimili sitt vegna sjúkleika. Hún fluttist inn á Borgar- spítalann og þaðan á Hjúkrunar- heimilið Skjól. Ég vil þakka fyrir alla hjálp sem hún fékk á báðum þessum stöðum. Mamma var mikill náttúruunnandi, þekkti allar íslenskar jurtir og var mikil blómakona. Hún þekkti einnig alla íslensku fuglana. Hún hafði mik- inn áhuga á ættfræði. Mamma átti einn stjúpson, Svavar Benediktsson hljómlistarmann, f. 20. maí 1912, d. 3. ágúst 1977. Hann reyndist stjúpmóður sinni mjög vel. Eg kveð mína elskulegu móður með þökk og virðingu. Ég kveð hana með ljóðlínum sem hún fór alltaf með síð- ustu lífdaga sfna. Tíminn liður, trúðu mér, tak þú maður vara á þér. Heirmtrinn er sem hálfnað gler, hugsaðu um hvað á eftir fer. Ingþór, maður mömmu, var fæddur að Kambshóli í V-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigurlaug Níels- dóttir og Sigurbjörn Björnsson. Þau bjuggu á Geitlandi í V-Húnavatns- sýslu. Ég er ekki nógu vel að mér til að geta rakið ættir hans frekar. Ingþór var afskaplega góður maður og reyndist móður minni mjög vel, svo og allri fjölskyldunni. Hann vildi allt fyrir alla gera og eitt helsta áhugamál hans f þessu lífi var að hjálpa börnum f Póllandi. Bæði mamma og Ingþór pðkkuðu niður fötum og ýmsu dóti og sendu bág- stöddu fólki í Póllandi. Þetta starf átti allan hug Ingþórs síðustu ár hans. Ingþór átti fjóra bræður, einn bróð- urinn missti hann ungan. Hann missti móður sfna bam að aldri og syrgði hana alla tíð. Ingþór reyndist föður sínum mjög vel og skrifaði mjög fallega um hann á dánardegi og orti til hans fallegt ljóð. Ingþór var mikill hagyrðingur og eftir hann liggja ófáar stökur og kvæði. Hann var skemmtilegur maður á gleði- stundum og var alltaf tilbúinn með vísur handa hverjum og einum. Hann varð heiðursfélagi í Kvæðamannafé- laginu, svo og f Félagi málarameist- ara. Ég kveð hjónin á Kambsvegi 3 með bæninni hans Ingþórs: Aföllum mætti óska minna, alvaldi Faðir, krýp égþér og bið þú nauðum látir linna, líknandiþeim sem vitttur er. Styð þann veika vermandi hóndum, veit honum lausn úr ánauðarböndum. (ingþór Sigurbjörnsson) í trú, von og kærleika. Ykkar Unnur Ragna Benediktsdóttir Okkur hjónin langar að minnast föð- ursystur minnar og eiginmanns hennar, Ingþórs Sigurbjömssonar málarameistara, Kambsvegi 3, sem bæði eru látin, og þakka fyrir löng kynni og yndislegar samverustundir. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til þeirra hjóna, bæði á Selfossi og í Reykjavík. Una frænka var alveg sérstök kona, bráðvelgefin og skemmtileg og hafði svör á reiðum höndum í daglega líf- inu. Una og Ingþór voru bæði mjög listræn. Una málaði mikið á postulfn, sem hún gaf börnum sínum og vin- um, og Ingþór skrifaði skrautskrift og orti vísur við öll tækifæri og var mjög skemmtilegur ívinahópi. Una og Ingþór voru mjög samrýmd. Þau höfðu gaman af að ferðast um landið, þekktu flesta sveitabæi sem keyrt var fram hjá og alla íslensku fuglana okkar. Þau voru bæði miklir dýravinir og höfðu yndi af allri úti- veru. Við kveðjum okkar góðu vini og ósk- um þeim góðrar ferðar á nýjum leið- um. Megi þau góðu hjón hvfla í Guðs friði. Axel R. Kristjánsson Og Ágústa Sigurðardóttir -\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.