Tíminn - 24.07.1993, Qupperneq 3

Tíminn - 24.07.1993, Qupperneq 3
Laugardagur 24. júlí 1993 Tfminn 3 Bokvitið virðist í askana látið þegar að kreppir: Aðeins 1,7% atvinnuleysi í hópi háskólamenntaðra Atvinnuleysi meðal háskólamenntaðs fólks var aðeins 1,7% að meðaltali sl. vor og af öllum háskólamenntuðum íslendingum und- ir 74 ára aldri voru aðeins 4,1% sem ekki töldu sig vera á vinnu- markaði. Þetta þýðir, aö yfir 94% allra með háskólanám að baki voru í starfi sl. vor. Atvinnuleysishlutfallið var meira en fjórum sinnum hærra, eða 7,3%, meðal landsmanna sem einungis hafa lokið grunnnámi. Hlutfall atvinnulausra var þama mitt á milli, 3,6%, meöal fólks með starfsmenntun og/eða framhaldsnám að baki. Virðist þetta ekki benda til þess að bókvitið verði óneitanlega í ask- ana látið á íslandi þegar að kreppir? Þá vekur athygli að atvinnulausir karlar voru fleiri en konur í öllum hópunum. Kannski njóta konumar þess að nærri helmingur starfandi kvenna hefur hið opinbera að vinnu- veitanda. Þar af starfa flestar við heilbrigðisþjónustu, félagslega þjón- ustu og í skólum. Þessar upplýsingar má lesa út úr nýjustu vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar sem var byggð á svörum hátt í fjögur þúsund manna úrtaks landsmanna á aldrin- um 16 til 74 ára. Könnunin leiddi f ljós mjög stóran mismun á hlutföll- um, bæði atvinnuleysis og atvinnu- þátttöku, eftir því hvaða námi fólk hafði lokið. Fólki var raðað í þrjá flokka: Rúmlega helmingur svar- enda var með gmnnnám (skyldu- nám, auk gagnfræðaprófs, lands- prófs, húsmæðraskólaprófs eða svip- aðrar menntunar). Tæplega 40% höfðu starfs- og framhaldsnám (þ.e. allt umfram grunnnám að háskóla- stigi). En um 10% úrtaksins höfðu háskólapróf eða próf eða á háskóla- stigi. Þegar til þess er litið að könnunin nær til fólks allt upp að 74 ára aldri vekur það sérstaka athygli að yfir 97% háskólamenntaðra karla og yfir 94% kvenna skuli vera á vinnumark- aði og atvinnuleysishlutfall þessa hóps er samt mjög lágt (t.d. 1,4% hjá konunum), sem fyrr segir. í miðjuhópnum (starfs/framhalds- nám) voru hins vegar aðeins 86% á vinnumarkaði (90% karla og 80% kvenna). Og af þeim voru 3,6% at- vinnulausir, eða rúmlega tvöfalt hærra hlutfall en meðal háskóla- genginna. Þegar litið er á hátt hlutfall fólks ut- an vinnumarkaðar í þriðja hópnum, verður hins vegar að hafa í huga að honum tilheyra m.a. nær allir á aldr- inum 16-19 ára, þar sem eðlilega er minna en helmingur á vinnumark- aðinum. Aðeins 76% karla og 73% kvenna eru á vinnumarkaði af þess- um grunnnámshópi. Og þar af eru hátt í 8% karlanna og rúmlega 7% kvennanna atvinnulaus. Það þýðir með öðrum orðum, að rúmíega fjórðungur (26%) karla og tæpur þriðjungur (32%) kvenna í þessum hóp voru ekki í vinnu þegar könnun- in var gerð sl. vor. Þegar spurt var um lengd atvinnu- leysis kom líka í Ijós nokkur munur milli kynja. Helmingur atvinnu- lausra karla sagðist hafa leitað að vinnu í þrjá til fimm mánuði. Aðeins 20% voru búin að eyða meira en hálfu ári í atvinnuleyt, en hjá 16% hafði hún aðeins staðið innan við mánuð. Atvinnuleit kvennanna hafði staðið lengur. Meira en helmingur þeirra hafði leitað sér að vinnu í hálft ár eða lengur og þar af fjórðungurinn í meira en ár. Rúmlega fjórðungur hafði verið án vinnu í þrjá til fimm mánuði og sárafáar minna en einn mánuð. Áberandi munur kom einnig í ljós milli höfúðborgarsvæðis og lands- byggðar. Innan við fjórðungur (22,7%) atvinnulausra á landsbyggð- inni hafði verið án vinnu í hálft ár eða lengur, en það höfðu hins vegar meira en 40% atvinnulausra höfuð- borgarbúa orðið að þola. - HEI Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra segir að allar þær verð- lagshækkanir sem orðið hafa að undanfömu skýrist af gengis- lækkuninni og breytingum á virðisaukaskatti. Hann sagði að í fljótu bragði kannaðist hann einungis við eitt dæmi þar sem þess- ar tvær skýringar skýrðu ekki hækkunina og það væri hækkun á sandi. Sandur er sem kunnugt er ekki fluttur til landsins og ætti því ekki að hækka þó að gengið breyttist Á blaðamannafundi í gær lagði Sighvatur mikla áherslu á að þær hækkanir sem orðið hafa að und- anfömu bentu ekki til þess að það væri að fara af stað einhver verð- bólguskriða. Sú aukna verðbólga sem hefði mælst væri vegna geng- isfellingarinnar og bókaskattsins. Gengisfellingin hefði hækkað verðlag um 0,64% í síðasta mán- uði og bókaskatturinn um 0,43%. Á móti kæmi að auknar niður- greiðslur hefðu lækkað fram- færsluvísitöluna um 0,27%. Sighvatur sagðist telja að versl- unin hefði haldið að sér höndum þegar gengið var fellt í nóvember í fyrra og tekið neikvæð áhrif geng- isfellingarinnar á sig, en margt benti til að núna treysti verslunin sér ekki til að gera það sama og létu áhrif gengisfellingarinnar koma fram í verðlagi. Sighvatur lagði mikla áherslu á að það mætti ekki koma því inn hjá þjóðinni að hér væri að fara af stað einhver verðbólgualda því að þá væri hætta á að menn freistuð- ust til að hækka vöruverð í skjóli hennar. Sighvatur sagði að það væri ljóst að áhrif gengisfellingarinnar væru ekki að fullu komin fram í verðlagi og því mætti búast við frekari hækkunum á næstunni. Dæmi um hækkanir sem búast mætti við að kæmu fram fljótlega væri hækkun á sementi, enn fyrir lægi beiðni þess efhis. -EÓ Sighvatur Björgvinsson viöskiptaráöherra lagöi mikla áherslu á þaö á fundl með blaðamönnum f gær að það væri gengisfellingin og bókaskatturinn sem orsakaði hækkanirnar sem orðið hafa að undanförnu, en ekki gamli verð- bólguhugsunarhátturinn. Frá vinstri: Eiríkur Guðnason aöstoðarseðiabankastjórí, Jón Sigurðsson seðlabanka- stjóri og Sighvatur. Tfmamynd Aml Bjama Við kappkostum að hafa ávallt á boðstólum flest það er ykkur kynni að vanhaga um á ferðalaginu Hagkvæniustu viðskiptiii gerið þið ávallt í kaupfelaginu KAUPFÉLAGIO Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík og Drangsnesi Viðskiptaráðherra segir að búast megi við frekari hækkunum vegna gengisfellingarinnar: Engar verðhækk- anir óeðlilegar nema hækkun ásandi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.