Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. júlí 1993 Tíminn 7 aðlaga suðurlandið íslömskum og ar- abískum hlutum þess. Afskipti mið- stjómar þar suður ffá gerðust meiri en verið hafði á breska tímanum, kristniboðsskólar voru lagðir undir miðstjómina og áhersla lögð á að kenna fólki arabísku. Á breska tíman- um hafði enska verið helsta tengimál suðurlandsins. Suður-Súdanir sáu í ráðstöfunum stjómarinnar tilræði við menningu sína, afríska sem fengið hafði á sig að nokkru breskt/evrópskt yfirbragð. Af þessu hlaust grimmt borgarastríð í 17 ár. Þá samdi Nimeiri herforingi, sem ríkti einvaldur í Súdan 1969-85, frið við uppreisnarhreyfingu sunnlend- inga, er nefndist Anyanya (slöngueit- ur). Suðurlandið fékk þá sjálfstjóm nokkra, en friðurinn varð ekki til langframa, m.a. vegna rísandi strang- og bókstafstrúarbylgju meðal súd- anskra múslíma. Við því mátti búasL íslam þar í landi hefur löngum þótt tilfinninga- og dultrúarþrungið, óár- an í efnahags- og kjaramálum stefndi fylgi að bókstafssinnum þar sem víðar og þjóðhetja arabískra og íslamskra Súdana, Mahdi, hafði á sínum tíma gert þá sjálfstæða í nafni heit- og bók- stafstrúar. Bókstafsíslam vill að allt Súdan verði íslamskt og miðstý'rt ríki þar sem íslamslögmál (sharia) gildi jafn sunnaniands sem annarsstaðar. Sunnlendingar vilja flest frekar, enda eru heittrúaríslam og þrælahald ná- tengd í endurminningum þeirra. íslam eða dauðann? Frá því 1989, er herforingi að nafni Omar Hassan al-Bashir rændi völdum í höfuðborginni Kartúm, er Súdan ís- lamskt bókstafstrúarríki hliðstætt ír- an. Þeim umskiptum hefur fylgt auk- in harka af hálfu stjómarhersins í við- ureigninni við uppreisnarmenn suð- urlandsins, sem til skamms tfma voru sameinaðir í Frelsisher Súdansþjóða (sem þekktastur er undir skammstöf- un heitis síns á ensku, SPLA). Svo er að sjá að Súdansstjóm hafi í raun gert sunnlendingum tvo kosti: að gefast upp og ganga íslam á hönd eða að falla fyrir vopnum og hungri. Líklegt er að heittrú valdi nokkm um aukna aðgangshörku stjómarhersins og þar að auki hefur stjómin síðustu árin keypt handa honum mikið af nýjum vopnum, þar á meðal stríðsflugvél- um, frá Kína. Hefði þó kannski ein- hver haldið að bláfátækt land eins og Súdan hefði eitthvað betra við pen- ingana að gera. íranskir hemaðarráð- gjafar em súdönsku herstjóminni til fulltingis. Súdansher leggur þorp í eyði með sprengjuárásum, strádrepur óbreytta borgara og flæmir þá bjargarlausa úr heimahögum. Giskað er á að um 600.000 manns hafi látið lífið af völd- um stríðs þessa frá því að það hófst 1983 og að um 3,5 milljónir manna séu flóttamenn undan ógnum þess. Að sögn talsmanna hjálparstofnana er líklegt að um hálf milljón flóttamann- anna falli úr hungri innan skamms. Hungurvofan hefur raunar verið einkar fyrirferðarmikill fylgifískur stríðsins frá byrjun þess og komist er svo að orði að í Suður-Súdan séu nú engir í góðum holdum nema gammar og hýenur. Þar sem annarsstaðar er vaninn að jarða þá látnu með viðhöfn nokkurri, en með miklum mann- dauða af hungurs sökum hefur van- inn orðið að gefa líkin hrædýrunum á vald. Meðan Mengistu ríkti í Eþíópíu fékk SPLA nokkum stuðning þaðan, af því að kalt var á milli hans og valdhafa Súdans. En fyrir þann stuðning tók er Mengistu var steypt af stóli 1991. Of- an á aðrar hörmungar hjá sunnlend- ingum hefur bæst að þeir eru auk stríðsins við Súdansstjóm komnir í stríð innbyrðis. Braust það út síðla árs 1991 vegna ágreinings um hvemig snúast skyldi við vaxandi aðgangs- hörku Súdanshers. John Garang, sem lengi hefur verið leiðtogi SPLA, segist ekki stefna að því að Suður-Súdan skilji við súdanska ríkið, heldur vilji hann sjálfstjóm fyrir Suður-Súdan og að veraldlega sinnaðir valdhafir taki við stjóm í Súdan af bókstafsíslam. Riak Machar, leiðtogi andstæðinga Garangs meðal uppreisnarmanna sem myndað hafa samtök sér, krefst hinsvegar fulls sjálfstæðis fyrir Suð- ur-Súdan. Fordæmi fyrir þessháttar em þegar tekin að skapast í austan- BAKSVIÐ verðri Afríku, með því að Eritrea og Norður-Sómalfa hafa lýst sig sjálfstæð ríki. Dinka og Nuer Rígur milli þjóðflokka, sem þama er fyrir hendi eins og annarsstaðar í Afr- íku sunnan Sahara, veldur og nokkm um klofninginn í SPLA. Af þjóðflokk- um þeim eða þjóðum, sem Suður- Súdanir skiptast í, em fjölmennastir Dinka og Nuer. Liðsmenn Machars, sem mest mega sín á svæðinu austan Hvítu Nflar, em flestir Nuer. Garang er hinsvegar Dinka og svo em flestir hans manna. í borgarastríði sínu innan borgara- stríðsins auðsýna þessir tveir aðilar hvor öðmm engu meiri vægð en arab- ar auðsýna þeim báðum jafnt. Aðferð stjómarhersins hefur verið að strá- drepa óbreytta borgara eða ónýta möguleika þeirra til lífsbjargar, með það fyrir augum að svipta skæmher SPLA þeim stuðningi er hann fær frá fólki í landshlutanum. Eins fara Dinka og Nuer að í hemaði sín á milli. í maí s.l. réðust menn Garangs á flóttamannabúðir í bænum Ayod og brenndu þær ásamt því fólki þar, sem var of veikburða af völdum hungurs og sjúkdóma til að geta forðað sér úr logunum. Á eftir fundust rúmlega 120 lík í brunarústunum. Menn Machars kváðu hafa farið svipað að við fólk af Dinkaþjóð. Garang, segir Machar, hefur „selt aröbunum í Kartúm sál sína“ og fær frá þeim vopn. Garangs menn segja það sama um Machar og hans menn. Er raunar ekki ósennilegt að Súdans- stjóm vopni þá báða, í von um að þeir haldi áfram að vinna verkin fyrir hana með því að útrýma fólki hvors annars. Hungurdauðinn í Suður-Súdan væri að líkindum orðinn miklu meiri ef ekki hefði komið til starfsemi hjálpar- stofnana þar, á vegum Sameinuðu þjóðanna og annarra. Að sögn tals- manna stofnana þessara er ekki að- eins Súdansstjóm áhugalaus um að hjálpa þeim hungurþjáðu, heldur og ber lítið á áhuga á því af hálfu SPLA- hópanna. Verst er ástandið á svæði í norðausturhluta Suður-Súdans, á milli bæjanna Ayod, Watt og Kongor, sem fréttamenn og hjálparstarfsmenn nefna „þríhyming hungursins" eða „dauðans". Þetta er markasvæði milli Nuer og Dinka og þar safnast nú óð- um saman örbjarga fólk á flótta und- an stríðsaðilum öllum þremur. Til dæmis um ástandið þar segir Vér- onique Basla, hjúkmnarkona á veg- um frönsku líknarsamtakanna Méd- icines du Monde: „Við verðum að hafa gætur á mæðmnum meðan mat er útbýtt. Annars stela þær mjólkinni frá komabömum sínum.“ Engin íhlutun til bjargar Eins og sakir standa em styrjaldar- horfur þama helst þær að Súdansher, sem yfirleitt hefur haft betur í hem- aðinum síðan síðla árs 1991, vinni stríðið innan skamms, e.t.v. þegar á næstu þurrkatíð, sem hefst í septem- ber. Þann sigur mundi hann þá eiga að þakka betri vopnabúnaði en sunn- lendingar hafa, hranndauða sunn- lendinga úr hungri og stríðinu milli Dinka og Nuer. Hörmungaástandið í Suður-Súdan er enn hroðalegra en í Sómalíu og hefur staðið lengur. En ekkert ber á því að Bandaríkin og S.þ. hafi í hyggju að senda þangað íhlutunar- eða frið- argæslulið. Súdan er arabískt ríki og íslamskt og Arabaríkin og íslams- heimur myndu að líkindum snúast einhuga gegn slíkri íhlutun og skil- greina hana sem árás á araba og ís- lam. Ekki sjást þess heldur merki að hörmungamar í Suður-Súdan valdi Araba- og íslamsheimi hugarangri. Þeir sem þjást þar em hvorki arabar né múslímar. Hæpið er að ganga út frá því að alþjóðlegur bróðurkærleik- ur eigi mikil ítök í fólki utan vest- rænu/evrópsku menningarheildar- innar. Er raunar ekki nema líklegt að margir múslímar líti á útrýmingar- hemað Súdansstjómar gegn íbúum Suður- Súdans sem heilagt stríð ís- lams. Bashir, oddviti núverandi herforingjastjórnar Súdans: I skjóli hans komst bók- stafsíslam til valda þar. Innkaupastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum i gerð og frágang bílastæöis milli Sölvhólsgötu og Lindargötu í Reykjavfk. Helstu magntölur: Uppúrtekt 2.000 m3 Fylling 1.500 m3 Snjóbræðsla 843 m Malbik 1.500 m2 Hellulagnir 809 m2 Útboðsgögn verða seld á kr. 6.225,- á skrifstofu Innkaupastofn- unar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með miðvikudegin- um 21. júlí 1993. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. júlí 1993 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS _____BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK PÓSTUR OG SÍMI Lipur og samvinnu- þýður starfskraftur með góða þjónustulund óskast til starfa hjá einni af tölvudeildum fyrirtækisins. Deildin rekur stórtölvuumhverfi sem byggist á tveimur HP3000 tölvum með yfir 10 GByte diska- rými, auk umfangsmikils Ijarskiptabúnaðar. Nauðsynleg er töluverð starfsreynsla í stórtölvu- umhverfi og tölvusamskiptum (TCP/IP, Client/Ser- ver). Einnig er æskileg reynsla og kunnátta í SQL, X.25, MS-Windows og Netware. Leitað er að verkfræðingi, tölvunarfræðingi eða starfsmanni með sambærilega menntun. Umsóknir berist til starfsmannadeildar Pósts og síma, Landssímahúsinu við Austurvöll, þar sem frekari upplýsingar verða veittar. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS UTBOÐ 93007 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í verkið: Hitaveita Siglufjarðar — Endurnýjun aðveituæðar, 2. áfangi. Verkið felst í endumýjun um 700 m kafla af aðveituæð hitaveitunnar og leggja um 160 m af safnæðum á virkj- unarsvæðinu í Skútudal. Pípurnar, sem á að leggja, eru 0 200 og 0 150 mm viðar einangraðar stálpípur í plastkápu. Verkinu skal að fullu lokið 10. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum frá og með þriðjudeginum 27. júlí gegn 15.000 kr. skilatrygg- ingu: Skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Suðurgötu 4, Siglufirði. Skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Ægisbraut 3, Blönduósi. Skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík. Tilboðin séu í lokuðu umslagi merktu: RARIK-93007 og verða opnuð á skrifstofu Rafmaynsveitna ríkisins á Siglufirði miðvikudaginn 4. ágúst kl. 14.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.