Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 24. júlí 1993 Dómur Mannréttinda- dómstólsins gjörbyltir ekki íslenskri löggjöf Umræða um mannréttindi hefur færst í aukana á undanförnum misserum bæði hér heima og erlendis. Ástæðumar fyrir því em margvíslegar; fall járatjaldsins, aukið alþjóðasamstarf og bar- átta einstaklinga og mannréttindasamtaka. Hér heima hafa dómar Mannréttindadómstólsins í Strassborg í máli Þorgeirs Þorgeirssonar rithöfundar og í leigubflstjóramálinu svokallaða vakið mikla athygli og fært fólki heim sanninn um að mannrétt- indaákvæði innlendra og erlendra laga koma til með að verða áberandi þáttur í þjóðlífsumræðu framtíðarinnar. Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður hefur á iiðnum ámm haft af- skipti af fjölda mála sem varðað hafa meint mannréttindabrot. Hann hefur einnig fjallað um stöðu mannréttinda í ræðu og riti. Ragnar átti sæti í nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði í kjöi- far dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þor- geirssonar. Nefndin átti að kanna hveraig Mannréttindasátt- mála Evrópu yrði best komið fyrir í íslenskri löggjöf. „Það komu nokkrar leiðir til álita. Nefndin varð sammála um að lögleiða sáttmálann og við- aukana. Að vísu skiptist hún í meirihluta og minnihluta. Meirihlutinn taldi rétt að lög- festa sáttmálann í heild sinni með stofnana- og réttarfars- ákvæðum. En ég taldi hinsvegar að rétt væri að lögleiða einungis mannréttindakaflann eða efnis- þætti mannréttindasáttmálans og viðaukana. Þannig fór málið íyrir ráðherra og Alþingi í vor. Það verður svo að öllum líkind- um tekið aftur upp í haust. — Verður Mannréttindadóm- stóllinn einskonar Hæstiréttur íslands í mannréttindamálum ef við gefum okkur að stofnana- og mannréttindaákvæði mann- réttindasáttmálans verði að ís- lenskum lögum? Nei, svona þjóðréttarlegur dóm- stóll verður aldrei íslenskur hæstiréttur. Mannréttinda- nefndin og Mannréttindadóm- stóllinn fjalla einungis um það hvort tiltekin lög og beiting þeirra af íslenskum dómstólum brjóti í bága við efnisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og ekkert annað. Slíkur dóm- stóll mun aldrei fjalla um það hvort dómur íslensks dómstóls sé í andstöðu við íslensku stjórnarskrána. Þarna er veru- legur munur á. Ég taldi rétt í þessu nefndarstarfi að leggja á það áherslu að við hefðum áhuga á því að fá efnisákvæðin inn í íslenskan rétt þannig að ís- lenskir dómsstólar legðu efnis- atriðin til grundvallar í dómum sínum, til dæmis ákvæði um tjáningarfrelsi svo ég nefni áber- andi dæmi um vanþróaða lög- gjöf hér á landi. Hins vegar taldi ég, að það að lögleiða stofnana- og réttarfarsákvæði alþjóðadóm- stóls í íslensk lög gæti leitt til þess að þýðing dóma þjóðréttar- lega dómstólsins yrði önnur en ella þó að ekki væri fyllilega ljóst hvaða áhrif það kynni að hafa. Ég taldi enga þörf á slíku enda hafa ekki komið fram, svo ég viti, nein rök fyrir því að lögleiða slík stofnana- og réttarfars- ákvæði. — Nú hefur verið gagnrýnt að sáttmálanum er aðeins ætlað að verða að einföldum lögum en ekki stjórnarskrárákvæðum eins og margir hafa talið eðli- legt. Taldi nefndin það ekki koma til greina að gera sáttmál- ann að hluta íslensku stjórnar- skrárinnar? Nefndarmenn voru allir sam- mála um að best væri og árang- ursríkast að endursemja mann- réttindakafla hinnar íslensku stjórnarskrár. En flestir þeir sem fjallað hafa um málið og sérstak- lega þeir sem vel þekkja til í flokkastjórnmálum hér á íslandi telja að slíkt sé ógjörningur. Það sé vegna þess að f hvert sinn sem minnst er á stjórnarskrána með- al starfandi stjórnmálamanna, alþingismanna og slíkra, þá snú- ist hugur þeirra um kjördæmi og kjördæmaskipun, kosninga- fyrirkomulag og annað ekki. Þannig að það sé aldrei hægt að koma að neinni breytingu á stjórnarskránni. Þessvegna hef ég sett fram þá hugmynd að þetta verði leyst með þeim hætti að þetta vald verði tekið af Al- þingi og falið sérstöku stjórn- lagaþingi. Það þarf að sjálfsögðu breytingar á stjórnarskránni til þess en það væri hugsanlega hægt að koma þeim á með til- tölulega lítilli fyrirhöfn. Síðan yrðu valdir menn á stjórnlaga- þingið og það hefði ekkert annað hlutverk en að endurskoða mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar. Ég sé það fyrir mér að það yrði skipað öðrum en al- þingismönnum. Ég veit að það eru til hundruð ef ekki þúsundir manna hér á íslandi sem eru mjög hæfir til að sitja þingið og fjalla efnislega um þessi atriði og komast að skynsamlegum niður- stöðum til langrar framtíðar. En Alþingi er augljóslega ekki fært um að leysa úr þessu máli eins og reynslan hefur þegar sýnt. Svo virðist sem óviðkomandi sjónarmið komi alltaf í veg fyrir umfjöllun um grundvallaratriði þar á bæ. — Talandi um grundvallarat- riði þá eru óneitanlega að eiga sér stað grundvallarbreytingar í íslensku þjóðfélagi um þessar mundir. Við erum að færast hratt upp að hliðinni á öðrum Evrópuríkjum. Þetta á ekki hvað síst við í löggjöfínni. Hvernig stöndum við eiginlega að vígi í þessu sambandi? Það verður auðvitað að segja hverja sögu eins og hún er. Mér finnst að undirbúningur okkar undir þessa auknu þátttöku í samstarfi Evrópuríkjanna hafi ekki tekist mjög vel. Ég held að það snerti það að koma vitneskju um málið til allrar þjóðarinnar. Menn hafa ekki enn komist að því hver áhrifin af Evrópusam- starfinu verða nema að óveru- legu leyti vegna þess að umræð- an sem fór fram takmarkaðist við mjög fábreytileg svið en fjall- aði ekki um hin almennu heild- aráhrif. Síðan tel ég að fjölmarg- ir starfshópar séu ekki undir- búnir til að takast á við hið aukna samstarf við Evrópuríkin sem fyrirhugað er með aðild okkar að evrópsku efnahags- svæði síðar á þessu ári. Það held ég að stafi einmitt af því að stjórnvöldum hefur ekki tekist af einhverjum ástæðum að koma á framfæri þekkingu á þessum at- riðum, á þann hátt sem nauð- synlegt er til þess að menn veru- lega taki við sér og fari að búa sig undir það sem er að gerast. Við verðum nú fyrir sterkum áhrifum á okkar löggjöf frá Evr- ópu. Það hefur auðvitað þegar verið bent á að frumkvæði á veigamiklum sviðum í löggjafar- málefnum mun ekki lengur koma frá alþingismönnum okkar eða íslenskum stjórnvöldum heldur frá Evrópu. Alþingi verð- ur fyrst og fremst að staðfesta reglur sem þar hafa verið settar. Síðan munu túlkanir á þeim lög- um og reglum í dómum frá Evr- ópudómstólnum og fleiri dóm- stólum í Evrópu hafa mikil áhrif á íslandi. Þannig að hinar nýju réttarheimildir eru ekki einung- is hinar beinu settu reglur held- ur einnig túlkanir reglnanna í Evrópu. Það er grundvallar af- staða í Evrópuréttindum að það sé ekki nóg að setja samskonar reglur í Evrópubandalagsríkjun- um heldur verði einnig að fram- fylgja þeim á sama hátt í öllum ríkjunum. Stjórnvöld verða að samræma aðgerðir sínar og dómstólar verða að samræma dóma sína. Þetta nær svo langt að Mannréttindadómstóll Evr- ópu vitnaði núna í svokölluðu leigubílstjóramáli til reglna frá Evrópubandalagsríkjunum um félagsleg málefni sem réttar- heimildar og þó var sú „réttar- heimild" ekki annað en viljayfir- lýsing frá ellefu af tólf ríkjum bandalagsins. Jafnvel slíkar regl- ur sem hafa ekki fengið meira gildi en þetta eru orðnar réttar- heimild hjá Mannréttindadóm- stólnum og hafa svo áhrif á nið- urstöðu í máli sem hefur síðan bein áhrif á íslenska löggjöf eða framkvæmd hennar eftir atvik- um. — En þýðir þetta ekki að við séum mun nær því að vera inn- an Evrópubandalagsins en ut- an? Á löggjafarsviðinu erum við mjög nálægt kjarna málsins vegna þess að við munum á grundvelli EES taka upp sextíu prósent af allri löggjöf Evrópu- bandalagsins. Það er ekkert smá- ræði. En ríki bandalagsins gang- ast undir ýmsar skuldbindingar sem við gerum ekki þannig að það er verulegur munur á stöðu okkar og aðildarríkjanna, alla- vega hvað formið snertir. Hins vegar er líklegt að aðdráttarafl Evrópubandalagsins vegna þess hve stórt það er og öflugt sé svo mikið að áhrifin verði meiri en hinar formlegu reglur ætlast til. — Hvar stöndum við þá? Þú sagðir áðan að við hefðum verið illa undir það búin að taka þátt í EES. Erum við ekki að sogast inn í Evrópubandalagið án þess að hafa tekið raunverulega ákvörðun um að gerast aðilar að því? Jú, ég held að ein af skýringun- um á því að íslensk stjórnvöld stóðu að kynningunni eins og ég lýsti áðan hafi verið sú að stjórn- málamenn hafi óttast innan- landsátök um málið og mikinn ágreining meðal þjóðarinnar og þess vegna viljað gera tiltölulega lítið úr aðildinni að EES. Nú er búið að ákveða að við verðum aðilar að hinu evrópska efna- hagssvæði þegar það gengur í gildi væntanlega í haust og það verður að nota tækifærið þangað til og koma sem mestum upplýs- ingum á framfæri við þjóðina og einstaka hópa um sérmálefni þeirra. Það á ekki að vera svo að allt komi manni að óvörum, eins og við höfum séð hvað eftir ann- að í fréttunum nú þegar, áður en EES-samningurinn gengur í gildi. Við höfum séð átökin milli landbúnaðarráðuneytis, við- skiptaráðuneytins og fiármála- ráðuneytis um einstök málefni. Við höfum séð að reglur um hópuppsagnir í Evrópu skipta máli hér á landi núna. Við ætt- um að vera farin að gera okkur grein fyrir því að við verðum að fiylgjast miklu betur með því sem er að gerast í Evrópu og sérstak- lega því sem er að gerast í Evr- r r Agúst Þór Arnason rœðir við Ragnar Aðalsteinsson hœstaréttarlögmann. ópubandalaginu. — Hver verður staða íslenskra lögmanna eftir að EES kemst á? Framhaldsaðalfundur Lög- mannafélags íslands samþykkti fyrir nokkrum vikum að félagið skyldi gerast áheyrnaraðili að Evrópusamtökum lögmanna. Það er fyrsta verulega mikilvæga skrefið í þá átt að gera okkur hæfari um að fylgjast með því sem er að gerast f Evrópu og geta veitt sambærilega þjónustu og aðrir lögmenn í Evrópu gera. Jafnframt munu norræn lög- mannasamtök enn auka sam- vinnu sína til þess að Norður- Éff sé enga gilda ástœðu til aö nota kennitölur með þeim hœtti sem gert er hér á landi. Auðvitaö er það hagrœði að nota kennitölu til skrán- ingar viðskipta- manna en þegar hagsmunir eru svo óverulegir miðað við einkaltfshagsmuni mannaþá giídirþað sjónarmið ekki. lönd sem smáríki nái betri ár- angri í upplýsingaöflun og upp- lýsingadreifingu um það sem er að gerast í Evrópubandalaginu. Ef EES-samningurinn tekur gildi samkvæmt áætlun í haust þá mun Lögmannafélagið taka afstöðu til þess hvort það gerist fullgildur aðili í Evrópusamtök- um lögmanna. — En hvernig sýnist þér ís- lenskir lögmenn vera undirbún- ir til að takast á við alþjóðleg verkefni? Þó nokkuð stór hópur hefur þegar fengið reynslu af starfi á alþjóðasviði, bæði á almennu viðskiptasviði og eins á afmörk- uðum sviðum eins og á sviði höf- undarréttar. Málið snýst samt alls ekki um það hvort íslenskir lögmenn hafi svo og svo mikla reynslu af alþjóðlegum sam- skiptum í daglegu starfi sínu heldur snýst það um að átta sig á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.