Tíminn - 27.07.1993, Side 1

Tíminn - 27.07.1993, Side 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn..Frétta-símimi...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48. 9EHHHH Þriðjudagur 27. júlí 1993 139. tbl. 77. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 125.- Hilmar Pétur Foss, 10 ára stórslasaðist þegar hann féll út af hraðbáti. og lenti í skrúfunni: 130 spor saumuð en er á batavegi „Það er ótrúlegt að sjá hvað Hilmarí Pétrí hefur faríð vel fram,“ segir Margrét Rósa Pétursdóttir, móðir drengsins, en hann varð fyrír því hörmulega slysi 13. júlí sl. að detta af hraöbáti og lenda í skrúfunni. Hann er nú kominn af spítalanum, laus við hjólastólinn og notast aðeins við hækjur. „Hann hefur minni tilfinningu hægra megin í líkamanum en vinstra megin því skrúfan fór í vinstra heilahvelið," segir Margrét Rósa. „Ef ég læt eitthvað í hægri hönd hans getur hann ekki sagt mér hvað það er. Hann þarf bara að æfa þessa tilfinningu upp. Læknar segja að böm geti beitt heilanum þannig að eyðileggist einhver hluti hans noti þau annan hluta. Svo ég er bjartsýn á að Hilmar Pétur nái sér að fullu." Margrét Rósa segir son sinn taka örlögum sínum furðu vel miðað við strák sem var allan dag- inn stökkvandi úti í körfubolta fyrir fáeinum vikum. Vinir hans eyða drjúgum tíma með honum sem hjálpar mikið til. Hann vill ekki láta stjana við sig heldur gera sem mest sjálfur. „Ástand Hilmars Péturs var svo sannarlega ekki gott fyrst eftir slysið enda braut skrúfan höfuðkúpuna upp og fór inn í heilann. Þá braut hún mjaðmargrindina niður eftir líkamanum vinstra megin þannig að rassvöðvamir tættust upp. Til allrar lukku héldust sinamar því hefðu þær farið hefði Hilmar Pétur ekki getað notað fótinn meir. Honum fannst mjög merkilegt þegar saum- amir voru teknir úr og sporin reyndust vera 130 talsins." í haust vona foreldrar Hilmars Pét- urs að hann geti haldið áfram námi sínu í Vesturbæjarskólanum og njóti þá sérkennslu ef þess þarf. Hann hefur gleymt fáeinum bók- stöfum og stundum man hann ekki atburði úr fortíðinni. „Vinnutíma okkar hjónanna er þannig háttað að við getum leyft okkur að skjótast frá og skiptumst við á að sinna Hilmari Pétri,“ segir Margrét „Þar eð við búum á fjórðu hæð fengum við lánaða íbúð þar sem auðveldara er fyrir hann að komast um. Við höfðum lengi verið að hugsa um að flytja svo nú drífum við bara í því enda verður drengur- inn að fá að njóta allra þeirra mögu- leika sem hann á rétt á. Ég vona að slysið verði til þess að þess verði gætt að hlíf verði fyrir skrúfumar á bátum ef böm eru í þeim. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólk- inu á Borgarspítalanum fyrir það hvað það hefur reynst okkur vel,“ segir Margrét Rósa að lokum. -CKG. Hllmar Pétur ásamt vlnl sfnum, Sturiu Þór Friðrikssyni, sem var meö hon- um í hraðbátnum þegar slyslð varð. Timamynd Ámi BJama Á fóstudaginn var lögreglunni á Akranesi tilkynnt um sjómann Skátar í Garðabæ segja mikið um innbrot í bænum. Lögreglan tekur ekki undir það. Skátarnir gefa bæjarbúum góð ráð til að verjast þjófunum: sem ókominn var úr róðri. Leit var þá hafin og um kl. 2:45 var lögreglunni tilkynnt að fundist hefði mannlaus, fiögurra tonna trilla um níu mílum vestan við Þormóðssker. Fleygðu rusli í tunnu nágrannans Skipveijinn fannst fljótt og hafði hann flækst í gimi í hand- færarúltu og lent útbyrðis. Hann hét Höskuldur Heiðar Bjamason, búsettur að Bjarkar- grund 36 Akranesi. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, 9 ára gamlan son og 6 ára fósturdótt- ur. - GKG Stefán í Gerði rakst á rekald: Trilla sökk Stefán í Gerði VE 205 rakst utan í rekald um kl. 17:00 í gær. Gat kom á bátinn svo hann sökk. Að- eins einn maður var um borð þeg- ar síysið varð. Hann ætlaði að fara í gúmmíbát en hann blés sig upp á hvolfi svo maðurinn lentt í sjón- um. Sæstjaman frá Vík í Mýrdai kom þar að og bjargaði honum. Ekki ku manninum hafa orðið meint af líkamlega. -GKG. Flugvirkjar semja Fiugvirkjar og Flugieiðir skrifúðu undir kjarasamning í gær. Samn- ingurinn er innan ramma heild- arsamninga ASÍ og VSÍ. Auk þess em í honum ákvæði um kjarabót ef vel tekst til við öflun verkefna erlendis frl Yfirvinnubanni flug- virkja verður væntanlega aflétt ef samningurinn verður samþykkt- ur í aticvæðagreiðslu meðal flug- virkja, sem ftam fer í dag. GS. JHeð þessum litla bæklingi viljum við í Skátafélaginu Vífli í Carðabæ vekja bæjarbúa til umhugsunar um að nú undanfarið hefur verið mikið um innbrot í bænum okkar. Svo virðist vera að víða komist inn- brotsþjófar inn á allt of einfaldan hátt,“ segir í inngangsorðum að bæklingi sem Skátafélagið Víflll í Garðabæ hefur geflð út og dreift í hús. Bæklingurinn ber yfirskriftina „Nágrannaaðstoð í Garðabæ, ert þú góður granni,“ og í honum má lesa ýmis ráð til að verjast innbrotsþjóf- um. Jóhannes Páll Jónsson, rannsókn- arlögreglumaður í Hafharfirði, seg- ist ekki reiðubúinn til þess að taka undir inngangsorð bæklingsins. „Ég get ekki samþykkt að það hafi verið mikið um innbrot undanfarið. Ég held að það hafi verið í lágmarki í Garðabæ undanfama mánuði," segir Jóhannes. „Það er eitthvað um hnupl, stuldur á smáhlutum, t.d. á snúrum. En hnuplið hefur ekkert aukisL Garðabær sker sig ekkert úr.“ En þó Jóhannes geti ekki tekið undir með skátunum í Garðabæ að þessu leyti, lýsti hann yfir ánægju sinni með útgáfu bæklingsins. „Þetta er gott forvamarstarf hjá skátunum. Það er um að gera að vara fólk við, hætta að skilja lykilinn eftir í skránni og svoleiðis, eða und- ir mottunni," segir Jóhannes. „Menn em orðnir betur vakandi. Það hefur orðið dálítil umræða um þetta." í bæklingnum má lesa ýmsar ráð- leggingar. Mælst er til þess að menn hafi viðurkenndar læsingar á hurð- um, athugi vel bakdyr, bílskúr og glugga og hugleiði þann möguleika að setja upp þjófavamarkerfi. Einnig er mönnum ráðlagt að taka myndir af helstu dýrgripum og merkja þá, svo óþokkamir eigi erfiðara með að gera þá að sínum. Þá er einnig mælst til þess að menn fylgist með húsi nágrannans þegar hann er í frfi og reyni eftir fremsta megni að láta líta svo út að þar sé einhver heima. Það má t.d. gera, segja skátamir, með því að troða snjóinn við hús nágrannans að vetri til, taka póstinn hans, fleygja sorpi í ruslatunnu hans og leggja í bfla- stæði hans. Þetta verður að sjálf- sögðu að gera í fullu samráði við ná- grannann. GS. GÓÐ VEIÐI í ELLIÐAÁNUM 626 laxar höfðu velðst f Elllðaánum þegar velðl hófst þar í gærmorgun og er þetta mun betri velöl en á sama tfma f fyrra. Þess ber aö geta aö velðin hófst flmm dögum sföar f sumar en f fyrra. i gegnum laxateljarann hafa fariö yfir 2.000 laxar þannlg að segja má að nóg sé af fiskl í ánum. (góöu veöri fyigist fólk gjaman meö tilburöum veiöimannanna enda gaman að sjá fallegan ffsk dreglnn á land. Engum sögum fer af þvf hvaö veiölmönnunum finnst gaman að láta horfa svona á slg. Tímamynd Aml BJama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.