Tíminn - 27.07.1993, Page 5

Tíminn - 27.07.1993, Page 5
Þriðjudagur 27. júlí 1993 Tíminn 5 John Cleese: Ég vona að ég yröi hugrakkur og skipti mér af. Alan Bleasdale: Gandhi sagði „ Auga fyrir auga og allur heimurinn missti sjónina Brenda Dean: Það er náttúruieg eðtishvöt að koma til hjáipar. Ég vildi óska að ég myndi gera það. John Rae: Þaö er enginn efi á því að ég fyndi nú minni tilhneigingu til að skipta mér af. Bobby Chariton: Fólk er hræddara við að blanda sérímálin. Vaxandi tilefnislaust ofbeldi slær óhug á enskan almenning: V ægir dómar hneyksla í Englandi, eins og víða annars staðar, hefur að undanfomu veríð mikil um- ræða um stvaxandi tilefnislaust og gróft ofbeldi og viðuríög dómstóla við því. Inn í umræðuna hafa líka verið dregin viðbrögð borgaranna við glæpum og eru flestir á því að þjóðlífíð allt sé að taka á sig heldur óhugnanlega mynd. Dæmin um gróft og tÚefnislaust ofbeldi eru mýmörg og hafa vakið mismikla athygli. Ekki er langt síðan brottnám og morð á tveggja ára dreng í Liver- pool, James Bulger, vakti mikinn óhug með þjóðinni og þá ekki síður sú uppgötvun að morðingjamir vora tveir bamungir drengir. Nú hefúr nýlega veríð felldur sýknudómur í máli 19 ára pilts, Josephs Elliott, sem hefur við- urkennt að hafa stungið til bana fertugan þriggja barna föður. Sýknudómur- inn hefur algeríega gengið fram af þjóðinni. Joseph Elliott tilheyrir sístækkandi svokallaðri undirstétt stjómlausra krakka, sem sloppið hafa undan valdi bamavemdaryfirvalda og skolað beinustu Ieið inn í heim glæpa. Áður hafði hann gert sitthvað af sér og lent í kasti við lögregluna, en alltaf sloppið við refsingu á gmndvelli erf- iðs uppvaxtar og ungs aldurs. Þegar hann varð tónlistarkennaranum Ro- bert Osbome að bana með því að reka svissneska vasahnífinn sinn á kaf í brjóst hans í stigagangi f íbúða- blokk í Suður-London í desember sl. eftir að hafa varið tímanum til drykkju, fíkniefnaneyslu, dekkja- skurðar og árása, þóttist hann eiga nokkuð góða möguleika á að komast upp með það. Hann sagði lögregl- unni að vinur hans hefði stungið mann í brjóstið með miklu stærri hníf og maðurinn hefði dáið sam- stundis. Það hefði ekki tekið kvið- dóminn við Old Bailey nema 15 mín- útur að sýkna vin hans af mann- drápi. Þegar kom að því að fella dóm f máli Elliotts tók það kviðdóminn 4 klst. og 39 mínútur að komast að niðurstöðunni um að hann væri ekki sekur með 10 atkvæðum gegn tveim. Elliott leitaði uppi andlit ekkju fómarlambsins, Diane Os- bome, á áhorfendapöllunum og glotti til hennar. Hvemig bregðast með- borgaramir við voða- verkum sem framin em í þeirra viðurvist? Þegar sonur leikritaskáldsins Alans Bleasdale var skotinn í hnakkann með loftbyssu, æddi pabbinn yfir götuna, króaði unga árásarmanninn af, „sparkaði" honum heim til mömmu og braut byssuna í smátt Bleasdale segir að hann myndi nú hugsa sig tvisvar um áður en hann brygðist svo hugsunarlaust við ef at- vikið fyrir 10 árum endurtæki sig. Varkámi hans endurspeglar uppnám og skilningsleysi fólks vegna sýknu- dómsins yfir Joseph Elliott nýlega, ungum dekkjaskerara, sem stakk til bana Bob Osbome, tónlistarkennara sem elti hann með hamar á lofti. Ómeðvituð boð dómstólsins, styrkt af mörgum nýlegum atvikum sem hafa snúist við í höndum réttarfars- ins, em þau að það borgi sig ekki fyr- ir borgarana að snúast gegn glæp- um, jafnvel ekki eftir dauðann, og að borgarar sem láta freistast til „að reyna" ættu að taka sér til fyrir- myndar þá skoðun að afskiptaleysi sé hollara en hetjuskapur. Bleasdale minnist þess að hann fékk líka ávítur hjá lögreglunni fyrir hegðun sína. Hann heldur að hann myndi bregðast svipað við nú en með meiri kvíða. „Ég er ekki lengur 35 ára og maður verður áhyggju- fyllri með aldrinum. Ég held að það sé ekki rétt að bregðast svona við. Það er eins og Gandhi sagði: „Auga fyrir auga og allur heimurinn missir sjónina“.“ En enn er til fólk sem fúslega legg- ur eigið líf að veði við „að reyna“. Ný- lega reyndi 79 ára piparmey að hindra bankarán í Kilbum, London, með því að lemja ræningja með handtöskunni og hafði næstum goldið fyrir með lífi sínu þegar hann hleypti af úr byssu sinni á hana. Það munaði örfáum sentimetrum að hann hitti hana. En í æ auknum mæli eru slík hetju- tilþrif launuð með meiðslum og jaftivel dauða. Nýlega var Shaun Hadley borinn til grafar að viðstödd- um 40 lögreglumönnum. Hadley, 23 ára gamall, hafði reynt að hindra byssumann í Sheffield. Hættumar við að lenda í líkamleg- um átökum em ekki þær einu sem þeir lenda í sem reyna að skipta sér af. Clifford Atkings, 63 ára skrif- stofumaður sem sestur var í helgan stein, dó af hjartaáfalli nýlega eftir að hafa elt ungan bílþjóf sem var að reyna að brjótast inn í bíl vinar hans í Leamington. í júní var Alan Byant stunginn í kviðinn og missti þrjá lítra af blóði eftir að hann reyndi að stöðva rán á krá í Gateshead. Fötluð móðir hans sagði: „Hann var góður borgari, en var þetta þess virði?" í Cardiff sparkaði hópur unglinga f Les Reed þar til hann dó eftir að hann mótmælti athæfi þeirra við að eyðileggja vegarmerki. Lee Goddard, 21 árs háskólanemi, særðist lífs- hættulega við að reyna að stöðva bardaga í Brighton. Upp á kant við lögin Krossfaramir sem „reyna“ eiga líka trúlega á hættu að komast upp á kant við lögin. Ekki em margar vik- ur síðan Michael Burke fékk á sig morðákæm eftir að hafa elt meinta skemmdarvarga um hverfið sitt og stungið einn þeirra með byssusting. Mark Hammond, gimsteinasali í Hertfordshire, hefur verið kærður fyrir meðferð skotvopna eftir að hann skaut á tvo vopnaða innbrots- þjófa sem ógnuðu fjölskyldu hans í ránsferð á heimilinu. Dómari hafði að vísu dæmt honum 300 sterlings- punda laun fyrir kjarkinn og sagt að þó að hann vissi að Hammond hefði ólöglegt skotvopn í fómm sínum „er það ekki í mínum verkahring að segja til um rétt og rangt í því sam- bandi“. Lögreglan sendir líka misvísandi boð til almennings. Nýlega héldu 10 ungskátar að þeir væm að þjóna landi sínu þegar þeir náðu ræningja sem hafði hrifsað 300 sterlingspund úr kassanum hjá Pizza Hut í York. Maðurinn var látinn laus vegna þess að þetta var hans fyrsta brot. Skát- amir vom sérstaklega reiðir vegna þess að aðeins örfáum vikum fyrr hafði yfirlögregluþjónninn í North Yorkshire hvatt ungt fólk til að að- stoða við að ná þeim sem brytu af sér. Lögreglan í Newbury í Berkshire sendi frá sér mótsagnakenndar ráð- leggingar eftir að hópur fimm manna tók lögin í sínar hendur og lúbörðu tvo unglinga sem spörkuðu mslakörfum um koll í miðbænum. „Ef fólk sér aðra valda skemmdum, er best að það hafi samband við lög- regluna og bíði eftir að við fáumst við það,“ sagði talsmaður lögregl- unnar. Til að mgla málin enn frekar kunna meðborgarar, sem komast að þeirri niðurstöðu að afskiptaleysi sé betra en hetjuskapur, að komast að raun um að þeir fá á sig ákæm. Joe Friar kann að verða kærður skv. lögum frá 1841 um að koma ekki til aðstoðar lögregluþjóni við að ná innbrots- þjófi. Þegar Friar, 31 árs atvinnulaus vömbílstjóri frá Sittingboume, Kent, stóð augliti til auglitis við mennina tvo sem vom að brjótast inn í húsið þar sem hann var að passa böm, lokaði hann dyrunum. „Ég þurfti að líta eftir þrem ótta- slegnum bömum og móður þeirra,“ segir hann. Klemman við að vemda eignir sín- ar rekur sumt fólk út í öfgar. Nor- man Forster, 40 ára, segist vera að rafmagna peningaskápinn sinn og hurðir innanhúss vegna þess að meira en 300 innbrot á bílaverk- stæðið hans í Ferryhill í Durham- sýslu, væm að gera hann gjaldþrota. Lögreglan varaði hann við því að hann kynni að eiga á hættu málsókn ef einhver yrði fyrir alvarlegum meiðslum. Hvernig myndir þú bregðast við? Álit almennings á afskiptasemi er mismunandi. Gamanleikarinn John Cleese sagði: „Ég vona að ég yrði hugrakkur og skipti mér af, en það er erfitt að segja fyrir um hvemig maður myndi bregðast við.“ Bobby Charlton finnst málið vera að hver komi öðmm til aðstoðar. „En ég held að fólk sé nú hræddara við að blanda sér í málin. Ef ég væri spurður hvort ég myndi gera það, er svarið já.“ Brenda Dean, fyrmm verkalýðsfor- ingi prentara, var á sama máli: „Það er náttúruleg eðlishvöt að koma til hjálpar. Ég vildi óska að ég myndi gera það.“ John Rae, íyrrverandi skólastjóri Westminster School í London, sagði að hann hefði minni tilhneigingu til að skipta sér af núorðið. „Ef ég sæi fólk ráðast á gamla konu eða bam, held ég að mér myndi enn finnast að ég yrði að gera eitthvað og ég held að flest okkar myndu gera það.“ Einkamál ekkjunnar? Mótmælasöngur gegn ofbeldi eftir Robert Osbome sem var stunginn til bana, kann að eiga þátt í því að morðingi hans fái makleg málagjöld. Diane, ekkja Roberts, hefur í huga að gefa lagið út á plötu til að safna fé til að hefja einkamál gegn Joseph Elliott, 19 ára smákrimmanum sem kviðdómur Old Bailey sýknaði á dög- unum af morði og manndrápi. Joseph Elliott var sjáifur hissa þegar hann fékk sýknudóm. En hann giotti til ekkjunnar. Osbome, fertugur, tónlistarkennari og gítarleikari á krám, var stunginn til bana þegar hann réðist að Eiliott og öðmm strák, sem höfðu verið að skera í sundur bíldekk í heimagöt- unni hans. Tveim dögum áður en hann dó hafði hann lokið við að búa til bráðabirgða upptökuver í klæða- skápnum sínum. Lagið „Running With The Gun“ er eitt þriggja sem hann hafði tekið upp á snældu og myndband. Hagnaðurinn af sölunni rennur upp í þann 15.000 punda kostnað sem þarf til að hefja einkamál gegn Elliott Nú dregur ekkja Osbomes fram lífið á 70 punda opinberum styrk á viku og hefur þegar ráðfært sig við lögfræðing. Hann hefur sagt henni að ekki sé hægt að draga EIli- ott aftur fyrir rétt fyrir morð eða manndráp. Hún er samt sem áður að íhuga einkaákærumál vegna margvíslegra annarra brota, þ.á m. árás, að bera á sér árásarvopn og valda glæpsamleg- um skaða. Hún ætlar að fara fram á það við lögregluna að fá læknis- skýrslu þar sem gerð er grein fyrir átta áverkum sem hún hlaut þegar hún reyndi að hindra Elliott í að sparka áfram í mann hennar þar sem hann lá deyjandi. Elliott heldur því fram að hún hafi ráðist á sig. En hann hefur viður- kennt að hafa neytt kannabis og LSD og verið með hníf á sér til að skera hjólbarða, og líka vegna þess að hon- um finnst hann „vamarlaus". Frú Osbome segir: „Hann hefur komist upp með morð og manndráp, en hann hefur viðurkennt að hann gerði glæpsamlegan skaða þá um kvöldið og hafði árásarvopn í fórum sínum. Ég hef sannanir um að hann réðist á mig. Ef ég get aftur dregið hann fyrir rétt fyrir þessi þrjú atriði, ætla ég að gera það.“ Hún heldur áfram: „Bob var mikill gítarleikari og það er alveg við hæfi að eitt laga hans hjálpi mér við að bera fram mál gegn drápsmanni hans. En ég verð að vera 80% viss um að við getum unnið. Þegar Elli- ott var sýknaður í Old Bailey, Ieit hann upp á áheyrendapallana með breiðu brosi og ég var í losti í þrjá klukkutíma. Ég vil ekki að hann líti upp aftur og brosi þannig til mín.“ Michael Winner, kvikmyndaleik- stjóri og stofnandi Minningarsjóðs lögreglumanna, hefur sent 500 punda ávísun í sjóð Diane. Hann segir: „Það er ákaflega ósanngjamt að ef glæpamaður er fundinn sekur á hann rétt á því að áfrýja, en fómar- lambið ekki. Ég er orðinn 57 ára og of gamall til að reyna að skipta mér af, en ég dáist mikið að fólki sem gerir það, eins og Bob Osbome. En nú á harmi slegin fjölskylda hans engin önnur úrræði en einkamálshöfðun." Síðast þegar fréttist, var Elliott enn í felum. Álitið er að vinir hans hafi smyglað honum aftur í íbúð í Streat- ham, í suðurhluta London, þar sem hann dvaldist fyrir morðið. Það er í innan við 300 metra fjarlægð frá heimili Osbome-fjölskyldunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.