Tíminn - 27.07.1993, Side 9

Tíminn - 27.07.1993, Side 9
Þriðjudagur 27. júlí 1993 Tíminn 13 Kvökhnessur í Friörikskapellu í kvöld, þriðjudag 27. júlí, verður guðs- þjðnusta í hinni nýju Friðrikskapellu að Hlíðarenda í Reykjavík. Prestur verður sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Guðsþjón- ustan hefst ld. 20.30. önnur guðsþjón- usta er fyrirhuguð þriðjudagskvöldið 17. ágúst. Samtökin um byggingu Friðrikskapellu hafa nú afhent KFUM, KFUK, Knatt- spymufélaginu Val, Karlakómum Fóst- bræðmm og Skátasambandi Reykjavíkur húsið til eignar og hafa félögin myndað sjálfseignarstofhun um rekstur þess. Stjóm Friðrikskapellu skipa: Þorsteinn Haraldsson endurskoðandi, formaður, Ammundur Jónasson framkvæmda- stjóri, ritari, Ari Ólafsson verkfræðingur, gjaldkeri, Kristín M. Möller meinatækn- ir, Páll Gíslason læknir og sr. Valgeir Ástráðsson. Friðrikskapella er fjölnota hús og öllum opin til kirkjulegra athafna, tónleika- halds og funda. f húsinu rúmast 140-150 gestir og það hentar einkar vel til fjöl- skylduathafna, skíma og giftinga. Þeim, sem hafa hug á að nýta sér Frið- rikskapellu á einhvem hátt, er bent á að hafa samband við húsverði að Hlíðar- enda í síma 11134 eða einhvem stjómar- manna. Þeim, sem beina vilja áheitum og gjöf- um til hússins, er bent á ávísanareikning nr. 1099 í íslandsbanka hf., Lækjargötu 12. Friðrikskapella er opin virka daga, nema laugardaga, milli kl. 13 og 16 fyrir þá sem njóta vilja kyrrðar. Landsmót Hvítasunnumanna Hvítasunnumenn halda sitt árlega lands- mót um verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Mótið verður sett fimmtudagskvöldið 29. júlí og því lýkur að morgni mánudagsins 2. ágúst Dagskrá mótsins verður fjölbreytt að vanda og við allra hæfi. Mikill og líf- Iegur söngur einkennir samverustund- imar ásamt með góðri fræðslu og fyrir- bænaþjónustu. Kvöldvökur verða haldn- ar fyrir yngri kynslóðina, kveiktur varð- eldur auk fjölda annarra atriða. Ræðumenn mótsins verða úr röðum leiðtoga Hvítasunnusafnaðanna. Sú ný- breytni verður á mótinu í ár, að haldið verður sérstakt bamamót á sama tíma. Þar verður boðið upp á leiki, föndur, fræðslu auk brúðuleikhúss. Á bamamót- inu verður dagskrá fyrir bömin allan daginn og gæsla fyrir yngstu bömin á meðan á samkomum stendur. í Kirkjulækjarkoti reka Hvítasunnu- menn safnaðanniðstöð og þar er góð að- staða til samkomuhalds. Skálinn rúmar á annað hundrað manns í gistingu og þar er einnig hægt að kaupa mat á góðu verði. Næg tjaldstæði em á svæðinu og aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla. Sam- komumar verða haldnar í tveimur stór- um og upphituðum samkomutjöldum, sem rúma alls um 800 manns f sæti. Á landsmótið em allir velkomnir og þangað getur öll fjölskyldan komið og notið helgarinnar í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Allar nánari upplýsingar fást í síma 98- 78448 eða 91-21111. Hagyrðingamót á Hallormsstaó 21. ágúst Hið árlega hagyrðingamót verður haldið á Hallormsstað laugardaginn 21. ágúst og hefst með sameiginlegum kvöldverði kl. 19. Á matseðli kvöldsins verða heitir og kaldir réttir á hlaðborði og kosta 2.000 krónur. Húsið verður opnað kl. 18. Panta þarf með viku fyrirvara. Gistingu verður hægt að fá á sama stað, þ.e. á Hótel Eddu, Hallormsstað, sími 97- 11705, í eins (kr. 3.150) og tveggja (kr. 4.150) manna herbergjum með 5% af- slætti fyrir eina nótt, en 15% afslætti fyr- ir tvær nætur eða fleiri. Svefnpokapláss í skólastofu kostar 750 krónur. Gistingu þarf að panta með tveggja vikna fyrir- vara. Samkoma verður að lokinni máltíð þar sem heiðursgestur verður Helgi Seljan, en undirbúningur fyrir þetta mót hefur hvílt á herðum Hallgríms Helgasonar á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði. SOÐASKAPUR - ELDHÆTTA Sýnum alhliða tillitssemi í umferðinni! IFERÐAR Njáluslóðir—Þórsmörk Árieg sumarferð framsóknarfélaganna I Reykjavík veróur farin laugardaginn 14. águst 1993. Aö þessu sinni veröur fariö á söguslóðir Njálu og inn I Þórsmörk. Aöalleiösögumaður feröarinnar veröur Jón Böðvarsson. Feröaáætlunin er þessi: Kl. 8:00 Frá BSl. KJ. 10:00 Frá Hvolsvelli. Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli. Kl. 12:30 Frá Gunnarshólma. Kl. 17:00 Úr Þórsmörk. Kl. 18:45 Frá Hllöarenda. KJ. 20:00 Frá Keldum. Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini. Kl. 22:00 Frá Hellu. Áætlaö er aö vera f Reykjavík kl. 23:30. Skráning I feröina er á skrifstofu Framsóknarflokksins I slma 624480 frá 9.-13. ágúst. Verö fyrir fulloröna 2.900 kr., böm yngri en 12 ára 1.500 kr. Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1993 Drætti I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur veriö frestaö til 9. ágúst n.k. Velunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miöa, eru hvattir til aö greiöa heims- enda giróseöla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eöa I slma 91- 624480. FramsóknaríkMaMhn Kópavogsbúar og nágrannar Spilum félagsvist aö Digranesvegi 12 kl. 20.30 fimmtudaginn 29. júll. Spilaverö- laun og molakaffi. Frvyja, fétag framsóknarkvenna i Kópavogl Spurö nú hvaöa mótleikari hennar hafi veriö besti „kyssarinn", svarar hún aö bragöi: „Bob Hope. Hann haföi svo mjúkar varir!" Sfðari maöur hennar, John Peoples, verður aö una samkeppninni viö gamlar minningar. Jane Russell hefur margs aö minnast: Kynbomban sem sneri sér aö málefnum barna ___ Jane Russell þeyttist með hraði upp á stjömuhimininn í fyrstu myndinni sem hún lék í. Utlag- inn er orðin sígild og ódauðleg ímynd Jane Russell sem kyn- bombu í þeirri mynd. Samt átti hún eftir að leika í mörgum myndum þar sem hún sýndi aðra hæfileika frekar, s.s. í Heiðurs- menn velja ljóskur (Gentlemen Prefer Blondes, önnur sígild mynd) þar sem hún lék annað hjól undir vagni Marilyn Monroe. En Jane var alltaf svolítið öðru vísi en glamúrstjörnumar í Holly- wood. Hún fæddist í Minnesota, ólst upp í Kaliforníu og stundaði leiklistarnám þar við Max Rein- hardt Theater Workshop. Hún hefur alltaf verið mjög trúuð og lausbeislað líf Hollywood átti aldr- ei við hana. Hún giftist mennta- skólakærastanum sínum og stóð það hjónaband þar til hann dó. Nú hefur hún verið gift John Peoples í mörg ár og eiga bömin þeirra 8 (þrjú ættleidd börn hennar, þrjú úr fyrra hjónabandi Johns og tvö börn tvíburasystur Johns sem misstu foreldra sína, öll gift), 15 bamaböm (eitt þeirra, Jamie, ný- látið í fangelsi) og tvö barna- bamaböm hug hennar allan. Jane minnist margra frægra mótleikara frá fyrri tíð. Marilyn Monroe sem var ráðvillt og ein í Hollywood, Clark Gable var stríð- inn og skemmtilegur prakkari (Á hverfanda hveli er uppáhalds- mynd Jane), Robert Mitchum er enn traustur og góður vinur, en því miður hitti Jane aldrei Kat- harine Hepbum. Jane og fyrri maður hennar höfðu verið barnlaus í 10 ára hjónabandi þegar þau ákváðu að taka börn til ættleiðingar. Þá ráku þau sig á vegg í Bandaríkjunum, þar sem ættleiðing á þeim árum var enginn barnaleikur. Henni áskotnaðist dóttir eftir krókaleið- um og nokkru síðar var hún á ieikferð í Englandi og fékk þar upp í hendurnar son til ættleið- ingar. Þar var skrifræðið algert fótakefli og Jane komst að raun um að þó að mikið væri um mun- aðarlaus böm í Evrópu eftir stríð- ið, stóðu alls kyns lagasetningar í vegi fyrir því að bamlausir Banda- ríkjamenn gætu komið þar til sögunnar. Hún stofnaði því félags- skap 1951 til að fá þingmenn til að breyta bandarískum lögum til að greiða fyrir slíkum ættleiðing- um. Jane er nú sátt við lífið og tilver- una, nema einu vildi hún breyta ef hún mætti lifa upp á nýtL Hún harmar mjög dauða barnabarns- ins Jamie og vildi að ekki hefði komið til þess að hann gripi til þess örþrifaráðs að stytta sér aldur í vörslu lögreglunnar eftir hand- töku vegna fíkniefnamáls. Fjöl- skyldan ætlaði að leysa hann úr haldi um morguninn, en það var of seint. Jamie bjó þá hjá afa sínum og ömmu og Jane segir hann ekki hafa þekkt muninn á réttu og röngu þegar hann kom til þeirra, hann hafi haldið að hann kæmist upp með hvað sem er. „Ég kenni sjónvarpinu og bíómyndunum um hvemig fór,“ segir harmi sleg- in amman. Nú býr Jane, 72ja ára gömul, f friöi og ró f Santa Barbara meö slöari manni sfnum. Fjölskyldan er henni eitt og allt núorðiö og þau hjón eiga samtals 8 börn, 15 barnabörn og tvö barnabarnabörn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.