Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn.Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn.Frétta-símiiiii—68-76-48 5. ágúst 1993 144. tbl. 77. árg. VERÐ(LAUSASÖLU KR. 125.- Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs: Fjárfestingar fyrirtækja minni nú en nokkru sinni „Viö fundum mjög lítið fyrír þessum samdrætti í fyrra. En núna í ár verum við mjög vör við að þaö er minna um að vera. Fjárfestingar eru í algeru lágmarki — raunar man ég ekki eftir minni fjárfesting- um f fýrírtækjum en nú í ár. Vöxtur í útlánum hjá okkur hefur byggst á nýjum viðskiptavinum, sveitarfélögunum. Ef við hefðum haldið útlánum okk- atvinnurekenda á landsbyggðinni, að ar á sömu brautum og fyrir þremur árum síðan væri þetta ekki beisið," sagði Bragi Hannesson, forstjóri Iðn- lánasjóðs. Tíminn bar undir hann fúllyrðingar nú orðið væri vonlaust að leita eftir lánum helstu fjárfestingalánasjóð- anna ef menn gætu ekki á annað borð boðið veð í fasteignum á höfuð- borgarsvæðinu. Telja sjóðimir trygg- Útgerðarmenn lítið farnir að ræða viðbrögð við aflasamdrætti en þykir Ijóst að launakostnað verði að lækka: Það verða hörkuátök „Þegar tekjumar minnka og við bætum ekki við fiskinn þá verður að minnka launakostnaðinn. Sums staðar er launakostnaður útgerðar vegna rækjuveiða og annarra veiða algjöriega út í hött," segir Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Tímann. Jónas segist gera ráð fyrir .Jiörku- átökum" á vinnumarkaði, þó að hann vonist vissulega til þess að hjá þeim verði komist. „Það verða hörkuátök. Það er svo mikill uppsafhaður vandi, að þetta er eins og eldfjall sem springur fyrr eða síðar,“ segir Jónas. „Nú verður að fara að skera niður launakostnað og sjómannasamtökin una því væntanlega illa eins og gefur að skilja. Ég býst við því, að ef samn- ingamálin fari á annað borð af stað, það verði ekki einhverjar þjóðar- sættir, þá hrikti hrikalega í öllu.“ Að sögn Jónasar em útgerðarmenn ekki farnir að ræða það að neinu marki hvemig bregðast skuli við niðurskurði aflaheimilda á komandi fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Jónas segir hljóðið vera þungt í út- gerðarmönnum og að óbreyttu megi búast við gjaldþrotum og að skipum verði lagL „Eins og stefnir, þá fer að hrikta í mörgu stöndugu fyrirtækinu. Menn reyna að bregð- ast við með samdrætti, sparnaðar- hagræðingu og hvað þetta nú heitir. Það er auðvitað ekki nóg,“ segir Jónas. ,AHtaf þegar tekjurnar aukast ekki þá er horft í rekstrar- kostnaðinn og mannahaldið. Það er ekki nýtt að við séum að athuga launakostnaðinn. Ég held að það verði horft verulega í að gera breyt- ingar á honum.“ Aðalfundur LÍÚ verður haldinn í lok október og má þá búast við að þessi mál verði rædd ofan í kjölinn. Að sögn Jónasar sjá menn engar ingar í atvinnuhúsnæði á lands- byggðinni kannski orðnar vita gagnslausar? Bragi segir útilokað að alhæfa á þennan hátt. En það liggi auðvitað alveg ljóst fyrir að verðmæti eigna hafi alveg gjörbreyst á síðustu tveim- ur árum, og þá ekkert síður í Reykja- vík en úti á landi. En bæði sé þetta þó misjafnt eftir stöðum, ástandi eign- anna og líka eftir því hvar á staðnum eignir em, t.d. á Reykjavíkursvæð- inu. „Verðmæti eigna, það er markaðs- verð þeirra, er raunverulegt verð þeirra þegar upp er staðið og það er núna allt annað en það var fyrir tveimur árum eða svo. Þetta hrap á veðhæfni eigna hefur heldur ekki að- eins orðið hjá okkur. Nákvæmlega það sama hefur verið að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur. Þetta er það sem t.d. hefur valdið erfiðleik- unum á Norðurlöndunum. önnur algeng ástæða hjá okkur er síðan sú, að fyrirtæki hér hafa yfirleitt verið of skuldsett. Vandamálið hefur legið í því að það hefúr ekki verið nægilegt eigið fé í fyrirtækjum." — Þýðir þetta þá ekki að fyrirtækin, og þá kannski sérstaklega á lands- byggðinni, séu komin í einskonar vítahring? „Nú er það svo, að útlán Iðnlána- sjóðs hafa vaxið mikið síðustu þrjú árin. Og á fyrri helmingi þessa árs er- um við búin að lána um einn millj- arð. Þannig að einhverjir hafa greini- lega tryggingar í lagi,“ sagði Bragi. Þótt hann hefði ekki skiptingu lána eftir landshlutum við hendina sagð- ist hann geta fúllyrt að hlutur lands- byggðarinnar í útlánunum hefði vax- ið á síðustu árum en ekki minnkað. „Skýringin liggur í því að við höfum verið að opna sjóðinn meira. Við höf- um m.a. farið að lána til umhverfis- mála, einsog við köllum það, og þar koma sveitarfélögin inn sem nýir viðskiptavinir hjá okkur. Þau hafa verið að fá lán í sambandi við sorp- eyðingu, holræsi og þannig hluti, sem snúa að umhverfinu. Þetta hefur haft í för með sér vaxandi hlut lands- byggðarinnar." Aðspurður segir Bragi það heldur ekkert nýtt, að þurft hafi að synja fyr- irtækjum um lán vegna þess að þau hafi ekki haft nægar tryggingar. Þetta hafi alltaf verið svo. „Það er samt ekki eingöngu horft á þær. „Við horfum líka á reksturinn. Reynum að gera okkur grein fyrir því hvort fyrir- tæki geti greitt lánið til baka. Ef við sjáum að um er að ræða arðbæran rekstur sem á að geta staðið undir láni þá er ekki einblínt á trygging- amar,“ sagði Bragi Hannesson. - HEI lausnir nú sem tímabært er að ræða. ,Menn kveikja oft ekki á pemnni fyrr en þeir fá tilkynningu um kvót- ann hver fyrir sig,“ segir Jónas. „En þessi mál em rædd hér á stjómar- fundum og annars staðar.“ — Hvaða aðgerðir viljið þið fá frá stjómvöldum? „Það þarf að létta á byrðunum þeg- ar tekjumar minnka. Það þarf að létta undir á einn eða annan hátt, með skáttaívilnunum, lengingu lána og fleiri ráðum, sem flest hafa nú verið notuð einhvem tímann áður. Menn hafa aldrei neinar töfralausn- ir.“ — Horfið þið til fyrirhugaðs Þró- unarsjóðs? „Já, undir græna torfu. Ég horfi á hann þangað," svarar Jónas. ,Auð- vitað á að vera öflugur úreldinga- sjóður fiskiskipa og það á að auka úreldinguna. Én það á ekki að vera að blanda vandamálum fiskvinnsl- unnar, viðsemjenda okkar, inn í þetta. Samkvæmt þessum tillögum um Þróunarsjóð eigum við að borga uppistöðuna og fiskvinnslan á síðan að hirða úr þessu megnið fyrir ein- hver lokuð hús sem þeir eiga. Þann- ig að þessi Þróunarsjóður er alveg út í hött.“ — En hafa menn rætt aukið sam- starf útgerða? „Ég held að samstarf útgerða hafi aukist vemlega. Menn verða að fara að vinna þetta öðruvísi en þeir gerðu. Ég geri ráð fyrir því að menn reyni meira samstarf en verið hefur, ef það er hægt. Það leiðir til hagræð- ingar." — Er hagræðing fykilorðið í þess- ari stöðu? „Ég held að það sé voðalegur frasi orðinn. Auðvitað geta allir hagrætt og lagað til hjá sér, en það dugar oft skammt þegar menn eru kannski með áratuga skuldabagga á bakinu,“ segir Jónas Haraldsson. GS. Auöur Oddgeirsdóttlr er hér á kafl í tveggja ára gömlum jörvavfðl. Tfmamynd Ami Bjama Nýr jörvavíðir, sterkari, grófari og beinni en sá gamli: Hefur mikla þýðingu fyrir skjólbeltaræktun „Ég veit um nokkur skjólbelti þar sem jörvavíðir er það eina sem stendur eftir og hann vex áfram. Nýi jörvavíðirinn er enn- þá sterkari. Hann er grófari og beinni,“ segir Ólafur Njálsson, kennari í Garðyrkjuskóla ríkis- ins að Reykjum. Jörvavíðirinn sem nú er á mark- aðnum kom til landsins árið 1963. Hann hefur reynst vel við suðurströndina, f sendnum jarð- vegi, hefur mikið rótarkerfi og er góður í skjólveggi og til að binda jarðveg. Ólafur vinnur meðal annars úr þeim fjölmörgu af- brigðum eða klónum sem feng- ust í söfnunarferð sem farin var til Alaska 1985. Úr söfnunni komu u.þ.b. 60 klónar af jörva- víði. Árið 1996 á Ólafur að vera búinn að velja úr þessum klón- um þau afbrigði sem fara á mark- að. „Úr söfnuninni 1985 hafa kom- ið margir nýir klónar sem er erf- itt að velja á milli. Þar eru jörva- víðisklónar sem eru miklu sterk- ari en þessi sem er framleiddur nú. Þannig að það á eftir að koma ennþá sterkara afbrigði af jörva- víði á markaðinn.“ — Hvaða þýðingu hefur það fyr- ir landgræðslustarf? „Það mun hafa mikla þýðingu fyrir landgræðslustarf. Nýi jörva- víðirinn mun einkum hafa mikla þýðingu fyrir skjólbeltaræktun," segir Ólafur. „Það ætti að mínu mati að gera mun meira af skjól- beltum í framtíðinni." GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.