Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG ^ FERSKT rr m J- ;í | reiðholtsbakarí ' V0LVUFELL113 - SlMI 73655 íái i i ' ^LsMabrie! HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 TVÖFALDUR1. vinningur FIMMTUDAGUR 5 ÁGÚST1993 Óvíst hvort Akureyrarbær leggur fram meira hlutafé í Slippstöðina Odda: Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, segist hvorki geta svarað með já né nel hvort Akureyrarbær muni leggja meira hlutafé í Slipp- stððina Odda, en fyrirtækið á í mikl- um erfiðleikum og er í greiðslu- stððvun. Akureyrarbær á um þriðj- ung hlutafjár á móti rikinu og KEA. Fyrir um ári var Slippstöðin hf. sameinuð blikksmiðjunni Odda hf. sem var í eigu KEA Þetta nýja hluta- BSRB frábiður sér heiðurinn af 600 milljóna „gjöfinni": Umdeildar breytingar „Þessar skattkerfisbreytingar voru alltaf mjög umdeildar. Við vorum mjög gagnrýnin á þetta og frábiðjum okkur heiðurinn. Þetta voru tillögur sem urðu til í samráði milli ASÍ, VSÍ og fulltrúa ríkisstjómarinnar gegn mjög eindregnum andmælum okk- ar,“ sagði Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, í samtali við Tímann um 600 milljón króna „gjöfina", sem launþegar færa nú 22 stórfyrirtækj- um í Reykjavík nauðugir viljugir. „Enda kemur nú mjög berlega í ljós á þessum álagningarlista skattstjór- ans í Reykjavík, að þama em mörg stöndug stórfyritæki að fá skattaf- slátt upp á tugi milljóna. En sjávar- útvegsfyrirtæki, sem menn vom að tala um að bjarga, finnst aðeins eitt á þessum lista, og það í neðsta sæti.“ félag byrjaði með 105 milljóna hluta- fé. Eftir innan við árs rekstur er hlutaféð komið niður í 15 milljónir. Þetta vekur upp þá spumingu hvort sú endurskipulagning sem varð með sameiningu Slippstöðvarinnar og Odda hafi mistekist „Það er fulimikið sagt að það hafi mistekist, en það er alla vega ljóst að hún hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt" sagði Halldór. Halldór sagði að af ýmsum orsökum hefði ekki verið farið út í allar þær aðgerðir sem talað hefði verið um að fara út í þegar sameiningin átti sér stað. Þetta skýrði að hluta til mikið tap Slippstöðvarinnar Odda. Gengis- feílingin hefði einnig haft mjög slæm áhrif á afkomu fyrirtækisins. Halldór sagði að á næstu vikum yrði leitað eftir samningum við lánar- drottna um lækkun á skuldum. Jafn- framt mundu menn skoða alla þætti rekstursins. Hann sagði ekki óliíklegt að niðurstaðan af þessari vinnu yrði að nauðsynlegt væri að auka hlutafé Slippstöðvarinnar Odda. „Víð erum treg til þátttöku í hluta- fjáraukningu, en það er hins vegar erfitt að segja þvert nei á sama tíma og bærinn er að leggja peninga í önnur fyrirtæki,“ sagði Halldór. Halldór sagði að það væri ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að Akureyrarbær á um þriðjung í Slipp- stöðinni Odda, en hann sagði að bærinn mundi ekki leggja meiri fjár- muni í fyrirtækið nema að framtíð væri fyrir rekstri þess. Naustahleln I Garðabæ var kjörln snyrtilegasta gata árslns 1993. Timamynd Áml Bjarrva. Fegurðin í Garðabæ Naustahlein í Garðabæ var valin snyrtilegasta gatan í Garöabæ árið 1993. Gatan er byggð elli- og örorkulífeyrisþegum og ber útlit götunnar natni og um- hyggju íbúanna, segir í frétt frá bæjarstjórn Garðabæjar. Katla Kristinsdóttir og Guð- mundur Þórmundsson fengu viðurkenningu fyrir lóð sína að Brekkubyggð 8 en botnlanginn Brekkubyggð 2-18 hefur lengi þótt huggulegur og hlaut viður- kenningu sem fegursta gata bæj- arins árið 1988. Pharmaco hf. við Hörgatún fékk viðurkenningu sem best hirta lóð umhverfis fyrirtæki. Hún fékk sams konar viðurkenningar árin 1988 og 1989. ...ERLENDAR FRÉTTIR... D E N N I DÆMALAUSI SARAJEVO — Hersveitir Bosniu- Serba hafa náö tökum á Igman- flalli, en það er mjög mikilvægt hem- aöarlega I baráttu herja um yfirráðin I Sarajevo. Hersveitir múslima hafa fariö halloka f baráttu um fjalliö. Það eru þessir miklu bardagar I kríngum borgina sem hafa oröiö þess vald- andi aö Nató hefur hótaö loftárásum á Bosnfu-Serba. GENF — Alija Izetbegovic, forseti Bosnlu-múslima, hótaöi aö slita friö- arviöræöum viö leiötoga Serba og Króata ef Serbar drægju ekki til baka hersveitir slnar frá Sarajevo. BELGRAD — Taliö er vlst aö fríöar- sveitir Sameinuðu þjóöanna I Bo- sniu mundi standa frammi fyrir mun meiri og alvariegri erfiöleikum ef Na- tó léti verða af hótunum sinum um loftárásir á hersveitir Serba f Bo- snlu. JÓHANNESARBORG — F.W. de Klerk, forseti Suður-Afrlku, hólt skyndifund meö rlkisstjóm sinni til þess að ræöa leiöir til að stöðva óöldina I landinu, en 124 blökku- menn hafa verió drepnir I innbyröis- átökum blökkumanna á fjórum dög- um. TOKYO — Japan hefur beðið tlu þúsund kóreskar konur afsökunar á framkomu japanskra hermanna viö þær I seinni heimsstyrjöldinni, en konumar voru neyddar til að þjóna hermönnunum kynferöislega. Utan- rikisráðherra Kóreu sagði að þessi siðbúna afsökunarbeiöni ætti að geta leitt til betri samskipta iand- anna. JERÚSALEM — Lögfræðingur Johns Demjanjuk sagði aö skjól- stæöingur sinn, sem var fyrrum bif- reiöastjóri f Bandarfkjunum, myndi snúa aftur heim á leiö eftir 10 daga. Demjanjuk var nýlega sýknaöur af ákæru um að vera ívan grimmi sem bar ábyrgö á dauða þúsunda gyö- inga I sföari heimsstyrjöldinni. Demj- anjuk er ættaöur frá Úkraínu, en yf- irvöld þar f landi segja hann eiga á hættu aö veröa yfirheyröur um strlösglæþi ef hann komi til lands- ins. RÓM — Mesta spillingarþing sem sögur fara af á (talfu hefur samþykkt ný kosningalög. Taliö er aö þing- kosningar, sem fara væntanlega fram innan nokkurra mánaöa, geti kollvarpaö þvl stjómmálakerfi sem þar hefur verið við lýði slðan frá lok- um slöari heimsstyrjaldar. DAMASKUS — Warren Christoþ- her, utanrlkisráðhena Bandarlkj- anna, kom til Sýriands til að ræða við þarlenda ráðamenn um átökin i Llbanon. Ráðamenn i Sýriandi vilja fá að vita hvort þeim verði á ein- hvem hátt umbunað fyrir tilraunir slnar til aö koma á friöi af hálfu Bandarlkjastjómar. WASHINGTON — Bill Clinton. for- seti Bandarikjanna, hvatti Banda- rikjamenn til að að styðja fjáriaga- frumvarp sitt, en það gerir ráð fyrir niðurskurði á ýmsum sviöum og hærri sköttum. Clinton sagði að ef ekki tækist að draga úr fjáriagahalla mundi hagvöxtur stöðvast. ORYOL - Boris Jeltsln, forseti Rúss- lands, birtist opinberiega á ferðalagi I suöurhluta Rússlands I gær. Hann nertaöi fregnum um aö hann væri veikur og aö hann væri aö tapa völdum. RIMINI — (talski leikstjórinn Feder- ico Fellini gerði að gamni sínu f gær að sögn lækna, en Fellini fékk slag og liggur nú nær algertega lamaöur á sjúkrahúsi i heimabæ slnum Rim- ini. ARUSHA — Rlkisstjómin I Tansan- lu skrifaöi undir friöarsamning viö leiötoga uppreisnarmanna I landinu. Vonast er eftir aö meö samningnum Ijúki 34 mánaöa borgarastyrjöld I landinu. „Margrét segir að sérþyki gaman I skólanum. Og þetta segir hún með ánægjusvip. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.