Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. ágúst 1993 Tíminn 5 Níels Hafstein: Vemdum landið — og listina Erm um þetta óskaland ótal perlur skína, hitti ég fyrir sunnan sand sumardrauma mt'na. Svo kvað Ásgrímur heitinn Krist- insson á Ásbrekku í Vatnsda! eitt sinn er styttist í göngur að hausti, orðinn friðlaus af þrá eftir heiðinni, víðáttunni sem hann gjörþekkti og unni. Eins fer um greinarhöfund er hann kemur norður og nálgast mynni þessa dals, að tilhlökkunin gagntekur hann, gott ef það örlar ekki á ljúfsárum klökkva í sálinni. Einstaka sinnum gerast þau undur á ylríkum sumardegi þegar sólin hnígur bakvið hálsinn vestur að Víðidalsfjalli að daiaiæðan breiðir úr sér um engi og mýrarfláka og menn ganga um með kalda slæðuna í hné og rétt grillir í grasrótina. Síðar um kvöldið kemur sólin til baka í dalinn yfir Hnjúkinn, Vatnsdalshólana og Flóðið með yndislegu litaspili og daufúr hitinn hefúr þau áhrif að grá- hvít þokan dregst saman og rýkur upp til himins í mjóum strók við skriðufótinn og logagylltir skugg- amir dansa í sprungnu berginu. Og maðurinn sem stendur í slægjunni á bakka árinnar, hann sér landið lyft- ast á ný, hljóðir fuglar hefja söng og laxinn slettir sporðinum af eintómri gleði. Hver sá sem verður vitni að þessari sýn, hann gengur um landið á eftir annar maður en áður. Ekki alls fyrir löngu var það mikið tískustand að aka hraunmylsnu í heimreiðir í höfuðborginni, trúlega vegna skorts á malbiki og steypu. En þá gerist það að skógræktarfélag í Heiðmörk og fleira gott fólk hefur orð á því hvort ekki sé vissara að friða Rauðhólana áður en þeir hverfi alveg út af kortinu. En ræflamir af þeim hafa síðan staðið í landinu eins og þögul áminning til skemmdar- varga um að fara sér hægt eða stilla geð sitt til samvinnu um að vemda frægar náttúmperlur. Nýjasta dæm- ið er glíman við sandfokið í Dimmu- borgum. Fyrir tuttugu ámm bauðst þýskur Iistmálari til þess að reisa gratís helj- armiklar jámatilfæringar á Suðvest- urlandi, gott ef ekki á Mýrdalssandi. Þessu tilboði var kurteislega hafnað. f fyrra eða hitteðfyrra uppgötvaðist að erlendir myndlistarmenn höfðu málað mikinn og torskilinn texta á Nú berastþœr óhtign- anlegu fréttir að kot- roskinn myndhöggv- ari hafi tekiö sig upp ásamt ffölskyldu og drifíÖ sig norÖuryfír heiÖar til aö reka niÖ- ur staura t Vatnsdals- hólana, atta meö tötu, og btaktandi veifur tit aÖ hrœÖa kgr og fugta. Til hvers? Er ekki löngu búiö aö te{ja þessa hóla á loft- myndum frá Land- mœlingum ríkisins? hamravegg í Jökulsárgljúffum og fengu skömm í hattinn fyrir, en svik- ust um að stroka þetta út. Nú berast þær óhugnanlegu fréttir að kotroskinn myndhöggvari hafi tekið sig upp ásamt fjölskyldu og drifið sig norður yfir heiðar til að reka niður staura í Vatnsdalshóiana, alla með tölu, og blaktandi veifur til að hræða kýr og fúgla. Til hvers? Er ekki löngu búið að telja þessa hóla á loftmyndum frá Landmælingum ríkisins? Það skyldi þó ekki vera að menn eigi erfitt með að meta það hvað sé hóll og hvað sé ekki hóll, þegar hæðin nálgast flatlendið og hverfur jafnvel ofan í það! Þá getur verið handhægt að grípa til mæli- stiku listarinnar, þó að ekki sé gert nema til að afsaka andleysi, skort á ímyndunarafli eða misskilda hug- myndafræði. Ég tel víst að Húnvetningar geti verið mér sammála í því, að langtum sniðugra hefði verið fyrir listakon- una að reisa splunkunýja girðingu í kringum Vatnsdalshólana, en láta þá að öðru leyti afskiptalausa. Og það er líka nokkuð klárt að Húnvetningum finnst það eðlileg kurteisi að konan biðjist afsökunar á tiltækinu í þeim fjölmiðlum sem hún átti aðgang að til að Iáta Ijós sitt skína. Og mundi þá hækka risið á brottfluttum hér- aðsbúum og rosknu kaupafólki sem f angurværum dagdraumum sínum heilsar upp á æskustöðvamar, þótt það eigi ekki heimangengt sem stendur. Höfundur er myndlistarmaöur. y Einar Sveinbjörnsson: Otíðin fyrir norðan og austan nú í vor og það sem af er sumri Ekki þarf að fjölyrða um að tíðarfarið í sumar hefur verið um margt óvenjulegt hériendis. Þrálátar norðanáttír með kulda og dumbungi á Norður- og Austuriandi. Samtímis hefur verið þurrkatíð á SV- og V- landi. Sumarið hefur svo sannarlega verið sett í bið N- og NA-lands. Hvað veldur og hver er skýringin á þessari eilíflegu norðannepju? Þegar vika var af maímánuði hlýn- aði talsvert fyrir norðan. Hitinn fór víða í 12-17 stig þ. 8. maí og aftur þ. 10. Ýmsir töldu þessi vorhlýindi vís- bendingu um gott og gjöfult sumar. En Adam var ekki lengi í Paradís, því 12. maí gerði hastarlegt norðanhret, víða frysti og snjóaði. Dagur þessi markar upphaf ótíðarinnar, sem segja má að staðið hafi nær samfellt síðan, eða í um 11 vikur. Samkvæmt niðurstöðu vorleiðang- urs Hafrannsóknarstofnunar hefur yfirborðshitinn í sjónum fyrir norð- an land verið í þokkalegu meðallagi og því er ekki hægt að kenna sjávar- kulda um, eins og gert var köldu sumurin 1970 og 1979. Þá var hafís úti fyrir Norðurlandi fram eftir öllu vori. Því var nú aldeilis ekki að heilsa þetta vorið, því hafísinn hélt sig víðs fjarri norðurströnd Iandsins. Kulda- tíðina er eingöngu að rekja til nær samfelldra norðan- og norðaustan- vinda þennan tíma. T.æm. hefur hit- inn á Raufarhöfn aðeins þrisvar sinnum farið upp fyrir 10". Lítum aðeins nánar á Raufarhöfn, stað sem kúrir á lágri Melrakkasléttunni, þar sem svalt sjávarloftið leikur óhindr- að um. Eftir að kólna tók í maí var hitinn Iengst af 24", en þetta 5-6" í júní og með líkum hætti í nýliðnum júlí- mánuði. Meðalhiti 1961-1990 er sem hér segin maí 2,9", júní 6,4" og júlí 8,0". Hitinn hefur því verið nær 2' undir meðallagi þessar vikur. í sjálfu sér heyrir 2" frávik frá meðal- hita eins mánaðar vart til tíðinda, en hið óvenjulega er hinsvegar hversu langt þetta tímabil er orðið. Á Akur- eyri, sem segja má að hafi staðsetn- ingu „inn til landsins" þrátt fyrir legu að sjó, hefúr hitinn verið 1-2° stigum undir meðallagi þennan sama tíma. Meðalgildi segja þó ekki nema hálfa sögu þegar veðurfarið er annarsveg- ar. Mönnum þykir tíðin ekki svo af- leit, komi hlýir og sólríkir kaflar inn á milli. Nær væri því að líta á hve margir þeir dagar hafaverið sem gef- ið hafa birtu og yl. Ef við höldum okkur enn við hitamælingar á Akur- eyri, kemur í ljós að heila fjóra daga hefur hitinn komist yfir 15" í bæði júní og júlí, en aldrei náð 20 stiguml Það eitt hefði einhvemtíma þótt fréttnæmt í þeim veðursæla kaup- stað. Meðaltölin ffá 1961-1990 segja að Akureyringar megi búast við 10 dögum með a.m.k. 15 stiga hita í júní og 14 í júlí. Sömu sögu má segja um sólina. Sólardagar á þessu sumri hafa verið afar fáir norðanlands og auðvitað er sólarleysið bein afleiðing af eilífum norðanvindi og nær al- gjömm skorti á suðlægu lofti. Löng veðurlagstímabil Veðráttan getur vissulega tekið á sig ýmsar myndir. Oft á tíðum em veðrabrigði ör hérlendis, ekki síst þegar braut lægða liggur yfir landið. Hátti þannig til, skiptast á norðlæg- ar og suðlægar áttir og þar með skin og skúrir. Hitt er þó algengara að veður haldist svipað um nokkra hríð, jafnvel svo vikum skiptir. í vor og það sem af er sumri hafa þessi veðurlagstímabil verið óvenju löng og reyndar em þau gróft á litið aðeins þrjú talsins. Hið fyrsta frá 12. maí-25. júní og annað frá 29. júní- 31. júlí. Á milli þessara löngu tíðar- farsskeiða má síðan skilgreina eitt afar stutt með SA-lægum vindum og sæmilega hlýjum dögum fyrir norð- an, þó að ekki hafi þeir verið með öllu þurrir, hvað þá sólríkir. Tímabilið 12. maí-25. júní Þessar sex vikur var hæð þaulsætin yfir Grænlandi og hafinu norður af íslandi. Hér var ekki um venjulega Grænlandshæð að ræða, eins og við eigum að venjast, heldur bar hún með sér loft sem ættað var langt sunnan úr höfum (mynd 1). Með sanni má segja að þetta hlýja loft hafi lokast inni, umgirt kaldara lofti allt í kring. Hlýjar hæðir em ekki beinlín- is fátíðar á norðurslóðum, heldur staldra þær yfirleitt stutt við og brotna síðan niður á nokkmm dög- um. Umrædd hæð var alls ekki ein og langlíf allan þennan tíma, heldur vom hæðimar í raun fimm eða sex. Um leið og ein gaf sig, spratt upp ný í kjölfarið á svipuðum slóðum. Tíð- arfarið, sem af þessu óvenju langa ástandi hlaust, einkenndist af kulda um landið norðanvert og þurrkatíð á Suðvestur- og Suðurlandi. NA- og A- áttir vom nær einráðar, meðan S- og SV-áttir vom óþekktar þessar vik- umar. Hæðasvæðið yfir Grænlandi setti hina hefðbundnu lægðabraut yfir Atlantshafið úr skorðum. Hún klofn- aði með þeim afleiðingum að ann- arsvegar bámst lægðir inn yfir Bret- landseyjar þar sem þær hringsnemst rangsælis umhverfis sjálfar sig. Hinsvegar lá braut til norðurs langt fyrir vestan Grænland. Þessi tiltölu- lega afbrigðilegi loftstraumur og títtnefnd hæð leiddi af sér mikil og óvenjuleg hlýindi á vesturströnd Grænlands. Umskiptin í kringum 10. maí vom reyndar svo snögg að segja má að íbúar þar hafi stokkið beint úr köldum vetri inn í notalegt sumarið! Á um tveimur sólarhring- um hlýnaði frá 15" frosti upp í um 10° hita og hélst hitinn á því róli næstu vikumar. Tímabilið 29. júní-31. júlí Þegar dró að mánaðamótum júnf/júlí hvarf hlýja Grænlandshæð- in endanlega. Braut lægða um Atl- antshaf tók á sig kunnuglegri mynd, en allan júlí lá þó lægðabrautin mjög sunnarlega inn yfir Bretlandseyjar og áfram austur um norðanverða Evrópu (mynd 2). í júlí var gríðar- mikil hæð yfir austurströnd N-Am- eríku og það var einmitt lega hennar sem orsakaði þessa suðlægu lægða- braut. Kyrrstaða hæðar þessarar gerði það að verkum að vestan henn- ar rigndi þrálátlega. Afleiðinguna kannast allir við, þ.e. flóðin í Miss- issippifljótinu. Á okkar slóðum þýddi þessi suðlægi lægðagangur áfram- haldandi norðanátt og kulda um nær allt land. Loftið, sem barst okk- ur norðan eða norðaustan úr höfum, var ekki endilega alltaf kalt að upp- mna, heldur hafði svalur sjórinn séð til þess að kæla það niður f 5-6° í lægstu lögum. Uppmni loftsins gat jafnvel verið yfir norðanverðri Skandinavíu eða Rússlandi þar sem hlýtt var vikur þessar. Loftstraumur- inn undir lok tímabilsins var svo austlægur að lægð, sem myndaðist yfir Rússlandi, nærri Moskvu, barst alla leið til íslands með viðkomu yfir Skandinavíu. Lægðir úr þeirri átt- inni verða að teljast fremur fátíðar. Ekki kæmi þeim, er þetta ritar, á óvart að á stað eins og Akureyri verði nýliðinn júlímánuður einn sá allra kaldasti og sá allra sólarminnsti í áratugi. Suðlægar áttir breyta ýmsu Af framansögðu er ljóst að kuldatíð- in í sumar er afleiðing tveggja veður- lagstímabila sem bæði vom í lengra lagi. Þau vom afar ólík, en leiða samt til keimlíkrar niðurstöðu hvað tíðar- farið áhrærir hérlendis. Segja má með réttu að hæfilega fjölbreytt hegðan veðurkerfanna sé forsenda „eðlilegs" veðurfars, jafnt á sumri sem vetri, og kaflaskiptin verða gjaman að vera nokkuð ör. Öðm máli gegnir um veðursveiflur til langs tíma. Þær gerast á mun stærri tímaskala og em því ekki gerðar að umtalsefni hér. Nú í upphafi ágústmánaðar virðist nýr kafli vera að hefjast með suðlæg- um vindum og þá hlýindum fyrir norðan og austan. Enginn veit með vissu hve langur hann verður, ekki heldur tölvuspámar. Ef til vill nær hann að vega lítillega upp á móti köldu mánuðunum fyrr í sumar. Vonandi kemur ekki til þess að sum- arið 1993 í heild sinni verði skráð á köldu síður veðurmetabókanna. Höfundur or veöurfræölngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.