Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 5. ágúst 1993 Tíminn MÁLSVARi FRJÁLSLYNDIS, SAMViNNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Síml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verö I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ofbeldi í stað umferðarslysa Verslunarmannahelgin er að baki og umsagnir þeirra að- ila, sem í eldlínunni voru um þessa helgi, birtast í fjöl- miðlum. Það er allt með kunnuglegum svip. Samkomu- haldarar keppast um að Iýsa því yfir að allt hafi verið í stakasta lagi hjá þeim og þeirra samkomur hafi farið mjög vel fram og svo framvegis. Allt er það gott og bless- að og fer auðvitað eftir viðmiðun hvers og eins. Þessi helgi leið án alvarlegra umferðarslysa og það eru góð tíðindi. Þar kann að valda að ökumenn eru á verði um þessa helgi. Það er vitað að mikil umferð verður. Öku- menn hafa það fremur í undirvitundinni um þessa helgi heldur en aðrar. Vandamálið er að færa þessa aðgæslu yf- ir á aðrar helgar sumarsins, þegar slaknar á árvekninni, þrátt fyrir það að umferð, til dæmis út frá höfuðborginni, er gífurleg um sumarhelgarnar og þarf ekki frídag versl- unarmanna til. Hins vegar ætti slysalítil verslunar- mannahelgi með slíkri umferð sem var, að vera þeim sem að umferðarmálum vinna uppörvun og vísbending um að áróðurinn er ekki til einskis og til einhvers að vinna að halda honum áfram. Langalvarlegasti þáttur helgarinnar í mannlegum sam- skiptum eru ofbeldisverkin, en segja má að alda þeirra hafi riðið yfir og á það við víða um land. Þarna er um mjög alvarlega verknaði að ræða, gróf fólskuverk, að því er virðist að tilefnislausu. Þar sem almenningur trúir því varla að slík verk geti verið framin af allsgáðu fólki, tengjast slíkir atburðir notkun vímuefna í hugum manna, hvort sem það er rétt í öllum tilfellum eða ekki. Fólk spyr einfaldlega sem svo, hvað sé að einstaklingi sem gengur í skrokk á náunga sín- um með járnstöng að vopni, eða á annan álíka grófan hátt. Slík ofbeldisverk eru komin svo langt út fyrir venju- bundin slagsmál að þau eru auðvitað sérstakt rannsókn- arefni, hvað það er sem veldur og hvaða þjóðfélagsbreyt- ingar liggja að baki því að um eina helgi koma upp svo al- varleg ofbeldismál eins og um þá síðustu. Fréttir berast af því að fíkniefnasalar færi sig sífellt upp á skaftið. Efnin séu hættulegri, tæknin til þess að koma þeim á markað meiri og markhóparnir séu sífellt að verða yngri. Þetta eru ískyggilegar staðreyndir. Ótíðindi eins og þau að hér sé nú aftur að verða á markaðnum eftir langt árabil hið stórhættulega fíkniefni LSD hljóta að valda öll- um hugsandi mönnum áhyggjum. Sú spurning hlýtur að brenna á, hvort hér sé útilokað að bregðast við og hvort við íslendingar eigum enga mögu- leika í því að koma í veg fyrir aðflutning slíkra efna. Þar er um afar erfitt verkefni að ræða, en þó hefur landið þá sérstöðu að hlið til þess eru fá og í raun eru aðeins tvær innkomuleiðir almennra ferðamanna til íslands. Fréttir þær, sem hafa komið upp nú af fíkniefnavandan- um, ættu að vekja ráðamenn til umhugsunar um tvennt. Er hægt að koma í veg fyrir innflutning í meira mæli en nú er með því að efla löggæsluna, og hvað eru miklar lög- regluaðgerðir mögulegar án þess að þær valdi saklausum ferðamönnum of miklum óþægíndum? Sem betur fer er þorri þeirra, sem til landsins koma, blásaklaus í þessum efnum. í öðru lagi er það svo mikið rannsóknarefni, hvers kon- ar þjóðfélagsástand það er sem býr í haginn fyrir vaxandi fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Umræða um slíkt er nauðsyn- leg, án þess að hún byggist á klissjum og fordómum. Alþyðublaðió er hrifnæmt blað og dáist óspart að stórmennum, eink- um og sér í lagi ef stórmennin eru annað hvort núverandi eða fyrrver- andí rauðliðar eða með einhverjum öðrum hætti tengd heimskommún- ismanum. í samræmi við þessa stefnu sína hefur Alþýðublaðið, sem er jú opínbert málgagn Alþýðu- flokksins, tekið upp þann norður- kóreska stíl að mæra ógurlega sína ástsælu flokksleiðtoga. Er nú svo komið að þetta er eitt helsta sér- kenni blaðsins oger haft fyrir sattað forystumenn annarra stjómmála- flokka sem langþreyttir eru orðnir á eilífri gagnrýni og nöldri öfundi krataforingjana af Alþýðublaðinu en þar geti þeir Jón Baldvin og Össur alltaf treyst á að fá upplífgandi lof um sjálfa sig, lofrullur þar sem foringj- unum er stillt upp sem goðsagna- kenndum köppum sem enga eigi sér Rauðliðamir bestir Þeir Jón Baldvin og össur eru ein- mitt þekktir fyrir að vera fyrrverandi rauðliðar og hljóta því sérstaka náð hjá Alþýðublaðinu en núverandi rauðliðar fá einstaka sinnum um sig skrifáðar lærðar greinar líka, og f gær birtí Áiþýðublaðið einmitt frétt af bæjarfúlltrúa Alþýðubandalagsins á Húsavfk. AJþýðublaðið sagði að bæjarfúlltrúi þessi væri að fera til Moskvu að ávarpa æðstaráðið og tel- ur blaðið þetta til marks um að enn sé hití f ástarsambandi Allaballa og rússneska kommúnistaflokksins þrátt fyrir aö Ólafur Ragnar vilji ekk- ert við það kannast Eini gallinn á þessari frétt er að hún er fengin úr grindálki Víkuifrlaðsins á Húsavík og er því uppspuni frá rótum og engum hefði dottíð í hug að taka svo hátt stemmdan samsetning alvarlega nema þeim á Alþýðublaðinu. Boð- berar jaffiaðarstefnunnar eru nefni- lega svo hátt stemmdir yfirleitt þegar þeir fjalla um menn og mál svo ekki sé talað um ef blaðið er að fjallaum einhvem forustumann sinn sem á árum áður tileinkaði sér díalektíkina í leshring á setlufúndi. Af þessum sökum stakk fréttín af stórfengieg- um raeðuhöldum húsvíska bæjar- fulltrúans í Moskvu ekkert sérstak- lega í stúf við aðrar fféttir í Alþýðu- blaðinu í gær, en þar var nefnilega að finna frétt af því að hinn ástsæli leið- togi og dáði umhverfisráðherra, Öss- ur Skarphéðinsson, hefði farið tii : Drangeyjar fyrir skömmu. Hefði sú frétt birst í Vfkurblaðinu hefði hún verið talin hið mesta grín cða jaínvel háðsádeila. En f Alþýðublaðinu var hún það ekki. Ekki dugði minna en tvær tilvísanir á forsíðu á frásögnina af Drangeyjarför Össurar, enda ljóst af ffásögn blaðins að Össur er í engu minní maður en Grettir sterki á sín- um b'ma og ættí því í raun að vera kallaður Össur sterki. Tíl marks um karlmennsku Össurar birtir Alþýðu- blaðið mynd af honum á forsíðu þar sem hann stendur f „snarbröttum" landganginum á leið upp í eyna. Garri getur ekki stillt sig um að birta orðrétt hinn eftirminnilega mynda- texta Mþýðublaðsins en harin er svonæ X meðfylgjandi mynd sést Össur standa óhræddur á Halldórsn- öf án þess að halda ser í handriðið sem flestir eru þó Ifmdir við sem þar eiga leið um.“ Halldór hræðshipúki Alþýðublaðið útskýrir nafngiftimar á nöfinni en samkvæmt biaðinu haföi landbúnaðarklíkan í Sjálfstæð- isflokknum farið þama upp fyrir nokkrum árum með Halldór Blön- dal, núverandi landbúnaðarráð- herra, í broddi fylkingar. Örðrétt seg- ir svo Alþýðublaðið: „Halldór mun hafa orðið svo hræddur á uppleið- inni þar sem menn þurfa að fikra sér eftir mjórri syllu og fara fyrir nöf eína hrikalega. Hann stóð því stjarf- ur í smá stund og sneri svo við. Egill Jónsson mun hafa komið Halldóri til hjálpar en hann mun hafa verið svo æstur að hann var nærri búinn að slá Egil fram af brúninni í æsingnum. AIItforþóvei.“ Hér þarf ekki frekarí vitnanna við. Ólíku er saman að jafna sneipuför landbúnaðarklíkunnar eða hugprýði umhverfisráðherrans sem stóð „óhræddur á HalldórsnöfÁN ÞESS AÐ HALDA SÉR í HANDRIÐIÐ. Af frásögn Alþýðublaðsins má Ijóst vera að í forystusveit krata eru sterk- ir og bugdjarfir menn sem standa óhræddir á bjargbrúninni í Drangey líkt og Grettir sterki forðum. Það sem össur slerki hefði hins vegar slendinga en ekki bara hetja AI- þýðublaðsmanna var að fylgja for- dæmi Grettis enn frekar og snúa ekki í land heldur leggjíist hreinlega út I Ðrangey. Garri Þj óðlegur kj ötpoki Þegar virtustu vitsmunaverur fjölmiðlanna, Garri, Agnes og Dag- fari eru búnar að gera dægurmáli skil verður meðaljónum erfitt um vik að leggja í þann orðabelg sem orðinn er úr pokaskjattanum sem hún Bryndís lyfti undir fyrir hana Brynju handan græna hliðsins suður á Miðnesheiði. Það sem Moggi telur bæði siðlegt og lög- legt telja aðrir fjölmiðlar að sé brot á landslögum. Moggi átelur sið- leysi þess sem kjaftaði frá tilraun ráðherrafrúarinnar til að færa björg í eitthvert bú frá útlöndum en aðrir fjölmiðlar telja skylt að koma vitneskju um svoddan fram- ferði á framfæri. Settar eru á blað og út í ljósvak- ann lýsingar á atburðarrás sem fæstir botna í og enn síður ef fárið er í saumana á lýsingunum á því hvernig í ósköpunum það mátti vera að plastpoki merktur fríhafn- arversluninni í Kastrup lenti í höndunum á tollverði sem fór að kássast upp á farangurskerru sem óþekktur maður var að bruna út um tollfrjálsa hliðið. Hlálegt ferðalag Engin tilraun skal gerð hér til að rannsaka í smáatriðum hlálegt ferðalag kjötpokans úr kjötbúð- inni í Kastrup í hendur tollvarðar á gróðursnauðri og vindblásinni heiði suður með sjó. En fullljóst er að ferðalag pokans var á vegum tveggja þjóðkunnra sæmdar- kvenna, þeirra Bryndísar og Brynju, og er engin ástæða til að véfengja vitnisburð þeirra um það. Þegar upp er staðið kemur það kannski mest á óvart að hvorug þeirra vel menntuðu og víðförlu kvenna sem við sögu koma virðst hafa hugmynd um að þær voru að brjóta lög. Brynja játar hreinskiln- ingslega að hún þekki ekki lög um bann við innflutningi á hráu kjöti og Bryndís lætur hjá líða að afla sér vitneskju um hvað farangur sem hún tekur að sér að koma inn í landið inniheldur. TVúlega hefur Brynja einhvem tíma fengið nasasjón af því ákvæði sóttvamarlaga að ekki má flytja inn ósoðið kjöt, en það er svo margt sem maður gleymir. Sömu- leiðis er ósennilegt annað en að utanríkisráðherrafrúin hafi frétt af aðvömnum til ferðamanna að taka ekki að sér farangur sem þeir vita ekki með fullri vissu hver er. En hvað er einn pokaskjatti á milli vinkvenna þegar svo ber und- ir? Mál þetta er í rauninni afar þjóð- legt. Getgátur og staðhæfingar um tilurð þess og eðli eru álíka hald- góðar og þverstæðukennt siðrænt mat á því hvort það er ókei eða ekki að smygla kjöti og hvort ekki er sama hver þar á heldur. Vitt og brBitt Bjargræðisvegirnir Engum sem til þekkir dettur í hug að bera þeim Bryndísi eða Brynju óheiðarleika á brýn. Ekki heldur þekkingarskort En eins og títt er um dugnaðarforka ber at- hafnasemin stundum íhyglina of- urliði og framkvæmdin geysist fram úr hugsuninni. Það getur orðið bagalegt þegar ætlast er til að maður hagi sér ávallt eins og útsmoginn diplómat. Áður var minnst á að kjötpoka- málið bæri þjóðlegan keim. Smygl er aldrei talið glæpur meðal inn- fæddra, varla afbrot. Smygl á kjöti hefur lengi verið mikill atvinnu- vegur og fúlsa fæstir við réttunum þegar þeir eru bomir fram. Lítil eða engin takmörk eru fyrir því hverju er smyglað til landsins, lík- ast til öllum tollskrárnúmerum. Ferðamenn sem aðrir telja sér skylt að taka ávallt heldur meira með sér en leyfilegt er þegar stigið er á íslandsgrund. Þetta er þjóð- inni í blóð borið eins og að svíkja undan skatti, sem þjóðarsálin tel- ur alls ekki til afbrota og metur þá mikils sem mest hagnast á að stela skattfé. Mesta bílaþjóð í heimi hefur ekki hugmynd um einföld- ustu ákvæði umferðarlaga og brýt- ur flest þeirra eins oft og mikið og kostur er á. Löggæslan fer á undan með slæmu fordæmi. Landhelgisbrot, smáfiskadráp og veiðar umfram kvóta eru hluti af lífsbaráttu þeirra sem halda að þeir séu undirstaða velmegunar í landinu. Faktúrufölsun, glæpsamleg gjaldþrot þar sem stórfé er stolið af skuldunautum og stofnun hlutafé- laga til hliðar við fallfttin eru fast- ir liðir í fjármálaumsvifum dag- lega lífsins. Fram hjá öllu þessu er horft með velþóknun og allir segja að allir geri þetta og að þeir séu fífl sem ekki notfæri sér allan slappleikann sem skapast af almennri óvirðingu fyrir lögum og skeytingarleysi um að þeim sé framfylgt, enda eru þær mannasetningar ekki alltaf gáfu- legar eða til þess fallnar að efla löghlýðni. Það er rétt að Bryndís Schram er eina utanríkisráðherrafrúin í land- inu og til hennar eru gerðar kröfur umfram aðra menn. Og ekki má gleymast að flestum skyldum sinnir hún með prýði og óvenju- legum glæsibrag. Hitt skal heldur ekki gleymast að hún er barn sinn- ar þjóðar og síns tfma, sem að öllu jöfnu tekur létt á yfirsjónum og telur vinargreiða ekki til afbrota. Og mikið má almúginn verða Bryndísi þakklátur ef kjötpokinn á farangurskerru hennar verður til þess að nomenklatúra þessa lands fari að gæta að sér og temji sér að þræða þrönga stigu Iaga og siðláts lífemis. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.