Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.08.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 5. ágúst 1993 Breytinga að vænta á fjármálum Listahátíðar í Reykjavík: Viíja losna við hallasamninginn Veríð er að íhuga breytingar á fjármálum Listahátíðar í Reykjavík en óánægja ríkir með þau. „Við erum að veita því fyrir okkur hvemig hægt er að láta fjárhags- áætiun Listahátíðarinnar vera í samræmi við fjárframlög ríkis og Reykjavíkurborgar," segir Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lög- fræði- og stjómsýsludeildar Reykja- víkurborgar. „Við viljum losna við Halim bauð Sophiu að fá að sjá dætur sínar: 2-3 daga í viku undir eftirliti Halim A1 efndi til fundar í gær með lögfræðingum sínum og lögmanni Sophiu Hansen og bauð þar Sophiu að hún fengi að hitta dætur sínar 2- 3 daga í viku að degi til á heimili hans og undir ströngu eftirliti. Ef hún gengi ekki að þessum reglum fengi hún aldrei að sjá börnin. Lögfræðingur Sophiu ítrekaði að hún hefði umgengnisrétt um helgar og sætti sig ekki við neitt annað. „Ef maðurinn ætlar að brjóta af sér aftur kemur að því að hann verður tekinn í karphúsið," segir Sigurður Pétur Harðarson úr stuðningshópi Sophiu. „Ég er búinn að vera í sam- bandi við tyrkneska dómsmálaráðu- neytið í dag og þar segjast menn gera það sem í þeirra valdi standi." 15. ágúst nk. verða þrjú ár liðin síð- an dætumar áttu að koma heim frá Tyrklandi. -GKC. hallasamninginn sem ríkt hefur en þar er kveðið á um að ríkið og Reykjavíkurborg eigi að greiða það tap sem af hátíðinni verður. Hallinn hefur orðið vegna lágra framlaga ríkis og Reykjavíkurborgar og alltaf er gengið að því vísu að það verði halli.“ Fyrir hönd Reykjavíkurborgar hef- ur Hjörleifur rætt hugmyndir um breytingar á fjármálum hátíðarinn- ar við fulltrúa Menntamálaráðu- neytisins. „Fyrir síðustu Listahátíð var fram- lag ríkisins þrjár milljónir og það sama kom frá Reykjavík. Líkt og áð- ur vissu menn að framlögin voru of lág og þegar upp var staðið kom í ljós að hefði þurft að vera tíu millj- ónir frá hvomm aðila," segir Hjör- leifur," Hann segir jafnframt að fram- kvæmdastjóm Listahátíðar 1994 horfi til þess að 50 ára afmæli lýð- veldisins er á sama ári. Svars er að vænta bráðlega frá menntamálaráð- herra um hvert framlag ríkisins verði en borgarstjóri hefur Iýst því yfir að framlag borgarinnar verði jafn mikið. -GKG. Hótelræninginn hefur áður komið við sögu lögreglunnar: Hafði fengið reynslulausn Maðurinn sem rændi 200.000 kr. á Hótel Reykjavík á mánudaginn kom í leitimar í fyrrinótt á öldurhúsi í Austurbænum. Hann er 29 ára að aldri og hefur einu sinni áður komist í kast við lögin og var það fyrir nauðgun. Hann fékk reynslulausn fyrir nokkr- um vikum og var því á skilorði þeg- ar hann afréð að ræna hótelið. Lýsingin sem móttökudaman á hótelinu gat gefið af manninum hjálpaði lögreglunni í Reykjavík við að komast á spor mannsins en jafn- framt bámst henni aðrar vísbend- ingar. Maðurinn var búinn að eyða mest- um hluta ránsfengsins þegar hann fannst. Hörður Jóhannesson hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins býst við að maðurinn verði strax settur inn til að afþlána það sem eftir er að dómn- um. -GKG. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður: Verið að gera lyfsölu eins og hverja aðra bensínsölu „Það var mikil óánægja í heilbrígðisnefnd með þetta frumvarp fyrr- verandi heilbrígöisráðherra um breytingar á lyfjalögum. Ég varð þess vegna fyrír vonbrígðum með að nýr heilbrígöisráðherra skyldi ætla að taka það upp óbreytt, eins meingallað og það var. Við höföum vonast til að hann mundi fara betur yfir þaö og a.m.k. sníða af því helstu vankantana. Með þessu er verið að gera lyfsölu eins og hverja aðra bensínsölu,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir alþing- ismaður. Hún á sæti í heilbrigðis- nefnd Alþingis sem á síðasta þingi fékk frumvarpið til meðferðar. En það var ekki afgreitt fyrir ráðherra- skiptin. „Það var fjallað um það í fréttum alla helgina, að það ætti að afgreiða þetta frumvarp um leið og þing kæmi saman. Þar kom fram að þeg- ar væri kominn fjöldi umsókna um nýjar lyfjabúðir í Domus Medica, Kringlunni og víðar. Það má því bú- ast við kapphlaupi um að opna sem flestar lyfsölur f Reykjavík og sjúk- lingarnir verða látnir borga her- kostnaðinn sem af því leiðir." Það kosti mikið fé að setja upp fjölda lyfjabúða sem ekki sé þörf fyrir. „Eftir því sem búðimar eru fleiri þurfa menn að selja meira af lyfjum og/eða hafa hærri álagningu til þess að þær gangi. Þetta verður til þess að lyfsalar fara að auglýsa lyf sem þeir hafa hingað til ekki gert. Það eru ýmis lausasölulyf sem verða vanabindandi ef þeirra er neytt í miklu magni. Þama er verið að Inglbjörg Pálmadóttlr alþlnglsmaöur. hvetja til aukinnar lyf]aneyslu,“ seg- ir Ingibjörg. Síðan sé það hinhliðin; að víða ífá- mennari byggðarlögum úti um land geti fólk lent í stómm vanda vegna skorts á Iyfjabúðum. Hingað til hafi lyfjafræðingar látið sig hafa það að reka litlar lyfsölur í dreifbýli í von um „betra brauð“ síðar, þ.e. í von um að fá síðar lyfsöluleyfi á stærstu stöðunum, þar sem gróðayon er margföld. Nú verði þetta hins vegar ekkert spennandi lengur, þegar það hætti að gefa mönnum möguleika á að vinna sig upp. „Þá hætta menn að nenna að standa í því að reka litlar lyfjabúðir í dreifbýli. Þar með versn- ar þessi þjónusta verulega á mörg- um stöðum, sem vitanlega er hið versta mál,“ segir Ingibjörg Pálma- dóttir. Stefán Jasonarson: Heimsækir Hólm- víkinga í dag „Hér er sveitasælan í algleym- ingi,“ segir Stefán Jasonarson göngugarpur sem kom til Blönduóss í glampandi sól- skini í gær. ,J4ér Iíður dásamlega og fólkið hér er indælt. Ég er búinn að læra mikið af landi og þjóð á göngunni og vil þakka fyrir þær góðu móttökur sem ég hef notið.“ Það hefur sérstaklega glatt Stefán að sjá hvað mikið hefur verið af snyrtilegum bóndabýl- um á leið hans. „Það er undantekning ef ég sé einhvem óþverra meðfram þjóðveginum," segir Stefán. „Veðrið hefur ekki leikið við okkur allan tímann og á tíma- bili þurfti ég að vera í tvöföld- um regngalla til að blotna ekki í gegn. En mér líður alltaf vel og það er dásamlegt að vera til.“ í dag kemur Stefán til Hólmavíkur og á morgun til ísafjarðar. -GKG. Póstur og sími bætir þjónustuna: Nákvæm sund- urliðun farsíma- reikninga Póstur og sími býður nú vissum sín á milli. rétthöfúm farsfma nákvæma Þeir sem þurfa að fá undanþágu sundurliðun símtaia á reikning- frá takmarkaðri sundurliðun geta um iíkt og gert var f farsfmakerf- sótt um hana á sérstökum eyðu- inu fram að síðustu áramótum. blöðum sem fást á öllum póst- og Frá 1. janúar hefur borið á því að símstöðvum. Þar skuldbinda þeir tvo sfðustu tölustafina hafi vant- sig tíl að tilkynna þeim sem nota að á símanúmerunum sem símann um sundurliðunina og hringthefurveriðf. auðkenna símann þannig að á Þettahefúrvaldiðvandaþarsem honum sé þess getið að númer margir nota sama farsímann og sem hringt sé í séu að fullu skráð. fólk þarf að gera upp reikninginn -GKG. Borgarstjórn leyfir Hagkaupi að gera ráð fyrir bensínstöð: Minnihlutinn krefst útboðs aðstöðunnar Borgarstjóm hefur gefíð Hagkaupi leyfi til að gera ráð fyrir bensínstöð í Kjama í Grafarvogi þar sem Hag- kaup hefur fyrirheit um lóð. Mikið var um bókanir þegar fjallað var um málið á þriðjudaginn. Alfreð Þorsteinsson Framsóknar- flokki lét bóka að Borgarráð sam- þykkti að aðstaðan fyrir bensínstöð yrði boðin út þar eð síðast þegar út- boð var á slíkri aðstöðu hefði borg- arsjóði áskotnast 7-8 milljónir auka- lega. En sú tillaga var fellt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Alffeð lét þá bóka að Hagkaup ætti ekki að njóta sérstakra forréttinda hjá Reykjavíkurborg. Guðrún Ágústsdóttir Alþýðubanda- lagi, Guðrún Ögmundsdóttir Kvennalista og Ólína Þorvarðardótt- ir Nýjum vettvangi óskuðu eftir að bókað yrði að þær tækju unadir bók- un Alfreðs. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins létu á hinn bóginn bóka eftirfarandi: „Hér er um að ræða lóð sem Þyrping hf. vegna Hagkaups hefur þegar fengið fyrirheit um. Því er óeðlilegt að bjóða út starfsemi eins óg tillaga Alfreðs Þorsteinsson- ar gerir ráð fyrir.“ Þeir létu jafnframt bóka að borgin hefði aðeins haft tvær milljónir króna upp úr sölu lóðar undir bens- ínsölu í Húsahverfi. Að lokum lét Alfreð Þorsteinsson bóka að túlkun Sjálfstæðismanna á umframtekjum í þessu tilviki væri út í hött, enda var tilboð Olíufélags- ins hf. í umræddu útboði mun hærra en annarra olíufélaga. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.