Tíminn - 08.09.1993, Síða 2

Tíminn - 08.09.1993, Síða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 8. september 1993 Grundvallarbúið hálfdrættingur á við meðalfjölskyldu í launum Hvað ern beinar greiðslur til bænda? Um það ræða margir og ríf- ast, frá almenningi og upp í ráð- herra. Einn þeirra sagði m.a.s. í sjónvarpi að því stærra bú sem bóndi hefur, þeim mun meira fái hann í beinar greiðslur úr ríkis- sjóði, enda láti nærri að 80 bændur fái mánaðarlega hærri beinar greiðslur heldur en nemur launum forsætisráðherra. En þær hverfi síðan í búreksturinn og bóndinn haldi aðeins eftir litlum hluta allrar fúlgunnar. Af hveiju undrast ráð- herra svo? Skildi hann kannski ekki baun í því sem hann var að sam- þykkja á Alþingi með breyttum bú- vörulögum? Beinu greiðslumar eru nefnilega eldd beinlínis launatékki. Heldur er þama um að ræða nýtt form sem Alþingi ákvað fyrir niður- greiðslur á mjólk og kindakjöti, svo upphæðin er auðvitað þeim mun hærri sem framleiðslan er meirí. Þessar niðurgreiðslur nema í kring- um 40% af brúttótekjum kúa- og sauðfjárbúa. Hvaða tekjur bóndinn og fjölskylda hans hafa til ráðstöf- unar ræðst síðan algerlega af því hvað mikið af brúttótekjum búsins verður eftir þegar aliir aðrir kostn- aðarliðir við búreksturínn hafa ver- ið greiddir. Niðurgreiðslur beint til bænda Ríkissjóður hefur um áratuga skeið greitt niður verð á mjólk og kinda- kjöti í því skyni að halda verði þess- ara vara niðri og oft einnig til þess að halda aftur af vísitölunni/verðbólg- unni. Áður komu niðurgreiðslumar jafnan inn í verðlagninguna á heild- sölustiginu, ákveðin upphæð á hvert kíló kjöts og lítra af mjólk. Á síðasta ári ákvað Alþingi hins vegar að hætta niðurgreiðslum á heildsölust- igi, enda væri bæði eðlilegra og hag- kvæmara að niðurgreiðslupening- amir færu beinustu leið til bænd- anna, í stað mjólkurbúanna og slát- urhúsanna. Þetta nýja form á niðurgreiðslum tók gildi í byrjun þessa árs. Á fjárlög- um 1993 var niðurgreiðslufé ákveðið samtals 3.952 milljónir króna (um 1.250 kr. á mánuði á hvem íslend- ing). Fjárhæðinni er skipt niður á það magn mjólkur (100 milljón lítra) og kindakjöts (8.150 tonn) sem áætlað er að við neytum á árinu. Helmingur afurðaverðsins greiddur beint Þessar niðurgreiðslur — greiddar beint til bænda — nema 50% af framleiðslukostnaðarverði kinda- kjöts og 47,1% af framleiðslukostn- aði mjólkur. Framleiðslukostnaður kindakjöts reiknast á þessu ári um 410 kr. á kíló að meðaltali. Helming- inn, 205 kr., borgar sláturhúsið bóndanum fyrir innleggið, en hinn helminginn (205 kr. á kg) fær hann með beinni greiðslu úr ríkissjóði. Framleiðslukostnaður mjólkur reiknast um 52,60 kr. á hvem lítra. Þar af greiðir mjólkurbúið bóndan- um um 27,80 kr. á hvem mjólkur- lítra, en tæpar 24,80 krónur fær hann borgaðar með beinni greiðslu úr ríkissjóði. Án niðurgreiðslnanna mundi mjólkurlítrinn væntanlega kosta um 25 kr. meira og kjötkílóið um 205 kr. meira út úr búð. En hvað miklum hluta þessara beinu greiðslna bóndinn heldur eftir til ráðstöfunar, sem sínum eigin launum, ræðst algerlega af öðmm rekstrarkostnaði við búreksturinn. Um 3.952 milljóna niður- greiðslur samsvara 68.000 beingreiðslum á mánuði á meðalbóndann Það hlýtur því bæði að vera mjög mismunandi frá einum bónda til annars og frá einu ári til annars. Um 68.000 kr. beingreiðslur á mánuði í hlut meðalbóndans Þá má benda á, að væri öllu niður- greiðslufénu, 3.952 milljónum sem fyrr segir, skipt niður á bændur með 400 þús. kr. beingreiðslur á mánuði (4,8 millj. kr. á árí), dygði það aðeins handa um 820 bændum, sem þá yrðu að framleiða alla mjólk (100 millj. lítra) og allt kindakjöt (um 8.150 tonn) í landinu. Enginn fram- leiðsluréttur né neitt niðurgreiðslu- fé (beinar greiðslur) kæmi þá í hlut hinna 4.000 bændanna í landinu. Væri niðurgreiðslupeningunum á hinn bóginn skipt jafnt niður á alla 4.850 bændur landsins, ætti hver þeirra að fá um 68 þús. kr. „bein- greiðslutékka á mánuði". Til glöggv- unar á afkomu einskonar miðlungs- bús er fróðlegt að skoða verðlags- grundvallarbúið. Gert er ráð fyrir að fjárbóndi með 400 vetrarfóðraðar kindur leggi inn 7.625 kíló af kjöti á ári. Fyrir það fær hann borgaðar um 1.565 þús. kr. frá sláturhúsinu og aðrar 1.565 þús. kr. (130 þús. kr. á mánuði) í beinum greiðslum. Að viðbættum greiðslum fyrir slátur, gæru og ull verða heildartekjur bús- ins kringum 3.670 þúsund krónur (eða 306 þús. kr. til jafnaðar á mán- uði). Þá er komið að kostnaðarliðunum, sem eru fjölmargir áður en kemur að launum fjölskyldunnar. Sam- kvæmt verðlagsgrundvellinum eru þeir í stórum dráttum þessir: Áburður................444.500 kr. Kjamfóður..............172.700 - Reksturvéla............231.500 - Ýmsar rekstrarvörur....78.500 - Tryggingar, gjöld......163.200 - Flutningar (sláturfé/ fóður/áburður) Rafmaín. sfmi 75.100 kr. 63.400 - Dýralæknir, lyf, sæðingar.51.900 - Viðhald og fleira 51.700 - Breytil. kostn. alls .1.332.500 kr. Afskrift húsa og véla... Vextir af fjárfest ....368.900 kr. ....119.500 - Gjöld önnur en laun = 1.820.900 kr. Reiknað er með að vinnan við þetta verðlagsgrundvallarbú sé ríflega hálft annað ársverk. Verði rekstrar- kostnaður ekki meiri en í þessu dæmi, ættu því um 1.850 þús. kr. að verða eftir sem laun, þ.e. í kringum 1,2 milljónir á ársverkið, kringum 100 þús. kr. á mánuði og þá að með- töldu orlofi, veikindadögum og öðr- um launatengdum greiðslum sem bóndi þarf að borga af eigin launum. Þar sem Iaunin eru afgangsstærð gætu þau líka orðið mun lægri, t.d. ef eitthvað bregður útaf meðaltalinu (vélarbilanir, lambadauði, kal, rign- ingasumar og mikil snjóalög). Þann- ig er t.d. aðeins reiknað með 16.300 kr. fyrir aðkeypta vinnu við vélavið- gerðir, um 7.000 kr. til viðhalds girð- inga og vega og um 7.800 kr. í máln- ingu (um 8-9 lítra á ári), svo dæmi sé tekið. Og kjamfóðurkaup hljóta sömuleiðis að ráðast töluvert af sprettu, heyskapartíð og veðurfari á vori. Þótt sauðfjárbú hafi hér verið tekið til viðmiðunar, er myndin svipuð á kúabúi. Slíkt verðlagsgrundvallarbú miðar við 22 mjólkurkýr ásamt geld- neytum. Tekjumar verða nokkru meiri og gjöldin einnig, þannig að það sem eftir verður sem laun á að vera sama upphæð og á sauðfjárbú- inu. Þyrfti „vísitölufjölskyldan“ 1.000 kinda eða 50 kúa bú? Fyrir þá, sem ræða um „bein- greiðslutékka“ bænda sem léttfeng- in Iaun, getur verið athyglisvert að bera útreiknuð laun „verðlags- gmndvallarfjölskyldunnar“ hér að framan saman við reiknuð Iaun „vísitölufjölskyldunnar". í margfrægri landbúnaðarskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem miðar neysluútreikninga sína við gmnd- völl framfærsluvísitölunnar, sagði m.a.: „... um 255 þús. kr. á ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða sem svarar um 7% af heildarútgjöld- um heimilanna". í þessum tölum Hagfræðistofnunar felst að meðalheimilisútgjöld ís- lensku 4ra manna fjölskyldunnar (samkvæmt neyslukönnunum) em um 3.640 þús. kr. á ári (um 304 þús. kr. á mánuði), sem hún þá væntan- lega heldur eftir af tekjum sínum eftir skatt (nema að hún lifi á lán- um). Athygli vekur að þetta er nán- ast sama upphæð og 400 kinda sauð- fjárbú á að geta gefið af sér í brúttó- tekjur. En aðeins um og innan við helmingur þeirra verður eftir sem laun bændafjölskyldunnar. Það virðist því ljóst að 4ra manna meðalfjölskyldan þyrfti að setja a.m.k. 800-1.000 kindur ellegar 50 kýr á vetur ef hún hygðist nú hefja búskap til að „hafa það gott“, eins og hugmyndir hafa heyrst um meðal borgarbama á kaffistofum og mannamótum að undanfömu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.