Tíminn - 08.09.1993, Side 4

Tíminn - 08.09.1993, Side 4
4 Tíminn Miðvikudagur 8. september 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400,-, verð f lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vonarneisti Samningar ísraelsmanna og PLO kveikja vonarneista um friðsamlegri tíma í málefnum Miðausturlanda. Hins vegar ber að vara við of mikilli bjartsýni um skjót umskipti. Samningarnir kveða á um takmarkaða sjálfsstjórn Palestínumanna og gagnkvæm viðurkenn- ing PLO og ísraels er sögð á næsta leiti. Ef til vill er það mikilvægasti árangurinn og opnar leiðir til dipló- matískra samskipta og áframhaldandi friðarumleitana ef tóm gefst til þess. Öfgaöflin eru sterk bæði í röðum ísraelsmanna og í Arabaheiminum og víst er að allt verður gert af þeirra hálfu til þess að koma í veg fyrir þá þróun sem nú er hafin. Þessvegna er rétt að hafa hóflega bjartsýni um snögga breytingu í þessum heimshluta. Þáttur norskra stjórnmálamanna í samningagerð ísraels og PLO hefur vakið mikla athygli og er hann vissulega afar jákvæður fyrir norska utanríkisstefnu og eykur hróður Norðmanna á alþjóðavettvangi. Norskir stjórnmálamenn létu mjög til sín taka í starfi Sameinuðu þjóðanna þegar í upphafi og hafa ávallt notið mikils álits á alþjóðavettvangi. Fyrir okkur ís- lendinga er skemmst að minnast þáttar Knuts Fryden- lund, utanríkisráðherra Noregs, í samningum íslend- inga og Breta um landhelgismálið, sem að lokum voru undirritaðir í Ósló. Samstarf og traust tengsl milli ut- anríkisráðherra íslands og Noregs áttu drjúgan þátt í lausn þess stóra máls. Það hefur nokkuð verið um það rætt að íslenska stjórnarandstaðan hafi verið utangátta þegar hún sniðgekk Shimon Peres, þegar hann kom hingað til lands nokkrum dögum áður en árangur samninga- fundanna var gerður opinber. í þessu sambandi ber að hafa í huga að það er lflklegt að aukin hætta á einangr- un á alþjóðavettvangi hafi opnað augu ísraela fyrir þörfinni á að gera samninga og viðbrögð íslendinga við heimsókn utanríkisráðherrans hafi verið enn eitt lítið sannindamerki fyrir Peres um nauðsyn þess að gera þá samninga sem þá voru á borðinu. Hafi stjórnarandstaðan verið utangátta, þá voru mót- tökur ríkisstjórnarinnar hreint hneyksli, þar sem ut- anríkisráðherrann var í felum þrátt fyrir að hann væri starfsbróðir Peresar. Enginn hafði þó betri aðstöðu en hann til þess að afla upplýsinga um stöðu mála, eða var meiri nauðsyn á að ræða við hann. Forsætisráð- herra, sem var gestgjafinn, hefur reynt að breiða yfir þennan vandræðagang í sinni eigin ríkisstjórn með því að gera mótmæli stjórnarandstöðunnar að aðalat- riði málsins. Fjarvera utanríkisráðherra hlýtur þó að vekja mesta athygli. Þáttur Norðmanna í þessu máli hlýtur að beina sjón- um að hlutverki smáþjóða á alþjóðavettvangi. Þær geta leikið þar stórt hlutverk, en til þess þarf trausta framgöngu og gætni í málflutningi. Því miður virðist skorta nokkuð á slíka sálarró hjá utanríkisráðherran- um íslenska og er skemmst að minnast dæmalausra viðtala í norskum fjölmiðlum nú nýverið, sem forsæt- isráðherra sagði að ætti að taka sem grín. Þetta al- vöruleysi er alvarlegur hlutur og skaðar íslenska utan- ríkisþjónustu, sem hefur annars ágætu fólki á að skipa sem tekur starf sitt alvarlega. íslendingar geta því nokkuð lært af þeim félögum Holst og Stoltenberg og þeirra eiginkonum. Þar virð- ast hlutirnir ekki vera sagðir eða gerðir í gríni. McDonald’s-hamborgarakeðjan er ioksins komin tii íslands. Fjölmargir landsmenn hafe beðið þessarar stundar með eftirvæntingu, þvíhinn makaiausi McDonald's- hamborgari er í rauninni miklu meira en ham- borgari. Hann er holdtekning amer- tska draumsins, hann er ímynd vei- gengninnar, hann er fjölskylduvæni hamborgarinn sem Ífka er hægt að nota sem mæiikvarða á raungengi, af þvf að hann er áreiðaniegri en al- þjóðiegar gengisskraningar. Margar ástæður hafa verið gefnar fyrir því að íslendingum hefur fram að þessu ekki staðiö McDonald's- hamborgarinn til boða Lengi vei var íslenska nautakjötið ekki talið upp- fylia þær kröfur sem hinn goðsagna- kenndi hamborgari gerði. Islenskt Igot Nú hefur hins vegar dæmið snúist við og íslenska kjötið er nánast það einasem fyrirfinnst hérá iandi sem er nógu gott í McDonaid’s-borgara. Brauðið er innflutt vegna þess að ís- ienskri sveitamennsku er ekki treystandi tii að baka hambotgara- brauð með réttu iagi og af réttum gæðum. Auglýsingaskiltin fyrir hamborgarana eru meira að segja innfiutt og á útlensku, vegna þess að það er ekki nógu fiott að selja ham- borgara í „bílalúgú’, heldur skal það heíta „drive tfiru“, að amerískum hætti. Meira að segja fiskurinn í fisk- borgarana er sóttur til útlanda. Að vísu er notaður ísienskur fiskur, en hann verður þá fyrst boðlegur hjá McDonald’s á ísiandi þegar búið er að sigla með hann til útlanda og vinna hann þar og síðan flytja fiskinn aftúr íilíslands. Loks eru eldunaraðferöimar og meðlætið innfiutt, svo sem vera ber, því þannig fæst hið eina sanna McDonald’s-bragð af hamborgaran- um, bragðiö sem farið hefúr sigurför um heiminn og gert McÐonald’s að þvísem hanner. Á hálum ís En nú eru blikur á lofti, því horfúr eru á að íslendingum verði á næsi- unni boðinn McDonald's-borgari með hálfgerðu óbragði. Eins og að framan greinir er McDonald’s hold- tekning ameriska draumsins og það þýðir einföldlega að McDonald’s- hamborgarinn er frjáis hamborgari. Frjálsir hamborgarar eru ekkí búnir til undír jámhæl verkalýðsfélaga, heldur verða þeir aðeins til í frjálsum samningum einstakra skólabama, sem vantar vasapeninga, og lág- Íaunafólks við #jóðiegar fyrirtækja- samsteypur. Sú atlaga, sem gerð er að McDonald’s á þessu sviði, er því atlaga að McDonald’s- hamborgar- anum sem siíkum. Augijóslega er verkatýðshreyfingin komin út á hál- an ís, þegar hún heimtar hamborg- ara með verkalýðsbragði og er að skipta sér af því hvaða samningar em í boði McDonald's-starfsfólkinu til handa eða hvort það er í einhverju verkaiýðsfélagi yfirleitt Með sama áframhaidi verður einföidlega að flytja inn starfsföik, alveg eins og brauðtð og fiskinn og augiýsinga- skiitín og meðiætið og ailt annað, til aö tryggja frelsi hamborgarans. Verði verkaiýðshreyfingin þá enn með múður og föri út t það guðlast að fá íslendinga til að sniðganga McDonald’s, cr ljóst að það verður einföldiega að flytja inn viðskiptavini fyrirtækisins líka. Niðurstaðan hiýtur því alltaf að verða sú sama, hvað sem Ifður fjasi launþegasamtakanrta um lágmarks- laun, sjúkrasjóði, félagslegt öryggi og sfarfskjararétt aðalatriðið er að hamfaorgarinn sé frjáls. Garri Makalaus sambúð Flest er það marklítið sem stjóm- málaflokkar eru stundum að bjástra við að setja saman og kalla stjómmálaályktun. Svoleiðis stefnuyfirlýsingar eru samþykktar í lok fjölmennra funda og eru lesn- ar í Ríkisútvarpið á þeim tíma sem öruggt er talið að enginn hlustar. Svo er markleysunni troðið inn í flokksmálgögnin og enginn veit af þeim meir. Meðal nýmæla, sem bryddað var upp á í meiningarleysunni fyrir einhverjum áratugum, var fjöl- skylduvemd. Slagorðið er nú eins og hvert annað nátttröll, sem dag- að hefur uppi í stöðnuðum stefnu- skrám flokkanna og er álíka mark- tækt og setningin sem höfundar allra slfkra plagga hafö álíka dálæti á: stefnt skal að. Samtímis því að fjölskylduvemd- in var fundin upp, sett í nefnd og grunnmúruð í stjómmálaályktun- um hófst kapphlaup þingmanna og ráðherra með reglugerðarvald að brjóta fjölskylduna niður. Lög- gjafinn og framkvæmdavaldið beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að fólk stofni til hjúskap- ar og fjölskyldumyndunar og að eyðileggja hjónabönd og sundra þeim fjölskyldum, sem fólk hefur af íhaidssemi og þrjósku sett sam- an, þrátt fyrir að ekkert vit sé í slíkum tiltektum eins og árar. Sá frjálslyndi tíðarandi að ástalíf mannfólksins eigi að vera álíka skrautlegt og meðal útilegukatta hjálpar mikið til að sporna við hvunndagslegu fjölskyldulífi. Los Lög sem varða fjármál fjölskyld- unnar, gagnkvæmar skyldur og rétt bama ganga hver gegn öðrum og eru réttindi og skattaívilnanir oft betur tryggð fyrir þá, sem ekki eru í lögformlegu hjónabandi, en þeirra sem bera virðingu og um- hyggju fyrir eigin fjölskyldu. Óvígð sambúð er fjölskylduform sem löggjafinn lítur með mikilli velþóknun til og skattayfirvöld prísa og verðlauna. Að vísu er það allt heldur laust í reipunum, en yf- irleitt hagkvæmt. Fjórðungur fjölskyldna býr nú við svona sambúðarform og hefur fjölgað mikið á síðustu árum og á eftir að fjölga enn. Einhleypir for- eldrar, sem búa einir með bömum sínum, eru ekki meðtaldir. Biskupinn yfir íslandi segir í Tím- íyittog breitt] anum að ástandið sé ógnvænlegt, en réttur einstæðra foreldra letji sambúðarfólk til að ganga í hjóna- band. Formaður Prestafélagsins segir það ömurlegasta hlutverk presta að benda hjónaefnum á að kíkja í skattalög og athuga hvort það kemur þeim ekki í koll að ganga í heilagt hjánaband, því það geti munað verulegum fjárhæðum hve skattar hjóna geti orðið miklum mun hærri en hjónaieysa. Ennfremur bendir formaður á að stjómvöld hafi mótað þá stefnu í hjúskaparlöggjöfinni að fólk geti hlaupið sundur og saman eftir hentugleikum. Nema auðvitað þeir sem flækja sig í hjónabandi sér til óhagræðis á ýmsum sviðum. Makinn út í kuldann Það, sem hleypir umræðunni um hjúskapar- og skattalög af stað, er úrskurður til þess settrar nefndar um, að meðal sambúðarfólks gildi hugtakið maki ekki. Þetta flækir alla iöggjöf og framkvæmd laga og réttindi og skyldur einstaklinga og fjölskyldna brenglast verulega. í augum kirkjunnar er hjóna- bandið heilög stofnun, sem gengið er í með svardögum og fögrum fyrirheitum. Framkvæmdavaldið hefur líka heimild til að pússa fólk saman og fer minna fyrir guðsorði og slaufuskreyttum bflum þegar sýsiumenn og fulltrúar þeirra negla hjónaböndin saman, en þeg- ar kirkjunnar þjónar framkvæmda verknaðinn. En frá sjónarmiði lag- anna er sama hvor aðferðin er brúkuð. En svo kemur „sambúðin". Hún er í raun ekki annað en lögvemd- uð formleysa, sem túlkuð er út og suður eftir hentugleikum hvers og eins hverju sinni. En núna, þegar makinn er dott- inn út úr sambúðinni samkvæmt skilgreiningu, er bágt að sjá í hvaða stöðu fjórðungur fjöl- skyldna í landinu er í raun og veru. Ef sambýlingur er ekki maki, hvað er hann þá? Nú væri ráð fyrir fjölskylduvemd- amefndir stjómmálafiokkanna að komast að því hvenær maður eða kona er maki og hvenær maður er ekki maki. Hér er um að ræða undirstöðu- einingu þjóðfélagsins, sem rambar um á brauðfótum og enginn veit hvert stefnir. Síst þeir sem hefja fiestar stefnuyfirlýsingar sínar með hinum fleygu og framsæknu orðum: Stefnt skal að... OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.