Tíminn - 09.09.1993, Síða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48-.-Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48».Frétta-Tíminn...Frétta«símiiin...68-76-48.
Fimmtudagur
9. september 1993
169. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Hagkaup verður ekki heimilað að selja
innfluttu skinkuna:
Davíö studdi
Halldór Blöndal
í skinkumálinu
Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur úrskurðað að forræði varð-
andi innflutning á landbúnaðarvörum sé hjá landbúnaðarráðherra.
Þessi niðurstaða þýðir að Hagkaup verður ekki leyft að selja 1,5
tonn af danskrí skinku og hamborgarhryggjum sem fyrírtækið hef-
ur fiutt inn.
Davíð sendi Friðriki Sophussyni
fjármálaráðherra bréf í gær þar sem
segin „Af sérstöku gefhu tilefni gaf
ég yfirlýsingu á Alþingi sl. vor um að
forræði á innflutningi búvara væri
að óbreyttum lögum áfram hjá Iand-
búnaðarráðherra. Þessa yfirlýsingu
gaf ég að höfðu samráði við utanrík-
isráðherra, fjármálaráðherra og þá-
verandi viðskiptaráðherra. Engin at-
hugasemd var gerð við þessa yfirlýs-
ingu á þinginu, hvorki af ráðherrum
né einstökum þingmönnum. Síðan
hefur engin lagabreyting verið gerð.
Yfirlýsingin hlýtur því að standa
óhögguð og forræði málsins að vera
áfram hjá landbúnaðarráðuneyti."
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra sagði að þessi niðurstaða
þýddi að hann mundi, strax og um-
sókn bærit frá Hagkaup til ráðu-
neytisins, senda málið til Fram-
Ieiðsluráðs landbúnaðar til umsagn-
ar í samræmi við gildandi lög. Ráðu-
neytið mundi síðan svara Hagkaup í
framhaldi af því. Halldór sagðist
ekki myndu draga Hagkaupsmenn á
svari, en fyrst þyrftu þeir að senda
ráðuneytinu bréf þar sem farið væri
fram á að leyfa þennan innflutning.
Halldór sagði að þessi niðurstaða
forsætisráðherra ætti ekki að þurfa
að koma á óvart. Niðurstaðan væri í
samræmi við vilja þingsins eins og
hann hefði birst í umræðum á Al-
þingi. -EÓ
Húsaleigubótum komið á með sparnaði í
húsnæðiskerfinu?
Kratar kref jast
húsaleigubóta
TÍMAMÓT eru nú aö veröa f l(fi sex ára bama á fslandl. I gær komu þessl sex ára böm f Mýrarhúsaskóla á
Seltjamamesl f skólann og hittu þar fyrir Guðlaugu, kennarann sinn. Tfmamynd Aml Bjama
Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra um innflutning á rjúpu frá
Rússlandi:
„Tel innflutning
koma til greina“
Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur
samþykkt að styðja tillögu Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðherra
um húsaleigubætur.
Þingflokkurinn samþykkti að leita
eftir viðræðum við sjálfstæðismenn
um að kostnaði við húsaleigubætur
yrði mætt innan núverandi hús-
næðiskerfis. Tálið er að húsaleigu-
bætur geti kostað ríkissjóð um 300
milljónir á ári.
Össur Skarphéðinsson umhverfis-
ráðherra staðfesti þetta í samtali við
Tímann. Hann sagði að enn hefði
ekki gefist tfmi til að ræða þessa leið
við sjálfstæðismenn og því lægi ekki
fyrir hvort hún yrði farin. Ekki lægi
heldur fyrir hvar í húsnæðiskerfinu
yrði skorið niður til að koma húsa-
íeigubótum á. Báðir þingflokkar
stjómarinnar hafa nú gefið ráðherr-
um sínum umboð til að ganga frá
fjárlagafrumvarpinu.
-EÓ
Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, telur koma til greina
að leyfa innflutning á rússneskum rjúpum til landsins, svo fremi að
tryggt sé að rússneski rjúpnastofninn sé ekki haldinn smitsjúk-
dómum. Össur segir að innflutningur á rjúpu geti leitt til minni
veiði á íslenska rjúpnastofninum, en hann er í mikilli lægð um
þessar mundir.
Pétur kaupmaður í Kjötbúri Pét- miklu álagi. Innflutningur á ódýrum
urs hefur lýst yfir áhuga á að flytja rjúpum hlýtur að draga úr veiðinni
inn rjúpur frá Rússiandi. og þar með fælist í innflutningnum
„Ég vil athuga hugmyndir Péturs talsverð vemd fyrir rjúpnastoftiinn.
mjögvel. Það er ljóst að margir telja Þegar menn tala um sjúkdóma-
íslenska rjúpnastofninn vera undir hættu í þessu sambandi þá ber að
skoða það ofan í kjölinn. Innflutn-
ingur á rússneskum rjúpum yrði
ekki leyfður fyrr en búið væri að
ganga úr skugga um að rússneski
stofninn sé sjúkdómalaus. Það em
hins vegar mjög góð rök hjá Pétri
þegar hann bendir á að hingað kem-
ur aragrúi farfugla á hverju ári.
Hvaða munur er á því að þessir fugl-
ar komi fljúgandi sjálfir á eigin
vængjum eða með vængjum flug-
vélanna?" spurði Össur. -EÓ
Forstöðumaður Betei í Vestmannaeyjum varar fólk við geimverunum sem kváðu eiga að lenda hér á landi 5. nóvember:
„Utsendarar djöfulsins lenda á Snæfellsjökli“
Snorrí Óskarsson, safnaðarhirðir hjá Betelsöfnuöinum ( Vest-
mannaeyjum, segir að geimverumar, sem eigi að birtast á Snæ-
fellsjökli i byijun nóvember, séu útsendarar djöfulsins. Magnús
Skarphéðinsson, einn af talsmönnum nýaldarmanna, segir þessa
afstöðu dæmi um þröngsýni krístinnar trúar og ekki koma sér á
óvarL Hann segist einnig hafa vísbendingu um að geimfaríð sem á
að lenda og geimverumar sjálfar verði ekki sýnilegar.
„Ég kalla þetta tæknivæddan
draugagang," segir Snorri Óskars-
son, safnaðarhirðir Betel í Vest-
mannaeyjum." Það er svo lítið hægt
að byggja á þessu. Menn þurfa helst
að vera miðlar til þess að ná sam-
bandi og það er akkúrat það sem
heitir á daglegu máli spíritismi og
biblían stendur gegn. Þetta eru and-
ar blekkingarinnar. Höfðingi þess-
ara geimvera heitir nú bara djöfull-
inn og satan."
— En er þetta ekki bara einfaldlega
blekking?
J4ei, þetta er endiiega alveg blekk-
ing. Maðurinn er þríeinn, hann
samanstendur af þremur þáttum;
líkama, anda og sál. Andlegi þáttur
mannsins er mjög opinn og næmur
fyrir öðrum öndum og getur haft
samskipti við þá. Þannig getum við
td. haft samskipti við Guð og engla.
Biblían talar um veröldina sem sýni-
lega líkamlega veröid og andlega.
Jesús Kristur rak út illa anda. Nú er-
um við á þeim tíma að við eigum
von á því að endurkoma Jesú Krists
eigi sér stað, vegna þess að það er
loforð fagnaðarerindisins. Við end-
urkomuna verða myrkraöflin bund-
in. Það er talað um það í biblíunni
að djöfuilinn verði bundinn í þús-
und ár og þá verður friður á jörðinni
og það verður æðislegt að vera til þá.
Þar sem djöfullinn veit að hann hef-
ur þennan óralitla tíma, þá er hann
að blekkja manninn og það gerir
hann bara til þess að eyðileggja
hann.“
Snorri segist ekki hafa rætt þessar
skoðanir við nýaldarsinna persónu-
Iega. Hann segist ekkert hafa á móti
því sjálfur, það séu leitandi sálir og
vilji eflaust vel. Þeirra mein sé að
þau hafi ekki tekið mark á ritning-
unni. Skilaboð Snorra og trúbræðra
hans í Fíladelfíusöfnuðinum og öðr-
um trúarhópum til þeirra sem að
ætla að taka á móti geimverunum á
Snæfellsjökli í byrjun nóvember eru
einföld," skellið þið á þetta.“
Magnús Skarphéðinsson, einn af
talsmönnum nýaldarsinna, segir af-
stöðu Snorra ekki koma sér á óvart
„Þetta er bara í anda þröngsýnnar
umræðu sem kristin trú hefur fest í,
í umræðu um þessi mál sem önnur
skyld mál," segir hann.“ í annan
stað lýsir þetta yfirmáta vanþekk-
ingu á reynslu fólks sem séð hefúr
fjúgandi furðuhluti." Magnús segir
þónokkuð marga jarðarbúa hafa séð
verur koma út úr geimförum eða
fljúgandi furðuhlutum og það sé
útilokað að segja að þetta sé al-
heimssamsæri og boðverur frá hinu
illa. Sú kenning standist ekki
reynsluna.
Boðin um að verur utan úr geimn-
um eigi að lenda 5. nóvember á
Snæfellsjökli eða í nágrenni hans
eru sögð hafa borist til fjölda sam-
bandsmiðla UFO-félaga, sem er al-
þjóðlegur féiagsskapur áhuga-
manna um fljúgandi furðuhluti.
Magnús segist hins vegar sann-
færður um að það komi engar
áþreifanlegar geimverur á jökulinn.
„Ég hef trú á að það komi einhverjar
huglægar verur," segir Magnús.
„Geimverur eru til tvennskonar.
Þær eru til í mannsmynd og huldu-
fólksmynd. Það er bara skyggnt fólk
sem sér þenan huglæga heim og
hann er fyrir því mjög raunveruleg-
ur. Geimverur eru annars vegar af
flokki A, efnislegar, líkamlegar og á
efhisiegum farartækjum. Hins vegar
eru þær af flokki B og þá eru þetta
orkuleg eða huglæg fyrirbæri, sem
einungis skyggnir sjá. Ég er sann-
færður um að það kemur bara geim-
far af flokki B á Snæfellsjökul og hef
vísbendingar um það. Þær vísbend-
ingar sem ég hef eru frá þessu fólki
sem hefur samband við þessar geim-
verur og það eru allt huglægar
geimverur."
-ÁG