Tíminn - 16.09.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 16. september 1993 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Skrifstofur Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk S(ml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,-, verö I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Smákóngamir fimdmr? Nú hafa allar umdæmisnefndir landsins skilað tillög- um um sameiningu sveitarfélaga, sem kjósa á um þann 20. nóvember. í megindráttum eru þessar tillög- ur hliðstæðar, þar sem alls staðar hefur verið farin sú leið að kjósa um stórar sameiningar. Svo virðist sem hugur þeirra, sem um málið fjölluðu á undirbúnings- stigi, hafi staðið til þessa. Nú er komið að almenningi í landinu að segja sitt álit og víst er að fólkið mun spyrja margra spurninga. Sumar eru þess eðlis að hægt er að gefa svör við þeim, við öðrum liggja svör ekki á lausu. Eitt er alveg ljóst, að samþykki við sameiningu sveit- arfélaga í stórar einingar er samþykki við þá stefnu- mörkun að flytja verkefni frá ríkisvaldinu til sveitarfé- laga. Ef sveitarfélögin stækka í kjölfar kosninga, munu stjórnvöld á komandi misserum gera tillögur um að rekstur heilsugæslu, öldrunarmál, málefni fatl- aðra og rekstur grunnskóla flytjist til sveitarfélaga og jafnvel fleiri verkefni. Yfirlýsingar hafa verið gefnar um þetta af félagsmála- ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið undir þessa stefnumörkun, enda þrýsta stóru sveitarfélögin á um aukin verkefni. Margir telja að hér sé um öfuga röð að ræða, ákveða eigi verkefnin fyrst, áður en gengið er til kosninga. Styðja má þá skoðun rökum. Eigi að síður eru ákveðn- ar yfirlýsingar stjórnvalda um stórfellda tilfærslu verkefna frá ríkinu eitt af því sem kjósendur geta sagt álit sitt á 20. nóvember með því að játa eða neita stækkun sveitarfélaga. Hitt er eigi að síður ljóst að það er vilji Alþingis sem ræður því hvaða verkefni verða flutt og hvorki yfirlýs- ingar ráðherra né hugmyndir í skýrslu sveitarfélaga- nefndar eru nein lokaákvörðun í þessu efni um hvaða verkefni og með hvaða hætti þau verða flutt. Það má þó telja ólíklegt, ef fylgi reynist vera við stórar sam- einingar og þá stefnumörkun að taka fleiri verkefni til sveitarfélaga, að Alþingi muni ekki samþykkja slíkt. Af tillögum einstakra umdæmanefnda vekja tillögur umdæmanefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu og við- brögð við henni nokkra athygli. Það hefur verið talað með nokkrum þótta um smákónga landsbyggðarinnar, sem ekki vilji breytingar. Allir eiga þó að kjósa vítt um land. Hins vegar upplýsti formaður umdæmanefndar- innar á höfuðborgarsvæðinu að ekki hefði verið pólit- ískur vilji í Hafnarfirði til þess að ganga til kosninga um tillögur um sameiningu. Forseti bæjarstjórnar Kópavogs lýsti því yfir í útvarpsviðtali að allt öðru máli gegndi um landsbyggðina en Kópavog. Þarna eru sennilega hinir sömu smákóngar fundnir, sem finnst allt til svo mikillar fyrirmyndar hjá sér að engu megi breyta. Umræður um hagræðingu og sparnað í yfirstjórn eigi ekki við hjá þeim. Ef til vill er pólitíski viljinn í Hafnarfirði tengdur þeim meirihluta sem þar er, þannig að kratarnir vilji ekki hætta á neitt. Ekki er það mjög rismikil afstaða. Útlit er því á að allir landsmenn nema íbúar Hafnar- fjarðar og Kópavogs, að undanteknum nokkrum íbú- um sveitarfélaga sem nýlega hafa sameinast, segi sitt álit á sameiningarmálum í kosningum 20. nóvember. Að lokinni þeirri umferð ætti að liggja fyrir ljósar en nú hugur almennings til þessara mála. Satt best að $egja hélt Garri að um- skiptingar væru aðeins til í þjððsög- um, en nu hefur komið á daginn að það er misskilningur. Guðmundur Ámi Stefánsson heiibrigðisráðherra hefur undirgengist slíka breytingu við að hætta sem bæjarstjóri í Hafn- arfirði og taka við embætti heilbrigð- isráðherra, að tæplega er hægt að tala um að þar sé sami maðurinn á ferðinni. Heilbrigðisráðherrann hefur nú síðustu daga opinberað hugmyndir sínarumaðhald írekstri heilbrigðis- kerfisins og eiris og forveri haris í embætti virðisí hann ekki ætla að gera neina tilraun til að hagræða í kerfinu í spamaðarskyni, heldur velta spamaðinum af fullum þunga yfir á sjúklinga og þá sem minna megasín. Heilbrigðísráðherrann Guðmundur Ámi heilbrigðisráð- herra vill að folk kaupi sér aðgöngu- miða að sjúkrahúsum, heilsugæsíu og sérfræðiþjónustu. Hann vill koma ameríska kerfinu á, þar sem aðeins þeir, sem kaupa sér sjálfir tryggingu tyrirfram, hafi með góðu móti efní á að njóta læknishjálpar. Guðmundur Árni heilbrigðisráð herra vill stefna launamálum heil- brigðisstétta í uppnám á ný með því að neita að taka þátt í kostnaði vegna dagvistunar. Guðmundur Ámi heii- brigðisráðherra vill taka upp launa- mál elli- og örorkulífeyrisþega og endurskoða hvort þeir eígi að fá ein- greiðslur, orlofsuppbót og desem- beruppbót eins og annað launafólk. Guðmundur Ámi heilbrigðisráð- herra efest hins vegar ekki um að á meðan hann heggur niður ýmsar þessar grunnstoðir velferðarkerfis hina smáu og snauðu sé sanngjamt og rétt að hann þiggi biðlaun frá skattgreiðendum í Hafnarfirði. Gjaldið, sem heilbrigðisráðherrann tekur af Hafrifirðingum fyrir að hætta sem bæjarstjóri, nemur fiór- til fimmföldumvetkamannalaunum á mánuði f háift ár. Þetta bætist við : Guörmndur Ámt umbótatmður. Guðmundur Ámí ráðherra. þóknunina sem honum er greidd fyrir að vera áfram bæjarfulltrúi. Síð- an koma hin eiginlegu laun táðherr- ans, sem hann fáer fyrir að mtnnka það sem í hlut smælingjanna kemur. En þó núverandi bæjarstjóra hafi of- boðið biðlaunasamningar Guð- mundar Áma og ekki viljað gera slík- an samning sjálfúr, þá er Guðmund- ur Ámi heilbrigðisráðherra hvergi bangjnn og segir í DV í gær: „Ég ætla ekki að afsaka þetta á etnn eða neinn hátt“ U mbóías inrtinn En GuðmundurÁmi bæjarstjóri og umbótamaður í Alþýðuflokknum taiaði ekki með þessum hætti og var þar ólíku saman að jafria bæjarstjór- anum og ráðherranum. í viðtali við Tfrnann fyrir rúmiega hálfú öðru ári sagði Guðmundur Árni bæjarstjóri og Alþýðuflokksmaður. „Það er augijóst mál að f þessari rík- isstjóm er verið að brydda á ýmsum hugmyndum frjálshyggjunnar. Margar slíkar hugmyndir hafa ekki verið, eru ekki og verða aldrei jafriað- armönnum að skapi. Þar á ég við hina neikvæðu umræðu um velferð- arkerfið, hina samféiagslegu þjón- ustu jafnaðar og réttlætis, sem hetur verið einn af homsteinum í stefriu Alþýðuflokksins, hegar það er gert hljóta eðlilega margir Alþýðuflokks- menn, sem hafa ámm og áratugum saman barist fyrir því að sfyrkja og efla þetta velferðarkerfi, að láta í sér heyra. hað er það sem hefúr gerst í umræðunni t Alþýðuflokknum og sú umræða á eftir að halda áfram.“ Upp með vöndinn! Hér getur varla hafa talað sami maður og nú situr í heifbrigðisráðu- neytinu. Guðmundur Ámi bæjar- stjóri og umbótamaður í Alþýðu- flokknum hlýtur því að vera anrtar en Guðmundur Árni heiibrigðisráð- herra. En sé ráðherrann ekki um- skiptingur f anda þjóðsagrtanna, er Ijóst að þar fer maður sem ekki er ráðlegt að kaupa af notaðan bfl. Hins vegar hljóta hafrifirskir kratar nú að taka upp vöndínn og hýða heilbrigð- isráðherrann duglega, tii að kanna hvort ekki birtíst huldukona með hinn gamla góða Guðmund Áma, sem segi að ólíkt hafist þau að, hún vaggi umbótasinnuðum bæjarstjór- anum meðan ráðherrann hennar sé hýddur. Siíkt væri vissulega góður ■ endirá Ijótri sögu. :;: Garri Upphefð og nesjamennska í Noregi unnu tvær konur mikla kosningasigra í þingkosningunum s.l. mánudag og hin þriðja galt af- hroð. Allar eiga þær sameiginlegt að vera formenn stjómmálaflokka, þriggja stærstu flokkanna í Nor- egi. Það er aðeins formennska í smáflokkum sem er í höndum karlmanna og minnkar fylgi þeirra hægt og bítandi. Það er því óhjá- kvæmilegt að næsti forsætisráð- herra Noregs verður kvenkyns, það hefur legið ljóst fyrir lengi og er síst aðfinnsluvert. Konur eru áhrifamiklar í stjóm- málum víða um lönd og má minna á að á öldinni hefur enginn forsæt- isráðherra setið eins lengi samfellt á valdastóli í Bretlandi og eina konan sem gegnt hefur því veiga- mikia embætti. í hitteðfyrra hófst kona upp í for- sætisráðherrastól í Frakklandi, en stóð sig ekki nógu vel og varð að hætta án undangenginna kosn- inga. En það hefur líka verið hlut- skipti margra karla þar í landi og gengur eitt yfir hvort kynið sem er í þeirri háu stöðu sem forsetavald- ið skipar í. Þungavigtarkonur í Póllandi er kona forsætisráð- herra, sem þykir hafa unnið stór- virki með því að sveigja samfélagið í átt til markaðsbúskapar, en einn- ig aflað sér óvinsælda meðal kjós- enda með bráðnauðsynlegum en illa þokkuðum aðgerðum. En ráð- herrann hefur pólitískt þrek til að gera það sem rétt er, en ekki endi- lega það sem geðluðrumar kunna best, að þora engu af ótta við að missa vinsældir og atkvæði. í Svíþjóð gegna konur gjaman veigamestu ráðherraembættum og stjórna til dæmis utanríkis- ráðuneýti bæði nú og áður. Óþarfi er að telja upp góðan pólit- ískan frama fiölda kvenna meðal nágrannaþjóðanna. Þær eiga ailar það sameiginlegt að hafa unnið sig upp innan flokka sinna, eiga þar í fullu tré við karlana og njóta ekk- ert síður trausts þeirra en annarra kvenna. í flokksstarfi og alvömpólitík þætti það heimskulegur dónaskap- ur meðal nágranna okkar á heims- kringlunni að einhver manneskja þættist eiga kröfu á sæti á fram- boðslista eða einhverjum flokks- legum frama vegna þess að hún er kvenmaður eða þá að önnur manneskja þættist hæfari einvörð- ungu vegna þess að hún er karl- ViUoBbreitt maður. Þetta á eðlilega einnig við um embætta- og stöðuveitingar. Sé enn vísað til nágrannaþjóð- anna, er áberandi hve miklu fleiri konur eiga sæti á þjóðþingum og sveitarstjómum þeirra ríkja en á íslandi. Apartheid Hér á landi ríkir aðskilnaðar- stefna. Hér berja konur lóminn og krefiast þess að konur kjósi konur fyrir konur. Allt hið illa stafar frá körlum, sem hvarvetna sitja yfir hlut kvenna og plaga þær og hrjá á fiesta lund. Guð er kvenkyns, segja kvenprest- amir, og þess vegna eru konur betri en karlar. Ekki skal deilt um þá guðfræði. Kvennabaráttan mikia er vel til þess fallin að festa karlrembuna í sessi um aldur. Alltaf bólar á þeirri bábilju að karlar séu konum fremri fyrir atgjörvis sakir og þær ekki færar um að leysa erfið verk- efni á borð við karla. Oft em þetta líkast til klaufalegir varnartilburð- ir vegna síbyljunnar um rudda- skap karlagreyjanna og hve hörmulega þeir leiki hitt kynið. Stjómmálaflokkur kvenna, sem hefur þá einu stefnu að gæta hags- muna kvenfólksins eftir kokkabók- um sósíalismans, er ekki beinlínis til þess fallinn að efla nólitískan veg kynsystranna. Áhrifaleysi kvenna á Alþingi og víðast í stjóm- kerfinu ætti að færa heim sanninn um hvert aðskilnaðarstefna femín- istanna leiðir. Þar sem karlar og konur ætla sér að búa í sama samfélagi, þar sem óskir og hæfileikar allra em virtir, mun jafnréttið ríkja, hvað sem einhverju kynrembufólki líður. Þetta vita nágrannaþjóðimar, þar sem konur em farnar að berjast hver við aðra um æðstu metorð og um forystuhlutverk í ríkjum sín- um, á sama tíma og femínistar á Fróni ætla að rifna af stolti ef kvenmaður verður skattstjóri í litlu umdæmi eða kemst upp á lag með að keyra traktor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.