Tíminn - 16.09.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. september 1993
Tíminn 9
■ DAGBÓK
80 ára afmæli
Ámorgun, 17. september, verðuráttræð-
ur Guðmundur Ámundason bóndi í
Ásum, Gnúpveijahreppi. Eiginkona hans
er Stefanía Ágústsdóttir húsmóðir. Þau
verða að heiman á afmælisdaginn.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágremi
Aðalfundur bridsdeildar Félags eldri
borgara í Reykjavík er kl. 13 í dag í Ris-
inu. Spilað eftir fúnd. Tvímenningur.
Dansað eftir lifandi músík kl. 20 f kvöld í
Risinu.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Félagsfundur verður haldinn sunnudag-
inn 19. sept kl. 14 í félagsmiðstöðinni
Gjábakka, Fannborg 8. Stjómin.
Vfrnet hf. kynnir
Galvaniseraö bárujám —
þetta gamla, góöa
Vfmet hf. hefur framleitt „galvaniserað
bárujám" allt frá 1978. Þessi vara hefur
átt mikilli velgengni að fagna á íslensk-
um byggingamarkaði f gegnum árin.
Sameinar allt f senn: fremur ódýrt, hefur
sígilt útlit og er varanleg lausn við við-
hald og nýbyggingar, á þök og veggi.
Vímet hf. mun nú bjóða þetta efni með
þykkari sinkhúð en áður hefur þekkst
Stál, sem ætlað er til þak- og veggja-
klæðninga, er alltaf húðað til þess að
verja það málmtæringu. Sink (Zn) og ál
(Al) era þeir málmar sem algengastir era
til húðunar á stáli, eða blöndur af þeim.
Hér er um sinkhúð að ræða.
Sinkmagn á plötum er gefið upp f
grömmum á fermetra, heildarþykkt
sinkhúðar á báðum hliðum. Algengast er
að klæðningaefni sé með 275 gr/m1.
Þar sem ending sinkhúðar er í réttu
hlutfalli við þykkt hennar þá leiðir aukið
sinkmagn tdl lengri endingar án þess að
stálið fari að ryðga eða tærast
Með þetta að leiðarljósi hefur Vímet hf.
ákveðið að bjóða þykkari sinkhúð eða
350 gr/m!.
Vímet hf. er í Borgamesi, að Borgar-
braut 74. Síminn er 93-71000.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
auglýsir eftir myndefni
Á næstunni kemur út á vegum Bókaút-
gáfunnar Amar og Örlygs hf. ritverkið
Jfkureyri — höfuðstaður Norðurlands"
eftir Steindór Steindórsson, fv. skóla-
meistara. Bókin verður ríkulega skreytt
Ijósmyndum, gömlum og nýjum, mál-
verkum, teikningum, kortum og upp-
dráttum. Af þessu tilefni vill Bókaútgáf-
an Öm og Örlygur leita til fólks, sem
kynni að eiga f fóram sínum gamlar ljós-
myndir, teikningar eða annað myndeftii
sem tengist Akureyri og umhverfi bæjar-
ins og fá slíkt efni léð til birtingar í verk-
inu. Þeir, sem kynnu að eiga slíkt efni
eða vita um það, era góðfúslega beðnir
um að hafa samband við fvar Gissurar-
son myndaritstjóra í síma 91-684866.
Einnig er væntanlegt innan skamms frá
Emi og Örlygi umfangsmikið rit um
sjávarhætti við suðurströndina, frá
Lónsheiði til Þjórsárósa, eftir Þórð Tóm-
asson í Skógum. Bókin verður fjölþætt
að efni og má nefna kafla um skip og
skipasmíði, farviði, áhöld og sjóklæði,
útræði, gæftir og fiskigengd, vinnu í
landlegum, fisknytjar, skiptapa og mann-
skaða og er þá fátt eitt neftiL Þórður hef-
ur um árabil saftiað Ijósmyndum er
tengjast efni bókarinnar og verður hún
ríkulega prýdd myndum. Af þessu tilefni
vilja höfundur og útgefandi leita til fólks
er kynni að eiga í fóram sínum myndir,
er tengjast þessu efni, og fá þær léðar til
birtingar í bókinni. Þeir, sem kynnu að
eiga slíkar myndir eða vita um þær, era
góðfúslega beðnir um að hafa samband
við höfúnd, Þórð Tómasson, f síma 98-
78842 eða ívar Gissurarson myndarit-
stjóra í síma 91-684866.
Ragnar V. Björgvinsson
Valgerður Sveinsdóttir
ISTiUHIDSTÖÐIN UNGIOLTI It
Langholt II • 801 Selfoss • lceland
Tel: 354 (9)8-21061
Fox: 354 (9)8-23236
- HESTAFERÐIR - SAIA
RIDING TOURS - SALE - EXPORT
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
Reykjanesi
Forstöðumaður og
deildarþroskaþjálfar
óskast!
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eft-
ir að ráða til starfa forstöðumann við sambýli fatlaðra í
Njarðvík.
Óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðrum fagmenntuðum
starfsmanni með uppeldisfræðilega menntun og reynslu
af stjómunarstörfum.
Ennfremur óskar Svæðisskrifstofan eftir að ráða deildar-
þroskaþjálfa til starfa við sambýli fatlaðra í Kópavogi og
Hafnarfirði.
Forstöðumenn og deildarþroskaþjálfar taka þátt í fram-
sæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrif-
stofu með öflugum faglegum stuðningi í formi hand-
leiðslu, námskeiða og víðtæku faglegu samstarfi með
öðrum stjómendum hjá Svæðisskrifstofu.
Umsóknarfrestur er til 24. september.
Nánari upplýsingar em veittar í síma 641822 og um-
sóknareyöublöð liggja frammi á Svæðisskrifstofu Reykja-
ness, Digranesvegi 5 í Kópavogi.
Sameiginleg áhugamál eiginmanna Önnu, þess fyrrverandi Marks Phitiips og núverandi Tims Laurence, eru sjátf-
sagt fjölmörg, en hér ræöa þeir að sjálfsögöu um hesta.
Er Anna Breta-
prinsessa kona
ekki einsömul?
Eini ljósi punkturinn í hjóna-
bandsmálum barna Elísabetar
Bretadrottningar á árinu 1992
— árinu sem drottningin kall-
aði „annus horribilis" — var
brúðkaup dóttur hennar Önnu
og Tims Laurence sjóliðsfor-
ingja í desember.
Þá hafði loks nýlega verið
gengið frá skilnaði prinsessunn-
ar og fyrrverandi eiginmanns,
Marks Phillips, og reyndist
prinsessan þar vera skrefinu á
undan bræðrum sínum Karli og
Andrési, sem þetta endemisár
tilkynntu báðir skilnað að borði
og sæng við konur sínar.
Nú hafa frekari ánægjufréttir
borist af prinsessunni, að vísu
ekki staðfestar enn, en vonandi
sannar. Sterkur orðrómur er á
kreiki um að prinsessan, sem
orðin er 43ja ára, eigi von á sér
og sé þegar gengin þrjá mánuði
með.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar fyrir um mánuði, þegar
hjónin voru viðstödd árlegt
hestamót á Gatcombe Park,
landareign prinsessunnar þar
sem hún hélt heimili með Mark
Phillips. Phillips hefur búið þar
síðan, en er nú að láta fullgera
sér híbýli í næsta nágrenni, svo
að þau hjónin fyrrverandi þurfi
ekki að sofa undir sama þaki til
frambúðar. Þar má sjá að hið
besta fer á með fyrirfólkinu og
þó að Tim sé ofurlítið utangátta
í þessum hestaheimi, hann seg-
ist ríða skipum en ekki hestum,
lætur hann það greinilega ekki á
sig fá.
Þá má ekki gleyma því að böm
þeirra Marks og Önnu skemmtu
sér ekki síður en þeir fullorðnu í
góða veðrinu á Gatcombe Park.
Anna var I essinu stnu á
hestamótinu.
Anna Bretaprinsessa og Tim Laur-
ence gengu í hjónaband f desem-
ber sl. og segja má aö hamingjan
geisli afþeim. Hér eru hjónin stödd
á hestamóti, sem haldiö er árlega á
heimavelli Önnu prinsessu, Gatc-
ombe Park, en þar hélt hún einmitt
heimili með fyrri manni sínum,
hestamanninum Mark Phillips. í
baksýn er Peter, sonur Önnu og
Marks.