Tíminn - 09.10.1993, Page 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-símlim.«68-7M8--Frétta-Tíminn...Frétta-síminn.«68-76-48-,
Laugardagur
9. október 1993
191.tbl.77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 125.-
Halim Al sakaður um kynferðislega misnotkun á dóttur sinni
Þyngstu viðurlög
eru dauðadómur
Sé unnt að sanna að Halim Al hafi beitt kynferðislegu ofbeldi jafn-
Ígildir það dauðadómi yfir honum samkvæmt íslömskum lögum.
slamstrúarmenn líta á kynferðislegt ofbeldi gagnvart bömum
sem einn alvarlegasta glæp er hugsast getur, jafnvel alvarlegri en
morð.
Þetta fékk Benedikt Ó. Sveinsson,
Iæknir, sem skoðaði dætur Sophiu
Hanesn í TVrklandi í apríl á síðasta
ári, staðfest hjá yfirmönnum á há-
skólasjúkrahúsinu í Istanbul þar
sem stúlkumar voru skoðaðar. Sig-
urður Pétur Harðarson sagðist í
samtali við Tímann í gærkvöld einn-
ig hafa fengið staðfesta sömu túlkun
á refsingu við þessum glæp í TVrk-
Iandi. Sigðurður Pétur hefur jafn-
framt eftir Hasip Kaplan, lögfræð-
ingi Halim Al, að Halim hafi aldrei
vakið máls á grun um meint kyn-
ferðislegt ofbeldi við réttarhöldin
ytra.
Forsaga málsins er sú að fyrir einu
og hálfu ári síðan, í apríl 1992, fékk
Sophia Hansen að sjá dætur sínar í
fyrsta skipti eftir að Halim A1 nam
þær á brott til TVrklands í júní 1990.
Hún segist hafa haft hugboð um að
ekki væri allt með feldu og við at-
hugun á kynfærum eldri dótturinn-
ar, Dagbjartar sem nú er ellefu ára
gömul, kom í ljós ljót sýking. Úr
nærfötum stúlkunnar náði hún sýni
sem sent var til íslands til ræktunar.
Hér á síðunni sést niðurstaða rækt-
unarinnar staðfest af Áma Jóni
Geirssyni, sérfræðingi á Landsspítal-
anum. Hún er sú að stúlkan þjáist að
öllum líkindum af bólgu í leggöng-
um og eggjaleiðurum og þarfnist
lyfjameðferðar samstundis. Jafn-
framt em leiddar sterkar líkur að
kynferðislegri misnotkun.
Strax í kjölfarið fór Benedikt Ó.
Sveinsson kvensjúkdómalæknir til
Tyrklands og rannsakaði stúlkuna
ásamt þarlendum sérfræðingum. Sú
rannsókn var samhljóða niðurstöðu
ræktunarinnar á Landspítalanum.
Hann ræddi við báðar dætur Sophiu.
í skýrslu hans, sem Tíminn hefur
undir höndum, kemur fram að Dag-
björt segist ekki vita hvað hafi verið
gert við hana þegar hún var sofandi
eða þegar hún hafi legið meðvitund-
arlaus eftir barsmíðar.
Fyrir liggja skýrslur frá þremur ís-
Ienskum læknum um þetta mál, sem
allar segja að mjög miklar líkur séu á
að um kynferðislega misnotkun sé
að ræða. Enn sem komið er hafa þó
ekki verið lögð fram svo örugg rök
að unnt sé að sanna það fullkomlega.
Dagbjört kvartaði í apríl grátandi
við mömmmu sína að henni væri illt
í maganum og hefði verið það und-
anfamar þrjár vikur. Hún hafði áður
kvartað við tyrkneska ömmu sína
sem eyddi talinu og hótaði lífláti ef
Dagbjört segði Halim A1 frá þessu.
Happdrætti Háskólans opnar spilasali:
Nýtt tölvuspil
Happdrætti Háskólans mun í
næsta mánuði hefja rekstur 350
nýrra beinlínutengdra spilavéla,
sem vonast er til að skili 200
milfjón króna ágóða á ári. Þeim
verður komið fyrir í spilasölum á
hótelum, vínveitingastöðum og
víðar, en viðræður um uppsetn-
ingu þeirra standa nú yfir. Að-
gangur að nýju spilavélunum
verður bannaður fólki yngra en 16
ára.
Gert er ráð fyrir að komið verði
upp 4-6 spilasölum á höfuðborgar-
svæðinu, sem ekki verða tengdir
vínveitingastöðum
Spilavélamar koma hingað frá
Bandaríkjunum þar sem þær
ganga undir nafninu Video Lottery
Terminal. Spilavélamar eru nú á
leið til landsins en gert er ráð fyrir
að í kerfinu verði 300-350 vélar.
Hér er um að ræða eins konar
tæknivæddan arftaka spilavélar-
innar frægu, sem nefnd hefur verið
„einhenti ræninginn". Happdrætti
Háskólans er fyrsti aðilinn í Evr-
ópu sem tekur þessa spilakassa í
notkun. Þeir verða tengdir við
móðurstöð í gegnum símalínu, en
það felur í sér að hægt er að sjá
samstundis hvort spilamaðurinn
vinnur eða tapar. í hverjum spilasal
verða 10-15 vélar. Vinningsmögu-
leikar verða tvenns konar, smærri
vinningar upp á hundruð eða þús-
undir króna sem greiddar verða út
í spilasalnum og hins vegar er
hægt að vinna peningapott líkt og í
lottói. Vmningshlutfall verður
90%.
Framkvæmdastjóri Happdrættis
Háskóla íslands segir að þeir renni
blint í sjóinn með nýju spilavélam-
ar. Þetta sé nýjung og þar af leið-
andi liggi ekki fyrir hverjar viðtök-
umar verða. Að hans sögn er búið
að fá öll tilskilin leyfi fyrir rekstrin-
um og vonast er til að einnig sé bú-
ið að yfirstíga alla tæknilega örð-
ugleika. Hægt verður að velja um
íslenskan eða enskan texta á spila-
kössunum.
Fjáröflun H.H.Í. hefur farið vem-
lega minnkandi undanfarin ár og
er gert ráð fyrir að ágóði þess á
þessu ári verði einungis um 160
milljónir króna. Nýju spilavélamar
eiga að bæta þar úr. Ekki fékkst
upp gefið hversu mikið þær kosta,
en eftir því sem næst verður kom-
ist em þær keyptar hingað til lands
með nokkurs konar kaupleigu-
samningi. -AG
Sem kunnugt er tapaði Sophia
Hansen forræðismáli yfir dætmm
sínum fyrir undirrétti í Istanbul á
fimmtudag. Hún hefur áfrýjað til
hæstaréttar í Tyrklandi og hyggst
hefja mótmælasvelti gegn úrskurð-
inum í byrjun næstu viku. Halim A1
hefur á meðan dómsúrskurð um for-
ræði yfir Dagbjörtu og Rúnu, sem er
tíu ára. Þess ber að geta að gögnin
um kynferðislega misnotkun vom
ekki tekin fyrir í málsmeðferð undir-
réttar í Tyrklandi.
_ LANDSPÍTALINN _
DEHARTMENT OF MEDICINE
April 27th 1992
rc?: DAGBJÖRT VF.SILE AL, dob 15.06.1981
This above named girl has been complaining of lower'*
abdominal pain and purulent vaginal discharge for 3 weeks.
This has not been paid any attention to.
A specimen was taken and brought to Iceland v/here-the•
bacteria streptococcus group A was grown from it.
This gir! probablv suffers from vaginitis or salpingitis
and needs medicál attention immediately.
There is strong suspicion of sexual abuse.
Árni Jón Geirsson, MD
SpeciaVist in Internal Medicine
Associate professor in Medicine
„•.Ai.LMvtionriiusMtAi
'M'VAilTSOiVí wl’ MCÐKISX
vtx ICKLA.N1)
r.a uox is
III XtYKJAVtK ICIILAND
1*1«. UMIUpl.
T*Ut.«
JJ4I40IU7
„Alvarlegur grunur um kynferöislega misnotkun," segir Árni Jón Geirs-
son, sérfræöingur.
Formaður Dagsbrúnar vill frekar hótanir frá t]ármálaráðherra en loforð
Dagsbrún vill
uppsögn kjara-
samninga
Trúnaðarráð Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar telur að segja beri upp
gildandi kjarasamningum við at-
vinnurekendur þegar samningur-
inn verður endurskoðaður í byrjun
næsta mánaðar.
í ályktun fundar trúnaðarráðsins
kemur fram að kjör verkafólks fara
sífellt versnandi, atvinnuleysið er
orðið viðvarandi og því er spáð að
það muni enn aukast. Eignarmissir
vofir yfir í vaxandi mæli og kaup-
máttur minnkar dag frá degi sam-
hliða því sem nýjar álögur eru lagð-
ar á almenning.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður félagsins, segir að verkafólk
hafi t.d. enga tryggingu fyrir því að
gengi krónunnar verði ekki fellt í
þriðja sinn á skömmum tíma og
þaðan af síður að ekki verði tekin
upp einhver ný þjónustugjöld. Guð-
mundur segir að það sé rætt meðal
sumra að vextir verði lækkaðir um
næstu mánaðamót en síðan verði
þeir hækkaðir snarlega eftir 10. nóv-
ember nk. þegar endurskoðun
samningsins á að vera lokið.
„Hinsvegar höfum við nokkra
tryggingu fyrir því að atvinnuleysi
eykst og þar með að tekjur verka-
fólks almennt verða minni.“
Fjármálaráðherra hefur haft á orði
að ef verkalýðshreyfmgin segir upp
gildandi samningum þá mundi það
væntanlega hafa þær afleiðingar að
lækkun matarskattsins komi ekki til
framkvæmda um áramótin.
Já, þetta eru svona hótanir hjá
honum Friðriki. Ég vil nú frekar fá
hótanir frá honum Friðriki Sophus-
syni en loforð.“
í ályktun fundar trúnaðarráðs
Dagsbrúnar segir að kjarasamning-
urinn frá því sl. vor hafi falið í sér
kjaraskerðingu annað árið í röð. Þá
hefur ríkisstjórnin ekki staðið við yf-
irlýsingu sína um aðgerðir í at-
vinnumálum né fyrirheit í efnahags-
og peningamálum sem myndu leiða
til vaxtalækkunar. Auk þes séu ýmis
ákvæði í fjárlagafrumvarpinu sem
ekki sé hægt að meta öðuvísi en svo
að ríkisstjómin hyggist hlaupast
undan merkjum og ganga á bak
orða sinna frá því sl. vor.
-GRH