Tíminn - 09.10.1993, Síða 4

Tíminn - 09.10.1993, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 9. október 1993 Tíminn Ritsflóri: Þór Jónsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Asgrimsson Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Skrifstofur Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideiid 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400-, verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fjórða ríkisvaldið Óráðsía er alltaf óheppileg og þegar hún á sér stað í mikilli efnahagslægð vekur hún vitaskuld harkaleg viðbrögð og reitir til reiði þá sem berj- ast í bökkum. Þó kastar tólfunum þegar al- mannafé er ausið í óþarfa. Nýlegasta dæmið um slíkan fjáraustur eru kaup Seðlabanka íslands á glæsilegum torfæruvagni undir Jón Sigurðsson bankastjóra sem kostar tæplega fimm milljónir króna. Til hvers þarf Seðlabankastjóri að aka um á bif- reið sem er sérhönnuð fyrir vegleysur, sem er eldsneytissvelgur mikill og búinn allra hand- anna þægindum sem venjulegt fólk þættist full- sæmt af að hafa í dagstofu sinni? Hvaða sérstöku ástæður liggja að baki því að annar og ódýrari bfll varð ekki fyrir valinu, sem mætti þó að sjálf- sögðu vera fallegur og lipur og sómi fyrir Seðla- bankastjóra? Eða skipta milljón krónur til eða frá engu máli í ríkisstofnuninni Seðlabankan- um? Formaður bankaráðs Seðlabankans, dr. Ágúst H. Einarsson, af sjónvarpsviðtali við hann að dæma, virðist telja það litlu eða engu breyta hvort bifreiðakaup af þessu tagi fari fram á þrengingartímum eða ekki. Hann segir að slík kaup veki alltaf umtal og gagnrýni á hvaða tím- um sem er. Ummæli bankaráðsformannsins verða varla skilin á annan veg en að hann telji fréttamenn og almenning, sem gagnrýna þess háttar sóun á almannafé, vera smásmugula. Að þeir sæju of- sjónum yfir smávægilegum hlunnindum. Væri þó miklu nær að taka mark á þessari gagn- rýni og sýna aðhald í verki. Að öðrum kosti verða allar sparnaðarprédíkanir úr þessari átt hol- hljóma og áhrifslausar. „Ég afsala mér frekari biðlaunum," segir til að mynda Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðis- ráðherra og vill ekki ræða þau mál frekar. Samt veit enginn hvers vegna í ósköpunum hann af- salar sér biðlaunum frá Hafnarfjarðarbæ, ef hann telur rétt og siðlegt að þiggja þau. Hafi það hins vegar verið siðlaust af ráðherra að þiggja biðlaunin, hvers vegna endurgreiðir hann ekki Hafnarfjarðarbæ þau biðlaun, sem hann hafði þegið í ógáti, nú þegar hann hefur séð að sér? Þetta er ofur einfalt og skiljanlegt. En hvað veldur því, að ráðherra ákveður að hætta að taka við biðlaunum í miðjum klíðum og láta gott heita? Eina útskýringin, sem hann gefur, og klifar í rauninni á, er eitthvað á þá leið að hann hafi þurft vinnufrið fyrir ágengum fréttamönnum. Ef til vill telur hann þá smá- smugula einnig. Að minnsta kosti hefði heil- brigðisráðherra aldrei afsalað sér biðlaunum nema vegna þess að fréttamenn gerðu þau að umtalsefni og almenningi ofbauð. Mikilvægi þess að fjölmiðlar, sem stundum eru kallaðir fjórða ríkisvaldið, veiti aðhald opinber- um rekstri og stjórnsýslu verður augljóst. Þau tvö mál, sem hér hafa verið nefnd, eru ljós vott- ur um það. Flokkar og stjómmálafélög kenna sig við jöfnuð og jafnaðar- mennsku og leggja þar með áherslu á þau stefnumál sfn að jafna lífskjör og þar með möguleika á að allir fái notið þeirra gæða og öryggis sem velferðarþjóðfélag getur boðið upp á. Þar má nefna heilbrigðisþjón- ustu, menntun, tækifæri til að njóta menningarlífs og lágmarkstrygg- ingar fyrir nauðþurftum svo sem húsaskjóli og fæði og klæðum. Allir stjómmálaflokkar hafa þenn- an jöfnuð á stefnuskrám, líka þeir sem ekki kenna sig sérstaklega við jafnaðarmennsku, enda hafa slfldr orðaleppar enga þýðingu út af fyrir sig þótt þeir hljómi geðslega f eyr- um þeirra sem lakast em settir. Því miður er allt jafnaðartalið lítið annað en varaþjónusta. Mismunun þjóðfélagsþegnanna blasir hvar- r - 9^? Félagsmálapakkinn. Oj afnaðarmenn og réttlæti Oddur Ólafsson skrifar vetna við og þegar velt er við steini kemur margt slepjulegt kvikindið f ljós þar sem menn eiga þess síst von. í eigin sök Sjálftaka hæstaréttardómara á launum er í sviðsljósinu þessa dag- ana og verður enn um sinn. Það versta við þá gjörð er kannski það að sjálfir dómaramir virðast ekki gera sér grein fyrir þrískiptingu valdsins og að hugsunin að baki henni er að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald veiti hvert öðm aðhald til að koma í veg fyrir óeðlilega valda- söfnun einnar greinarinnar á kostn- að hinna. Að dómarar úrskurði sjálfum sér laun sem framkvæmdavaldið á síð- an að inna af hendi er brot á gmnd- vallaratriðum stjómskipanarinnar. „Ég deili ekki við dómarann," sagði forsætisráðherra við Tímann, þegar hann var spurður um málið og þvoði þar með hendur sínar, að hann hélL En þama átti hann að deila við dómarann. Fleira kom í ljós þegar ljóskastar- anum var beint að kjömm hæsta- réttardómara. Þeir em á fullum og óskertum launum til æviloka, en starfsævi þeirra í réttinum er stutL Það liggur í hlutarins eðli að enginn verður hæstaréttardómari fyrr en á miðjum aldrí eða síðar og þeir mega hætta 65 ára gamlir. Fjármálaráðherra ætlar nú að end- urskoða þessi fádæma góðu kjör sem þessi hópur ríkisstarfsmanna býrvið. Þama er dæmi um þann mikla ójöfnuð sem ríkir um greiðslu eftir- launa og Iffeyrís. Opinberir starfsmenn njóta sér- stakra vildarkjara hvað lífeyri snert- ir, en þeir sem em í lægri launa- flokkum lifa samt engu bflffi á þeim greiðslum. Jafnarí en aðrír Aftur á móti em hálaunamennim- ir hjá hinu opinbera margfallt betur settir í starfi og ekki síður í ellinni en hinir. Nómenklatúran er svo miklu jafn- ari en aðrir. Vel er séð fyrir biðlaunum og eftir- launum þingmanna og ráðherrar safna margföldum eftirlaunarétt- indum á móts við aðra og kunna ekki að skammast sín. Jafnaðar- mennimir í ráðherrastólum njóta þeirra kjara ekki síður en hinir og hefúr aldrei heyrst stuna né hósti um málið af þeirra hálfu. Háembættismenn og starfsmenn stofnana í eigu ríkisins dæma sjálf- um sér launakjör, fríðindi, starfs- lokasamninga og lífeyrisréttindi af fullkominni óskammfeilni og em ekki annað en yfirlætið og hrokinn þegar að er fúndið og um er spurt Kjaradómur er úti að aka í kjara- málum, enda em valdir í hann há- tekjumenn sem em blindir á öll launahlutföll í landinu. Úrskurðir hans em því hneyksli sem aðrir verða að afsfýra eins og dæmin sanna. Munur á kjömm fólk og aðstöðu er sífellt að aukasL Fjölmenn embætt- ismannastétt gengur í sjóðina og sækir sér hnefafylli samtímis því að laun lækka hjá öllum almenningi og stórir hópar fólks missa atvinnuna. Ráðherrar em gerðir nánast að skrímslum fyrir að láta stofnanir draga saman seglin og spara lands- sjóðnum útgjöld. En samtímis em þeir svo lánlausir að hygla sjálfum sér á ósvífinn hátt og geta með engu jj móti spomað við sjálftöku launa- hæstu embættismannanna á sínu kaupi. Það er engu líkara en að einhver sjálfvirkni sé í gangi sem eykur ójöfnuðinn f þjóðfélaginu jafnt og þétt og að enginn geti stöðvað þessa þróun. Auðvitað er það hægt og það er auðvelt — aðeins ef vit og vilji væri fyrir hendi — með smáskammti af hugrekki. Ójöfnuðurinn á sér víðar stað en í launakjömm. Margfaldur munur á vægi atkvæða er mörgum þymir í augum og seint ætlar að ganga að lagfæra hann. Kosningalögum var síðast breytt 1987 með þeim endem- um að réttur kjósenda var fyrir borð borinn en stundarhagsmunir flokka og þáverandi þingmanna hafðir að leiðarljósi. Árangurinn varð fimmfalt ranglæti þar sem verst lætur og fjölgun þing- manna sem sprengdi þinghúsið og var ákveðið að bæta öðru við rétt á móti ráðhúsinu. Nú em enn einu sinni uppi raddir um að breyta kosningalögum og ef marka má hugmyndir áhrifamikilla stjómmálamanna ætti að vera hægt að koma við skynsamlegri kjör- dæmaskipan og réttlátari en nú er og fækka þingmönnum vemlega, þótt ekki væri nema til að Alþingis- húsið passaði utan um samkund- una. Vel er athugandi að stjómarskrár- binda ákvæði um að þingmenn megi aldrei vera fleiri en Alþingis- húsið við Kirkjustræti rúmar með góðu móti. Á fúndi sem Félag frjálslyndra jafn- aðarmanna gekkst fyrir um nýja kjördæmaskipan lýstu fulltrúar úr öllum þingflokkunum, nema Kvennalista, yfir stuðningi við breytt og réttlátari kosningalög. All- ir gældu þeir við hugmyndina um að gera landið að einu kjördæmi og allir vom þeir hlynntir því að fækka þingmönnum. Vom nefndar tölur frá íjömtíu til fimmtíu sem hæfileg- ur þingmannafjöldi. Athyglisvert er að þingmennimir vom ekki sérstaklega með spamað f huga þegar þeir mæltu með fækkun þingmanna, heldur telja þeir að þinghaldið verði áhrifaríkara og skilvirkara ef færri fjalla um málin. Ráðhermm á auðvitað að fækka líka og lýsti einn úr þeirra hópi yfir að ráðherrar ættu lítið erindi að hanga yfir smámálum í ráðuneytun- um og mætti vel sameina nokkur ráðuneyti. Hefðu þeir samt góðan tíma til að sitja þingfundi og sinna öðmm skyldum. Jöfhun atkvæðisréttar, skilvirk þingstörf og umsvifaminni og ein- faldari stjómsýsla er í anda þeirrar jafiiaðarstefhu og velferðar allra landsins bama sem flokkar og sam- tök vilja stefna að. Ef orðið jafnaðar- stefna fer í taugamar á einhverjum má allt eins setja samvinnu eða samjálp í þess stað. Það á að gera sömu stoð. Þegar þingmenn allra flokka (Gert er ráð fyrir að Kvennalistinn sé svip- aðs sinnis) lýsa yfir að kjördæma- skipanin sé óþolandi óréttlátog að nauðsyn sé að bæta þar um, þá ætti að nást góð samstaða um málið og koma á jöfnuði. Þjóðarkríli í geysistóm landi eyði- leggur sjálft sig þegar hver situr yfir annars hlut og gráðug nómenkla- túran hremmir margfalt meira en henni ber. Andlaust skriffinsku- báknið hefur engan rétt á stærri hlut en þeir sem vinna önnur störf. Gírugir embættismenn em ekki það ofúrefli sem þeir telja öðram trú um að þeir séu. Ef kjömir fúll- trúar bera gæfu til að ganga ekki í björg og samsamast tröllunum og skipta með þeim fengnum, er létt verk að halda þeim í skefjum. Það telur enginn ráðmaður eftir sér að hímdraga almúgann og kveina og kvarta yfir að allt sé að fara úr bönd- unum þegar meðallaunafólkið (les láglauna-) er að biðja um einhverja hungurlús sér til handa. En þegar fjölmennar hálaunastéttir taka sér sjálfdæmi um kjör sín mjamtar eng- inn kjafti. Réttlát kosningalög sýnast nú í sjónmáli og ætti að vera vandræða- laust að koma þar á jöfnuði. Að koma á jöfnuði lífskjara á líka að vera mögulegt. Þor og vilji er allt sem þarf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.