Tíminn - 09.10.1993, Síða 6

Tíminn - 09.10.1993, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 9. október 1993 Guðmundur Ámi Stefánsson situr ekki á neinum friðar- stóli sem heilbrigðisráðherra þessa dagana. Hann er í helgar- viðtali Tímans og var rætt um ýmsar umdeildar aðgerðir hans í stuttum en stormasömum ráð- herradómi, fræga embættisveit- ingu og biðlaunin frá Hafnar- fjarðarbæ. —Það er ekki langt síðan þú gagnrýndir fyrirrennara þinn fyr- ir vinnubrögð og skemmdarverk á velferðarkerfinu. „Ég gagnrýndi forvera minn, Sighvat Björgvinsson á sínum tíma aðallega fyrir eitt Ég hafði áhyggjur af þeirri áherslu sem hann lagði á þjónustugjöld í heil- brigðiskerfinu sem eðli máls sam- kvæmt leggjast fyrst og síðast á þá sem þjónustuna þurfa að nota og taldi að þar yrði að gæta að. Þjónustugjöld hafa ákveðna kosti, m.a. að tryggja að sá sem þjónustuna fær hafi virkara eftir- lit með því að hann fái það fyrir peningana sem hann er að greiða. Gallinn er hins vegar sá að það halli í of ríkum mæli á þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda þ.e. bammargar fjölskyldur, aldraða og sjúka. Þess vegna hef ég lagt áherslu á það í minni stefnumörkun að mikið lengra verði ekki gengið í þeim eftium og fjármögnun heil- brigðiskerfisins verði ekki byggð á þjónustugjöldum. í því ljósi hafa hugmyndir mínar um heilsukort byggst á því að hver einasti þjóðfélagsþegn 16 ára og eldri, óháð notkun hans á heil- brigðisþjónustunni, greiði þessa upphæð til viðbótar því sem hann hefur áður greitt með sköttum sínum. Ég vil að menn horfi á þessa meintu gagnrýni mína eins og hún var og hún var um þetta, en ég nefndi aldrei orðið skemmdarverk." —Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að koma með ákvarðanir á síðustu stundu. Starfsfólk á leik- skólum rOdsspítala t.d. segir að því hafi verið sagt upp í beinni útsendingu. Eru þetta vinnu- brögð sem þér finnst réttlætan- leg? „Ég kem hér til starfa þann 14. júní á þessu ári. Þá eru frumdrög og rammar að fjárlögum fyrir- liggjandi. Það var ekki mikill tími eða svigrúm til stefnu. Ég hafði auðvitað gert forsvarsmönnum stóru sjúkrahúsanna fúllkomlega grein fýrir dagvistarmálunum. Þeir vissu hvað í farvatninu var. Hins vegar liggur það fyrir að fjár- lög voru ekki endanlega afgreidd úr ríkisstjóm fyrr en um miðjan september." —Þú ert þó búinn að hafa allt sumarið. „Ég fer náttúrulega ekki af stað með ósamþykktar aðgerðir. Það er alveg augljóst mál að á ein- hverjum tímapunkti hlaut að koma til hinnar formlegu til- kynningar. Ég er hræddur um að hún hefði alltaf orsakað jafti hörð viðbrögð og raun ber vitni. Það þurfti að forminu til að segja upp starfsfólki leikskóla sjúkra- húsanna. Um leið hafði því verið tilkynnt í bréfi að forsvarsmenn úr ráðuneytum myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja áframhaldandi starf hjá nýjum vinnuveitenda. Þetta em atriði sem aldrei eru nefnd í þess- ari umræðu allri. Ég held að þegar fólk og fjöl- miðlamenn nenna að fara ofan í kjamaatriði þessa máls þá sjái þeir að í sumum tilfellum er verið að gera úlfalda úr mýflugu. í fyrsta lagi finnst mér ástæða til að halda til haga meginatriðum þessa máls. Þau em þessi: Það em sveitarfélögin sem eiga að reka leikskólana. Það segir um það í verkaskiptalögum og það segir um það í leikskólalögum. í öðm lagi hefur réttlæting þess að ríkið greiði niður dagvistar- kostnað í einstökum sveitarfélög- um en öðmm ekki verið gagn- rýnd ámm saman. Einnig hefur það verið gagnrýnt innan ríkisspítalanna meðal starfsfólks heilbrigðisstoftian- anna hver geti sest í dómarasæti og kveðið upp úr með að einstak- ar starfsstéttir heilbrigðisstofn- ana séu mikilvægari en aðrar og eigi þess vegna að njóta dagvist- unar sem að hluta til em greiddar af ríkinu. Þessi þrjú meginatriði verður auðvitað að hafa í bak- gmnni málsins þannig að málið er auðvitað ekki glænýtt. Svo ég komi nú að þessum tíma- þáttum hef ég bent á að hluti þessarar þjónustu, sem veitt er, er í formi skóladagheimila. Svo ég bendi á ríkisspítala em þar um 90 pláss af 270. Hér í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum er boðið upp á heilsdagsvistun í skólum. Það gefur auga leið að böm heil- brigðisstéttanna njóta auðvitað sömu þjónustu og aðrir og þar er vettvangur til að leysa málið. Það liggur líka ljóst fyrir að hluti af starfsfólkinu — nefnd hefur verið talan 10% en aðrir hafa nefnt hana hærri — em einstæð- ir foreldrar sem njóta þar með forgangsréttar hjá sveitarfélög- um. Ég er að tala um að séu skóla- dagheimilin orðin 20 til 25% og forgangshópar 10% em 35% vandans leyst og útaf fyrir sig þarf ekki að ræða það meira og þeir ganga inn í þá þjónustu sem til staðar er. Um það sem eftir kemur liggur fyrir yfirlýsing borgarinnar og annarra sveitarfélaga að þau geti hugsað sér að greiða niður þessa þjónustu eins og borgin gerir gagnvart öðmm sjálfstæðum að- ilum. Það er stefnubreyting því að ríkisspítalar fóm fram á 1991 við þessi sveitafélög að fá rekstrar- styrk í kjölfar verkaskiptalaganna en þá gekk það ekki.“ —Að margra mati heggur þú þar sem síst skyldi og verða áfengissjúklingar og vímuefna- neytendur helst undir hnífnum. Hvers vegna? „Það er dálítið undarlegt og ekki merkilegur málflutningur þegar fjölmiðlamenn og gagnrýnendur á einstakar tillögur taka þær út eins og gert hefur verið með leik- skólana og segja að nú sé verið að höggva til bamanna. Þetta hefur líka verið gert gagn- vart uppstokkun og endurmati á ýmsum þáttum áfengismeðferðar og teknir út einstaklingar í þeim hópi, m.a. vistmenn á Gunnars- holti og raunar víðar, og sagt: Nú er þessi vondi maður að ráðast að þeim sem minnst mega sín. Hefði mönnum líkað það betur ef ég hefði lagt til sem valkost innrit- unargjöld á sjúkrahús og lokun á nokkrum deildum? Stór hluti heilbrigðis- og trygg- ingageirans snýst um fólk sem er minni máttar. Það gefur auga leið. Allar tilfærslur til eða frá varða fólk sem velferðin er að líta til með. Ég er ekki að ráðast að neinum einstaklingum. Ég er ein- faldlega að reyna að leggja fram tillögur til að nýta á bestan hátt það fjármagn sem til staðar er. Ég kalla eftir öðrum tillögum. Ég hef ekki heyrt neinar aðrar hugmyndir f þessari orrahríð um mínar tillögur til að stemma stigu við þessum útgjöldum. Sannleikurinn er sá að ljárfram- lag til heilbrigðismála á næsta ári hækkar um einn og hálfan millj- arð frá fjárlögum þessa árs. Það er verið að andæfa gegn sívaxandi útgjaldaþörf í þessum málaflokk- um. Það gefur auga leið að þörfin í þessum efnum er ótæmandi og alltaf er hægt að gera betur og ég geri mér það ljóst. í samdrætti í þjóðfélaginu sér hver maður að það hlýtur að koma niður á út- gjaldaramma heilbrigðis- og tryggingamála sem tekur til 40% af útgjöldum ríkisins. Menn verða að athuga þessa hluti í stærra samhengi. Það er ekki verið að ráðast gegn einstök- um stofnunum, gegn einstakling- um. Það er verið að hagræða og færa til í kerfinu." —Forveri þinn var gagnrýndur fyrir að hafa ekki fólkið með sér í þeim aðgerðum sem hann beitti sér fyrir. Hvað með þig? „Það kann vel að vera að tíminn sem ég hef haft hér hafi ekki verið nægur til þess að laða fólk til sam- starfs. Ég er alveg sammála þeirri meginhugsun að það sé mjög nauðsynlegt í öllum breytingum, ekki síst þegar þær eru sársauka- fullar, að fá starfsfólk með. Það þekki ég frá mínum fyrri störfum að öll hagræðing er erfið ef við- komandi starfsmenn eru ekki með huga og hönd þar á. Ég vænti þess að mér gefist ráðrúm og tími til þess að ná áttum með þessum þúsundum íslendinga sem vinna í heilbrigðisþjónust- unni þannig að við getum náð saman um meginmarkmið og haldið úti þjónustu fyrir fólkið. Við megum ekki gleyma því í þessu öllu saman að við erum að reka þetta heilbrigðis- og sam- hjálparkerfi fyrir fólkið sem nýtur þess en ekki fyrir kerfið sjálft.“ —Þú þáðir eina milljón í bið- laun en hættir að taka við þeim í miðju kafi þar sem þú taldir þig ekki hafa vinnufrið. Ætlar þú að skila biðlaunum til baka sem þú hefur þegar fengið? „Samkvæmt ráðningasamningi mínum við Hafnafjörð, sem ég skrifaði undir 1986, var kveðið á um þessar greiðslur. í september- mánuði lýsti ég því yfir ég afþakk- aði frekari greiðslur. Ég sagði það á þeim punkti og get sagt það enn að mér finnst þessi umræða um launamál stjómmálamanna vera á býsna lágu plani. Það er eftir- tektarvert að þegar rætt er um launamál stjómmálamanna er viðmiðið gjaman lægst launaða fólkið. Þá em laun stjórnmála- manna há. Þegar borin em saman laun stjórnmálamanna og stjóm- enda fyrirtækja úti í bæ em laun stjómmálamanna mjög lág.“ —Finnst þér ekki fyrst þú afsal- ar þér frekari biðlaunum að það sé rökrétt að greiða til baka það sem þú hefur þegar fengið? „Ég afsala mér frekari biðlaun- um.“ —Ætlarðu ekki að greiða þessi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.