Tíminn - 09.10.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 09.10.1993, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 9. október 1993 Rútskoj: áttaði sig ekki á stjórnmálunum. \ fréttum er viður- eign Jeltsíns Rússlandsforseta og rússneska æðstaráðsins (þingsins) kynnt sem átök annars vegar lýðræðis- sinna, en hins- vegar róttrækra þjóðernissinna með fasískum svip og kommún- ista. Sú skilgrein- ing er ekki út í hött, en varla full- nægjandi sem skýring á öflum þeim og hræring- um sem voru að baki átakanna. Dyggustu stuðningsmenn Jeltsíns urðu oddvitar andstæðinga hans: A Þeir virkustu í liði þeirra Khasbúlatovs og Rútskojs voru menn, sem báru fyrir sér rauða fánann gamalkunna með hamrinum og sigðinni og fána og hermerki Rússlands keisaratímans. Þessir aðilar komu að því er virtist fram í einni fylkingu og þurfti það ekki á óvart að koma. Þegar s.l. ár fór ekki milli mála að þetta „rauðbrúna bandalag“, eins og það er kallað, var orðinn veru- leiki í tætingslegum stjómmálum Rússlands. Þá sameinuðust kommúnistar og róttækir þjóðeraissinnar í samtökum sem nefnast Þjóðfrelsisfylking og þau höfðu sig eitthvað í frammi í nýafstaðinni viðureign til stuðnings þinginu. Vígorðið um end- urreisn Sovétríkja hefur trúlega ekki þurft að verða aðilum þessa bandalags teljandi ágreiningsatríði, því að hvað sem nafni og hugmyndafræði leið voru Sovétríkin í raun rússneskt risa- veldi og meginundirstaða þess Rússar sem þjóð og samhyggja þeirra sem þjóðar. Jeitsín sigri hrósandi I ágúst 1991: þá studdu hann engir dyggilegar en þeir Khasbúlatov og Rútskoj. Baranníkov, Terekhov Herská samtök á snærum „rauð- brúna" bandalagsins, og þá sérstak- lega hópar í hinum „brúna" armi þess, virðast hafa lagt æðstaráðinu til það mesta af vopnuðu liði þess. Sem fyrirlíða þar í flokki nefna blöð helst Viktor Baranníkov, fyrrum ör- yggismálaráðherra (sem Jeltsín vék úr því embætti í júlílok), Stanislav Terekhov, formann Herforingjafé- lags svokallaðs, sem er skilgreint sem íhaldssamt og þjóðemissinnað og þegar í fyrra var talið hafa mikið fylgi í hemum, og Albert Makashov, fyrrverandi hershöfðingja, sem lýst hefur verið bæði sem harðlínu- kommúnista og harðlínuþjóðemis- sinna. Margra mál er að þeir Khasbúlatov og Rútskoj hafi sýnt litla fyrirhyggju er þeir gerðu uppreisn gegn Jeltsín, en minna má á að fyrstu daga sögu- legrar viðureignar þessara aðila vom sum heimsblaðanna helst á því að sigurmöguleikar þingsins væru þó nokkrir. Það mun hafa talið sig eiga víst fylgi margra milljóna fyrrver- andi félaga sovéska kommúnista- flokksins, sem horfa með söknuði um öxl til fríðinda sem þeir áður nutu sem félagar í ríkisflokknum. Einnig er talið að þingið hafi átt von á eindregnum stuðningi frá nó- menklatúru sovéska tímans, sem enn er í flestum lykilstöðum í stjóm- sýslukerfi, opinbemm stofnunum og stjómun atvinnu- og efnahagslífs. Sérlega voldugir í síðastnefnda geir- anum hafa verið taldir framkvæmda- stjórar ríkisfýrirtækja. Vegna til- hneigingar Rússlands til að leysast upp undanfarið mun og æðstaráðið hafa verið vongott um að ráðamenn margra stjómammdæma og sjálf- stjómarlýðvelda myndu styðja það fremur en Jeltsín, þó ekki væri nema vegna þess að þeir litu á Jeltsín frem- ur en þingið sem fulltrúa miðstjóm- arvaldsins. Tvísýnt þrátefli Hvað sem völdum og áhrifum þess- ara aðila Ifður er almannamál að þeir aðilar, sem mestu ráði í Rússlandi þegar öllu sé á botninn hvolft, séu þeir sem ráða her og lögreglu og þar með vopnum. Með Herforingjafélag Terekhovs, Makashov (sem einnig var talinn áhrifamaður í hemum) og nýafsettan ráðherra öryggismála sín megin mun æðstaráðið hafa talið sig hafa víðtækan stuðning í her- og lög- reglubákninu. En þar misreiknuðu þeir Khasbúlatov og Rútskoj sig herfilega. Og þegar ljóst varð að Jelt- sín hafði ekki aðeins „valdaráðuneyt- in“, þ.e.a.s. innanríkis- og öryggis- málaráðuneytið (sem hafa eigin heri), ömgglega sín megin, heldur og herinn, brast kjarkur flestum þeim, sem annars kunna að hafa ver- ið reiðubúnir til að rísa gegn forset- anum. Undanfari úrslitaviðureignar þeirr- ar, sem nú hefur bundið enda á þrá- tefli forseta og þings Rússlands, var viðleitni Jeltsíns til að styrkja stöðu sína smátt og smátt. Lengi vel var margra mál að ekki mætti á milli sjá, hvor aðilinn færi með sigur af hólmi í þráteflinu. Meðan svo var, mun af- staða hersins og æðsta manns hans, Pavels Gratsjev vamarmálaráðherra, hafa verið sú, að taka eindregna af- stöðu með hvorugum, líklega þá með þeim bakþanka að ganga í lið með þeim, sem betur hefði að lok- um, þegar þar að kæmi. Svo er að sjá að aifstaða Baranníkovs hafi verið svipuð, meðan hann var öryggis- málaráðherra. Jeltsín notaði tæki- færi, sem meint glappaskot öryggis- ráðuneytisins í Tadsjíkistan færðu honum í hendur, til að setja Barann- íkov af og skipa eindreginn stuðn- ingsmann sinn í staðinn. Reiði út af brottvikningu úr einu af valdamestu embættum landsins kann að hafa komið Baranníkov til að ganga í lið með æðstaráðinu. Ekki er ósenni- legt að Jeltsín hefði í sama sinn rek- ið Gratsjev einnig, hefði hann þorað, til að koma einhverjum sem hann treysti betur í embætti varnarmála- ráðherra, sem vera má að sé valda- mesta embætti Rússlands í raun. En það áræddi Jeltsín ekki, enda gat Gratsjev sér frægðarorð í Afganist- anstríði og er vinsæll í hemum. Þetta leiddi til þess að næsta ólík urðu örlög þessara tveggja valda- miklu manna, Baranníkovs og Grat- sjevs, sem báðir biðu átekta í tog- streitu forseta og æðstaráðs. Vegur Gratsjevs er nú meiri en nokkru sinni fyrr, en Baranníkov varla betur staddur en aðrir forkólfar þingliðs. „Dauöi frammi fyrir aftökusveit Jeltsín mun hafa talið sennilegast að Gratsjev stæði með honum, áður en hann rauf þing, annars hefði for- setinn varla lagt í það. Jafnvel svo seint hefur hann þó varla verið alveg viss í því efni; ummæli Gratsjevs fyrstu dagana eftir 21. sept. voru ekki alveg ótvíræð. Daginn eftir að Jeltsín leysti æðsta- ráðið upp og það setti hann af (báðir aðilar frömdu með því stjómarskrár- brot) kvaddi hann „þrjá aðra valda- mestu menn landsins" (Sunday Tim- es) til fundar við sig í fremur skraut- legri byggingu á Lenínhæðum, sem Stalín hafði á sínum tíma notað sem hvíldarbústað um helgar. Sunday Times heldur áfram og leitast við að giska á hugarfar Rússlandsforseta þennan dag: „En myndu þeir koma og heita honum áframhaldandi holl- ustu sem æðsta manni landsins? Og hvað biði hans ef þeir kæmu ekki? Málshöfðun og dauði frammi fyrir aftökusveit..." Fyrstur kom Viktor Jerín innanrík- isráðherra, og næst Nikolaj Gol- ushko, sem Jeltsín hafði gert að ör- yggismálaráðherra í stað Barann-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.