Tíminn - 09.10.1993, Side 12

Tíminn - 09.10.1993, Side 12
Tíminn 12 Laugardagur 9. október 1993 Kynningarakstur á Nissan Sunny LX 1,4: Góður „egóistabíll“ Nissan Sunny LX 1,4, sprækur með fjölventlavélinni og á góðu verði miðað við jafningja. Tímamyndir Árni Bjarna Nissan Sunny 1,4 var fóraarlamb okkar Tímamanna í vikunni og sú gerð hans sem við kynntumst að þessu sinni var þrennra dyra hlaðbakur með 1,4 1 véí, fímm gíra handskiptingu og kostar 965 þúsund krónur. Bfllinn er ökumanni mjög notalegur eins og vænta mátti. Útsýni er gott til allra átta og rýmið í framsætum fyrirtak. Þá er bfllinn hljóðlátur og þægileg- ur á götunum, fjöðrunin nokkuð stíf en hann er nákvæmur í stýrinu og auðveldur viðskiptis í akstri allur. Rýmið er sem fýrr segir fýrirtaksgott framí bflnum. Þá eru hliðardymar stórar og miklar og þeirra vegna þarf að teygja sig nokkuð aftur til að seilast eftir öryggisbeltunum. Og vegna hinna stóru dyra þarf engar sérstakar eróbikkæfingar til að setj- ast inn í aftursætið en auk þess renna framsætin fram á við og sæt- isbakið hallast fram þegar tosað er í þar til gerðan takka. Setrýmið í aftursætinu er hins veg- ar ekkert of mikið fýrir 100 kflóa mann sem er 1,80 á hæð og farang- ursrýmið fýrir aftan aftursætið held- ur ekki stórt. Það verður að segjast eins og er að bfllinn er prýðilegur fyrir fólk sem ekur mest eitt síns liðs eða með einn farþega. En þegar bömin eru orðin fullvaxta og fara með í sumarbústaðinn þá er ekki hægt að koma miklum farangri með. Okkur minnir að rýmið í hin- um nýja og athyglisverða Nissan Micra sé jafnvel ívið meira en í þess- um Sunny, sem þó er stærri að utan. Við ókum bflnum á götum Reykja- víkur og skmppum einn túr til Keflavíkurflugvallar til að sækja tvo flugfarþega. Bfllinn rann ljúflega eftir Reykjanesbrautinni. 1,4 1 vélin er fýllilega nógu öflug og skilar hon- um fljótt og örugglega fram úr bfl- um sem aka á þetta 60-90 km hraða og ekkert mál að finna rétta gírinn til að geta verið fljótur að taka fram úr. Það var heldur þröngt um farþeg- ann í aftursætinu eftir að búið var að leggja niður tvo þriðju af aftur- sætinu til að koma öllum töskunum og farangrinum fýrir, fimm misstór- um og þungum töskum og svo tveimur bjórkössum. Með öllu þessu hlassi varð það hins vegar ekki merkt að aksturseiginleikar breytt- ust að marki og fjöðrunin þoldi þetta með mestu prýði og sömuleið- is slumaði svo sem ekkert í vélinni heldur og hún virtist allt að því jafn spræk á bakaleiðinni. Það er rétt að geta þess hér að það er ekki nokkur ástæða til þess að vera að taka þenn- an bfl með 1,6 1 vélinni. Þessi, sem er 1,41 er fyllilega nógu öflug og auk þess mjög spameytin. Nissan Sunny LX 1,4 er grunngerð Sunny línunnar en er engu að síður búinn vökva- og veltistýri. í honum er hins vegar ekki samlæsing, raf- drifnir speglar eða rafdrifnar rúður sem undirritaður telur ekki til nauðsynja og hefur raunar hálfgerð- an ímugust á og vill ekki í sína eigin bfla, sérstaklega ekki hið síðast- nefnda. Þessi bfll hentar ágætlega einstak- lingum eða hjónum með lítil böm. Hann er þægilegur í akstri og um- gengni og neyslugrannur. Fjöl- skyldufólki almennt myndi þó stall- bakurinn eða skottbfllinn henta bet- ur og svo maður nú ekki tali um skutbflinn sem er mjög rúmgóður og vel hannaður vagn — en talsvert dýrari. Mælaborðið ermeð hefðbundnu sniði. Sætin fá hrós. Þau eru mátulega stinn og styðja vel við llkamann. Verð á bensíni og dieselolíu á bifreiðar Island 95 okt 69,23 98 okt 72,66 Diesel 23,90 Finnland 95 okt 55,62 98 okt 63,08 Diesel 36,60 miðað við 15. september 1993 Svíþjóð 95 okt 67,14 98 okt 70,10 jDiesel 44,70 ,i Noregur Í95 okt 74,59 98 okt 82,47 Diesel 32,77 í Danmörk 95 okt 55,29 !98 okt 58,53 Diesel 50,16 Útreikningar miöast við einn Itr. Athugiö aö 95 okt. bensínið er blýlaust. Heimild: Dönsk samgönguyfirvöld. Grikkland 95 okt 55,19 98 okt 61,15 Diesel 47,73 Ítalía I 95 okt 67,17 98 okt 69,41 Diesel 48,81 Portúgal 95 okt 57,11 98 okt 61,31 Diesel 41,99 Spánn 95 okt 54,39 98 okt 55,62 Diesel 43,48 Sviss 95 okt 57,56 98 okt 61,99 Diesel 60,52 Bretland 95 okt 51,87 98 okt 57,16 Diesel 51,87 Irland 95 okt 56,79 98 okt 60,78 Diesel 53,81 Þýskaland Holland | 95 okt 59,59 98 okt 65,16 Diesel 44,58 ,95 okt 68,29 '98 okt 74,77 Diesel 47,31 Austurríki |l Belgía 95 okt 59,01 98 okt 62,05 Diesel 49,27 95 okt 60,69 98 okt 68,07 jDiesel 49,71 Frakkland 95 okt 65,18 98 okt 69,24 Diesel 47,47 Lúxemborg 95 okt 47,91 98 okt 54,30 Diesel 39,73 Samkeppnisstofnun: Aberandi aug- lýsingaskilti á bensínstöðvar Olíufélögunum verður gert skylt að auglýsa með áberandi hætti á skiltum við bensínstöðvar verð á bensíni, að því er ffam kemur í fréttablaði Samkeppnisstofnun- ar „Samkeppni". f fréttablaðinu segir enn fremur að þetta sé m.a. niðurstaðan af kæm FÍB til Samkeppnisstofnunar um að ol- íufélögin hafi haft samráð um ákvörðun bensínverðs eftir að bensínverð var gefið frjálst þann 1. aprfl sl. Engin afgerandi niðurstaða fékkst þó í þessu kærumáli þar sem ekki þótti sannað að verð- breytingar olíufélaganna hefðu komið í kjölfar samráðs en hins vegar væri fákeppni á þessum markaði sem eðli málsins sam- kvæmt kallaði á svipað verð hjá öllum félögunum. Samkeppnis- stofnun var þó ekki alls kostar ánægð með útskýringar olíufé- laganna og telur þau ekki full- komlega hreinsa félögin af ásök- unum FÍB. í ljósi þessa telur Samkeppnisstofnun eðlilegt að við eftirlit með verðmynduninni sé í ríkum mæli miðað við þróun á eldsneytismarkaði erlendis einkum í Evrópu, auk þess að kveða á um áberandi auglýsinga- skilti eins og áður er vikið að. í þessu samhengi birtir fréttabréf- ið Samkeppni samanburðartöflu á verði á bensíni og díselolíu í 18 Evrópulöndum. - BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.