Tíminn - 09.10.1993, Page 13

Tíminn - 09.10.1993, Page 13
Laugardagur 9. október 1993 Tíminn 13 Nýr og gjörbreyttur Isuzu Trooper tekinn til kostanna: Iburðarmikill lúxusjeppi Nenn hafa beðið nokkuð lengi eftir nýjum Isuzu Trooper, en þessi sterki jeppi hefur lítið breyst frá því að innflutningur á honum hófst fyrir um ellefu ár- um. Arftaki gamla TVoopersins er nú kominn til landsins, nýr og gjðrbreyttur bíll. Þessi nýi Troo- per er greinilega ætlaður allt öðr- um kaupendahópi, því hér er á ferðinni mikiU lúxusjeppi, nokk- uð stærri (lengri gerðin), mun flnirðarmeiri og dýrari heldur en ságamli. Þetta er það mikill lúxusbfll að vel má skipa honum á bekk með Range Rover, Landcruiser og fleiri slflcum, enda kemur hann til með að keppa við þessa bfla í sölu. Hðrð samkeppni Bflheimar hafa undanfamar vikur haft lengri og styttri útfærslu af nýja Troopemum til sýnis, en samningar um verð em á lokastigi. Lengri gerðin með 3,2 1V-6 130 kW, 177 PS hestafla vél kemur til með að kosta um 4 millj- ónir króna. Með 3,01 fjögurra strokka túrbódieselvél, millikældri, sem skilar 90 kW, eða 125 PS hö., er verðið held- ur hagstæðara, eða um 3,6 milljónir króna. Þetta er svipað verð og á Nissan Patrol og ekki óhugsandi að Bflheim- ar lendi þama að einhverju leyti í samkeppni við móðurfyrirtækið Ing- var Helgason hf., þar sem þessir tveir bflar höfða til svipaðs kaupendahóps. Það verður gaman að sjá hverjar við- tökur dieselútgáfan fær, en samkeppni um kaupendur í flokki dýrra jeppa hefur líklega sjaldan verið harðari, enda úr mörgu að velja. Talandi dæmi um þetta er nýleg verðlækkun á Toy- ota Land Cruiser. Ætti að leggja meira upp úr „standardgerðum" Tíminn tók á dögunum styttri og lengri útgáfuna af Isuzu TVooper í stuttan reynsluakstur. Báðir bflamir vom með bensínvélinni, hlaðnir auka- búnaði með rafmagn í nánast öllu sem á annað borð er hægt að hafa rafknú- ið. Bflaprófunarmenn Tímans em reyndar báðir gamaldags, íhaldssamir og skynsamir í allri umræðu um aukahluti í bflum. Menn mega ef þeir vilja borga háar upphæðir fyrir rafknúnar rúður, raf- stiílanlega útispegla (í þessari út- færslu var hægt að stilla spegilhallann með rafmagni og að auki unnt að leggja speglana upp að hliðunum með því að ýta á takka inni í bflnum), upp- hituð sæti, loftnet sem dregst sjálf- krafa inn þegar drepið er á bflnum, og annan óþarfa lúxus. Hins vegar er jafn sjálfcagt að gefa þeim, sem ekki vilja þennan búnað, kost á því að kaupa hann ekki. M.ö.o. það ætti að leggja ríkari áherslu á „standard" útgáfur bfla og verðleggja aukahlutina sér- staklega. Þama er ekki endilega við innflytj- endur bíla að sakast, heldur fremur um að kenna flottræfilshætti þeirra sem em tilbúnir að samþykkja 50 þús. kr. hærri víxil fyrir t.d. rafdrifna spegla og rúðuhalara. Það má leiða líkur að því að menn geti verið á ágætu tíma- kaupi við að skrúfa upp og niður rúð- umar í bflum sínum. Þess utan er það staðreynd að aukahlutir skila sér að litlu leyti í endursölunni. „Amerísk" aksturstilflnmng Það fyrsta, sem tekið er eftir þegar sest er undir stýri og ekið af stað, er hversu nýi TVooperinn er „amerískur“ í akstri og öllum viðbrögðum. Þetta á við um fjöðmn, hljóðeinangmn og mjúka sjálfskiptingu. Fjöðmnin er til- tölulega mjúk og finnst lítið fyrir þótt ekið sé hratt á ójöfnum vegi. Það finnst líka fyrir mýktinni þegar ekið er greitt í beygjur, en Trooperinn á þá til að leggjast dálítið á ytri hliðina; minn- ir bfllinn þar á Range Rover og er þar ekki leiðum að líkjast Að framan em tvöfaldir klafaarmar og vindufjöðmn með jafnvægisás, en að aftan er fjög- urra liða gormafjöðmn með jafnvæg- isás. Bæði styttri og lengri bfllinn reyndust stöðugir á vegi og rásfastir og hvomgur sýndi tilburði til að kasta afturendanum til í kröppum beygjum. Dekkin undir þeim hefðu þó að skað- lausu mátt vera heppilegri. Báðir bflamir vom á fremur hörðum dekkjum, dekkjastærðin var 245/70RÍ4, en lfldega mætti bæta aksturseiginleikana enn með mýkri og jafnframt örlítið breiðari dekkjum. Hljóðeinangmnin er ákaflega góð, vélarhljóð heyrist vart nema gefið sé duglega inn, og veghljóð og vind- gnauð heyrist ekki heldur, jafnvel þótt ekið sé greitt. Hins vegar finnur öku- maður fyrir stífum hliðarvindi, sem er eðlilegt á bfl af þessari stærð. Sá styttri minnir um margt á Bronco Lengri bfllinn er 43 sentímetrum meiri á lengdina en sá stutti og er í raun enginn smájeppi, þó að það muni ótrúlega mikið um þennan tæplega hálfa metra. Þannig finnst mér lengri bfllinn bjóða upp á skemmtilegri akst- urseiginleika og þrátt fyrir að fjöðmn- in sé sú sama í bflunum, virkar hún mýkri í lengri bflnum. Styttri bfllinn minnir um margt á litla Broncojeppann í akstri, en Troo- perinn býður þó upp á meiri aukabún- að og þægindi og jafnframt talsvert meiri snerpu. Mér finnst það galli við þann styttri hversu laus hann virkar að aftan á malarvegi, en líkt og með Broncoinn þá venst þessi tilfinning. Orkan úr tæplega 180 ha. V6 bensín- vélinni skilar sér prýðilega og sér í lagi reyndist styttri bíllinn sprækur. Skýr- ingin á því gæti legið í því að sá bfll var meira ekinn og vélin þess vegna nokk- um veginn tilkeyrð. I samanburði við t.d. Toyota 4Runner og Nissan Pathf- inder er nýi TVooperinn talsvert kraft- meiri, hann hreinlega stekkur áfram ef gefið er inn. Það er býsna skemmtileg tilfinning að aka lúxusjeppanum Isuzu TVooper, þar sem boðið er upp á flest þægindi sem hægt er að hafa í venjulegum fjöldaframleiddum bfl. Með öll þessi hestöfl undir hægra fætinum verður maður beinlínis bjartsýnn á lífið og tilveruna við aksturinn einan saman. Mjög góð sæti Það fer virkilega vel um ökumann og farþega í nýja Troopemum. Framsæt- in em þægileg og styðja vel við líkam- ann. Þau em með armpúðum, þar sem þau snúa hvort að öðm, og brík eða hillu innan á hurðum fyrir vinstri hendi ökumanns og hægri hendi framsætisfarþega. Sami háttur er á afturí, en þar er hægt að leggja niður breiðan og þægilegan „hjónadjöful", séu aftursætisfarþegar tveir. Lengri bíllinn getur tekið sjö manns í sæti, en aftast í honum em tvö aukasæti sem hengd em með böndum upp í hliðamar, þegar ekki er verið að nota þau. Böndin verður að herða vel, því annars er hætt við að glamri í stólun- um ef ekið er á ósléttu. Trooperinn fær annars fyrstu ein- kunn fyrir aftursætin. Þau em einkar þægileg, með stillanlegum bakhalla og höfuðpúðum sem falla nánast nið- ur í bakið í neðstu stillingu. Aftursæt- O © MJL JAFNRÉTTISRÁÐ BÝDUR TIL JAFNRÉTTISÞINGS Á HÓTEL SÖGU DAGANA 14. OG 15. OKTÓBER 1993 fró kl. 10.00-17.00 báða dagana Fimmtudagur: Kl. 10.15 Setning - Lára V. Júlíusdóttir, formaður Jafnréttis- ráós. Ávarp félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Jafnrétti i atvinnulifinu - ávarp frá aóilum vinnumarkaáarins. Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitenda- sambands Islands og Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands. Oróið frjálst - almenn skoöanaskipti. Kl. 13.15 Staóa kvenna á vinnumarkaói. Erindi: Kynskipt verkalýðsfélög - árangursrík leið fyrir konur? Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur. Hugleiðingar: Elínbjörg Magnúsdóttir, formaður fiskvinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalist- ans. Oróió frjálst - almenn skoóanaskipti. Kl. 15.45 Konur - stjórnmál - áhrif - völd. Erindi: Staða kvenna í stjórnmálum - þörf á nýjum leiðum? Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi og Olína Þorvaró- ardóttir, borgarfulltrúi. Hugleiðing: Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Ávarp: Davíð Oddsson, forsætisráðherrra. Orðiö frjálst - almenn skoðanaskipti. Föstudagur: Kl. 10.00 F|ölskyldan, hlutverk kvenna. Erindi: Hagsmunir og hollustubönd. Dr. Sigrún Júlíusdóttir, lektor. Hugleiðingar: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur. Orðið frjálst - almenn skoðanaskipti. Kl. 13.15 Leióir i jafnréttisbaráttunni - Hvaó nú? Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu jafnréttismála. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Kvenréttinda- félags íslands. Þorsteinn Antonsson, rithöfundur. Telma L. Tómasson, fréttamaður. Orðió frjálst - almenn skoóanaskipti. Kl. 17.00 Þingslit. JAFNRÉTTISÞiNG ER ÖLIUM OPIÐ OG ERU ÞEIR, SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KOMA OG HLUSTA Á ATHYGLISVERÐ ERINDI, TAKA ÞÁTT í UMRJEÐUM OG HAFA ÁHRIF Á ÞRÓUN ÞESSA MÁLAFLOKKS, HVATTIR TILADSKRÁSIG. SKRÁNING Á SKRIFSTOFU JAFNRÉTTISMÁLA ÍSÍMA 91-27420. Isuzu Trooper, lengri gerð. Þetta eru kraftmiklir og rúmgóðir lúxusjeppar, en verðið ræður ekki venjulegur Jón Jónsson við. Tlmamynd: Árni Bjarna isbakið er hægt að leggja niður í tvennu lagi 40% og 60% eða, ef með þarf, í heild sinni. Gott að ganga um bflinn Þá er auðvelt að ganga um bílinn. Sér í lagi má hrósa afturdyrunum. Þær opnast í tvennu lagi, en hægra megin er mjó hurð, eins og í gamla TYoo- pemum, og stór hleri vinstra megin. Þegar báðar eru opnaðar er gaflinn allur opinn að aftan. Styttri bfllinn er tveggja dyra og nokkuð þægilegt að stíga inn og út úr aftursætinu á hon- um. Það er hins vegar galli að þegar framsætið er sett fram til þess að hleypa fólki inn og út að aftan, fer það í fremstu og uppréttustu stöðu og þarf að stilla það upp á nýtt. Báðir bflam- ir, sem Tíminn fékk til reynslu, vom með fjögurra gíra sjálfskiptingu. Þriðji gírinn er notaður sem „dræf' og „dræfið" sem yfirgír. Skiptingin vinn- ur vel og er laus við alla rykki og hnökra þegar hún skiptir sér upp og niður. Hún var auk hefðbundinna hraðastillinga búin kraftstillingu, sem virkar þannig að bfllinn skiptir sér á hærri snúningi en ella. Þessi búnaður fannst mér ekki nýtast innanbæjar, en á vegum úti, t.d. við framúrakstur, kom hann að góðum notum. Þá er skiptingin búin svokallaðri vetrarstill- ingu, sem er eiginlega ABS (sem reyndar var líka í prófunarbflunum) með öfugum formerkjum. Færir hún átakið af því hjóli sem spólar hverju sinni. Þetta er góður búnaður fyrir okkur hér á norðurslóð. Mætti skipta á skriðstilli og þurrkurofa Lengri bfllinn var búinn skriðstilli, en það er að mínu mati fyrirbrigði sem er óþarft hér á landi. Skriðstillir- inn er á stilk hægra megin við stýrið, þar sem þurrkurofinn er á venjuleg- um bflum, en þurrkurofinn aftur uppi í mælaborðinu hægra megin. Sömu- leiðis er ljósarofinn í mælaborðinu vinstra megin, en ekki í stýrinu. Þetta fyrirkomulag er ekki til bóta og mætti að skaðlausu skipta út skriðstillinum fyrir þurrkurofa á stilk við stýrið. Niðurstaðan af prófun á Isuzu Troo- per er jákvæð. Þetta eru nýir bflar frá grunni og eiga fátt sameiginlegt með gamla TYooper (sem mætti reyndar að skaðlausu fYamleiða í tíu ár í viðbót). TYooperinn er mikill bfll, þægilegur, kraftmikill og hljóðlátur með góða aksturseiginleika. Verðið er sam- keppnishæft, sér í lagi á dieselbflnum og þá eigum við án efa eftir að sjá á götum, við laxveiðiár og á Fákssvæð- inu á næstu misserum. -ÁG BÍLAVERKSTÆÐIHRAFNKELS SAAB & CITROÉN þjónusta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.