Tíminn - 13.10.1993, Síða 3

Tíminn - 13.10.1993, Síða 3
Miðvikudagur 13. október 1993 Tíminn 3 Nefnd sem Sighvatur Björgvinsson skipaði til að kanna vaxtamyndun á lánsljármarkaði vill takmarka verðtryggingu: Hllögur um hskkun á vöxtum og öðrum lánakostnaði heimila Hækkun vaxta og annars kostnaðar af lánum heimila svo sem með ríkisábyrgðargjaldi á húsbréfin og hærrí vöxtum af lánum ýmissa lífeyríssjóða sem og neyslulánum banka og sparísjóða. Þetta er meðal tillagna sem viöraöar eru af nefnd sem Sighvatur Björgvins- son skipaði f sumar til þess að kanna vaxtamyndun á lánsQár- markaði. Þá vekur athygli að meðal möguieika til að auka spamað, er bent á hvata f skattkerfinu, sérstaklega þá sem stjómvöld hafa ákveöið að fella niður svo sem skattafrádrátt vegna hlutaQárkaupa og húsnæðisspamað. Ennfremur leggur nefndin til að sá „beiski kaleikur" verði frá bönkun- um tekinn að þeir þurfi sjálfir að draga úr eða stýra verðtryggingu inn/útlána. Bankamir megi bara verðtryggja bundna reikninga en Aðstandendur landssöfnunar- innar Bömin heim: Ætla að hreinsa sig af áburði Sigurður Pétur Harðarson og að- standendur söfnunarinnar Bömin heim ætla að hreinsa sig af öllum ásökunum um bruðl með söfnunar- féð á opnum blaðamannafundi í dag. Bókhald söfnunarinnar verður Iagt fram endurskoðað á fundinum. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Press- unnar, sem birti tvær forsíðufréttir um vafasama meðferð á söfnunar- fénu, segir að blaðið standi við hvert orð sem skrifað var um málið. ,Allt sem skrifað var um þessa hluti er skjalfest og við höfum sjaldan eða aldrei haft jafn traustar heimildir fyrir okkar fréttum," sagði Karl í gær. Systumar Sophfa og Rósa Hansen hefla í dag svelti í Istanbul klukkan fíu að íslenskum tíma til þess að mótmæla framgangi tyrkneskra stjómvalda í forræðismáli Sophíu og Halim A1 og broti hans á um- gengnisrétti Sophíu við dætur sínar. -ÁG bannað sé að verðtryggja skipti- kjarareikningana, sem valdi höfúð- vandanum. f skýrslu nefndarinnar segir m.a. að ljóst sé að vextir lækki ekki nema meira jafnvægi náist milli framboðs og eftirspurnar á peningum. Þar sem heimilin hafa undanfarin ár verið hvað frekust til lánsfjárins, þykir rétt að kanna hvort hægt sé að draga úr opinberum stuðningi, t.d. í húsbréfakerfinu „þar sem hugsan- legt er að hann magni eftirspurn heimila eftir lánsfé." Þannig sé eðli- legt að tekið verði upp gjald til að mæta hugsanlegum útlánatöpum, nokkurs konar ríkisábyrgðargjald, sem þó rynni til húsbréfadeildar. í skýrslunni kemur fram að skuldir heimila hafa meira en fjórfaldast á ámnum 1980-1991, úr um 14% af landsframleiðslu upp í 62%. Þetta skuldahlutfall er orðið svo hátt að nefndarmenn velta fyrir sér hvort það sé ekki að nálgast hámarkið, þ.e. hvort heimilin veigri sér ekki við að greiða af hærri skuldum. Og til að halda aftur af aukinni skuldasöfnun, telja nefndarmenn æskilegt að draga sem mest úr lán- veitingum til heimila á kjörum sem eru undir markaðsvöxtum. í því sambandi er bent á að lán ýmissa líf- eyrissjóða (t.d. ríkisstarfsmanna) séu á mun lægri vöxtum en mark- aðsvöxtum. Jafnframt kunni að vera að vextir á neyslulánum banka og sparisjóða taki ekki fullt tillit til þess kostnaðar og áhættu sem slíkum lánum fylgi. „Því kann að vera nauð- synlegt að auka það bil sem er á milli vaxta af lánum til traustra fyr- Frð 1990 hefur lánsfjáreftirspum heimila veriö mun melri en eftirspum fyrirtækja. Árið 1992 fóru f kringum 42% af öllum lánveltlngum árslns tll helmllanna, eða 24 mllljarðar króna. Sama ár var hlutur fyrirtækjanna 17 mllljarðar og opinberra aðlla kringum 16 mllljarðar, þrátt fyrir að lánsQáreftirspum opinberra aðlla hafi farið mjög vaxandi síð- ustu árin, eins og glöggt sést á linuritlnu. Horfur em á að svo verði einnlg á þessu ári. irtækja og fasteignaveðlánum ann- ars vegar og vaxta af neyslulánum hins vegar.“ Varðandi vaxtaþróunina bendir nefndin m.a. á að síðustu tvö árin hafí raunvextir ríkisskuldabréfa far- ið hríðlækkandi á hinum Norður- löndunum en ekki hér á landi. Þetta sé mikið áhyggjuefni og brýnt að breyting verði þama á, þar sem þess- ir vextir hafi mikil áhrif á allar aðrar vaxtaákvarðanir. Það sé sömuleiðis áhyggjuefni hvað vextir á skammtímalánum fyrir- tækja hafi rokið upp á þessu ári og séu nú orðnir miklu hærri en á öll- um hinum Norðurlöndunum og munurinn verði þó ennþá meiri ef borið er saman við önnur lönd. Nefndin veigrar sér við að leggja til bann við notkun verðtryggingar með skyndiákvörðun. Sérstaklega gegni verðtrygging á fjárskuldbind- ingum til langs tíma mikilvægu hlutverki. Ýmislegt mæli hins vegar með frekari hömlum á verðtrygg- ingu skammtímaskuldbindinga þannig að hún hverfi af þeim í hæfi- legum áföngum. Lagt er til að frá næstu áramótum verði óheimilt að verðtryggja önnur innlán en þau sem bundin eru til eins árs, a.m.k. Óbundnir skipti- kjarareikningar heyri þar með sög- unni til. Lágmarksbinditími verð- tryggðra inn- og útlána verði síðan lengdur um leið og aðstæður skap- ast til þess að mati Seðlabankans. í annan stað er lagt til að frá byrjun næsta árs verði einungis heimilaðir fastir vextir af verðtryggðum skulda- bréfum. Hins vegar verði heimilt að semja um reglulega vaxtaendur- skoðun, t.d. á nokkurra ára fresti. Sighvatur Björgvinsson sagði skýrslu nefndarinnar hafa verið kynnta á fundi ríkisstjómarinnar. Með henni sé lagður grundvöllur að því að ríkisstjómin geti tekið á vaxtamálunum með heilstæðum hætti. Tillögur verði á næstunni mótaðar í viðskiptaráðuneytinu um hvernig bmgðist verði við á ýmsum sviðum. - HEI Mælt fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994: Stjórnin hvött til að Ijúka heimavinnunni Fjármálaráðherra mælti fyrír frumvarpi til fjáríaga í gær. Fjáríaga- umræðan bar nokkurn keim af því að enn ríkir óvissa um hvort rík- isstjómin muni ráðast í frekarí niðurskurð eins og utanríkisráð- herra hefur gert kröfu um. Fátt nýtt kom fram í umræðum um fjárlagafrumvarpið. Fjármálaráð- herra lagði áherslu á að ríkisstjórnin hefði náð árangri í ríkisfjármálum. Tekist hafi að lækka bæði útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Útgjöld hafi t.d. lækkað um 10 milljarða frá árinu 1991, en á því ári var sett útgjalda- met sem fiármálaráðherra kvaðst vona að yrði seint slegið. Tveir stærstu liðimir í þessum spamaði eru 4,5 milljarða spamaður hjá landbúnaðarráðuneytinu og 2ja milljarða spamaður í menntamála- ráðuneytinu. Friðrik sagði að ef efnahagslífið hefði ekki orðið fyrir ytri áföllum sem hefðu leitt til mik- ils samdráttar, hefði upphaflegt markmið ríkisstjómarinnar um hallalaus flárlög á tveimur ámm náðst Fulltrúum stjómarandstöðunnar í umræðunum varð tíðrætt um hve lítið mark væri takandi á fjárlaga- frumvarpinu og minntu í því sam- bandi á gagnrýni utanríkisráðherra á frumvarpið. Steingrímur J. Sigfús- son (Alb.) sagði það tímasóun að ræða frumvarpið þar sem fjármála- ráðherra og utanríkisráðherra séu að vinna að nýjum spamaðartillög- um. Steingrímur J. sagði að ríkis- stjómin yrði að klára sína heima- vinnu áður en hún legði málið fyrir Alþingi. Friðrik sá ástæðu til að lýsa því yfir að fjárlagafrumvarpið væri lagt fram með nákvæmlega sama hætti og undanfarin ár. Það væri fullgilt fjár- lagafrumvarp. Þingmenn spurðu einnig um stuðning Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við frumvarpið. Engin svör fengust við því þar sem Jóhanna var ekki í þinginu í gær. Guðmundur Bjarnason (Frfl.) sagði að ríkisstjómin hefði á engu sviði sýnt jafn berlega fram á getu- leysi sitt eins og í ríkisfjármálum. Hallinn á fjárlögum aukist ár frá ári, þvert á markmið stjómarinnar. Guðmundur sagði að á sumum sviðum sé ríkisstjómin að spara eyr- inn og kasta krónunni. Biðlisti eftir bæklunaraðgerðum á Borgarspítal- anum hafi t.d. lengst á hálfu ári úr 390 í 520 eða um 130 manns. Hann sagði að sérfræðingar telji að nú sé svo komið að biðlisti eftir bæklunar- aðgerðum sé orðinn svo langur að árangur ýmissa aðgerða sé í hættu. Guðmundur sagði að margar bækl- unaraðgerðir feli í sér beinan fjár- hagslegan ávinning. Þær breyti óvinnufærum manni í vinnufæran, auk þess sem aðgerðirnar feli í sér spamað í tryggingagreiðslum. -EÓ Svæfingalæknar á Landspítala: Fara sér hægt sem endranær Svæfingalæknar á Landspítala fóru sér hægt í gær sem endranær, þrátt fyrír að viðræður þeirra og samninganefndar ríkisins væru sagðar á beinu brautinni eins og það var orðað. „Við erum náttúru- lega mjög óánægð með það hvemig svæfingalæknar hafa unnið síðustu vikur og daga,“ segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkis- spítala. „Það hefði verið eðlilegra að lækn- amir leituðu þess að ná samkomu- lagi með eðlilegum aðferðum,“ seg- ir Davíð. Eins og kunnugt er seandi lækna- ráð nýlega frá sér ályktun þar sem fram kemur að starfsemi hand- lækningadeildar er nánast lömuð en alvarlegust sé fækkun hjartaað- gerða en þá biðu 17 eftir bráðaað- gerð. „Öll starfsemi Landspítalans er mjög bráð. Það er auðvitað afleitt fyrir fólkið í þessu landi að starf- semin sé ekki með eðlilegum hætti," segir Davíð. Læknamir hafa farið fram á að fá svokallaðar staðarvaktir greiddar að fullu en þetta hefur verið gamalt baráttumál þeirra. Um það hvort ekki hafi átt að vera búið að semja við læknana miklu fyrr, segir Davfð: „Við erum ekki aðilar að kjarasamn- ingi heldur samninganefnd ríkis- ins.“ Hann minnir á að ekki séu nema tveir til þrír mánuðir liðnir ffá undirritun samninga. „Það er af- skaplega erfitt fyrir okkur að ráða við það, séu menn óánægðir með þá samninga sem umbjóðendur þeirra gera,“ segir Davíð. -HÞ Borgin tekur 500 m.kr. lán Á borgarráðsfundi í gær var ákveðið að taka lán upp á 500 millj. kr. fyrir bílastæðasjóð borgarinnar. í fjárhagsáætlun síðasta árs var gert ráð fyrir að veita þyrfti bflastæða- sjóði aðstoð. Sjóðurinn er sérstök stofnun innan borgarinnar en skuld- in var samt á borgarsjóði því lánið er tekið með borgarábyrgð. Eftir því sem næst verður komist hefur sjóð- urinn náð að standa undir rekstri en ekki afborgunum af lánum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.