Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 3. nóvember 1993 Framlög ríkisins til SÁÁ hafa minnkað um 30% á síðustu árum: Á næsta ári verður SÁÁ gert að innheimta 15 milljónir króna af sjúklingum sem koma þar í meðferð við áfengis- og fíkni- efnaneyslu, samkvæmt frum- varpi til fjáríaga. Þetta þýðir að framlög ríkisins til SÁÁ verða skorin niður um 8% en á fjár- lögum 1992 og 1993 var yfír 30% niðurskurður frá fyrri ár- um. Ef áform stjómvalda ná fram að ganga mun framlag ríkisins til sjúkrastofnana SÁÁ nema 170 milljónum króna á næsta ári en það nam ekki alls fyrir löngu um 250 milljónum króna á árs- grundvelli. Þessi mikli niður- skurður hefur gert það að verk- um að í ár stefnir í að SÁÁ verði rekið með einhveijum halla. Stjóm SÁÁ hefur harðlega mót- mælt þessum áformum stjórn- valda og telur að með slíkum niðurskurði verði SÁÁ gert ókleift að halda áfram óbreyttri starfsemi, auk þess sem verið sé að mismuna sjúkrastofnunum. Stjórnin hefur óskað eftir við- ræðum við heilbrigðisráðherra um málið en ekki fengið nein viðbrögð af hálfú ráðuneytisins, enn sem komið er. Theódór S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ, segir að við- búið sé að það þurfi að loka eftir- meðferðarstofnuninni á Staðar- felli í Dölum ef boðaður niður- skurður kemur til ffamkvæmda. Sökum spamaðaraðgerða í kjöl- far niðurskurðar í ár, varð að loka Vík á Kjalamesi en þar var opnað á nýjan leik í fyrradag. Til að byrja með er ætlunin að hafa þar opið fram til áramóta. Framkvæmdastjórinn segir að hluti af sjálfsafla fé SÁÁ komi frá spilakössum og það sé m.a. not- að til bygginga, húsnæðis sam- takanna, viðhalds, fræðslumála, auk þess sem SAÁ veitir fé til göngudeildar á Akureyri. Aftur á móti hafa gjöld verið innheimt af þeim sem notfæra sér göngu- deild samtakanna í Ármúla og nema um 5-6 milljónum á ári. Hins vegar er rekstur sjúkra- stofnana að stærstum hluta framlög úr ríkissjóði. -GRH PERMAFORMHUS AFHENT Um nokkurra mánaða skelð hafa byggingarfyrirtaekin Ármannsfell hf. og Álftárós hf. haft samvinnu um byggingu á svokölluðum Permaformhúsum að norskri fyrirmynd, en þau eru nýsköpun I byggingariðnaði hér á landi. Á myndinni sést fyrsti kaupandinn, Kári Lútersson, taka við lyklunum að fyrsta Permaformhúsinu af Ármanni Emi Ármannssyni, forstjóra Ármannsfells. G.Th. Umboðsmaður gæruútflytjenda segir gæruverð hér á landi hafa verið mun lægra en heimsmarkaðsverð síðan 1987: Sauðfjáifcændur tapaó hundruðum milljóna Valdimar Einarsson, sem hefur haft milligöngu um útflutning á gærum, telur aö íslenskir sauöfiárbændur hafi á síðustu árum tap- aö hundruðum milljóna króna vegna þess aö gæruverö á Islandi hefur ekki veriö í samræmi við heimsmarkaðsverð. Hann segir aö hægt sé aö fá 36% hærra verö í Finnlandi fyrír hvítar lambsgærur en á islandi og margt bendi til aö hægt sé aö fá enn hærra verð fyr- ir gærur í Þýskalandi, Bretlandi og Suður-Kóreu. Það er ekki þannig að gæruverð á íslandi hafi alltaf verið lægra en heimsmarkaðsverð. Gæruverð á ís- landi var t.d. umtalsvert hærra en erlendis á árunum 1980-1986. Heimsmarkaðsverð hækkaði mjög mikið árið 1987, en árið eftir lækk- aði verðið á íslandi og verðið hefúr raunar lækkað ár frá ári þar til á þessu ári. Heimsmarkaðsverð á gær- um hrundi árið 1990 og var verðið þá álíka og hér á landi. Síðan hefur heimsmarkaðsverðið hækkað, en á þó enn langt í land með að ná því há- . marki sem það náði árið 1987. Valdimar fullyrðir að sauðfjár- bændur hafi tapað hundruðum milljóna króna vegna þess að gæru- verð á íslandi hefur ekki verið í sam- ræmi við heimsmarkaðsverð. Hann bendir á að árið 1983 fengu sauðfjár- bændur 7% tekna sinna af sölu gæra og 82% vegna sölu á kindakjöti. í fyrra hafi bændur aftur á móti feng- ið 2% teknanna af gærum og 88% af kjöti. Á grundvelli þessara talna full- yrðir Valdimar að kindakjötsverð hafi undanfarin ár verið hærra en það hefði þurft að vera, vegna þess að bændur hafi ekki fengið fullt verð fyrir gærumar. Valdimar segir að ís- lenskar gærur séu í háum gæða- flokki og því eftirsóttar erlendis. Er- lendis séu lömb oft rúin 2-3 sinnum fyrir slátrun og því séu skinnin oft rispuð, auk þess sem þau séu stund- um skemmd eftir skordýrabit. ís- lensku skinnin séu laus við þetta. Þau séu auk þess þyngri og stærri en útlendu skinnin og auðvelt ætti að vera að fá það metið í verði. Valdimar segir að á næstu 2-3 árum ætti að vera hægt að auka nettótekj- ur sauðfjárbænda um allt að 60 milljónir með því að selja íslenskar gærur á heimsmarkaðsverði. -EÓ Verslunarráð fagnar vaxtalækkun: Ekki áhættulaus Verslunarráö íslands fagnar aögeröum ríkisstjómarinnar til lækk- unar vaxta og lýsir þeirrí von sinni aö atvinnulíf þjóðarínnar geti nú farið aö rétta úr kútnum eftir langvarandi stöönunarskeið. I tilkynningu frá ráðinu segir að fram í auknum viðskiptahalla og efnahagsstefna undanfarinna miss- era hafi miðast við að ná stöðugleika í verðlagi og jafnvægi í efnahagslíf- inu. Verðbólga hafi verið lág á al- þjóða mælikvarða, þrátt fyrir tvær gengisfellingar síðustu 12 mánuði. Viðskiptahalli verði væntanlega 1,5%, en hafi leitt til betra jafnvægis milli einstakra atvinnugreina. Verslunarráð varar við því að vaxta- lækkun hvetji til aukinna þjóðarút- gjalda, bæði til einkaneyslu og fjár- festinga, og sé því ekki án áhættu. Aukin eftirspum eftir vörum og þjónustu innanlands gæti komið leitt til kostnaðarhækkana hjá at- vinnulífinu. Því verði nauðsynlegra en áður að takmarka hallarekstur og lánsfjárþörf ríkissjóðs. „íslensk fyrirtæki hafa hagrætt gíf- urlega á þessum þrengingatímum í atvinnulífinu. Því má ætla að þau séu betur í stakk búin en áður að auka framleiðslu og standast sam- keppni á innlendum sem erlendum markaði. Vaxtalækkunin skilar því aðeins tilætluðum árangri að fyrir- tækin geti aukið framleiðslu þjóðar- innar og útflutning í takt við eftir- spum eftir innlendum og erlendum vömm. Því er mikilvægt að stjóm- völd íþyngi ekki fyrirtækjum með nýjum álögum eða óvönduðum vinnubrögðum í stjómsýslunni. Góður árangur hlýtur alltaf að vera forsenda fyrir bættum lífskjörum þjóðarinnar." (Fréttatilkynning) Ein stutt Áslaug sendi Tímanum þessa vísu í gær eftir að hafa séð ellefufréttir Sjónvarps í fyrrakvöld: Reynast lítið raunhœf drög að réttvísinni á Fróni. Að bara ef Halldór bryti lög, þá blessist allt hjá Jóni. Brýnt að innheimta framlaga í Menningarsjóð út- varpsstöðva verði tekin föstum tökum: Sinfóníuhljóm- sveitin í 100 m.kr. skuld Sinfóníuhljómsveitin skuldaði ríkissjóði um 57 milljónir kr. í upphafi síðasta árs og þessi skuld haföi hækkaö í nær 102 milljónir í lok ársins. Ríkisendurskoðun segir skuldina eiga rætur aö rekja til um 97 milljóna kr. ógreiddra framlaga Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva og hins vegar hátt í 9 milljóna ógreiddra framlaga Seltjamamesbæjar. Vegna vanskila þessara aðila hafi ríkissjóður þurft að fjár- magna stærri hluta af rekstri hljómsveitarinnar en ella. Brýnt sé að innheimta framlaganna verði tekin föstum tökum og beri að fela framkvæmdastjóm hljóm- sveitarinnar frumkvæði í þeim efnum. Ríkisendurskoðun telur sömuleiðis að taka verði fjár- mögnun Sinfóníunnar til endur- skoðunar. Lögum samkvæmt standa þessir aðilar að rekstri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar: Ríkissjóður 56%, RÚV/Menningarsjóður útvarps- stöðva 25%, Reykjavíkurborg 18% og Seltjamamesbær 1%. Tekjur Menningarsjóðsins em sérstakt 10% gjald á auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi. Hlut Ríkis- útvarpsins í rekstri Sinfóníunnar skal greiða af tekjum þessum áð- ur en Menningarsjóðurinn út- hlutar útvarps- og sjónvarps- stöðvum styrkjum til dagskrár- gerðar. Ríkisendurskoðun segir að erfitt hafi reynst að innheimta þetta framlag hjá sjóðnum á síð- ari ámm, þrátt fyrir skýr laga- ákvæði og skyldu sjóðsins í þess- um efnum. Jafnframt liggi fyrir að Menningarsjóðurinn hafi átt í erfiðleikum með að innheimta lögboðnar tekjur sínar hjá „til- teknum útvarpsstöðvum". - HEI Gert að inn- heimta 15 milljónir af sjúklingum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.