Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. nóvember 1993 Tíminn 5 Ingvar Níelsson: f Dýrð sé Sorpu í Alfsnesi „Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settíst hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki" (upphaf Fjallræðunnar, Nýja Testamentið, Matteus 5,1. og 2. vers). Á föstudaginn yar hefði allt eins, vel getað staðið þama Álfsnes í stað himnaríkis, því þá var fjallræða Sorpu flutt í Hafnarborg í Hafnar- firði, að viðstöddum fjölda niður- lútra - allt að því sneyptra - læri- sveina hennar. En „sælir eru sorg- bitnir, því þeir munu huggaðir verða" (Mt 5, 4. v.). Hrynjandi samkundunnar var hefðbundin: á- varp formanns, skýrsla fram- kvæmdastjóra, fagurgali aðstand- enda. Og tilvitnun dagsins hefði getað verið: „Sælir eru þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu ilíu mín vegna" (Mt 5, 11. v.). Því allir eru vondir við aum- ingja Sorpu. Þó verður að viðurkennast að framkvæmdastjóri varði sig vel á undanhaldinu. Hann fór að vísu rangt með ýmsar staðreyndir, en honum fyrirgefst því hann vissi ekki betur. Á hinn bóginn, þegar menn eru staðnir að rangfærslum vaknar alltént sú spuming hvort allt annað, sem þeir láta frá sér fara, er rétt og satt. En eins og skrifað stendur, „kenndi hann þeim eins og sá, er vald hefir, en ekki eins og fræðimenn þeirra" (niður- lag Fjallræðunnar, Mt. 7,29. v.). Djúp Iægð hvílir nú yfir Sorpu. Lægðaimiðjan er í Álfsnesi og snarvitlaust veður allt um kring. Lægðin dýpkar og óveðrið nálgast Og vart höfðu aðstandendur lokið smjaðrinu þegar fyrstu sviptivind- ar hófú að fletta burtu illa negldri þekjunni. Thlsmenn athafnalífsins f landinu fóru andstyggðarorðum um fjármál fyrirtækisins og töldu hagsmunum sínum stefnt f mikinn voða. Þeir fúllyrtu að 200 milljón króna giktarsprautan dygði hvergi nærri til að koma Sorpu frænku úr fletinu. Það þyrfti að fjórfalda skammtinn. Aðstandendur óku sér. En hvert er nú það fjall, sem ræðan snérist um? Sorpu-fólk talar í fullri alvöru um „tíu ára framtíð- arsýn". Það talar Iíka um að flytja allan úrgang af suðvesturhomi landsins - segi og skrifa: frá og með Snæfellsnesi að og með Mýr- dalshreppi - og setja hann niður í Álfsnesið. Framkvæmdastjóri talar jafnvel um að flytja þangað úrgang af öllu landinu. Gildandi heimildir gefa tilefni til að ætla að á þessari „tíu ára gullöld" Sorpu myndi ekki minna en ein milljón tonna - þús- und milljónir (1.000.000.000) kíló- gramma - af úrgangi berast í Álfs- nes. Til að koma öllu þessu niður f jörðina hefir Sorpu-fólk gripið til örþrifaráða og þjappar nú óþverr- anum saman með þeim afleiðing- um að hann rotnar ekki. Hvorki súrefni né útfjólublátt ljós kemst að, sem hvortveggja er þó bráð- nauðsynlegt til að efnið rotni, og meðalhitastig í baggastæðunni er um frostmark - áþekkt og í kæli- skáp. En jafnvel eftir þjöppunina fara ekki nema 400 kflógrömm í hvem rúmmetra í stæðunni og því verður úrgangsfjallið í Álfsnesi virðulegir 2,5 milljón (2.500.000) rúmmetrar að stærð í árslok 2003. Margir eiga eflaust erfitt með að setja tölur þessar í samhengi, en hafa má til viðmiðunar að Jökul- fell, frystiflutningaskip Samskipa, lestar um 5000 rúmmetra. Ur- gangsfjallið í Álfsnesi myndi fylla skipið 500 sinnum á þessu „tíu ára blómaskeiði" Sorpu - 50 sinnum á ári eða einu sinni í hverri viku. Ef þessir flutningar væru firam- kvæmdir með fjörutíu feta gám- um, myndu 80 slíkir fara um hlað- ið í Álfsnesi á viku í tíu ár - samtals nær 42.000 gámar. Mesta skelfmguna vekur þó full- yrðing aðstandenda, nefnilega, að Sorpa sé komin til að vera. Þótt þetta gæti verið vísbending um uppgjöf, er hitt þó líklegra að markmiðið sé að urða axarsköftin. En það þarf að skilgreina vanda- málið, sem er í raun ekki Sorpa sjálf heldur urð hennar í Álfsnesi. Urðun er ekki komin til að vera. Það er framtíðarsýn okkar hinna. Og auðvitað verður að stöðva urð- unina nú þegar og fara að vinna eftir siðareglum 21. aldarinnar. Hitaveita Reykjavíkur tekur nú Baggastæöa Sorpu í Álfsnesi er um 20 metra há. Myndin gefur ágæta hugmynd um hvernig þessi aöferö .verndar" úrganginn gegn aöstreymi súrefnis og geisl- un, sem hvortveggja er þó nauösynlegt svo rotnun geti átt sér staö. Sorpa ráö- gerir nú aö hækka stæöuna 125 metra til aö ,nýta uröina betur", en þaö hindrar rotnun enn frekar. VETTI/AN GUR um eina krónu fyrir hverja kflóvattstund, sem viðskiptavinir hennar nota til að hita híbýli sín. Því gæti framleiðslukostnaður HR numið um 50 aurum á kflóvatt- stundina (helmingi söluverðs), en það yrði skilaverð Sorpu ef hún Myndin sýnir tvær HOVAL GG-42 sorporkusamstæöur. Afköst hvorrar samstæöu eru 8000 kíiógrömm á 24 klukkustundum aflítt eöa ekki flokkuö- um úrgangi frá dreifbýlissamfélögum (heimilissorp, veiöafæri, fiskkör og - kassar, baggaplast, papplr, pappi, umbúöir, timbur, hjólbaröar). Þæranna ágætlega byggöarlagi meö 10.000 íbúa og framleiöa 3 kllóvattstundir fyrir hvert kílógramm af úrgangi, sem farg- aö er. Orkuna má nýta til upphitunar á Ibúöarhúsnæöi, skólum, Iþróttamann- virkjum (sundlaugum), félagsheimilum, heilsugæslustöövum, stjórnsýsluhús- um, gróðurhúsum og iöngöröum. HOVAL sorporkusamstæöur má setja upp I ónotuöu húsnæöi, sem nóg er af til sjávar og sveita (fiskvinnsluhús, vörugeymslur, gripa- og loðdýrahús, hlööur). væri framleiðandi á orku, sem hún seldi veitunni. í nútímalegri sorp- orkustöð endurvinnast þrjár kflóvattstundir af orku til hitunar fyrir hvert kflógramm af úrgangi, sem fargað er. Því myndi úrgangsfjallið skila Sorpu 1500 milljónum króna í við- bótartekjur á umræddu tíu ára tímabili ef það yrði brennt. Sorp- orkustöð fyrir verkefnið myndi kosta snöggtum minna en það, sem Sorpa hyggst nú greinilega eyða í urðunarævintýrið á tímabil- inu, og standa undir rekstrinum - jafnvel í höndum Sorpu. Úrgangs- fjallið myndi minnka niður í 2% af rúmmálinu. Ef frá er talin vel flutt og athygl- isverð greinargerð um tætingu á látnum ökutækjum, fjaraði fjall- ræða Sorpu út í bjartsýnishjali ungmenna og upptaíningu emb- ættismanna á skrjáfþurrum laga- bókstöfum. Þetta varð að lokum hundleiðinlegt, enda höfðu þunga- vigtaraðstandendur þá löngu feng- ið nóg og voru horfnir. Prúðir boðsgestir þraukuðu þar til yfir lauk. Höfundur er verkfræöingur. Jón Þorleifsson: Hver maður sinn skammt •'. i Nú eru okkar alþingismenn, í þingsölum og víðar, með hátt og sárt hungurvein sem heyrist landshoraa milli, yfir rfldssjóði sem lengi hefur lekið örar en í hann var ausið, þó við að finna og færa í hann hafi þing- menn sýnt meiri hæfni og hörfcu en við flest önnur mál, sem þeir taka til meðferðar þegar þeir eru að spila með framtíð þjóðarinnar og lífsafkomu á líðandi stundu. Vegna þess að þingmenn hafa sjálfir ákveðið laun sín, eða aðrir undir þeirra húsbóndavaldi, eru þeir sjálfir sökudólgar í þessu al- varlega máli, þó ekki megi sækja þá til saka. En vald og áhrif þingmanna í launamálum nær víðar en til þeirra sjálfra. Þau ná líka til flestra eða allra opinberra starfsmanna, sem eru í mörgum Iaunaþrepum þar sem langt bil er milli þeirra lægstu og hæstu. Það eru fleiri en ríkisstarfsmenn sem þingliðið skammtar laun. Þar á meðal eru þeir sem vinna hjá einkaframtaksathafhamönnum og gera við þá frjálsa samninga um vinnulaun sín, samninga sem rík- isvaldið hefur breytt svo oft að ekki verður skráð með minna en tveim- ur tölustöfum, og allar þær breyt- ingar verið sama samningsaðila í hag. Svo með þeirri valdníðslu hefúr þingmannaliðinu heppnast svo vel að halda launastiganum f því formi, að þingmannalaun eru margföld við laun meirihluta þeirra manna sem vinna með hörðum höndum, því mörgum sinnum hafa þingmenn hækkað sín Iaun, samtímis því að þeir lækkuðu vinnulaun almennings með sínum fádæma fantabrögð- um. Nú hafa þingmenn á mánuði 177.993 krónur í laun, meðan aðr- ir starfsmenn ríkisins hafa allt 44.251 krónur á mánuði. En til eru þeir ríkisstarfsmenn sem hafa meira en tvöföld þingmannalaun, svo eðlilegt er að þingmenn þoli það illa, þar sem peningar stækka og prýða manninn flestu öðru fremur og eru afl þeirra hluta sem gjöra skal, í ríki sem lýtur lögmáli frjálsrar samkeppni, með lýðræði mótað af áróðursvélum sem ganga fyrir peningum. Okkar illa höldnu alþingismenn minnast ekki á þau aukalaun, sem þeim eru greidd úr ríkissjóði og eru hjá mörgum hærri en þing- mannalaunin. Til viðbótar koma svo ýmis hlunnindi sem fylgja stöðu þeirra í þjóðfélaginu, sem er að svelta þá meðan það ofelur flesta aðra. Að vísu hafa þing og ríkisstjóm gert mikið til að upp- ræta þá óhæfu, og þar á meðal tek- ið sér vald til að ógilda ffjálsa nauðungarsamninga atvinnurek- enda og vinnulýðs um vinnulaun og ýmislegt fleira sem er þyngri hleðsla en þjóðarskútan getur bor- ið, skútan sem okkar þjóðarleið- togar viija ekki láta aðra sökkva. Það væri gott að fá upplýst, á hvaða lögum og rétti þingmenn byggja það vald, að lækka vinnu- laun allra manna sem vinna hjá öðrum en ríkinu, og orðið svo mikið ágengt í þeim efnum að þar hefur fjöldi manna undir 50.000 krónum í mánaðarlaun. Til dæmis hjá verkamannafélaginu Dagsbrún komast mánaðarvinnulaun niður í 42.127 krónur, en þó eru sam- dráttur, fjársvik og gjaldþrot mest áberandi hjá einkafyrirtækjum. En þó þjóðin eyði langt um efni fram, eru þar ekki allir ofvel haldn- ir. Þar á meðal er einn hópur gam- almenna, sem fær að halda fullum launum eftir að þeir hætta við sín embættisverk, og þar til viðbótar koma greiðslur úr lífeyrissjóðum, ásamt 100.000 krónum á mánuði sem eftirlaun fyrir aukavinnu sem aldrei var unnin. Það dæmist rétt að vera. Ef ég veit og man rétt, var hæsta- réttardómurum bannað að hafa aukastörf, og þeim voru þar fyrir greidd mikið hærri laun en öðrum embættismönnum. Einn hæsta- réttardómari, án annarra saka, varð að hverfa úr embætti fyrir þá sök, að halda áfram að vera með- eigandi í einkafyrirtæki, sér til tekjuauka, og hafa verið með í stjómun þess, en þó hafa hæsta- réttardómarar oft unnið við bóta- mat og setið í gerðardómum. Þar sem hætt er við að síðar komi þau mál fyrir hæstarétt, ættu þeir manna síst að koma þar nærri, þó að þeir fái peninga sem bætast við þeirra sultarlaun, sem verða að aukast þegar vinnuálag minnkar niður í ekki neitt Nú þegar mikið fé þarf til að halda uppi og skreyta yfirbyggingu þjóð- félagsins, verða þeir ábyrgu að beita ýtrustu hagsýni við að reka þjóðarbúið, og þar er spamaður meðal annarra úrræða til að rétta halla á ríkissjóði. Hvar skal byrja og hvar skal standa er oft stóra vandamálið, því allir verða að kunna fótum sínum forráð, ekki síst þeir sem hafa heila þjóð undir fótum sér, þar sem má búast við hættulegum hreyfing- um, verði ekki farið að öllu með gát, og þess vegna er best að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Heilbrigðisþjónusta er þungur baggi á ríkinu, sem mætti létta án þess að valda með því stórvand- ræðum, vegna þess að lækningar veita aðeins stundarfrest. Því allir menn deyja fyrr eða síðar, og lang- lífi er eitt af okkar stóru vandamál- um. Að leggja fé í kostnað við að gera veika menn vinnufæra er ástæðulaust þegar þúsundir menna eru atvinnulausar, meðan lagt er kapp á að leggja störf niður án þess að láta önnur koma í þeirra stað. Og víðar má spara, svo ekki þurfi að skerða fé til utanferða fram- ámanna þjóðfélagsins, til að láta þá eyða aurum og tíma við að kynna land og þjóð fyrir höfðingjum framandi stórvelda og koma svo heim aftur sem minni menn. Að brigsla þeim, sem drottna og dæma, um siðlausa græðgi þó þeir vilji ekki lifa sem meinlætamenn, er fyrir neðan allar hellur og langt frá að vera siðuðum mönnum sæmandi. Höfundur er verslunarmaöur í eftir- launum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.