Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. nóvember 1993 Tíminn 9 DAGBÖK Haustsamvera ÆSKR á laugardag HaustsamveraÆskulýðssambands kirkj- unnar verður haldin næstkomandi laug- ardag. Efni dagsins er „Fjölskyldan". Hópar æskulýðsfélaga heimsækja stofn- anir og heilsa upp á heimamenn. Opið hús fyrir alla fjölskylduna verður í Laug- ameskirkju frá M. 14-16 þar sem æsku- lýðsstarfið verður kynnL Þar verða kaffi, kleinur og vöfflur á boðstólum í boði unglinganna og bömin föndra. Frá kL 16-21 munu unglingar af öllu höfuðborgarsvæðinu funda í Neskirkju. Dagurinn endar svo með „Smiöju- messu" f Neskirkju kl. 22. Öllum er boðið að vera með, bæði í Laugames- kirkju og í Neskirkju, að ekki sé talað um f Smiðjumessunni, þar sem unglingam- ir „smíða" sfna eigin messu. Spurningaskrá Þjóðminjasafnsins: A6dragandi lýöveldisstofnunar Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands hefur nýlega sent frá sér 83. spuminga- skrána, sem ber heitið , Aðdragandi lýð- veldisstofnunar". Tilefnið er 50 ára af- mæli lýðveldisins á næsta ári, en þá hyggst Þjóðminjasafnið setja upp sýn- ingu um áfanga í sjálfstæðisbaráttunni í samvinnu við Þjóðskjalasafn íslands. f skránni er einkum leitað eftir persónu- legri reynslu manna af ýmsum atburð- um sem þessu tengjasL td. konungs- komum, Alþingishátíðinni, lýðveldis- kosningunum og lýðveldishátíðinni. Einnig er spurt um breytingar á fána- notkun, um tilhald 1. des. og 17. júní og um minjagripi og myndir. Aukaspuming um matseljur og kost- gangara fylgir skránni. Þar er leitað upp- lýsinga um ýmislegt varðandi matsölu í þéttbýli þar sem konur tóku kostgangara í fæði heim til sín. Ef menn vilja leggja þessari söfnun lið eða vita um einhverja sem kynnu að vera fróðir um ofangreind efni, em þeir vin- samlegast beðnir um að hafa samband við Áma Bjömsson eða Hallgerði Gísla- dóttur í síma 91-28888. Jafnframt er allt- af þörf fyrir fólk sem er reiðubúið að vera á skrá hjá deildinni og svara reglulega spumingum um ýmislegt varðandi gamla tímann. Þann 14. ágúst s.l. vom gefin saman í hjónaband í Garðakirkju af séra Einari Eyjólfssyni, Sigrún Ósk Jóhannesdóttir og Ólafur Kr. Sigurðsson. Heimili þeirra er að Breiðvangi 32, Haftiarfirði. Ijósm. Sigr. Bachmann Þann 14. ágúst s.l. vom gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af séra Pálma Matthíassyni, Ósk Víðisdóttir og Krist- ján Fjeldsted Jónsson. Heimili þeirra er að Hrauntungu 64, Kópavogi. Ljósm. Sigr. Bachmann Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir HESTIHK LMOlll II Lanqholt II • 801 Selfoss • lceland Tel: 354 (9)8-21061 Fax: 354-(9)8-2323ó - HESTAFERÐIR - SALA RIDING TOURS - SAU - EXPORT (blaðbera vantar Eiöismýri - Skeljagrandi - Keilugrandi - Selbraut - Austurströnd - Vesturströnd - Lindarbraut - Melbraut o.fl. Ath! Blaðburður er holl og góð hreyfing J j l.A il • TYTm rjfl„,i Tjí•»ÍíÍI»V JlíÖSS t* CrftWi - •■*[■ ■ •»••»•«••••••■, ••! 1 I-oo ■OU C'O CJ»T30 iWOO- Tíminn Hverfisgata 33. Sími 618300 - kl. 9 til 17 Vel var tekið á móti Karii prins af Wales, þegar hann kom f Suleymaniye-moskuna þar sem honum þótti sjálfsagt að fylgja siðum mústima og ganga um á sokkaleistunum. Konurnar fremst á myndinni eru fulltrúar ólíkra menningar- heima og óneitanlega vekur plastpoki múslimakonunnar forvitni á þessum stað. Karl prins á sokkaleistunum í Tyrklandi Embættisskyldur Karls Bretaprins, prins af Wales, eru margar og margvíslegar. Hann þarf að vera viðbúinn að stökkva með skynd- ingu úr einum menningarheimin- um í annan og virðast jafn vel heima alls staðar. Nýlega fór prinsinn í tveggja daga heimsókn til Istanbúl í Tyrklandi og þar urðu gestgjafar hans yfir sig hrifnir þegar hann fylgdi siðum heimamanna og fór úr skónum þegar hann steig inn í Siiley- maniye-moskuna og lét sig engu skipta virðingarstöðuna sem hann skipar heima fyrir. Áhyggjurnar virtust ekki beint íþyngja prinsinum í heimsókninni, en þó var eftir því tekið að hann handlék stöðugt talnaband og virt- ist annars hugar. Prinsinn var ekki fyrr kominn heim til Englands en hann steig inn í annan heim. Hann fór til Warring- ton til fundar við þá, sem biðu skaða af sprengju IRA-manna fyrr á árinu sem varð tveim piltum að bana, og ættingja hinna látnu. í Warrington tók prinsinn höndum saman við Mary Robinson, forseta írlands, og Sir Patrick Mayhew, ráð- herra sem fer með málefni Norður- frlands, um að hleypa af stokkun- um svokölluðu Warrington-verkefni upp á 400.000 sterlingspund, en því er ætlað að vinna að friði á Norður- írlandi. Karl handlék oft og stöðugt bæna- perlurndr, „áhyggjubandiö", enda virðist öllum áhyggjum afhonum létt — í bili a.m.k. Lokkarnir fara báðum jafnvel Hér sjáum við að Mártha Louise Noregsprinsessa hefur fengið að láni eyrnalokka móður sinnar Sonju drottningar; það er nú samt úr miklu að velja í því skart- gripaskríni. Mártha Louise notaði þessa fallegu demantseymalokka í veislu sem Carl Gústaf Svíakon- ungur og Silvia drottning hans héldu. Sonja drottning bar þessa sömu eyrnalokka við silfurbrúð- kaupskvöldverðarboðið þeirra Haraldar konungs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.