Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 3. nóvember 1993 Tíminn Ritstjóri: Þór Jónsson ábm. Aöstoflamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Ásgrimsson Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Auglýsingastjóri: Guöni Geir Einarsson Ritstjóm og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavik. Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavik. Aöalsími: 618300. Auglýsingasími: 618322. Auglýsingafax: 618321. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaflaráskrift kr. 1400- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 61-83-03 Gagnkvæmni Alþýðubandalagið vill að athugað verði hvort ekki fari að verða tímabært að stækka efnahagslögsögu íslands í 250 mílur. Þingmenn flokksins hafa lagt fram tillögu á Alþingi um efnið. Mesti sigur sem íslendingar hafa unnið í alþjóðamál- um er staðfesting Sameinuðu þjóðanna á hafréttarsátt- málanum. Þar er kveðið á um 200 mílna lögsögu sem þá var ítrasta ósk íslendinga um auðlindamörkin. Síðan hafa verið uppi raddir um að strandríkið ísland geri enn frekari kröfur um stærri auðlindalögsögu og má nefna hugmyndir Eyjólfs Konráðs alþingismanns um að innlima hluta af Rockallsvæðinu í íslenska fisk- veiðilögsögu. í framsöguræðu um stækkun auðlindalögsögunnar sagði fyrsti flutningsmaður eitthvað á þá leið að tíið- inda væri að vænta um framtíðarstöðu alþjóðlegra hafs- svæða og nýtingu þeirra. Væri því mikilvægt fyrir ís- lendinga að hyggja vel að rétti sínum og tryggja að hefð kæmist á veiðar á hafsvæðum eins og Smugunni í Bar- entshafi og Flæmska hattinum undan ströndum Ný- fundnalands. Vel má það satt vera og mikil er trú þeirra manna á réttlæti okkur til handa sem halda að landgrunnið nái allt að útskerjum gamalla stórvelda og að við sköpum okkur hefð með því að stunda veiðar á umdeildum haf- svæðum þegar vel fiskast eftir löng friðunartímabil eins og á Barentshafi. Alþjóðalög segja að okkur sé heimilt að veiða í Smug- unni og í Flæmska hattinum. En við ættum samt að skilja að bæði Norðmenn og Rússar hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að aflasældinni í Barentshafi er ekki síst að þakka friðunaraðgerðum þeirra og þar komu hvorki íslendingar né aðrar þjóðir nærri. Litlar upplýsingar liggja fyrir um hvort miklu máli skipti að auðlindalögsagan verði færð út um 50 mílur til viðbótar eða hvort aflasældin muni aukast við að ná landgrunninu öllu inn í lögsöguna. Hitt er vert að hafa í huga að samningar við önnur ríki eru gagnkvæmir og þeim mun stærri hafsvæði, sem við krefjumst okkur til handa, veita öðrum fiskveiðiþjóðum tækifæri til að nálgast okkar landhelgi. Stundum getur verið ástæða til að staldra við og spyrja sjálfan sig hvenær nóg sé nægilegt. Morgunblaðið Þar sem Morgunblaðið er þrem árum eldra en Tíminn, stendur það nú á áttræðu. Blaðið hefur náð ótrúlegri útbreiðslu og er upplagið heimsmet miðað við höfða- tölu og má með nokkrum rétti halda því fram að það sé stærsta blað í heimi. Tíminn og Morgunblaðið hafa löngum eldað saman grátt silfur enda lengstum verið málgögn ólíkra stjórn- málaflokka, Nú hafa bæði blöðin losað sig við bein flokksténgsl en teljast samt á öndverðum meiði í þjóð- málaumræðunni. Svo verður vonandi um langa hríð enn og er rétt að þakka Mogga gamla löng og andstæð skoðanaskipti því oft væri Tíminn efnisrýr ef höfuðand- stæðingsins nyti ekki við. Morgunblaðinu er hér með óskað til hamingju með sinn háa aldur og megi samskipti þess og Tímans verða sem lengst. Frjádst.óháö dagtxao ÚIQMufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. SQAtiwfonnaður og útQlluitfóri: SVEINN R FMinkvJomdjstjóri og útQálustjóri HOROUR Ritst|ó>ar. JONAS KRISTJANSSON oq ELLÍ Aðstoóamtstjófar HAUKUR HELGASON og Fréttastjóri: JONAS HARALOSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON oq II Ritstjórn. sknfstofur. aoQlýsingar. MnóauQFýsa NaðaafQreiðsla. ásLrilt ÞVERHOLTIH. 105 FAX: Auglýsingar: (91 >63 27 27 - aður de.k GRAN NUMER AuglýsmQat. 99-6272 Aslu AXUREYRI: STRANDG. 26 SlMI (96)2501 FAX: (96)11605 Swlning. umbrot. mynda- og |ilotuuerð PRENTSMIÐJA FRJALSHAR fJOLMIOLUF Prentun: ARVAKUR HF. Asknttarverð 4 méj Verð I lausasolu virka daya 140 kr. m/vsk. - Tímirin HlUVMa FIUÁLU.TNDIS, UUIVMNU oe rtUOSHYGGJU RNsfjðri: Þór Jónsaon ttom. AðstoflafTttsljórt: Oóóuf Öiateon FfflWa^óri: Stelðn Aaffbnsaow ;£> Útgetandi: MótvsglM. nraMMIÓfl Hróllur Öéváacn m a« lirfaMur Hvafflagöto 33. Ra)*)aMk. Pðsttang Pðatoó* 6210.125 R»y*4«vtk. AIMahM' 656300. gjl/í.lwi.Mml: 616322. Autfjil giliir 616321. Ina aa lankaot: Taknidaéd Thnana. Pfantu**: CXidi hf. MðraflrvMaW k/. 1400-. varfl I la oaaaWu ta. 125, Grunrtvarfl auglýsinga kr. 788,- pr dáiisanAnatri Póstfax: 61-63-03 Þeir voru ótrúlega vinöamlegir og notalegir hvor við annan þeir ritstjórar DV og Tímans, Jónas Kristjánsson og Þor Jónsson í sóf- anum hjá Sigurði Valgeírssyni í Sjónvarpinu skömmu fyrir fréttir í gærkvöldi. í téðan sófa hafði mönnunum tveimur verið stefnt að því tilefni að Mogginn er orðinn háaldraður, eins og raunar sumir telja sig getað séð á honum, eða 80 ára. Garri yerður hér að lýsa því yfir, áður en lertgra er haldið, að hann skildi ekkert í hvað þessir tveir höfðingj- ar, ritstjóri DV og Tímans, ættu að fara að masa um Moggann og átti erfitt með að ímynda sér þá deila af rökvísi og íþrótt um hið áttræða blað. Séríega var þetta undarlegt hjá sjónvarpsmanninum vegna þess að hann kvaðst hafa viljaö hltfa Moggamönnum við því að og taidi að Moggi og DV yrðu víst koma í þáttinn af því að þeir ættu ekki öllu stærri og væru komin afinæli. upp í þak. Þór sagði þá að Tíminn Sti hugsun læddist raunar að væri ekki kominn upp í neitt þak Garra að sjónvarpsmaðurinnn og ætti langt í land með það og hefói reynt án árangurs að ná tali af nokkrum edrú majnni f hita afmæl- isveislunnar í Kringlunni númer eitt, vestur í Kringlumýri. Því fékk Garri ekki að heyra ritstjórana tvo fyrmefndu böðlast á þeim Matthí- Jónas, skilningurinn sjálfur upp- asi og Styrmi fyrir það hvað Moggi málaður, taldf að Ttminn gæti farið væri stór og þungur og í alla staði að teygja sig upp á við þótt svigrúm mikili Þorgeirsboli í íslenskri ’ væri minna en fyrir tveimur ára- blaðaútgáfu. Því miður. tugum þegar hartn sjáifúr stofnaði Þáttarstjómandinn fór mildum blað. höndum um höföingjana og byrj- Sjónvatpsmaðurinn minntist sfð- aði á því að spyrja Jónas hvort an á virðingu biaða og bar hann Moffiinn væri ekki konungur ís- fféttastjóra sirtn fyrir því að hún Íenskra biaða og Jónas hélt það nú væri lítil. Þetia mál var diskúterað ... Nilíii en Garri fékk ekki betur séð og heyrt en að niðurstaðan væri þver- öfúg. Ritstjóramir hæidu t það minnsta hvor öðrum og hámark- inu var náð þegar Jónas trúði Þór fyrir því að hann héidi vart vatni yf- ir nýja óháða morgunblaðinu f miðbænum og væri farinn að kiippa út leiðara Tímans. Garra fannst umræðan á ailt of háu plani. Menn eiga ekkert að vera í sífeliu að taka hvor undir með öðrum þegar ðfriður býðst Jónas átti að ásaka Þór um að vera ungan og óreyndan, sænskmennt- aðan æsiff éttaffamsóknarkrata. Og Þór átti að segja Jónasi eins og er, að hann sé að gefa út blað fyrir ólsesa og þar að auki ekkert óháð. ■ Garri Tíðindalaust á fasteignamarkaði Húseigendur í Reykjavík sam- þykktu s.l. laugardag að eignir þeirra væru í fullu verði og að engin hætta væri á að þær misstu í neinu af verðgildi á vá- legum tímum efnahagslega séð, svo notað sé sjónvarpsmálið sem dynur daglega á þjóðinni og hún mun aidrei bíða bætur. Húseigendafélag höfuðborgar- innar hélt umdeildan fund um efnið, sem fasteignasalar og hús- eigendur deildu hart um hvort mundi hækka eða lækka verð á fasteignum. Kvað svo rammt að deilum um fundarboðið að hús- eigandi og fyrrum seðlabanka- stjóri sagði sig úr félaginu vegna þess að hann taldi fundarboðið eitt og útaf fyrir sig skerða verð- gildi eigna sinna. Og hlýtur karl- inn sá að vita hvað hann syngur, því að seðlabankastjórar hljóta að vita öllum öðrum betur hvað kemur eignafólki vel og hvað illa. Trcgðulögmálið Fasteignasalar rembast eins og rjúpan við staur við að halda því fram að söluvamingur þeirra haldi verðgildi sínu í einu og öllu, þótt flest bendi til að svo sé ekki. í umræðunni er til að mynda aldrei gerður samanburður á fasteignaverði í Reykjavík og ná- grenni og annars staðar á land- inu. Samt er vitað mál að húsa- verð úti á landi er mun lægra en í þéttbýlinu á Innnesjum. Sölu- tregða á nýjum sem notuðum íbúðum er fyrir löngu kunn stað- reynd, þótt hún sé sjaldnast við- urkennd. Haldið er áfram að byggja, þótt lítil von sé til að fá kaupendur að húsnæðinu. Ekki þarf annað en að líta á auglýsingar um fast- eignaviðskipti til að sjá hvar hnífúrinn stendur í kúnni. Framboðið er greinilega miklu meira en eftirspumin og þarf ekki mikið viðskiptavit til að sjá til hvaða markaðsástands það leiðir. Húseigendur, fasteignasalar og byggingaraðilar halda því stöð- ugt fram að hér sé engin hætta á verðhjöðnun fasteigna, eins og orðið hefur í nágrannalöndun- um. Þetta eru staðlausar stað- hæfingar, rétt eins og hjá þeim sem halda því blákalt fram að einhver óútskýrcinlegur gmnd- vallarmunur sé á efnahags- ástandinu á íslandi og í Færeyj- um. Ef til vill má halda því fram að verðhmn hafi ekki orðið á fast- ' Vitt og bieitt' eignum hér á landi vegna þess hve sölutregðan er mikií. í mörgum sveitarfélögum hafa fasteignir ekki hreyfst ámm saman og telst til tíðinda ef hús skiptir um eigendur. Leyndarmálin Um þetta er helst ekki rætt op- inberlega og ef einhver bryddar á að fasteignir seljist seint og illa eða séu jafnvel að falla í verði, þá rjúka braskaramir upp og reka það allt ofan í þá eða þann sem minnist á svo einfaldar stað- reyndir. Fyrirsögn fundarboðsins, sem Húseigendafélag Reykjavíkur sendi frá sér, varð þegar eins og einhver fleinn í holdi fasteigna- sala, þar sem sett var fram spuming um hvort fasteignir væm að falla í verði. Þetta þótti vond spuming og skítabisniss. Allar þær þversagnir, sem sífellt em á lofti um fasteignamarkað- inn, em þeim mun undarlegri fyrir þá sök að langflestir fslend- ingar búa í eigin íbúðum, að minnsta kosti á pappímum. Að byggja og selja fasteignir er mik- ill atvinnuvegur og þeir, sem hann stunda, halda því stöðugt fram að eftirspurn sé mikil og verðið hátt og fari sífellt hækk- andi. En nær aldrei er minnst á að í heilu landshlutunum er hvorki byggt né selt, af þeirri einföldu ástæðu að engir kaupendur gefa sig fram. Vaxtabreytingin, sem nú er ver- ið að gera, er tilefni rokufréttar í Mogga um að nú þurfi að fara að verðleggja allar fasteignir upp á nýtt og miða við eitthvert stað- greiðsluverð. Hér er enn einu sinni á ferðinni einhver óskapleg bjartsýni fyrir hönd húseigenda og þeirra sem höndla með fast- eignir. Spyrja má hverjir það séu eiginlega sem em borgunar- menn fyrir staðgreiðslu íbúða og hvort það sé algengur viðskipta- máti. Annars þýðir yfirleitt ekki að spyrja um eitt eða annað varð- andi þann markað sem allflestir landsmenn eiga mikið undir. Svörin eru þvæld og flókin og yf- irleitt á þann veg að mikil upp- sveifla sé í viðskiptunum, þótt ærið margir íbúðaeigendur hafi þurft að bíða ámm saman eftir kaupanda að eign sinni. Samt er sagt að verðið sé á stöð- ugri uppleið og kemur það illa heim og saman við þekkt mark- aðslögmál. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.