Tíminn - 16.11.1993, Síða 3

Tíminn - 16.11.1993, Síða 3
Þriðjudagur 16. nóvember 1993 -Q- VETTVANGUR Bragi Guðbrandsson formaður samrá&snefndar um sameiningu sveitarfélaga. Eftir viku mun þjóðin ganga til atkvæðagreiðslu sem gæti reynst sú afdrifaríkasta fyrir framtíð hennar frá lýðveldis- stofnun. Atkvæðagreiðslan um sameiningu sveitarfélaga snýst í grundvallaratriðum um það hvort sveitarstjómarstigið verði þess megnugt að yfirtaka vem- legan hluta af hinni opinberu stjórnsýslu ríkisins eða hin aldagamla hreppaskipan verði í sívaxandi mæli fjötrar á nauð- synlegum þjóðfélagsumbótum. Þróun hinnar opinberu stjóm- sýslu hérlendis hefur verið nokkuð á aðra lund en í ná- grannalöndum okkar. Þar hafa umbætur í sveitarstjómarmálum með stækkun og eflingu sveitar- félaga gert það mögulegt að fela sveitarstjómum meiri ábyrgð og fjölþættara hlutverk en hér þekkist. Þannig e;r ríkisforsjá hérlendis áberandi meiri en þar er. Hin mikla miðstýring ríkisins hefur falið í sér söfnun valds og fjármagns á höfuðborgarsvæðið en landsbyggðin hefur átt í vök að veijast að þessu leyti. Þessi sama miðstýring hefur valdið því að þjónustan er dýrari og ekki eins skilvirk og annars væri. Og síðast en ekki síst hefur hina op- inbem þjónustu skort sveigjan- leika og hæfni sem til þarf að mæta breytilegum staðbundnum aðstæðum og einstaklingsbundn- um þörfum. Komið hefur í ljós að undir- tektir fólksins í landinu við því átaki um sameiningu sveitarfé- laga sem nú er efnt til hafa verið jákvæðar. Skoðanakannanir hafa mælt mikið fylgi við hug- myndir um sameiningu sveitar- félaga. Forystumenn í atvinnu- rekstri jafnt sem í verkalýðs- hreyfingu hafa lagt málinu lið. Mörg félagasamtök hafa sent frá sér ályktanir og hvatt til samein- ingar. Samt sem áður verður tæpast sagt að full samstaða sé um fyrirhugaðar breytingar. Umræða síðustu vikna hefur verið þrungin tilfinningum. Við öðru var ekki að búast. Sagan kennir að miklar þjóðfélags- breytingar verða ekki án átaka. Hin aldagamla hreppaskipan er samofin sögu okkar og menn- ingu. Því er það svo að hrepp- urinn er í hugum margra tákn uppruna síns, uppspretta sjálfs- myndar og sérkenna sem nú er ógnað. Þá gleymist að hreppur er hvorki byggð né mannlíf held- ur fyrirkomulag stjómsýslu. Og þær breytingar á stjómsýslu sem að er stefnt em einmitt til þess fallnar að varðveita og efla byggðina og treysta mannlífið í öllum sínum fjölbreytileika. Hinn tilfinningalega tón sem einkennir umræðu um samein- ingu sveitarfélaga hef ég best fundið á þeim íjölmörgum fund- um um landið sem ég hef tekið þátt í að undanfömu. Máltakið segir: glöggt er gests augað. Fáir hafa haldið fram því sjónarmiði að ekki sé tímabært að stækka og efla sveitarfélögin. Hins vegar hafa margir komið auga á æma ástæðu þess að önnur sveitarfé- lög sameinist en þeirra eigin. íbúar dreifbýlis benda á óljós Hér sjást nokkur af þeim sveitarfélögum sem kosið er í um sameiningu 20. nóvember. ekki skal lasta það heilbrigða sjónarmið að þykja vænt um sína heimaslóð. Yfirsjónin er einungis fólgin í því að hin „ein- staka tilfinning" á ekki rætur sín- ar á hreppskontórum heldur í samskiptum manna sín á milli og við náttúmlegt umhverfi sitt. Eins og ég gat um í upphafi snúast þessar kosningar um að efla sveitarstjórnarstigið í því skyni að dreifa til þeirra verkefn- um, valdi og fjármagni frá mið- stýrðum ríkisstofnunum á höf- uðborgarsvæðinu. Þess vegna er atkvæðagreiðslan hinn 20. nóvember stærsta byggðamál síðari tíma. í mínum huga snýst hún um þessa meginþætti: 1. að gefa heimamönnum færi á að hafa meiri áhrif á eigið um- hverfi 2. að leysa úr læðingi frum- kvæði og atorku heimamanna 3. að skapa ný atvinnutæki- færi á landsbyggðinni með því að dreifa verkefnum ríkisstofn- ana. 4. að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á landsbyggðinni. 5. að bæta rekstrarskilyrði at- vinnulífsins og að styrkja vinnu- markaðinn. 6. að auka möguleika byggð- anna til að mæta fjárhagslegum skakkaföllum. 7. að draga úr stjómunar- og rekstarkostnaði. 8. að skapa skilyrði til að auka á hagkvæmni í opinberum framkvæmdum. 9. að bæta réttarstöðu íbú- anna og draga úr hættu á hags- munagæslu og hagsmuna- að það er ekki áreynslulaust að tryggja íbúum sveitanna jöfnuð í þjónustu á við aðra landsmenn. Hins vegar er ástæða til að staldra hér við og spyija: Hvað veldur? Mín trú er sú að skýr- ingin sé fólgin í okkar veikburða sveitarfélögum og að stærri og öflugri sveitarfélög hafi meira bolmagn til að dreifa þjónustu þannig að íbúamir geti fært sér hana í nyt. Mikilvægt er að gerður sé greinarmunur á a.m.k. þrenns konar þjónustu: 1. sú gmnnþjónusta sem íbú- amir þarfnast daglega, t.d. skóli eða leikskóli. Nauðsynlegt er að íbúarnir þurfi ekki að fara um langan veg til að nálgast þessa þjónustu. 2. sú þjónusta sem íbúarnir verða að eiga greiðan aðgang að enda þótt ekki sé um daglega notkun að ræða. Dæmi um þess háttar þjónústu em heilsugæslu- stöðvar og félagsmálastofnanir. Sú vegalengd sem íbúar þurfa að fara til að njóta þjónustu slíkra stofnana má því vera heldur meiri en í fyrra tiMkinu. 3. sú þjónusta sem íbúar eiga afar sjaldan viðskipti við. Helsta dæmi um þessa þjónustu eru bæjarskrifstofur þar sem yfir- stjóm er að finna, svo og ýmsar fagskrifstofur ss. vegna bygginga eða tæknimála. Minna gerir því til þótt þau viðskipti séu sótt um lengri veg. Sé lagt á það mat hver áhrif sameining sveitarfélaga hefur á aðgang íbúa að þjónustu er ólík- legt að um miklar breytingar verði að ræða varðandi aðgang íbúa að þeirri tegund þjónustu sem fyrst var nefnd. Þó munu í- búar sveitarhreppa í nálægð við þéttbýli fá aðgang að þjónustu í þessum flokki, sem þeir áður hafa ekki haft, t.d. leikskólum. Mestur verður munurinn varð- andi aðra tegundina sem um var getið. Þá á ég einkum við að- gang íbúa að félagsþjónustu af ýmsu tagi t.d. félagsráðgjöf, fjár- hagsaðstoð, bamavemd, aðstoð við unglinga, heimaþjónustu og félagsstarf aldraðra og fatlaðra, vinnumiðlun og við byggingu fé- lagslegra íbúða. Það er einungis hvað viðvíkur þeirri þriðju teg- und þjónustu sem ég nefndi, sem fbúar kunna að finna fyrir aukinni fjarlægð, þ.e. yfirstjóm- inni. En þá má ekki gleymast sá ávinningur, að sú yfirstjóm sem kemur í staðinn mun fara með fleiri málaflokka en nú er. Það ætti að spara mönnum ferðir til höfuðborgarinnar eða á umboðs- skrifstofur ríkis í héraði. Vera má að útti jaðarbyggða sé fremur við að missa vald yfir eig- in málum en missir þjónustunn- ar. Það er líka skiljanlegur ótti og ég skal fyrstur manna viður- kenna að það er mikilvægt að varðveita þau áhrif sem íbúun- um em tryggð á sitt nánasta um- hverfi. En stöldmm við og hug- leiðum hvort málið hafi ekki aðra hlið jafnframt. Með sam- einingu sveitarfélaga eru íbúar minni sveitarfélaga ekki einungis að láta frá sér verðmæti, heldur eru þeir jafnframt að öðlast verðmæti, hlutdeild í málum á stærra svæði.. Þá er gjarnan á Byggðastofnunar miðað við íbúafjölda? Og þannig mætti áfram spyrja. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki horft að íbúar nýrra sveitarfélaga munu allir hafa jafn mikla möguleika á að axla ábyrgð í stjórn þeirra hvort heldur þeir koma af stxjál- býlum svæðum eða þéttbýlum. Fer það að mestu eftir því trausti sem þeir njóta og þeim sjónar- miðum sem þeir hafa. En mestu munar þó að hafa hugfast, að þá eiga menn sameiginlega þeirra hagsmuna að gæta að varðveita byggðina alla og það mannlíf sem þar dafnar, því sá er tilgang- ur stjómsýslunnar. Að lokum þetta: Ég hygg að þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu í sameiningarmálinu hljóti allir að skilja þýðingu þess að al- menn þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni verði góð. Ég vil því hvetja íbúana til að hafa áhrif á framtíð sína með því að neyta atkvæðisréttar síns á kjördag. Hver sem niðurstaða atkvæða- greiðslunnar verður hljótum við að vera sammála um að hin mikla umræða sem verið hefur um sveitarstjómarstigið í aðdrag- anda þessarar atkvæðagreiðslu hefur markað viss tímamót. Aldrei fyrr hefur fólkið í landinu fengið jafn víðtæka fræðslu um eðli sveitarstjórnarmála, hlut- verk sveitarfélaga og þýðingu þeirra í opinberri stjómsýslu. Að þeirri fræðslu mun þjóðin búa í framtíðinni. Sameining sveitarfélaga, miðstýring, valddreifing og ofurvalddreifing . "’L mörk sveitarfélaga eða greiðar samgöngur á þéttbýlum svæðum sem sjálfsagðar ástæður til sam- einingar. íbúar þéttbýlis benda hins vegar á fámenni sveita- hreppanna og takmarkað bol- magn þeirra til að sinna þeim verkefnum gagnvart íbúunum sem mælt er fyrir um. Að sjálf- sögðu eru þessar röksemdir hvorar tveggja hárréttar. Hins vegar víkur rökhyggjan þegar fjallað er um eigin hrepp. "Al- veg einstök tilfinning", segir í auglýsingu um ónefndan gos- drykk. Og með sama hætti tjá sig margir um þá einstöku upp- lifun að búa í þessum hreppn- um eða hinu bæjarfélaginu og árekstrum. 10. að auka þjóðhagslega hag- kvæmni. Það sjónarmið hefur komið fram í umræðunni að í samein- ingu sveitarfélaga sé ekki aðeins um valddreifingu að ræða heldur einnig andstæðu hennar þegar mjög dreift vald í sveitahrepp- um, eða minna þéttbýli, safnast saman í yfirstjóm nýrra sveitar- félaga á stærri svæðum. Þessu sjónarmiði fylgir sá ótti að þjón- usta muni þjappast á þéttbýl- iskjama og að jaðarbyggðir missi þá takmörkuðu þjónustu sem þær hafa nú. Þessi ótti er um margt skiljanlegur. Fólk í dreifð- um byggðum veit það best allra það bent að þeir vegi lítið í heild- inni, íbúar hreppsins séu lágt hlutfall af heildarfjölda íbúa svæðisins og því litlar likur á að þeir öðlist fulltrúa í nýrri sveitar- stjóm. En þá er rétt að benda á þá staðreynd, að lýðræðislega kjörin stjórnvöld endurspegla sjaldnast lýðfræðilega dreifingu íbúa eða önnur félagseinkenni. Dæmi má nefna, eða hvað segir tölfræðin að margir þingmenn ættu að koma úr Bolungavík miðað við hlutfall þeirra af íbúa- fjölda þjóðarinnar? Svarið er að sjálfsögðu: enginn. Staðreyndin er önnur, því þaðan eru tveir. Eða hvað ættu Bolvíkingar að eiga marga menn í stjórn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.