Tíminn - 16.11.1993, Page 5

Tíminn - 16.11.1993, Page 5
Þriðjudagur 16. nóvember 1993 Innlent Japanir og Kóreu- menn bjóða tollalækkun Lækkaðir tollar á fiski frá íslandi um 30-50% í GATT-viðræðunum Japan og S-Kórea hafa boðið verulega lækkun á tollum á sjávarafurð- um í tvíhliða viðræðum landanna við ísland, en viðræðumar em hluti af samningunum um GATT. Japan hefur boðið 30% lækkun og S- Kór- ea hefur boðið 50% lækkun. Ekki skýrist fyrr en eftir nokkrar vikur hver endanleg niðurstaða verður. Utanríkisráðherra sagði þetta á Alþingi í svari við fyrirspum frá Einari K. Guðfinnssyni alþingis- manni. Einar spurði um ávinning íslensks sjávarútvegar og iðnaðar af viðræðunum um GATT. Utanríkisráðherra sagði að ávinnmgurinn væri vemlegur. Annars vegar vegna afnáms eða lækkunar tolla og niðurfellingar viðskiptahindrana og hins vegar vegna aukinna heimsviðskipta sem af GATT-samkomuIaginu munu hljótast ef það verður að veruleika. Hann sagðist ekki geta nefnt beinar tölu í þessu sam- bandi vegna þess að enn lægu ekki fyrir hvað tollar mundu lækka mikið. ísland hefur lagt fram ítarlegar kröfur gegn mörgum þjóðum um lækkun eða afnám tolla. Kröf- umar lúta að fiski og fiskafurð- um, vatni, hugbúnaði, skipa- smíðum og fjölmörgum öðmm vömm. ísland reytiir að ná fram kröfum sínum í beinum viðræð- um við einstök ríki, en GATT- samkomulagið nær ekki til nema takmarkaðs hluta vömviðskipta. Pannig hafa Japanir t.d. hafnað því að GATT-samkomulagið nái til viðskipta með fisk. ísland hef- ur því krafist þess að Japanir lækki tolla á yfir 200 tollnúmer- um, en þar er um að ræða fiskaf- urðir sem ísland flytur inn til Jap- ans með 3-10% tolli. Japan hefur boðist til að lækka þessa tolla um 30%. Suður- Kórea hefur boðist til að lækka sína tolla um 50%, en þeir em 20% í dag. ísland hefur sem dæmi krafist þess við Ástrali og Nýsjálendinga að þeir lækki tolla af vatni sem Dutt er þangað frá íslandi. Peir hafa lofað að skoða málið, en hafa á móti óskað eftir upplýsing- um um möguleika á að flytja inn landbúnaðarvömr til íslands. Ut- anríkisráðherra segir að Ástralir og Nýsjálendingar tengi þessi tvö mál saman. -EÓ 5 Tanndráttur i fjoru Tönn fjarlægð úr Óla komma í Látra- víkurfjöru Skemmd tönn var dregin úr Ólafi Þ. Jónssyni, vitaverði á Hom- bjargsvita, - Óla komma. Aðgerð- in fór fram við harla fmmstæðar aðstæður á sliskjum í fjörimni í Látravík. Viðar Konráðsson tann- læknir á ísafirði dró tönnina úr vitaverðinum. Þetta kemur fram í Vestfirska fréttablaðinu. Gerð hafði verið tilraun til að koma Iyfjum til Ólafs sl. miðviku- dag en þá var vont í sjóinn og ólendandi í Látravík. Á föstudag var sjólag skárra og þá drifu hjálparsveitarmenn sig af stað á björgunarbáti ásamt tannlæknin- um sem jafnskjótt og hann var stiginn á land, dró upp deyfi- sprautu og deyfði ólaf í snatri og dró síðan tönnina úr þama í flæðarmálinu. Aðeins skánar það Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir að hægfara efnahagsbata megi vænta á næsta ári ENGAN VSK Á FLUG. Bæjarráð Neskaupstaðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkisvaldsins að taka upp innheimtu virðisaukaskatts á innan- landsflug. í ályktun frá bæjarráðinu segir að þessi ákvörðun muni fyrst og fremst koma niður á landsbyggðinni vegna hærri flugfargjalda og auk þess sé vegið að uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hús utan fasteignaskrár Borgin tapar á milljónum í töpuðum fasteignagjöldum ,Ég held að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir einhverjum snögg- um veðraskiptum en hinsvegar getum við gert okkur vonir um hægfara bata eftir að líður fram á næsta ár. Þótt það sé háð mörg- um óvissuþáttum þá sýnist mér raunsætt að vonast til þess,' seg- ir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann segir að það fari ekkert á milli mála að framlenging kjara- samninga til ársloka 1994 sé mikilvægt framlag til að við- halda jafnvægi og stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Þá megi tví- mælalaust gera sér vonir um að vinnufriður og lækkun raun- vaxta skapi ákjósanlegar og góð- ar forsendur fyrir því að betri tíð fari í hönd. „Það er auðvitað forsenda fyrir því að framkvæmdir og fjárfest- ing nái sér á strik á ný.' Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að það sé mikilvægt í þessu sambandi hvemig við höldum á okkar eigin málum því það sé af- ar óhyggilegt að treysta á krafta- verk erlendis frá. En eins og kunnugt er þá hefur fjárfesting hérlendis verið í sögu- legu lágmarki. Til að finna hlið- stæðu þarf að fletta mörgum síð- um í íslandssögunni, eða allt aft- ur til fjórða áratugarins, fyrir seinna stríð. Þótt stutt sé liðið frá því að launanefndir aðila vinnu- markaðarins komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri for- senda fyrir uppsögn kjarasamn- inga, hefur gætt nokkurrar óþol- inmæði manna á meðal um hvar glætu sé að vænta í svartnætti efnahagsmála. „Það er hinsvegar rétt að vara við því að það verði mjög skjótar breytingar. Þama er aftur á móti verið að skapa grundvöll sem hægt er að byggja á þar sem ár- angurinn skilar sér á einhveijum misserum en ekki í dögum tal- ið,' segir forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. Hann segir það raunar athyglis- vert að hérlendis hafi tekist bet- ur til en víðast hvar annarsstaðar að laga vinnumarkaðinn að þeim erfiðleikum sem steðjað hafa að. „Skýrasti vitnisburðurinn um það er að atvinnuleysið hefur ekki farið úr böndum í þeim mæli sem gerst hefur víðast ann- ars staðar í Evrópu.' Þá hefur náðst vemlegur árang- ur í að minnka viðskiptahallann og sömuleiðis virðist útflutn- ings- og samkeppnisiðnaður vera að fóta sig á ný eftir mikinn samdrátt á undanfömum miss- emm. „Síðustu vísbendingar sem við höfum um þróun þessara greina em fremur jákvæðar.' -GRH Byggingamefnd Reykjavíkur hefur ítrekað fyrri samþykkt um að samkeyrðar verði í tölvu sam- þykktir byggingamefndar og fast- eignaskrá Fateignamats ríkisins. Samþykktin er gerð vegna gruns um að í borginni sé að finna hús sem aldrei hafi verið samþykkt í byggingamefndinni eða hús sem ekki hafi verið skráð í fasteigna- skrá, en það þýðir að ekki hafi verið greidd af húsunum lög- bundin gjöld. Byggingamefnd borgarinnar samþykkti fyrir ári tillögu um samkeyrslu á tölvuskrám nefnd- arinnar og Fasteignamatsins. Skrámar hafa enn ekki verið bomar saman og samþykkti nefndin því nýlega að ítreka fyrri samþykkt. Samþykktin er gerð að fmmkvæði Gunnars H. Gunnars- sonar, fulltrúa Nýs vettvangs í nefndinni. Öðm hveiju koma upp dæmi um hús sem byggð hafa verið án þess að tilskilin leyfi fengjust frá byggingamefnd borgarinnar. Einnig eru dæmi um að hús hafi ekki komist á fasteignaskrá fyrr en nokkmm ámm eftir að þau hafi verið byggð. Dæmi um þetta er fjórði áfangi byggingar Vífils- fells hf. að Stuðlahálsi 1. Húsið fékk bmnabótamat undir Iok árs- ins 1991 og hefði átt að lenda inn á fasteignaskrá um svipað leyti. Húsið var hins vegar ekki að finna í skránni þegar síðast frétt- ist. Tap borgarinnar í töpuðum fasteignagjöldum vegna þessa húss er talið vera u.þ.b. 5 milljón- ir króna. -EÓ Reykrör - Loftræstingar Smíöa og sett upp reykrör, samþykkt af brunamálastofnun frá 1983 „ ýf\\\ Smlða og sett upp loftræstingar * Er viöurkenridur af bygginga- ^ fulltrúa Reykjvíkur frá 1983 ViifBLIKKSMIÐJA BENNA. SKÚLAGÖTU34 SÍMI11544 Hjúkrunarforstjóri Staöa hjúkrunarforstjóra við hjúkrunar- og dvalarheimil- ið á Kirkjubæjarklaustri er hér með auglýst til umsóknar. Um er að ræða starf við nýja stofnun fyrir 20 vistmenn sem hefja mun rekstur í ársbyrjun 1994 og felur starfið m.a. í sér undirbúning og skipulagningu starfseminnar í samráði viö rekstraraðiia. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. janúar 1994. Laun ákvarðast samkv. kjarasamningi hjúkrunarfræð- inga við ríki og borg. Að Kirkjubæjarklaustri er 3ja klst. akstur ffá Reykjavík á bundnu slitlagi alla leið vorið 1994. Þar er íbúðarfiús- næði á leigumarkaði og einnig margvísleg nauðsynleg þjónusta, s.s. grunnskóli, tónlistarskóli, leikskóli, verslun o.fl. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil sendist skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri, fyrir 10. des. nk., en þar verða veitt- ar frekari upplýsingar ef óskað verður. Sími skrifstofunnar er 98-74840 milli kl. 9.00 og 17.00 alla virka daga. Oddviti Skaftárhrepps.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.