Tíminn - 16.11.1993, Page 6

Tíminn - 16.11.1993, Page 6
6 Veröld Þriðjudagur 16. nóvember 1993 Rússaher frú Lett- landi næsta úr? Rússnesk stjórnvöld segjast reiðubúin að kveðja heim allt herlið sitt í Lettlandi fyrir 31. ág- úst næsta ár ef samkomulag ná- ist með stjómum Lettlands og Rússlands um framtíð tveggja rússneskra stöðva í fyrrnefnda landinu. Önnur ratsjárstöðin hefur það hlutverk að vera til vamar gegn eldflaugum og hin er til að fylgjast með gervihnött- um. Ekki kemur fram í fréttinni hvernig Rússar ætlast til að stöðvamar verði starfræktar eftir að her þeirra er á brott. í aprfl s.l. höfðu Rússar enn 22.000 manna herlið í Lettlandi. Ári áður höfðu þar verið 57.000 rússneskir hermenn. Lettneska stjómin hefur krafist þess að allt rússneskt herlið verði á brott úr landinu fyrir lok þessa árs. Reuter. Nýkomin er út í Frakklandi bók með framlagi af ýmsu tagi frá 100 íslömskum menntamönn- um, sem taka eindregna afstöðu með Salman rithöfundi Rushdie og lýsa yfir andstyggð á dauða- dómi íransklerka á honum. Má telja útkomu bókarinnar tíma- mót í því máli, því þetta er í fyrsta sinn sem Rushdie fær svo eindreginn stuðning frá múslím- um og í fyrsta sinn sem margir múslímar koma fram í einni fylkingu honum til hjálpar. Einn hundraðmenninganna, líbanskt skáld að nafni Akbar Baydou, segir íslamska mennta- menn hingað til hafa verið alltof deiga gagnvart ofstækismönnum sem þar með hafi fengið nánast einkarétt á að túlka sögu og hefðir íslams. Bannfæringin á Rushdie sé þar af leiðandi farin að móta framtíð íslamska heims- ins. Þrír franskir útgefendur standa að útgáfu bókarinnar, sem hefur titilinn Pour Rushdie (Fyrir Rushdie). í henni er ýmisskonar framlag - ljóð, sendibréf, skil- greiningar af ýmsu tagi o.fl. - frá rithöfundum, myndlistarmönn- um, háskólamönnum og blaða- mönnum frá borgum eins og Damaskus, Bagdað, Gaza, Teher- an, Ankara, Algeirsborg og Beir- út. Ame Ruth skrifar af þessu til- efni í sænska blaðið Dagens Ny- heter, að með útkomu bókar þessarar hafi Rushdie hlotið nýja virðingu með því að vera tekinn í hóp íslamskra píslarvotta í þágu tjáningarfrelsis. Ruth minnir í því sambandi á að því fari fjarri að Rushdie hafi einn mennta- manna undanfarið orðið fyrir of- sóknum af hálfu ofstækismanna í íslam, enda þótt hann sá nánast sá eini af slíkum sem verulega sé þekktur á Vesturlöndum. Af þeim má nefna Turan Dursun, tyrkneskan blaðamann, sem myrtur var s.l. vetur, og Súdan- ann Mahmoud Muhammad Ta- ha, sem af ráðamönnum lands síns var fordæmdur sem villutrú- armaður og tekinn af lífi 1985. Ame Ruth kallar hann „hugrak- kasta íslamska fríþenkjara á þessari öld", og kveður hann hafa gert rökréttustu tilraunina til þessa til útskýringar á íslam út frá viðmiðunum Iýðræðis. Yfir helmingur þeirra, sem leggja til efni í bókina, em flóttamenn frá ættlöndum sínum. -DN/DÞ Khomeini erkiklerkur. Eru ofsóknir hans og eftirmanna hans ó hendur Rushdie að snúasi upp í bölvun sem slær íslamsheim? Jeltsín -tilskipunin um forseto- kosningar enn í gildi. Forsetakosningar kannski næsta ár Boris Jeltsín Rússlandsforseti gaf í gær í skyn að vera kynni að hann léti forsetakosningar fara fram 12. júní 1994, samkvæmt útgefinni tilskipun um það. Er svo að sjá af þessu að Jeltsín sé í vafa um hvort hann eigi að sitja í forsetaembætti út kjörtímabil sitt. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt því að tilskipunin um forsetakosningar 12. júní 1994 er enn í gildi,' sagði Jeltsín í við- tali við blaðið Ísvestíja. „Sú til- skipun verður áfram í gildi nema ég nemi hana sjálfur úr gildi.' Jeltsín leysti þingið upp 21. september og fyrirskipaði kosn- ingar til nýs og öðruvísi löggjaf- arþings 12. des. Hann ákvað um leið að forsetakosningar færu fram í júní á ári komanda, til að eyða grunsemdum um að hann hygðist láta kjósa á þing í þeim tilgangi fyrst og fremst að styrkja stöðu sína persónulega. En fyrr í mánuðinum virtist hann hafa skipt um skoðun í því efni og sagði fjölmiðlum að hann væri ekki lengur meðmæltur for- setakosningum næsta ár og ætl- aði að sitja í embætti út kjör- tímabil sitt. Mótmæltu stjómar- andstæðingar því harðlega. Reuter. 100 íslamskir menntamenn rísa upp til varnar Rushdie 1COLOMBO - Um 450 liðsmenn stjórnar- hers Sri Lanka og um 400 bardagamenn tamflsku upp- reisnarhreyfingarinnar Tamil Ee- lam-frelsistígrar (LTTE) féllu í orrustu þessara aðila sem hófst á fimmtudag og er nýlokið. Er þetta haft eftir stjómarhernum. Þetta kvað vera ein mesta orr- ustan til þessa í borgarastríðinu á Sri Lanka, sem hófst fyrir um áratug. Var hún háð um herstöð stjórnarhersins á Jaffnaskaga, sem að mestu er í höndum LTTE. Hreyfing þessi vill gera norður- og austurhéruð Sri Lanka að tamflsku ríki. HYDERABAD - 11 manns fórust á sunnudag af völdum jarðsprengju í Mahbubnagar-héraði í indverska fylkinu Andhra Pradesh. Yfirvöld segja ólögleg maóistasamtök, sem nefnast Alþýðustríðshópur (skammst. heitis á ensku PWG), völd að sprengingunni. PWG hef- ur undanfarið háð stríð gegn yfir- völdum með skæmm og hryðju- verkum og virðist hafa nokkurt fylgi meðal fólks í dreifbýli. Til marks um það er að allsherjar- verkfall sem hópurinn boðaði til 5. nóv. lamaði fylkið að miklu leyti. GENF — Horfur eru á að berklar verði um 30 millj- ónum manna að bana á næstu 10 árum nema því aðeins að meira fé verði varið til að hindra útbreiðslu þeirra, segir Al- þjóðlega /heilbrigðismálastofnunin (WHO)ji skýrslu sem lögð var fram í gær. Að sögn WHO verða berklar þessi árin fleiri fullorðn- um manneskjum að bana árlega en allir aðrir smitsjúkdómar sam- anlagt. SARAJEVO - Bardagar múslíma og Króata í Bo- sníu fóm harðnandi í gær og virðist sem Bosníu-Króatar, sem yfirleitt hafa farið heldur halloka í viðureignum við Bo- sníu-múslíma s.l. sex mánuði, leitist nú við að hefja gagnsókn. Króatar fá til þess einhvem stuðn- ing frá Bosníu-Serbum. í Fojnica og Bakovici, tveimur borgum í Mið-Bosm'u sem nú er barist um, er fátt manna eftir nema um 600 sjúklingar á tveimur geðveikra- hælum. Af þeim em um 60 böm. MOSKVA — Tvær millj- ónir manna hafa það sem af er árinu flutt búferlum til Rússlands frá öðrum fyrrver- andi sovétlýðveldum, að sögn innflytjendamálastofnunar Rúss- lands. Flest þetta fólk er Rússar og er hér um að ræða innflytjenda- straum sem hófst eftir að Sovét- rflcin leystust upp 1991. Forstöðumaður innflytjenda- stofnunarinnar segir að búast megi við allt að sex milljónum manna í viðbót næstu tvö árin, þar af um þremur millj. frá Mið- Asíu, en þaðan munu vera flestir þeirra Rússa sem þegar hafa Ðust til ættlandsins frá öðrum fyrrver- andi sovétlýðveldum. 6BEIRÚT —; Verkamanna- flokkur Kúrdistans, þekkt- astur undir skammstöfun- inni PKK, segir liðsmenn sína hafa gert 552 árásir í Tyrklandi s.l. mánuð, drepið í þeim árásum yfir 1300 tyrkneska hermenn og „er- indreka' og tekið til fanga 186 hermenn og þrjá erlenda ferða- menn. Á sama tíma, segir í frétta- tilkynningu frá PKK, missti skærulið flokksins, sem berst fyrir sjálfstæðu kúrdnesku ríki, 112 menn auk þess sem Tyrkir myrtu tugi óbreyttra kúrdneskra borgara. LUNDÚNUM — Heims- markaðsverð á olíu var í gær 15.40 dollarar á tunnu og hefur aldrei verið lægra síðan í Persaflóastríði. Samtök olíuút- flutningsríkja (OPEC) hafa áhyggjur af þessu en eru hikandi við að draga úr framboði til að fá upp verðið. Olíuverðið á heims- markaði hefur lækkað um næst- .um fjórðung s.l. 12 mánuði og segja OPEC-ríki að þar sé einkum um að kenna aukinni framleiðslu Bretlands og Noregs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.