Tíminn - 16.11.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 16.11.1993, Qupperneq 7
Hástökkvari í raöir Vals í körfu íslandsmeistarinn í hástökki karla, Einar Kristjánsson, mætti í gærkvöldi á sína fyrstu æfingu hjá meistaraflokki Vals í körfu- knattleik. Einar, sem er 24 ára gamall, hefur aldrei áður æft körfuknattleik en eftir því sem sögur henna þá er hann nokkuð sprækur. Einar er 1.98 metrar á hæð og nálægt 100 kílóum að þyngd. Ef Einar gengur til liðs við Val, eins og flest bendir til, þá hlýtur koma hans að styrkja liðið mikið enda skortir Valsliðið óneitanlega miðherja síðan Matthías Matthíasson lagði skóna á hilluna vegna meiðsla nú í byijun tímabilsins. Tíminn sló á þráðinn til Einars í gær. „Ég ætla að reyna hvort ég get hjálp- að þeim eitthvað. Ég þekki þjálf- arann nokkuð vel (Franc Book- er) og hann hefur séð mig spUa körfubolta og leist ágætlega á mig.* Einar sagði körfuboltann henta sér ágætlega sem æfingu fyrir hástökkið sjálft sem hann væri í á fullum krafti. „Maður er óneitanlega spenntur fyrir þessu því þá vantar stóran mann og þeir ná ekki mörgum fráköstum. Ég veit ekki hvort ég myndi fara að spUa strax en ætli ég yrði ekki að læra eitt eða tvö leikkerfi fyrst í stað. Booker segir sjálfur að ég eigi talsverða möguleika á að spUa með þeim og ég vona það en ég get náttúrlega ekki fuUyrt um mína getu.' Einar sagðist aldrei hafa leikið körfubolta í neinni deUd eða flokki áður, en hann hafi verið í skóla í Banda- ríkjunum en þar hafi hann að- eins leikið götubolta. Þess má geta að Einar Kristjáns- son er einn af eigendum Pizza 67 fyrirtækisins sem Valsmenn aug- lýsa á upphitunarbúningum sín- um. Valur meiddist Þjálfari og leikmaður Njarðvík- inga, Valur Ingimundarson, meiddist í leik Njarðvíkinga og SnæfeUs í VisadeUdinni í körfu- knattleik á sunnudagskvöldið. Meiðslin voru á ökkla og við fyrstu sýn líta þau út fyrir að vera slæm tognun, þó ekki sé vitað fyrir víst hvað valdi. Meiðsli Vals verða könnuð nán- ar í dag. Njarðvík á næst leik við Hött á EgUsstöðum annað kvöld í bikarkeppninni en því næst við KR- inga næstkomandi sunnu- dag í deUdinni. Akstursíþróttamaöur ársins Gísli Gunnar Jónsson, 28 ára bifvélavirki, var um helgina valinn akstursíþróttamaður ársins 1993 á lokahófi íþrótta- manna. Það er ekki hægt að segja annað en að Gísli Gunnar sé vel að titlinum kominn, þar sem hann er bæði íslands- og bikarmeistari í flokki sérútbú- inna bíla. Gísli Gunnar er einnig fslandsmeistari í sand- spymu í flokki útbúinna bfla. Eyjólfur Sverrisson skora&i eina mark Stuttgart um helgina með góðum skalla í fyrri hólfleik en það dugði ekki til því Stuttgart steinló ó heimaveíli gegn Bayer Leverkusen. Á myndinni ó Eyjóifur í mikilli baróttu við Paulo Sergio sem skoraði þrennu í leiknum. Sex Víkingsstúlkur í hópnum Mæta ítölum í Evrópukeppninni íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik mætir því ítalska í Evr- ópukeppninni annað kvöld. Þetta er einn af mikUvægustu leikjum íslensks kvennalandsliðs í hand- knattleik frá upphafi þvi það er ljóst að ísland, Portúgal og ítalía beijast um 2. sætið í riðlinum og þar með möguleika á að komast í úrslitakeppnina sem verður í Þýskalandi næsta sumar. Rúss- neska liðið er nær öruggt með fyrsta sætið. Eria Rafnsdóttir landsUðsþjálfari hefur valið þann hóp sem tekur þátt í undirbúningi íslenska liðs- ins. íslcmdsmeistarar Víkings eiga flestar stúlkur í hópnum eða alls sex talsins. Hópurinn lítur annars svona út: Fanney Rúnarsdó'ttir Gróttu og Hjördís Guðmundsdóttir Víkingi, Vigdís Finnsdóttir KR, Inga Lára Þórisdóttir Víkingi, Her- dís Sigurbergsdóttir Stjörnunni, Steinunn Tómasdóttir Fram, HaUa Helgadóttir Víkingi, Harpa Melsted Haukum, Ragnheiður Stephensen Stjörnunni, Andrea Atladóttir ÍBV, Ósk Víðisdóttir Frtun, Heiða Erlingsdóttir Víkingi, Svava Sigmðardóttir Vfldngi, Una Steinsdóttir Stjörnunni, íris Sig- marsdóttir ÍBV, Guðný Gunn- steinsdóttir Stjörnunni, Hulda Bjamadóttir Vfldngi. Auður Hermansdóttir Virum og Laufey Sigurðardóttir Gróttu eru meiddar. Eyjólfur skora&i fyrir Stuttgart Eyjólfur Sverrisson skoraði eina mark Stuttgart í þýsku knatt- spymunni á laugardaginn gegn Bayer Leverkusen. Markið sem Eyjólfur gerði með skalla á 17. mínútu dugði þó ekki til stór- ræða þar sem Bayer Leverkusen gerði fjögur síðustu mörk leiks- ins og sigraði örugglega, 1-4. Þrjú af mörkum Leverkusen gerði markahrókurinn Paulo Sergio en hann er nú annar markahæsti maður deUdarinnar, hefur gert 11 mörk. Eyjólfur lék sinn hundraðasta leik með Stuttgart en hefur ekki verið í byrjunarliðinu í þó nokk- urn tíma. Hann byrjaði inn á gegn Leverkusen og átti þokka- legan dag og hlaut miðlungsein- kunn í þýskum blöðum. Stuttg- art færist nú neðar og neðar í töflunni og er liðið nú aðeins þremur stigum frá fallsæti en upphaflega stefndi Stuttgart á Evrópusæti. Þórður Guðjónsson lék með Bochum í 2. deildinni en það dugði heldur ekki til, þar sem liðið tapaði á útvelli gegn Mann- heim, 1-0. Mannheim var eitt af botnliðunum fyrir leikinn. Boc- hmn heldur þó efsta sætinu þrátt fyrir þennan tapleik. Birgir fulltrúi IAAF Birgir Guðjónsson, læknir og formaður laga- og tæknideildar FRÍ, hefur verið skipaður fuUtrúi Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins varðandi læknis- og lyfjaeftirlit á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram í Osló í Noregi 25. september 1994. Þetta er stór og mikil rós í hnappagat FRÍ, að maður úr þeirra röðum skuli vera valinn í þetta verkefni. Daily Mirr or heitir á Breska blaðið Daily Mirror heitir á liðsmenn pólska knatt- spymulandsliðsins ef liðið vinn- ur það hollenska á morgun í undankeppni heimsmeistara- mótsins í knattspymu. Fari svo að Holland tapi, þá eiga Eng- lendingar möguleika á að kom- ast áfram í úrslitakeppnina en þeir verða að vinna San Marino stórt á morgun tíl að það takist. Mirror hét hverjum og einum leikmanni pólska liðsins 10.000 pundum, færi svo að þeim tæk- ist að sigra það hoUenska. Blaðið hefur einnig heitið á leikmenn enska liðsins ef þeir komast áfram en fer fram á að ensku leikmennimir gefi góðgerðamál- um upphæðina sem nemur 10.000 pundum á hvert mark sem þeir skora, ef þeir komast áfram. Hiddink rekinn frá Valencia HoUenski þjálfarixm Guus Hidd- ink, var í gær rekinn frá spæns- ka félaginu Valenda, og fékk því að gjalda fyrir lélegt gengi hjá liðinu að undanfömu. Valenda var á toppi spænsku deUdarinn- ar í byijun tímabUsins en féU í sjöunda sæti eftir 0-3 tap gegn Real Madrid í síðustu umferð. Það sem gerði þó útslagið var 7- 0 tap gegn þýska Uðinu Karlsru- he, í Evrópukeppni félagsliða fyrir hálfum mánuði. ÍKVÖLD KörfuknatHeikur Bikark. karla 16-Uða úrsUt UMFG b-UMFG .......kl. 20 KR-ÍS ............kl. 21 Bikark. kvenna 8-Uða úrsUt ÍBK-ÍS..............kl. 20 V_________________________)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.