Tíminn - 16.11.1993, Page 11

Tíminn - 16.11.1993, Page 11
Menning n Saga Stýrimannaskólans Stýrimannaskólinn í Reykjavik. Þriðjudagur 16. nóvember 1993 BOKMENNTIR Jón Þ. Þór Einar S. Amalds: Stýrimannaskólinn í Reykjo- vík í 100_6r. Öm og Odygur 1993. xxxii + 576 bls. Árið 1991 var öld liðin frá stofn- un Stýrimannaskólans í Reylqavík og er útgáfa þessarar bókar einn liðurinn í hátíðahöldum í tilefni afmælisins. Fer vel á því að bókin komi út á þessu ári, en nú eru eitt hundrað ár síðan fyrstu nemend- ur skólans útskrifuðust. Bókarhöf- undur, Einar S. Amalds, byijar frásögn sína á því sem hann kallar forsögu skólans, þ.e. smttum yfir- litskafla yfir siglingar og sjósókn íslendinga fyrir 1800 og menntun íslenskra skipstjómarmanna áður en Stýrimannaskólinn var stofn- aður. Því næst tekur við greinar- gott yfirlit yfir innlenda brautryðj- endur í sjómannakennslu á 19. öld, auk þess sem fjallað er um sjómannaskólamálið á Alþingi á öldinni sem leið. Þessu næst tekur við kafli sem ber yfirskriftina ,Yfirlit um starf Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891- 1991' og em þar raktir allir megindrættir í sögu skólastarfsins í heila öld. Sá kafli er allur einkar fróðlegur og reyndar ítarlegri en svo að heitið „yfirlit' eigi vel við. Hér greinir m.a. frá stjóm skólans og húsnæðismálum, sagt er frá kennslu, námsefni, prófum og at- vinnuréttindum, kennslu í skip- stjómarfræðum utan Reykjavíkur og ýmsu fleim. Lengsti kafli bókarinnar hefst á blaðsíðu 67 og nefnist „Annáll skólastarfs í 100 ár*. Þar er saga skólastarfsins rakin frá einu skóla- ári til annars, greint frá helstu við- burðum og af skólaspjöldum, sem kaflanum fylgja, geta lesendur rakið hveijir námu og kenndu við skólann á ári hveiju. Þessu næst em birtar nokkrar heimildir um skólann, en síðan tekur við ítarleg skrá yfir nemendur hans frá upp- hafi. Þær skrár virðast mér einkar gagnlegar. Þar er nemendum rað- að í stafrófsröð og þekki menn nöfn þeirra, er þeir leita að, má af skránni sjá fæðingardag hvers nemanda, hvenær hann hefur lokið hveiju prófi og hvar nám- skeiðið var haldið. í bókarlok em hefðbundnar skrár, sem fylgja þurfa öllum fræðiritum. Mikið og gott myndefni er í bók- inni, myndir úr skólastarfi, af skip- um og úr starfi sjómanna á hafi úti. Góður fengur er að þessum myndum öllum og þó einkanlega að ýmsum gömlum myndum af skipum og starfi sjómanna. Hygg ég að margar þeirra hafi aldrei birst áður. Þá er þess að geta að víða er skotið inn sérstökum greinum og em þær prentaðar á öðmvísi litan grunn en meginmál. í þeim er að finna margvíslegan fróðleik um menn og málefni og sitthvað Ðýtur þar með sem kalla má skemmtíefni og lífgar upp á. Af heimildaskrá er ljóst að höf- undur hefur lagt sig í Iíma við að kanna sem flestar heimildir um sögu sjómannafræðslu og skip- stjómamáms hér á landi. Fyrir- höfnin hefur tvímælalaust skilað árangri. Hér er saman kominn mikill fróðleikur um þessi efni og þegar á heildina er litíð virðist mér sem bókin Stýrimannaskólinn í Reykjavík í 100 ár sé traust og ábyggilegt rit. Engu að síður get ég ekki látíð hjá líða að refla hníflana í tvö atriði, sem betur hefðu mátt fara. Þar er fyrst til að taka, að á blað- síðum 4 og 6 segir stuttlega af sjó- sókn og fiskveiðum íslendinga á fyrri öldum og þess réttilega getíð að landsmenn hafi sótt sjó á opn- um árabátum, sem flestir vom í eigu landeigenda. Síðan segir orð- rétt (bls. 4): „Fjármagn og áhugi landeigenda til þess að endurbæta bátaflota og veiðarfæri var hins vegar af skom- um skammti. Landlæg tortryggni gagnvart nýjungum hamlaði framf örum og bændur óttuðust að uppgangur sjávarútvegs drægi frá þeim vinnuafl.' Hér er haldið fram bábilju, sem hefur átt miklu fylgi að fagna meðal sumra starfsbræðra minna á undanfömum ámm og var eitt meginstefið í umdeildum sjón- varpsþáttum, sem sýndir vom á næstliðnu vori. Munu upphafs- menn þessarar „kenningar' sjald- an hafa á sjó komið og fitíð þekkja til aðstæðna í flestum gömlum verstöðvum. Fjármagn var að sönnu af skomum skammti á ís- landi á öldum áður (og mun enn vera), en hins vegar er það alrangt að „landeigendur', þ.e. útvegs- menn, hafi ekki haft áhuga á því að endurbæta bátaflotann. í 2. bindi rits dr. Lúðvíks Kristjáns- sonar, íslenskir sjávarhættir, er saga íslenska árabátsins rakin frá elstu tíð og kemur þar fram að menn unnu sífellt að endurbót- um á bátunum og að þeir árabát- ar, sem haldið var til fiskveiða um aldamótin 1800, vom gjörólíkir þeim bátum sem notaðir vom á miðöldum. Á 19. öld vom svo gerðar enn meiri endurbætur á bátunum. Vera má að höfundur sé með orðum sínum að vísa til þess að ís- lendingar hófu ekki þilskipaveiðar að dæmi Englendinga, Hollend- inga og Frakka þegar um 1500 eða fyrr, en það er einmitt eitt þeirra atriða sem sumir starfsbræðra minna hafa gagnrýnt forfeðuma fyrir. í því viðfangi verður þó að benda á þá einföldu staðreynd, að hér vom engar aðstæður til þil- skipaútgerðar. Þilskip þurftu hafn- ir, sem vom engar til, þau þurftu meiri mannafla en íslendingar höfðu ráð á, hentuðu engan veg- inn í stærstu verstöðvunum sunn- anlands og vestan og þar að auki bendir flest til þess að erfitt hefði reynst að selja meiri fisk en aflað var á árabátana. Hvað fjármagnið snertir, ber þess að gæta að bisk- upsstólamir vom jafnan í hópi umsvifamestu útgerðaraðila og þá hefði trauðla munað um að láta smíða, eða kaupa, nokkrar skútur, hefðu forráðamenn þeirra tafið það hagkvæmt. í þessu viðfangi verður enn að gæta þess að flestar nágrannaþjóðir okkar stunduðu fiskveiðar á árabátum allt fram undir Iok 18. aldar og má þar nefna sem dæmi Norðmenn, Dani, Færeyinga, Hjaltlendinga, Skota og Orkneyinga. Hjá þessum þjóðum hófst þilskipaútgerð til fiskveiða um svipað leytí og hér- lendis og virðist hafa verið svar við aukinni eftírspum eftir fiski. Þær þjóðir, sem stunduðu dugguveiðar á fyrri öldum, Englendingar, Hol- lendingar og Frakkar, sóttu á þil- skipum sínum á fjarlæg mið, m.a. við ísland. Þegar öllu er á botninn hvolft, virðist árabátaútvegurinn hafa verið skynsamlegasta og hag- kvæmasta útgerðarformið og afar hæpið að halda því fram að sjávar- útvegur íslendinga fyrir 1800 hafi getað tafist vanþróaður í saman- burði við nágrannaþjóðimar. Er þessa getíð hér vegna þess að hætta virðist á því að bábiljan um vanþróun sjávarútvegsins og íhaldssemi útvegsmanna sé að festa rætur og verða að viðtekinni söguskoðun. Hitt atriðið, sem gera verður at- hugasemd við, er myndatexti á blaðsíðu 24. Þar er birt bráð- skemmtileg mynd af gufubátnum Ásgeiri litla, sem Ásgeirsverslun á ísafirði gerði út. í myndatextan- um segir: „Eins og nafnið bendir til var skipið fitíð, aðeins 20-30 bri.' Það er að vísu alltaf afstætt hvað er fitið skip og í samanburði við stór- skip nútímans var Ásgeir litli vissulega fitíð fley. Hann mun hins vegar alls ekki hafa talist fitíð skip á íslandi árið 1890, enda varð stærðin ekki tilefni nafngiftarinn- ar. Ásgeir G. Ásgeirsson stórkaup- maður á ísafirði keyptí skipið og skírði það í höfuðið á systursyni sínum, Ásgeiri Magnússyni. Hann gekk jafnan undir nafninu Ásgeir litfi innan fjölskyldunnar, enda bæði yngri og lægri í loftinu en frændi hans. Engum blöðum er um það að fletta að Stýrimannaskólinn í Reykjavík er ein gagnmerkasta skólastofnun þessa lands og kannski sú sem er „þjóðhagslega hagkvæmust'. Skólinn á sér langa og merka sögu, sem sögð er með ágætum á þessari bók. Af þeim sökum ber að þakka stjómendum skólans og höfundi ágætt framtak, en bókin er stórfróðleg og öll hin vandaðasta að ytra útlití. Galdrar og grískar bókmenntir BÓKMENNTIR Siglaugur Brynleifsson Richard Kieckhefer: Magic in the Middle Ag- es. Cambridge Univefsity Press 1992. Viðfangsefni höfundarins er gald- ur og fjölkynngi sem þættir innan menningar og heimsmyndar mið- alda, frá 500-1500. Höfundur fjall- ar um galdraiðkanir til foma og síðan á hvem hátt galdurinn tengdist trúarbrögðum og vísind- um miðalda, bókmenntum og list- um. Galdraiðkanir áttu sér §öl- breytilegar uppsprettur þegar kemur fram á miðaldir. Gerður var munur á „hvíta galdri' og „svarta galdri'. Hvíti galdur var tilraun til þess að lækna eða ná valdi á nátt- úrlegum fyriibrigðum með áköll- um til æðri máttarvalda til þess að lina þjáningar eða koma í veg fyrir efnisleg vandræði, hamla þurrkum eða ofviðrum. Þessi tegund galdurs var „lækningakukl'. Aðferðimar vom tengdar náttúmvísindum þeirra tíma. Svartí galdur var öðr- um til bölvunar, að vinna öðrum tjón eða magna upp öfl, sem gátu valdið dauða eða lokkað aðra til að fara að vilja þess sem beitti galdrin- um. Frá fomu fari hafði hvor- tveggja verið iðkað, en með kristn- inni var svartí galdur fordæmdur, talinn stafa frá djöflinum, en hvítí galdur var lá tinn viðgangast, fram- an af. Mörg dæmi gefast um galdraofsóknir á ár- og síðmiðöld- um, ekki síst meðal æðri laga sam- félagsins, oft vom galdraákærur tengdar baráttu um auð eða völd; minna er vitað um þessa þættí meðal lágstéttanna. Þegar kemur fram á 15. öld magnasf óttinn við galdurinn, vegna aukins trúarlegs aðhalds kirkjunnar og aukinna siðferðiskrafna. Höfundurinn ræð- ir ítarlega um andasæringar eða uppvakninga. Sérkafli er um nor- ræna heiðni og galdur og heimild- imar em íslenskar. Niðurstaða höf- undar er, að galdraiðkanir vom einn þáttur heimsmyndar mið- aldamannsins, eðlilegur og sjálf- sagður hvað tók til „hvíta galdurs'. Albin lesky: Geschichte der ariechischen Ut- eralur. Deutscher Taschenbuch Veriag 1993. Höfundurinn var prófessor í klassískum fræðum við háskólana í Innsbruck og Vín. Hann var með- al kunnustu fræðimanna í klass- ískum bókmenntum á sinni tíð (1896-1981). Hellenskar bókmenntir em Evr- ópubúum fyrstu bókmenntimar og þar að auki meðal þeirra merk- ustu sem skráðar hafa verið á Vest- urlöndum. í upphafi var Hómer; kviður Hómers em uppspretta síð- ari tíma bókmennta, það hefur verið sagt að síðan þær vom fyrst kveðnar hafi endurómur þeirra hljómað í ölltím fremstu verkum bókmennta Vesturlanda. Hellensk lýrík, jóm'ska heimspekin og sagnaritun Heródótusar, sorgar- leikimir, aþensku heimspeking- arnir og framhald arfsins í Alex- andríu og Róm á keisaratímunum ogáfram. Þetta em allt í rauninni samtíma- bókmenntir, sjálfsögð arfleifð og sameiginleg eign Vesturlanda, sí- ung afrek og uppspretta og kveikja listaverka og bókmennta ásamt goðsögnunum. Einn þáttur sæmilegrar mennt- unar var og er kunnátta í þessum fræðum. Það er engin leið til þess að geta metíð að verðleikum vest- ur-evrópska list önnur en sú að hafa forsendur til þess að geta tengt gríska list og bókmenntir því fremsta sem skapað hefur verið síðan í evrópskum fagurmenntum, listaverkum, bókmenntum og heimspeki. íslendingum ættu að vera hæg heimatökin. Hómerskviður, Ríkið eftir Platon og grísku haimleikimir eru tíl í íslenskum þýðingum auk kvæða og Ijóða. Hómerskviðumar vom taldar besta þýðing á nýju málunum í gerð Sveinbjamar Eg- ilssonar samkvæmt umsögn W.P. Ker, sem var jafnfær í íslensku og grisku og meðal fremstu fræði- manna Englendinga í íslenskum og grískum fombókmenntum. Ritíð er 1022 blaðsíður í stærra brotí dtv-útgáfunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.