Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 2
2 LEIÐARI Föstudagur 3. desember 1993 Dómskerfið vakni Það er mikið til! hendi ókæruvalds og dómara að stemma stigu við heimilisofbeldinu ! landinu. Heimilisofbeldi er í deigl- unni vegna dóms sem féll í Héraðsdómi yfir fertugum manni, sem beitti fjölskyldu sína, kqnu og þrjú börn, langvarandi misþyrm- ingu og andlegri kúgun. Hann var dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þetta er merkilegur dómur og starfsmaður Kvennaathvarfsins telur hann marka tímamót, þótt hann sé vitaskuld allt of vægur. Loksins er brugðist við ofbeldinu á heimilunum, sem réttarkerfið lætur allt of oft óá- talið. Um það bil 16% allra kvenna sem flúið hafa á náðir Kvennaathvarfsins hafa lagt fram kærur vegna líkamsárása. Dómur hefur fallið í einu máli aðeins. Það er eins og kærum- ar gufi upp. Nú hefur annar dómur bæst við. Kærandi var hvorki þolandi né aðstandandi, hejdur starfsmenn barnageð- deildar Landspítalans sem fengu eitt barnanna til með- ferðar. Virðist sem það sé ár- angursríkara að einhver annar en þolandi glæpsins kæri. Fjölskyldan bjó við fullkomið stríðsástand í meira en 16 ár, ung böm sættu ótrúlegu harð- ræði á heimili sínu, faðir þeirra beitti allra handanna verkfær- um við barsmíðarnar, meðal annars braut hann disk og brauðbretti á höfði bams síns. Hvers konar skilaboð em það sem dómstólar þessa lands senda ofbeldismönnum, þegar slíkur maður þarf ekki að sæta meira en tólf mánaða fangelsi? Því verður varla haldið fram, að dómstólamir hvetji þolend- ur glæpanna til að bregðast við með löglegum hætti og kæra. Þar á ofan liggur lögregla, rannsóknarlögregla og slysa- deild spítala undir ámælum frá Kvennaathvarfinu fyrir að sýna fómarlömbum heimilisofbeldis ekki skilning þegar þau leita til þeirra og hvetja þau ekki til að hafna ofbeldinu og snúast gegn því. í ofbeldismálum hefur dóms- kerfið algerlega brugðist. Það verður að vakna og beita harð- ari refsingum. Lögin gera bein- línis ráð fyrir því. Þetta er að miklu leyti í höndum ákæru- vaidsins og dómaranna. Út frá málavöxtum í þessu til- tekna máli, þar sem heimilis- faðirinn beitir konu sína og böm líkamlegu og andlegu of- beldi í fjölda ára, verður ekki annað séð en að ríkissaksókn- ari hafi farið of varlega fram í ákæm sinni, þegar hann telur háttsemi mannsins varða við hegningarlög sem gefa dómara heimild til að dæma hann í allt að 3ja ára fangelsi. Brot mannsins er bersýnilega »sér- staklega hættulegt vegna þeirr- ar aðferðar, þar á meðal tækja, sem notuð eru" (2. mgr. 218. gr. alm. hgl.) og varðar fangelsi allt að sextán árum. Þessu ákvæði átti ákæruvaldið að beita, enda hefur því verið beitt vegna t.d. beinbrota og andlegs áfalls. En jafnvel þótt gagnrýna megi ákæruvaldið fyrir að ganga of skammt, er þó enn alvarlegra að dómari dæmir ekki eftir því ákvæði, sem ákært er fyrir, heldur beitir öðm lagaákvæði, sem við liggur vægari refsing, eða fangelsi allt að einu ári. Þessu ákvæði hefur verið beitt þegar afleiðingin er glóðarauga eða minniháttar meiðsl. Það er með öllu óskiljanlegt, að of- beldismaður af þessu tagi hljóti aðeins svipaðan dóm og stór- tækur tékkafalsari fékk nýlega. í því felst engin skynsemi og skal engan undra þótt starfs- mönnum Kvennaathvarfsins hlaupi kapp í kinn við slíkar fréttir. Þar á bæ þekkjast fleiri mál sambærileg þessu, þar sem ekki hefur enn verið gripið í taumana. Það á ekki að þurfa að hvíla á þolendum heimilisofbeldisins, nánustu ættingjum og aðstand- endum að leita ásjár réttarkerf- isins. Þeir setja yfirleitt ótal at- riði fyrir sig, þeir eru tengdir ofbeldismanninum. En læknar og lögreglumenn, sem verða varir við slíkt, ættu með ein- hverjum hætti að geta fleytt slfkum málum af stað. En til þess að svo megi verða, þurfa dómarar að gera sér grein fyrir mikilvægi dóma sinna, að þeir bergmáli í þjóðfélaginu og hafi áhrif. Á meðan þeir taka vægar á ofbeldismálum en efni staunda til verður engin breyting til batnaðar. Og Kvennaathvarfið verður áfram að vera til og veita fómarlömbum heimilisof- beldis skjól. FÖSTUDAGSPISTILL Ásgeir Hannes Eiríksson Amma pistilhöfundar hét Guð- rún Eiríksdóttir og rak áratug- um saman veitingahús og lengst af Smurbrauðsstofuna Björninn á Njálsgötunni. Á þeim vinnustað giltu margar góðar reglur gamla skólans og verður ein þeirra nefnd hér til sögunnar: Sá, sem eyðilagði egg, var látinn éta það sjálfur! Bar þannig vissa ábyrgð á handverki sínu. Skömmu eftir að sú regla tók gUdi eyðilögðust ekki fleiri egg á Biminum. Nafnorðið ábyrgð er hins veg- ar óþekkt í stjómsýslu íslend- inga og þeir fáu, sem þekkja orðið, taka ekki mark á því. Pistilhöfundur braut um það heilann í baðinu í morgun hve- nær embættismenn landsins hafa verið kallaðir til ábyrgðar vegna afglapa í starfi, en varð engu nær. Hann mundi þó eftir einu atviki: Skúringakona borg- arstjórnar var rekin á sínum tíma fyrir að hringja úr súntóli Davíðs Oddssonar. Valdapýramídi íslensku þjóð- Að borða ábyrgð Taka skúringakonur einar afleiðingum gerða sinna? Pistilhöfundur telur að faglega ábyrgð sé hvergi að finna, nema hjá þeim. arinnar stendur á haus og emb- ættismenn fá greidd laun í öf- ugu hlutfalli við ábyrgð. For- sætisráðherra þjóðarinnar var fyrir þrem ámm í neðstu sæt- um listans yfir eitt hundrað hæst launaða embættismenn. Samt ber hann mesta ábyrgð á gengi lands og þjóðar. Ráðu- neytisstjóri hans og fleira starfs- fólk stjómarráðsins þiggur mun hærri laun fyrir að starfa á hans ábyrgð. Þetta er ekki hægt. Alþingi og aðrir kosnir fulltrú- ar bera einir manna ábyrgð á opinberum gerðum hér á landi: pólitíska ábyrgð. En kjördæma- skipulagið verndar frambjóð- endur fyrir því að standa eða falla með gerðum sínum í kosn- ingum. Einmenningskjördæmi væm stór bót í máli. Fjárhags- leg ábyrgð er hins vegar ekki til í Stjórnarráðinu og faglega ábyrgð er hvergi að finna nema hjá skúringakonum. Eð? hafa lesendur heyrt getið um opinbera starfsmenn sem hafa orðið að éta mistökin sín með hníf og gaffli eins og á Birninum forðum daga? Eng- inn maður var látinn éta Blönduvirkjun, Kröflu eða Flugstöðina. Hvað þá Ráðhúsið. Hægt er að kalla fleiri embætt- ismenn til ábyrgðar en skúr- ingakonur. Yfirmenn Stjómar- ráðsins eiga að sitja jafn lengi og ráðherrann. Standa eða falla með ráðherra sínum, en hreiðra ekki um sig ævilangt í stjórnsýslunni og án ábyrgðar. Enginn kaus yfirmennina. Sama á að gilda um borgar- stjórn Reykjavíkur og aðrar byggðastjómir. Helstu yfirmenn þeirra eiga að víkja við kosn- ingar nema þeir verði ráðnir aftur sérstaklega. Stjómsýslan er ekki vemdaður vinnustaður. Sjálfsagt er að einfaida stjóm- kerfi landsins og leyfa stjórn- endum stofnana og fyrirtækja ríkis og sveitarfélaga að ráða sínum ráðum innan marka fjár- laga og fjárhagsáætlunar. Verð- launa þá hiklaust fyrir spamað og reka miskunnarlaust fyrir lausung. Starfsfólkið allt njóti líka góðs af ráðdeildinni. Þannig komumst við næst því að láta opinbera starfsmenn bera ábyrgð í stjómsýslunni og borða ábyrgð að hætti Guðrún- ar á Biminum. TÍMINN , Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Ritstjóri: Þór Jónsson • AóstoSarritstjóri: Oddur Olafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarforma&ur: Bjarni Þór Óskarsson • Auglýsingastjóri: Gu&ni Geir Einarsson. Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • ÚHit: Auglýsingastofan Örkin • Mánaðaráskrift 1400 kr. Verð í lousasölu 125 kr. •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.