Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 4
4 Innlent Föstudagur 3. desember 1993 Ráðþrota yfir símabilunum Hvorki tæknimenn Pósts og síma né Ericssons hafa fundið ástæður endurtekinna bilana í Landsímahúsinu Engin skýring hefur fundist á biluninni sem varð í hugbúnaði stafrænu símstöðvarinnar í Landsímahúsinu í gærmorgun. Nóttina áður hafði nýtt leiðréttingarforrit verið sett inn í tölvuna, sem átti að koma í veg fyrir bilanir. Hjá Póstí og síma standa menn ráðþrota frammi fyrir þessu vanda- máli og viðurkenna að bilanimar getí endurtekið sig hvenær sem er. Tölvumar sem notaðar em í sím- stöðvum Pósts og súna em af Erics- son gerð. Sömu bilunareinkenni hafa komið fyrir í samskonar sím- stöðvum í Danmörku, en þar hefur leiðréttingarforritíð sem sett var í tölvuna í Landsímahúsinu í fyrri- nótt, dugað tíl. Bilunin er í forrití fyrir símstöðvartölvuna. Skipt hefur verið um forrit, en bilun samt sem áður komið fram. Sams konar tölv- ur em notaðar í öllum símstöðvum Pósts og súna, en þar hefur ekki bor- ið á þessum bilunum. Tæknimenn frá Ericsson í Danmörku hafa, að sögn Hrefnu Ingóllsdóttur upplýs- ingafuEtrúa Pósts og súna, verið hér á landi með annan fótínn í margar vikur, en þeir hafa ekki enn skil- grernt hvers vegna bilunin verður. Þeir komu aftur tíl Iandsins í gær- kvöld vegna þessarar nýjustu bilun- ar. Bilunin sem varð í gær er af sama toga og sú sem varð 25. nóvember s.L Pá datt stöðin í Landsúnahúsinu út í 20 mínútur, en í gær datt hún út í tæpan klukkutúna. Það vom eink- um súnnotendur í miðbæ Reykja- víkur með númer sem byija á 1, 61 og 62, auk fyrirtækja sem em með beint innval frá stöðinni, sem hafa orðið fyrir óþægindum af þessum sökum. Póstur og súni biður alla súnnotendur afsökunar á síendur- teknum truflunum og óþægindum í kjölfar þeirra, í úéttatílkynningu sem send var út í gær. -ÁG Vegið að lands- byggðinni Á fundi miðstjómar ASÍ var samþykkt ályktun þar sem skor- að er á ríkisstjóm og Alþingi að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að leggja 14% vúðis- aukaskatt á innanlandsflug. Að matí miðstjómar leggst þessi skattur hlutfallslega þyngst á þá sem lengst þurfa að fara og bera hæstan kostnað. Auk þess gætí þessi skattur dregið úr tíðni áætl- unarflugs innanlands og minnk- að þar með þjónustu og öryggi á landsbyggðinni. í ályktuninni er minnt á að ferðaþjónustan hefur verið helstí vaxtarbroddur atvinnulífs í land- inu og því gæti skattlagning sem þessi komið í veg fyrir mögulega þróun hennar. -GRH 5-6 manns hætta hjá Fiski- félaginu Eiga rétt á biðlaunum Fiskifélag íslands hefur ákveðið að fækka starfsmönnum sínum um 5- 6 vegna endurskipulagningar á starfsemi félagsins. Starfsmenn félags- ins í úamtíðmni verða 12-13. Þar sem starfsmenn Fiskifélags- ins hafa úam til þessa þegið laun samkvæmt launakerfi ríkisins er talið að þeú sem hætta hjá félag- inu eigi rétt á biðlaunum og hef- ur verið ákveðið að gera sérstakar ráðstafanú vegna þess í fjárauka- lögum. Á undanfömum ámm hafa framlög til Fiskifélagsins verið skorin niður og varð það til þess að félagið ákvað á þessu ári að grípa til þess ráðs að segja upp öll- um starfsmönnum félagsins og endurskipuleggja starfsemina. Til að greiða fyrir endurskipulagn- ingu og til þess að greiða biðlaun starfsmanna sem hætta, hefur verið lagt til í fjáraukalögum fyrir þetta ár að Fiskifélagið fái 13,5 milljóna aukafjárveitingu. -EÓ Niðurgreiðslur á gærum auknar Munu nema 40 milljónum í ár Stjómvöld hafa ákveðið að auka niðurgreiðslur á gæmm úá því sem áður hafði verið áformað og munu niðurgreiðslur á þessu ári Verslunarráð mótmælir lækkun virðis- aukaskatts Verslunarráð íslands mótmælir fyrirhugaðri lækkun virðisauka- skatts á matvæli, en ráðið telur það vera óheppilegt að lækka skatthlutfall á einstökum vöm- tegundum. Þá mótmælir ráðið fyrirhuguðum tollahækkunum á feiti og olíu og lýsir jafnframt vonbrigðmn sínum með hækkun tryggingargjalds, en fagnar því að falið er úá skattlagningu vaxta- tekna. -PS nema alls 40 milljónum króna. Áður hafði verið ráðgert að þess- ar niðurgreiðslur næmu 25 millj- ónum. Þá er áformað að fjár- magna niðurgreiðslur á gæmm á næsta ári með því að draga úr niðurgreiðslum á ull. Með þessum auknu niður- greiðslum mun ríkissjóður greið.i skinnaverksmiðjum 25% ofan á verð á gæmm samkvæmt verð- lagsgmndvelli, þ.e. 5 krónur á hvert saltað ldló og að auki 7 krónur á hvert saltað kíló af hvít- um gæmm. Stjómvöld ákváðu að auka nið- urgreiðslur á gæmm til að tryggja að vemlegur hlutí gæranna færi ekki óunninn úr landi eins og út- lit var fyrir að yrði í haust. Landbúnaðarráðuneytið gerir ráð fyrir að niðurgreiðslur á gær- um, sem ekki var gert ráð fyrir í forsendum fjárlaga á þessu ári, nemi 40 milljónum króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að fjár- magna þessar niðurgreiðslur með því að draga úr kostnaði vegna niðurgreiðslna á ull. -EÓ Péiur Pétursson í Kjötbúri Péturs sendir meirihlutann af séríslenskum jólamatarpökkum. Þeir faro um víða veröld og hér er Pétur með innihald eins slíks pakka. Timamynd Árni Bjama Átta tonn af jólamat til útlanda Gert er ráð fyrir að á áttunda tonn af íslenskum matvælum verði Ðutt út í gjafapakkningum fyrir þessi jól. Þar af eru um sex tonn af hangi- kjötí og um eitt og hálft tonn af öðmm matvælum, s.s. harðfiski, flat- brauði, laxi o.fl. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að íslendingar sendi vinum og ættingjum erlendis íslenskan mat fyrir jólin. Stærstur hlutinn af þessum séríslensku jólagjöfum er frágenginn og pakkaður af Kjöt- búri Péturs í Austurstræti, en þar á bæ hafa menn 18 ára reynslu af því að pakka mat í jólapakka og senda erlendis. ,Þetta fer nánast út um allan heim,' segú Pétur Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs í Austurstrætí. Við emm að pakka sendingum til Kenýa, Arabíska furstadæmisins, Rússlands, Jap- ans, Bretlands, Noregs, Banda- ríkjanna og svo mættí áúam telja.' Kjötbúrið sér um pökkunina og allar skriftír á tollaskýrslum, heil- brigðisvottorð og fylgibréf. Gjald fyrir þessa þjónustu er 300 ló. á hvem pakka. Innflutningur lambakjöts héðan er í sumum löndum bannaður, t.a.m. til Bretlands og Noregs. Eftír bréfaskriftír hefur Kjötbúrið fengið undanþágu úá norskum yfirvöldum til að flytja inn allt að þremur kg. af reyktu lambakjötí á hvem viðtakanda í Noregi. Und- anfarin þrjú ár hefur verið reynt að fá sams konar undanþágu í Bretlandi en án árangurs. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.