Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 6
6 BÓKAFRÉTTIR Útgáfufyrirtaekið Fróði hf. hefur gefið út bókina Helnauð eftir Eirik S. Eiríksson. Er þetta hans fyrsta bók. í bókinni eru níu þættir um ein- stæða hrakninga, sem íslenskir sjómenn hafa Ient í, og um fræki- leg björgunarafrek við ísland þar sem björgunarmenn lögðu jafn- vel líf sitt í sölurnar til þess að koma nauðstöddum mönnum til hjálpar. Þættímir í bókinni eru um eftir- talda atburði: Hrakninga vélbátsins Bjargar frá Djúpavogi. Báturinn fór í róður að kvöldi 27. desember 1947 og hraktist vélarvana í marga daga. Menning Föstudagur 3. desember 1993 Afreksverk sjómanna Giftusamlega björgun áhafnar- innar á vélbátnum Ver frá Bfldu- dal, sem fórst í róðri 26. janúar 1968. Mikla hrakninga skipvetja á vél- bátnum Helga frá Homafirði, sem sökk í fárviðri á Færeyjabanka '17. september 1961. Strand togarans Pelagusar við Vestmannaeyjar 21. janúar 1982. Atburður þessi var mikil harm- saga. Tvö frækileg björgunarafrek, sem björgunarsveit Slysavamafé- lags fslands í Grindavík áttí aðild að. Þegar vélskipinu Eddu hvolfdi í miklu fárviðri á Grundarfirði 16. nóvember 1953. Slys í Stokkseyrarhöfn 20. janú- ar 1970. Þegar vélbáturinn Mummi frá Flateyri fórst í róðri 10. október 1964. í öllum þáttum bókarinnar em það menn, sem sjálfir vom þátt- takendur í atburðunum, sem segja frá. Nafn bókarinnar er sótt í Egils sögu. Verð bókarinnar er kr. 2.980,00 með vsk. (Fréttatilkynning) Höfundur bókarinnar, Eiríkur S. Eiríksson, afhendir Oskari Vigfússyni, forseta Sjómannasambandsins, eintak af bókinni Helnauö, en Oskar er einn frósögumanna í bókinni. Hann var skipverji ó vélskipinu Eddu, sem hvolfdi ó Grundarfir&i. Ljósmynd Hreinn Hreinsson Benedikt á Auðnum BÓKAFRÉTTIR Mál og menning hefur sent frá sér ævisögu Benedikts á Auðnum, sem skráð er af Sveini Skorra Hösk- uldssyni. Benedikt Jónsson, sem kenndur var við Auðnir í Laxárdal, lifði svo sannarlega tvenna tíma. Hann fæddist að Þverá í Suður-Þingeyj- arsýslu árið 1846, og lést á Húsa- vík snemma árs 1939. Alla sína löngu ævi var Benedikt með ólflc- indum starfsamur og tók öflugan þátt í því mikla uppbyggingarstarfi íslensks samfélags og menningar, sem fram fór á þessu tímabili. Ára- tug fyrir andlátíð kaflaði Halldór Laxness hann „föður Þingeyinga' í tímaritsgrein, „af því að hann er Benedikt ó Auðnum. faðir þingeyskrar alþýðumenning- ar". Benedikt lét til sín taka í stjómmálum, hann var lífið og sál- in í starfsemi Kaupfélags Þingey- inga um langt skeið, hann byggði upp stórmerkilegt sýslubókasafn á Húsavík og hann áttí merkan þátt í varðveislu íslenskra þjóðlaga. Sveinn Skorri Höskuldsson hefur um langt árabil rannsakað ævi og verk Benedikts á Auðnum, eftir prentuðum heimildum sem óprentuðum, og hefur hér dregið saman niðurstöður sínar í merka og læsilega bók, sem í senn er ævi- saga og aldarspegill. Hún er ríku- lega myndskreytt. Bókin er 607 bls., unnin í G. Ben. prentstofu hf. Kápu hannaði Er- lingur Páll Ingvarsson. Verð kr. 3880. (Fréttatilkynning) Uppflettibækur frá dtv norræn goðafræði þótti nauðsyn til skilnings á íslenskri klassík. Merkasti höfundur íslendinga skrifaði konungasögur og rit um norræna goðafræði á sínum tíma. í þessu uppflettírití um goð og goðsögulegar persónur fomþjóð- anna eru um 800 uppflettiper- sónur, sem koma allar meira og minna fyrir í flestum kunnustu skáldverkum, höggmynda- og myndlistarverkum Vesturevrópu, svo ekki sé minnst á hugtök og hugtakatengsl af þeim dregin í heimspeki og sálfræði nú á dög- um. Gerð er grein fyrir hverjum einstaklingi eða goði innan gríska og rómverska goðheimsins og síðan rakin framhaldssaga goð- anna í evrópskum bókmenntum, listum, heimspeki og sálfræði. Hvenær ríkti þessi keisari og Til sölu Fiskveiðasjóður (slands auglýsir til sölu fasteignimar Hafnarbraut 2 og Hafnarbraut 4 á Bakkafirði (saltfisk- verkunarhús), áður eign Útvers hf. Tilboð í eignimar óskast send á skrifstofu sjóðsins fyrir kl. 12.00,17. desember nk., merkt „Bakkafjörður”. Nánari upplýsingar um eignimar og þann búnað, sem þeim fylgir, veitir Ragnar Guðjónsson á skrifstofu sjóðs- ins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, í síma 679100. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. BOKMENNTIR Sigurlaugur Brynjólfsson Who's who in der ontiken Mythologie — von Gerhard Fink. dtv 1993. Wer regierte wann? Regententabelle zur Weltgescnichte — von Klaus- Jurgen Malz. dtv 1992 (Zweile Auflage). Handlexikon zur Wissenschaftstheorie — Herausgegeben von Helmut Seifiert und Ger- ard Raanitzky. dtv 1992. Deutscher Taschenbuch Verlag — dtv — gefur út áður óbirt rit og endurútgáfur. Þetta forlag er sarnlag tíu fremstu forlaga á þýska málsvæðinu um útgáfu kilju-rita, og telst vera meðal vönduðustu kilju- útgáfa sem nú eru starfandi. Grísk og rómversk goðafræði var lengi talin grundvöllur klassískrar menntunar, eins og íslensk eða þessi forseti? Hér er hægt að finna ríkisstjórnartíma Ramses annars og Katrínar miklu eða Wen-Ti í Kína og Múhammeðs þriðja o.s.frv. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta: Fornöld, Nú- tímaríki og Þýskaland. Þjóðhöfð- ingjaraðir, raðir harðstjóra og vafasamra landstjómenda, forseta og páfa. Þetta er mjög handhæg uppflettibók fyrir þá sem áhuga hafa á marmkynssögu og þá sem annast fjölmiðlun. Vísindakenningar em hér tíund- aðar í 88 ritgerðum. Hér er fjallað um hrein vísindi, þ.e. raunvísindi, og einnig um þær greinar fræða, sem nefndar eru Geisteswissens- chaften, heimspeki, sálfræði, fé- lagsfræði, málvísindi o.fl. o.fl. Þessi bók leynir á sér, því hér eru ritgerðir eða pistlar um efni svo sem: alfræði, pósitívisma, marxisma, hugmyndafræði, skil- greiningar, rétt og rangt, alheims- fræði og lífrfld. Eins og áður segir em hér 88 hugtök skráð, sumar greinamar eru allt upp í 15- 20 blaðsíður, aðrar mun styttri. Hverri grein fylgja tilvísanir til rita og greina um efnið. í bókarlok er efnisregistur og persónuregistur, mjög ítarleg. Hugtaka-útlistanir með nauð- synlegum tilvísunum eru mjög þarfar. Ritíð er tvídálka, alls um 500 blaðsíður, og eins og er regl- an hjá dtv og reyndar flestum sómakæmm útgáfum, finnst ekki ein einasta prentvUIa. Þessi handbók er upplýsingarit um flest þau efni sem snerta raunvísindi og einnig önnur hrein andleg viðfangsefni. Ný sýn á Jónas BÓKAFRÉTTiR Bókmenntafélagið Hringskuggar hefur gefið út bókina Um Jónas eftir Matthías Johannessen. f bókinni fjallar Matthías um Jónas Hallgrímsson og kemur víða við. Á bókarkápu segir m.a.: „Matt- hías Johannessen hefur lengi haft dálætí á Jónasi. Veturinn 1991 til 1992 flutti hann fyrirlestra um verk skáldsins í Háskóla íslands og vöktu þeir verðskuldaða at- hygli. Hér heldur hann áfram á sömu braut, gefur okkur nýja sýn á manninn og skáldið Jónas Hall- grímsson og samtíð hans, bæði á íslandi og á meginlandi Evrópu. Með vissum hætti er óhætt að segja, að í þessari bók gefi Matthí- as Johannessen okkur nýjan Jón- as.' Kápumynd bókarinnar er eftír Gylfa Gíslason. Bókin er 205 bls. að stærð, í A-5 brotí. Hún er gefin Matthías Johannessen. út með styrk frá Menningarsjóði. Verð innbundinna eintaka í verslunum er 2.500 krónur, en óinnbundin kostar bókin 1.845 krónur. (Fréttatilkynning) Ævintýralegt lífshlaup BÓKAFRÉTTIR Mál og menning hefur sent frá sér heimildaskáldsöguna Falsar- inn eftir Björn Th. Björnsson. Þetta er spennandi söguleg skáldsaga um drátthagan norð- lenskan ungling á 18. öld, sem fær í hendumar peningaseðil og getur ekki stillt sig um að stæla hann og kaupa fyrir falsaða seð- ilinn. Fyrir þetta dæmir íslensk réttvísi hann til dauða... Bjöm Th. Bjömsson hefur hér skrifað af alkunnri íþrótt og stfl- kynngi breiða og spennandi sögulega skáldsögu um ævin- týralegt lífshlaup þessa íslenska sveitapilts og afkomendur hans, sem enn þann dag í dag eru kenndir við Skóga, þótt dreifst hafi um heiminn. Sumir þeirra komust með harðfylgi til mikilla metorða í Danmörku, en aðrir lögðu Iand undir fót alla Ieið til Chile, þar sem þeir bera enn nafn Skóga á Þelamörk. Höfundur hefur viðað að sér heimildum úr ýmsum áttum við smíði þessarar einstöku sögu, en hikar ekki við að sviðsetja og skálda þar sem það á við. Að því leytí sver hún sig í ætt við önnur söguleg skáldverk Björns Th., Björn Th. Björnsson. sem notið hafa mikilla vinsælda. Bókin er 391 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Gísli B. Bjömsson. Verð kr. 2980. (Fréttatilkynning) 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.