Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 3
Viðtalið Laugardagur 4. desember 1993 n INDLAND er annað fjölmenn- asta ríki jarðar, með tæplega 900 milljónir íbúa. Þar er mannlífið fjölbreyttara en í nokkru öðru landi heims. Á Ind- landi finnast öll helstu trúar- brögð heims, þar er talaður fjöld- inn allur af tungumálum og þar ríkir gífurleg fátækt innan um mikið ríkidæmi. Frú Rajalakshmi Sundaram er ákaflega stolt af því að vera Ind- verji. Hún er af auðugri ætt og kynntist ung öllum helstu frelsis- hetjum Indlands, þeirra á meðal Mahatma Gandhi. Ævi sína hef- ur hún helgað hjálparstarfi við fátæka, baráttu fyrir réttindum kvenna og umhverfismálum. Hún rekur eigin rannsóknar- og fræðslustofnun um umhverfis- mál og hefur unnið að hjálpar- starfi víðsvegar um Indland. Meðal annars hefur hún starfað með móður Teresu, sem hún kallar hina guðdómiegu móður. Hún er þessa dagana stödd í Reykjavík í heimsókn hjá dóttur sinni, sem er gift íslenskum manni. Hjálparstarf með Lionessum Frú Rajaiakshmi var mjög ung þegar hún hóf störf í þágu fá- tækra. „Afi minn var einn af þeim sem börðust fyrir sjálfstæði Indlands. Þegar ég var h'til stúlka, sat ég oft heima og hlustaði á afa og kunningja hans, sem voru all- ir helstu leiðtogar frelsisbarátt- unnar, ræða hugtök eins og frelsi og sjálfstæði. Þessir merku menn höfðu mikil áhrif á mig og líf mitt. Þegar ég var sextán ára, gekk ég í hjónaband. Ég var svo heppin að maðurinn minn, sem er embættismaður, var sendur víðsvegar um Indland á vegum stjórnarinnar. Þannig fékk ég tækifæri til að kynnast fjöl- breyttri menningu landsins og ólíkum tungumálum. Við ferð- uðumst meðal annars um sveit- imar og þá sá ég þá þjáningu og fátækt sem fólkið býr við. Fljót- lega fór ég að nota frístundir mínar til að vinna með Lionessu- klúbbi að hjálparstarfi. Við höfð- um það markmið að kenna fólk- inu heilsufræði og hreinlæti og komum víða á fót heilsugæslu. Þessi hreyfing hefur smám sam- an stækkað og er nú orðin að landssamtökum, sem ég var for- maður fyrir um tíma." Hjónabönd barna Frú Rajalakshmi hefur sérstak- Iega látið réttindi kvenna á Ind- landi tfl sín taka. ,Ég er heppin, því maðurinn minn hefur leyft mér að fara hvert sem ég vil til að vinna. Það þykir alls ekki sjálfsagt á Indlandi, þar sem mennirnir vilja eiga konurnar sínar og stjóma þeim. Eitt af því, sem við höfum barist gegn, em hjónabönd bama. Á Indlandi em stúlkur giftar jafnvel sex til sjö ára gamlar og drengimir m'u eða tíu ára. Það hefur mikið dregið úr þessu í borgum, en þetta er því miður ennþá algengt í þorp- unum. Ef drengurinn deyr ung- ur, er htið á stúlkuna sem ekkju Frú Rajalakshmi Sundaram hefur starfað með móður Teresu, sem hún lýsir sem „hinni guðdómlegu móður". Timamynd: Ámi Bjama alla hennar ævi og fjölskylda drengsins notar hana eins og þræl. Þegar stúlka giftist, verða foreldrar hennar að gefa verð- mæti með henni, t.d. skartgripi eða peninga. Þetta er gömul hefð í landinu, en hefur oft ýtt undir græðgi hjá fólki. Foreldrar stúlknanna eru oft kúgaðir af tengdaforeldrum þeirra til að láta sig hafa meiri og meiri verðmæti, og oft hefur það gerst að stúlkur hafa verið brenndar lifandi af tengdaforeldrum sínum. Eftir það kvænist sonurinn að nýju og foreldrar hans fá meiri peninga með nýju konunni. Til að hjálpa konunum stofnuð- um við sérstakan hóp og fengum kvenlögfræðinga í lið með okk- ur. Við opnuðum athvörf, sem konurnar geta leitað til, og við förum með þeim til lögreglunnar og fyrir dómstóla. Við reynum virkilega að beijast fyrir þær." Tók að mér fjögur þorp Rajalakshmi býr núorðið í Del- hi, en hún hefur samt ekki sagt skihð við fólkið í þorpunum. „Ég tók að mér fjögur þorp í ná- grenni Delhi. Fólkið þar er ekki það allra fátækasta, því það á land sem það lifir á. Við bytjuð- um á því að hvetja börnin til dáða. Við sögðum þeim að ef þau legðu sig fram við lærdóm- inn, gætu þau orðið læknar eða verkfræðingar eða hvað sem þau vildu. Við sögðum bömunum að þau gætu fengið styrki til að fara í framhaldsnám, ef þau væru dugleg. Núna keppast þau við að sýna okkur hvað þau eru búin að læra, þegar við komum. Þannig að það eina, sem þau vantaði, var hvatning. Við höf- um líka reynt að kenna fullorðna fólkinu að lesa og skrifa. Margir hafa lent í því að fá lán hjá rík- um nágranna, sem skrifaði miklu hærri upphæð á skuldaviður- kenninguna en um var að ræða. Menn hafa misst landið sitt á þennan hátt. Þess vegna reynum við að kenna fólkinu að bjarga sér sjálft. Fólkið á líka rétt á því að vita hvað er að gerast í heim- inum. Flestir vita að Bandaríkin eru til, en þeir þekkja engin önn- ur lönd. Þegar ég fer til baka, þá segi ég þeim frá íslandi og ís- lendingum. Að auki höfum við sett á fót heilsugæslu í þorpun- um og dreifum vítamínum, sem lyfjafyrirtæki gefa til starfsins. Ég reyni líka að berjast fyrir konurnar í þorpunum. Karl- mennimir vinna á uppskerutím- anum í tvo til þtjá mánuði á ári, en að öðm leyti vinna konumar öll verkin. Þegar við byrjuðum með heilsugæsluna, kom í ljós að 60% kvennanna vom með sýk- ingu í leggöngunum. Þær tala ekki um slíkt, þær halda bara áfram að vinna. Karlamir nenna hvort eð er ekki að fara með þær til læknis. Svo smitast börnin í fæðingunni. Stundum græt ég vegna fólksins í þorpunum, því það á rétt á að njóta lífsins eins og við, en það þjáist og sérstak- lega konumar." Ein af þeim, sem Rajalakshmi hefur kynnst í starfi sínu, er móðir Teresa. „Það er stórkost- legt að vinna með hinni guð- dómlegu móður," segir hún. „Maður getur unnið matarlaus dögum saman án þess að finna til svengdar eða þreytu, af því að móðirin er með í starfinu. Það streymir frá henni svo mikil orka, að hún endurnærir alla sem í kringum hana em." Umhverfismól, hindúismi og konur Frú Rajalakshmi er hindúi og sem slíkur segir hún að sér sé skylt að beijast fyrir umhverfis- málum. „Fólk út um allan heim er núna að vakna til meðvitund- ar um umhverfismál, en þau hafa verið hluti af hindúisman- um frá því löngu fyrir Kristsburð. Maðurirm er hluti af umhverfinu sem Guð skapaði. Við höfum hins vegar gleymt að vemda um- hverfið og þess vegna refsar nátt- úran okkur. Þá fyrst áttar fólk sig á því að við verðum að Iifa í samræmi við náttúruna. Við hindúar tilbiðjum náttúmna. Við tilbiðjum jörðina, vatnið, eldinn, himininn og allan alheiminn. Al- heimurinn er skapaður af Guði og það er skylda okkar að vemda hann og hjálpa hvert öðm. Þetta hafa hindúar vitað í árþúsundir." Frú Rajalakshmi setti á fót stofnun árið 1986, sem hefur það meginmarkmið að rannsaka og fræða fólk um þau umhverfis- vandamál sem Indland stendur frammi fyrir. „Þar sem maðurinn er hluti af náttúrunni, Iít ég á fólksfjölgun, ólæsi og fátækt sem umhverfisvandamál. Starf stofn- unarinnar beinist sérstaklega að konum. Konur em þegar hluti af umhverfinu, þær fæða börnin, þær sjá um fjölskylduna og hús- dýrin, elda matinn, vinná á ökr- unum og svo framvegis. Á þenn- an hátt vernda konurnar um- hverfið án þess að þær leiði hug- ann nokkum tímann að því. Ég segi við þær: Þið eruð að gera stórkostlega hluti. Þið eigið að halda áfram og gera meira. Kon- an er skapandi, hún er orkan og æðri karlmanninum. Þess vegna hafa karlmenn kúgað konur og haldið þeim niðri. Ég reyni að kenna konunum að þeim beri jöfn virðing á við karlmenn. Það eru konur, sem alla tíð hafa vemdað heimilin, og þess vegna geta þær líka vemdað landið og alheiminn. Konur hafa því stær- ra hlutverki að gegna í umhverf- ismálum en karlar." Konaressflokkurinn móttíaus Frú Rajalakshmi er stolt af landinu sínu, þótt vandamálin séu mörg og umfangsmikil. Hún segir að Kongressflokkurinn hafi sýnt að hann sé máttlaus gagn- vart vandanum. „Það viðgengst gífurleg spilling meðal stjórn- málamanna. Landið er svo stórt að fæstir vita hvað er um að vera. Þess vegna er auðveldara fyrir spillta stjórnmálamenn að halda völdum. Kongressflokkur- inn hefur sýnt að hann getur ekki Ieyst deiluna um Kasmír og ekki komið á friði í Punjabhér- aði. Hindúar og múslímar geta vel lifað saman í friði. Við sjáum það um allt Indland. Það eru stjórnmálamennimir sem skapa ófriðinn. Á meðan Kongress- flokkurinn er við völd, leysast þessar deilur ekki. BJP- flokkur- inn er flokkur fólks sem berst fyrir betra Indlandi. Ég trúi því að hann komist til valda innan nokkurra ára og þá fyrst komist friður á um allt Indiand," segir frú Rajalakshmi Sundaram. Guðfitina B. Kristjánsdóttir Konan er skapandi, hún er orkan og æðri k ar I m a n n i n u m"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.