Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. desember 1993 Hlöðver Þ. Hlöðversson bóndi Björgum, Ljósavatnshreppi t MINNING Hlöðver Þórður Hlöðversson bóndi á Björgum í Ljósavatnshreppi, Suð- ur-Þingeyjarsýslu, varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. f.m., sjötugur að aidri. Þegar ég hugsa til Hlöðvers eins og ég kynntist honum, minnist ég anda tvö þúsund ára gamallar vísu eftir Hóratius hinn rómverska, þar sem fram kemur, hvað skáldinu finnst sá maður bera með sér, sem er hrein- lyndur og falslaus, vammi firrtur: Hver sá, er prrist fólskuverk og hrekki, vonskuna varast, vopnum beitir ekki, kastar ei—og sínum illsku þjðni þörfum — eitruðum örvum. Varla hef ég manni kynnst sem nær stendur þessari ímynd Hórasar um góðan dreng en Hlöðver á Björg- um. Hlöðver var þó ekki þess háttar maður sem lagði allt upp úr því að ganga í augun á öðrum, hvað þá að hann væri svo hlutlaus í deilumáium að hann ætti samleið með ,ölium' í skoðunum, enn síður að hann væri sinnuiaus um máiefni dagsins og það sem varðar þjóðarhag í nútíð og framtíð. Hann var að vísu ráðdeUdar- maður um afkomu sína og eiginhag, enda ötuU bóndi og aflamaður í bú- skap. En hugurinn var eigi að síður allur í því stóra í kringum hann. Áhugasvið hans var vítt. Honum var ekkert manniegt óviðkomandi. Hann var elskur að bókmenntum, sögu og náttúrufræði. Hann var félagslega sinnaður, póUtískur í góðri merkingu þess orðs, og lét sig heimsmáUn skip- ta sem önnur mál. Á síðari árum beindist hugsun hans einkum að tvennu: Annars vegar stöðu íslánds í breytanda heimi, hins vegar þróun landsbyggðar á íslandi, ekki síst valddreifingunni í því við- fangi. Á þessum kjamapunktum ís- lenskra stjórnmála hafði hann myndað sér persónulegar skoðanir, sem hann rökstuddi skilmerkilega og hélt fram af sannfæringu á umræðu- vettvangi, í ræðu og riti. Hann leit svo á að þetta væri sú meginpóUtík sem flest annað snerist um, enda ber raunveruleikinn því vitni, þótt á hinn bóginn megi sýna fram á, sem Hiöðver bentí oft á og hafði áhyggjur af, hversu einhfiða er á þessum mái- um haldið, hversu einlitur hópur það er sem mótar stefnuna og fær vaid til að fylgja henni fram. í stuttu máU sagt: Hlöðver á Björg- um var andvígur þeirri utanríkis- stefnu að íslendingar leysi aðlögun- arvanda sinn að breytanda heimi með því að láta innlimast í ríkja- bandalög, gangast undir yfirþjóðleg völd og skerða með því fuUveldi ís- lenska ríkisins. í byggðamálum hélt hann fast við þá meginstefnu að samfelld byggð væri í landinu, strjál- býU, ef svo vildi verkast, en að ísland yrði ekki einnar borgar ríki með e.k. kvótabundnum ,þéttbýUskjömum' í öðrum landshlutum, annars mann- laust land nema ef vera skyldi sum- arbústaðahverfi hér og hvar, en öræfi og óbyggðir milfi „leyföra' þéttbýUs- staða! Slíkt byggðamynstur var Hlöð- veri ekki að skapi, eins og fram kom í síðasta símtafi okkar að morgni dán- ardægurs hans. Á þróttmikilli við- ræðu hans vom engin feigðarmörk, enda bar dauða hans brátt að. HJöðver var þó enginn kyrrstöðu- maður í sveitarstjómar- og byggða- málum. En hann hafði á þeim sínar skoðanir. Honum var efst í huga — og taldi það til hagnýtra úrlausnar- efna — að endurskipuleggja stjóm- sýsluna í landinu, flytja völd til landshluta og héraða með því að taka upp „milUstig' í stjómsýslu, það sem hann og hans samheijar nefndu „þriðja stjómsýslustigið'. í þessu var hann í andstöðu við ríkjandi stefnu stjómvalda og margra helstu sveitar- stjómarforkólfa, sem telja það væn- legast að ganga af hreppunum dauð- um, þeim stjómsýslueiningum í ís- lensku samfélagi sem lifað hafa af alia óáran og óstjóm íslandssögunn- ar tii þessa. Þótt Hlöðver skipaði sér í andófshóp gegn ýmsum ríkjandi stjómmálahug- myndum, einkum nýkapítalisman- um í sínum ýmsu myndum, var hann bjartsýnismaður, enda þannig upp alinn, maður af þeirri kynslóð, kominn úr slíku umhverfi. Hann var svo mikill athafnamaður, svo dugleg- ur og ósérhlífinn, að í rauninni hent- aði það betur þessum eðlisþætti hans að vera hvetjandi, ekki letjandi, hann vildi sjá hlutina gerast. Hlöðver á Björgum hafði ekki í sér þá aigvít- ugu hneigð nöldmnarseggjanna að sækjast eftir gagnrýnis- og minni- hlutaaðstöðu. Það var ekki hans óskastaða. Honum var auðvitað kappsmál að vinna skoðunum sínum meirihlutafylgi í hveiju sem var og vita sig sem áhrifamann í öruggri meirihlutaaðstöðu. Hins vegar var stefnufesta hans um meginprinsip slík, að hann var við því búinn að velja sér hlutskipti minnihluta- manns, ef hann taldi meiri hlutann vera á rangri leið, stefna í öfuga átt. Þetta kom m.a. fram í því, að hann gekk gegn vilja og fyrirætlunum margra forustumanna Framsóknar- flokksins um stuðning við EES- samninginn. Þessir forustumenn í flokksstjóm og þingflokki sættu lagi að gera vilja sinn að meirihlutavilja í flokknum. Hlöðver á Björgum lét sér ekki nægja að beijast gegn áformum einstakra flokksforingja, sem hann hafði stutt, og þingmanna sinna, þeirra sem hann hafði léð atkvæði sitt, hann vann að því fremstur manna að mynda andspymuhreyf- ingu fólks úr öllum flokkum gegn stefnu stofnanaveldisins í landinu um aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu. Ég ætla ekki að leggja endanleg- an dóm á áhrif þessarar andstöðu- hreyfingar. Víst er að henni tókst ekki að hindra samningsgerðina. Samþjappað stofnanavald sá um að EES-málið gengi fram. Þar með er ekki sagt að þar lægi þjóðarvilji að baki, fremur hið gagnstæða. Þannig var Hlöðver á Björgum, að hann lét ekki bjóða sér hvað sem var, þótt orðvar væri, gætinn í dag- fari og enginn upphlaupsmaður í fé- lagsskap. Að hann væri þjóðrækinn fór ekki milli mála. En þjóðremba sem önnur remba var honum fjarri. Hann var enginn einangrunarsinni eða að hann þekkti ekki veröldina í kringum sig. Hann vissi sem lesinn og hugsandi maður að heimurinn er á hverfanda hveli. Og hann var sanntrúaður framfarasinni. Heims- slitakenningar stóðu ekki hjarta hans nær. Hann gerði sér fulla grein fyrir að íslenska þjóðin varð að laga sig að breytanda heimi. En hann vildi ekki, að sú aðlögun gerðist með því að brjóta grundvallarreglur og megin- forsendur lýðveldishugsjónarinnar um stjómskipulegt fullveldi og pólit- ískt sjálfstæði þjóðarinnar. Gegn slíku barðist hann hinni góðu bar- áttu. n. Hlöðver Þórður Hlöðversson var fæddur 8. október 1923 í Vík á Flat- eyjardal, byggðarlagi sem nú er í eyði. Foreldrar hans voru búandi hjón í Vík, Björg Sigurðardóttir há- karlaformanns á Jökulsá Hrólfssonar og Hlöðver (fæddur og uppalinn á Björgum) Jónsson bónda á Björgum Kristjánssonar á Knútsstöðum Bjömssonar Buchs. Þau Hlöðver og Björg vom nýlega gift og höfðu byij- að búskap í Vík þá um vorið, en jörðin var eignarjörð Sigurðar Hrólfssonar. 26. nóvember um haustið, u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir fæðingu sonar síns, lést Hlöðver Jónsson af slysförum og vosbúð, þegar hann var að bjarga fé undan sjó. Þótti mikill mannskaði að þessum unga bónda, enda sagður vaskur maður og valmenni. Björg Sigurðardóttír giftist síðar Sig- urbirni Jónssyni á Björgum, mági sínum. Settust þau þar að og bjuggu á jörðinni alla sína búskapartíð. Sam- an eignuðust þau sex böm. Hlöðver Hlöðversson var þar að sjálfsögðu sjöunda bamið, elstur sinna systkina, bráðger og atorkumikill og sýndi snemma góða greind og námsgáfur. Mun hann enga bók hafa látið ólesna, sem hcum komst höndum yf- ir. Þannig var hann, drengurinn. Á unglingsárum stundaði hann nám í Héraðsskólanum að Laugum tvo vet- ur, las utanskóla að mestu námsefni til gagnfræðaprófs við Menntaskól- ann á Akureyri, lauk þar gagnfræða- prófi vorið 1944 með góðum árangri. Hann kaus þó að láta skólanámi þar með lokið, settist aldrei í „mennta- deild' eins og stúdentsprófsdeildin var kölluð upphöfnu nafni á kostnað gagnfræðadeildar, sem mér hefur alltaf fundist ómaklegt, svo ágæt kennsla sem var í ýmsum undir- stöðugreinum í þeirri deild, enda þriggja ára skóli og námsefnið víð- tækt. Oft voru nemendur gagnfræða- deildar fulltíða menn, að segja má, vanir að sjá um sig sjálfir og stund- uðu vel lærdóminn. Hlöðver stóð á tvítugu vorið 1944 og var í sjálfu sér ekki vandara en öðrum jafnöldrum að halda áfram námi og raunar sýnu eldri mönnum, sem ófáir voru að leggja út í lang- skólanám og áttu sumir fyrir hönd- um áratugar skólasetu eða meira. En hann hugðist verða bóndi og sá fyrir sér bjarta framtíð í landbúnaði sem öðrum atvinnugreinum á vordögum lýðveldisins. Bóndastarfið varð því ævistarf hans. Framan af vann hann að jafnaði á heimilisbúinu sem liðs- maður við hlið stjúpföður síns og móður — og með systkinum sínum, er óhætt að segja, því að samheldni Bjargafólks var mikil um allt sem mátti verða jörð og búi tíl farsældar. í þess augum var jörðin sem ættar- óðal og er í reynd, því að þar hafa langfeðgar búið mann fram af manni nokkuð á aðra öld, enda kostajörð að fornu og nýju, að vísu nyrst byggðra jarða í Ljósavatnshreppi nú, en jafnframt bijóstvöm byggðarinn- ar á norðuijaðri. í 40 ár hefur Hlöðver Hlöðversson verið driffjöður og forstöðumaður velheppnaðs félagsbúskapar á Björg- um. Mun ekki á neinn hallað, þótt hann hljóti slíka nafngift. Sjálfur hefði hann líklega ansað því að vera nefndur fremstur meðal jafningja, enda áttu aðrir sinn þátt í velgengni búskapar á Björgum, hver með sín- um hætti: bræður hans, sem tveir eru látnir, Grímur og Sigurður, með- an þeirra naut við, synir hans hin síðari ár, forsjálir og framtakssamir menn á besta aldri. Mannvirki og umgengni á jörðinni bera öllu þessu órækt vitni. Hlutur húsfreyjanna á Bjargabæj- um er auðvitað ekki gleymdur, þeg- ar velgengninnar þar er minnst. Þótt búið sé eitt, eru heimilin og fjöl- skyldumar fleiri. Eins og Hlöðver var ekki einn í framkvæmdum og bústörfum, var hann heldur ekki einn um það sem næst honum stóð og persónulegast var: einkaheimili sitt, bamauppeldið, gestamóttökur, félagsstörf og sveitar- stjómarmál og hvers kyns hugðar- efni, sem honum var andleg nauð- syn að sinna. Eftirlifandi eiginkona hans, Ásta Pétursdóttir frá Gautlönd- um, hefur verið stoð og stytta bónda síns í búskapnum og haldið uppi reisn heimilisins. Hún hefur ekki síður verið honum til hvatningar um félagsstörf í þágu sveitar og héraðs, ábyrgðarstörf á vegum Kaupfélags Þingeyinga að ógleymdum öðrum áhugamálum og forgöngu í lands- málum, sem oft voru tímafrek og út- gjaldasöm. Hlöðver var óspar á kostnaðarsama fyrirhöfn, ef honum þóttí nokkm skipta um hugsjónamál sín, þótt annars væri hann ráðdeild- arsamur og ekki eyðsluseggur. Slíkt er einkenni höfðingja. Höfðinginn er hófsmaður í lifnaði, en örlátur þar sem góðu gegnir. Eins er höfðings- konan. Það var Hlöðveri gæfa að eiga Ástu fyrir konu, uppvaxna við félagsáhuga Gautlendinga, dóttur- dóttur Péturs Gauta alþingismanns og ráðherra. Ásta er dóttír Sólveigar Pétursdóttur Gauta og Péturs Jóns- sonar frá Reykjahh'ð af ætt sr. Jóns Þorsteinssonar prests þar. Var Pétur, faðir Ástu, farsæll bóndi á sínum partí Gautlanda í nærri hálfa öld (f. 1885, d. 1957), einn fræknasti gh'mumaður landsins á sinni tíð, um allt vel gerður maður. Að þeim Hlöðveri og Ástu stóðu því grónar þingeyskar ættír, alkunn- ar þeim sem annars hirða um ætt- fræði og ættarsögur. Faðir Hlöðvers á Björgum var af Buchsætt í beinan karllegg (að ég held) frá Nikulási Buch, Norðmanni í þjónustu Húsa- vrkurverslunar á ofanverðri 18. öld, merkismanni og kynsælum. Lang- amma Hlöðvers ein var María á Knútsstöðum (19. aldar kona), sem Guðmundur á Sandi gerði fræga sem „ekkjuna við ána' í afbragðskvæði með því nafni. í móðurætt var Hlöð- ver kominn af Brettingsstaðahjónum á Flateyjardal, Guðmundi Jónatans- syni og Steinunni Þorkelsdóttur, sem þar bjuggu á síðari helmingi 19. ald- ar og frá er kominn mikill ættbogi atkvæðafólks á ýmsum sviðum, dreift um allt land. ffl. í upphafi þessarar minningargrein- ar vísaði ég til orða Hórasar um hinn falslausa mann og sá í þeirri ímynd persónu Hlöðvers á Björgum, sem firrtíst hrekki og kastaði ekki eitruð- um örvum, þótt í brýnu slægi milli raanna. Hann er vinum sínum minnisstæður sem valmenni. Og öll- um virtist hann vel sakir prúð- mennsku sinnar, þeim er hann átti samskipti við. — Samúðarkveðjur eru fluttar frú Ástu Pétursdóttur, bömum þeirra Hlöðvers og öðrum vandamönnum. Ingvar Gíslason Fallinn er í valinn á 71. aldursári Hlöðver, bóndi á Björgum í Kinn. Þar fór sá maður, sem mér hefur þótt vaxa meira af sjálfum sér en aðrir menn og þeim mun meir, sem kynni urðu nánari. Orð mega sín hins vegar lítils á slík- um stundum, en eru þó í fátækt sinni hið eina tiltæka mannlegum mætti andspænis hinu óumflýjan- lega. Fréttin um andlát þessa trausta vinar og samheija hafði vart borist, þegar minningamar, sem hvergi bar skugga á, hrönnuðust upp fyrir hug- skotssjónum. Liðin em rúm 20 ár síðan fundum okkar Hlöðvers heitins bar saman. Fyrst mun það hafa verið á vettvangi starfa minna sem ráðunautur hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, en síð- ar lágu leiðir okkar enn frekar sam- an á sameiginlegu áhugasviði lands- byggðarmála. Kynni okkar hófust þó varla fyrir alvöm fyrr en fyrir rúmum sex ár- um, þegar forsjónin leiddi okkur, ásamt öðru góðu fólki, saman í stjórn Byggðahreyfingarinnar Út- varðar. Nánar til tekið gerðist þetta á landsfundi Hreyfingarinnar (þá und- ir nafninu Samtök um jafnrétti á milli landshluta) í júnímánuði árið 1987 á höfuðbólinu Reykholti í Borgarfirði. Eins og margir eflaust 15 muna enn, þótt ekki verði tíundað hér, hafði þá um vorið gengið í garð ákveðið erfiðleikatímabil í sögu þessa unga félagsskapar. Þarna reyndist Hlöðver einn hafa það hug- rekki sem þurfti til að taka að sér formennsku í Hreyfingunni. Er skemmst frá því að segja, að fljótt kom í ljós að öðm eins láni hefur fé- lagsskapur vart átt að fagna á erfiðri stundu en því, sem honum hlotnað- ist með formennsku Hlöðvers. Með harðfylgi við sjálfan sig, en lipurð við aðra, hurfu erfiðleikarnir sem dögg fyrir sólu, og reyndist hann Hreyfingunni þannig sannur „út- vörður' og hélt um stjómartaumana fram í ágúst 1991, er hann gaf sig mjög að málafylgju gegn EES-mál- inu og gaf ekki kost á sér lengur í stjóm Útvarðar. Hlöðver kunni að velja og hafna og þekkti sín tak- mörk. Hann var og síðastur manna til að bera persónulega erfiðleika sína á torg, en kunnugum var ljóst að fyrirboðar af þeim toga bönnuðu jafnheilsteyptum manni og Hlöðver var að eiga það á hættu að geta ekki fylgt öllum hugsjónum sínum eftir af fullum krafti í verki eftir þetta. Alltaf vom samt auðsótt ráð í smiðju hans og er nú skarð fyrir skildi. Seint gleymist þeim, er vimað hafa, hnitmiðaðar ræður og meitluð norð- lenska Hlöðvers á fundum eða öðr- um mannamótum, gjarna, og ég hygg oftar en ekki, mælt fram blaða- laust. Við slík tækifæri, sem og í rit- uðu máli, kom oft fram á skýran hátt djúpur skilningur hans á mál- efnum líðandi stundar, ekki síst á vettvangi landsbyggðar. Nú, að loknum kosningum um sameiningu sveitarfélaga, bið ég for- láts á því að standast ekki þá freist- ingu að vitna í þessu tilefni til eftir- farandi orða Hlöðvers úr forystugrein í 1. tbl. 3. árg. Útvarðar árið 1988: „Flestir munu sammála um að sveitarfélög beri að styrkja og efla sem grunneiningar stjómkerfis. Þau eru sögulega mjög merk. Nokkur vitneskja um þau ef til vill hin elsta á heimsbyggð. Þau eru grundvöllur fé- lagslegrar virkni og stjórnar nærri vettvangi fólksins. En mörg eru þau smá og fámenn, reyndar nær öll smærri en svo, að þau séu ein sér fær um að taka við því valdi sem þörf er að færa frá oft ósjálfráðu of- ríki miðstjórnarkerfis. Sameining sveitarfélaga er seinvirk, en fyrst og fremst ófullnægjandi lausn, og lög- þvingun, meira eða minna, gegn vilja íbúanna kemur ekki til greina. Fróðlegt er að gera sér þess grein að þrýstingur og áróður um stækkun sveitarfélaga kemur mest „ofanfrá' og meir frá þeim stærri, að þau smáu eigi að sameinast, en að upptökin séu þar. Við eðlilega framvindu, reynslu af samvinnu um ýmis verk- efni, og þróun um viðhorf íbúanna, verður — á mörgum árum — veru- leg sameining sveitarfélaga, en áfram yrðu þau vanhæf að taka við stærri viðfangsefnum frá ríki. Því þarf við- auka — framlengingu á valdsviði sveitarfélaganna: Lögfest valdsvæði af stærð núverandi landshlutasam- taka eða nálægt því, undirbyggt beinum persónulegum kosningum og annist þá heimastjóm, er svæðin kjósa að taka sér ásamt tilsvarandi tekjum og fjárráðum, enda framselji þau einstökum sveitarfélögum þá stjómsýslu er þau kjósa og hafa bol- magn til. Þama er raunar verið að taka upp þráðinn frá þeim framsýnu mönnum, er á fimmta áratugnum beittu sér fyrir stofnun núverandi landshlutasamtaka og ætluðu þeim stærri hlut en þann að staðna, valda- lítil, sem umræðu- og ályktunar- stofnanir, þó að síst skuli vanmetið margt, sem þau hafa réttilega athug- að og vel gert. Þessu er hægt að skipa með lögum þegar þingmeiri- hluti fæst til.' Með þessari framsýnu tilvitnun, sem er dæmigerð fyrir raunsæja málafylgju Hlöðvers, læt ég hér stað- ar numið. Guð blessi og styrki eftirlifandi eig- inkonu, bömin og fjölskyldur þeirra og alla ættingja og vini, sem nú eiga um sárt að binda. Blessuð sé minn- ing Hlöðvers, bónda á Björgum. Þórarinn Lárusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.