Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. desember 1993 VETTVANGUR Orri Hlöðversson Óhætt er að fullyrða að íbúum Vesturlanda hefur verið gefin mjög röng mynd af þeim samfé- lögum, sem aðhyllast trúna á spámanninn Múhameð. íslamsk- ir fraeðimenn hafa gagnrýnt Vesturlönd fyrir að skilja ekki hið flókna samspil pólitískra, efnahagslegra og félagslegra þátta, sem móta samfélög utan hins vestræna heims. Niðurstað- an er sú að umfjöllun um mál- efni múslima ér oft byggð á fá- kunnáttu og misskilningi, sem síðan leiða af sér alhæfingar og fordóma. Áherslan er frekar lögð á það sem miður fer, á kostnað hins jákvæða. Pegar minnst er á íslam, þá reikar hugur margra til ríkja Miðausturlanda og Norður-Afr- íku. Slíkt er ekki óeðlilegt, þar sem þetta landsvæði er mikið í fréttum og á undanförnum árum hafa öfgahópar múslima í þess- um löndum verið áberandi. Ar- abar eru fjölmennir í ofangreind- um heimshluta og margir setja samasemmerki milli Araba og múslima. Sú staðreynd, að Arab- ar eru aðeins um 15% múslima, kann því að koma mörgum á óvart. Stærstur hluti þess tæp- lega milljarðs manna, sem trúir á spámanninn, býr hins vegar ut- an Miðausturlanda, í miðhluta Asíu, Indónesíu, Indlandi, Pak- istan og Bangladesh. Tvær stærstu fylkingar Múhameðstrú- arinnar eru sunnítar og shítar. Um 85-90% múslima eru Sunn- ítar og u.þ.b. 10% eru shítar og búa flestir þeirra í íran, Yemen og suðurhluta íraks. Miðausturlönd og vest- ræn hugmyndafræði Þegar Bretar og Frakkar slepptu loks hendi af nýlendum sínum fyrir botni Miðjarðarhafs, á árun- um eftir seinni heimsstyrjöld, biðu nýrra valdhafa mörg vanda- söm verkefni. Efnahagsmálin voru efst á baugi og margir hinna nýju valdhafa renndu hýru auga til tækniþekkingar Vesturlanda. Þeir vildu byggja upp ríki sín að vestrænni fyrirmynd og koma þeim sem fyrst í hóp hinna auð- ugu þjóða heims. En vestræn þekking og fjármagn þýddi vest- ræn menningaráhrif og margir úr hópi múslima voru slíkum áhrifum mótfallnir. Niðurstaðan var sú að í flestum hinna nýju landa mynduðust ríki sem reyn- du að sameina hina tvo ólíku menningarheima. Reynt var að færa ríkin til nútímans án þess að skaða verulega íslömsk menn- ingareinkenni. En eitt stórt atriði gleymdist: Ekkert hinna nýju ríkja náði að koma á fót varan- legu lýðræðisríki í vestrænum skilningi og krafan um aukið lýðræði jókst stöðugt eftir því sem vestræn áhrif urðu meiri. Þessari kröfu um aukið Iýðræði var oft svarað með ofbeldi og raunin varð sú að harðstjórn vestrænna nýlenduherra hafði einungis verið leyst af hólmi með heimatilbúinni harðstjóm. Ein- ræðisherrar komu og fóru og gilti þá einu hvort þeir kenndu sig við hugmyndafræði sósíalista, kapítalista eða þjóðernissinna — efnahagslegar framfarir urðu litl- ar, mestallt fjármagn fór í herm- ang og almenningur var jafnilla staddur og áður. Múslimar í sókn í Miðausturlöndum Orri Hlö&versson meðan stjórnvöld hafa verið upptekin af hemaðarbrölti hafa fylgismenn íslams verið duglegir við að afla sér vinsælda meðal almennings. Þeir hafa komið á fót heilsugæslustöðvum og skól- um í fátækari hverfum stór- borga, og jafnvel veitt beinan fjárhagslegan stuðning þeim sem minnst mega sín. En það em ekki eingöngu inn- anlandsaðstæður sem vinna með íslömsku hreyfingunum. T.d. er bent á stefnu Bandaríkjamanna, sem halda uppi ísraelsríki, styðja harðstjórn í Egyptalandi, varpa sprengjum á Múhameðstrúarrík- in írak og Sómalíu og gera síðan ekki neitt til að koma í veg fyrir slátrun múslima í Bosníu. Og viðbrögð almennings hafa ekki látið á sér standa. Moskur, sem fyrir rúmum áratug voru illa sóttar, em nú fullar út fyrir dyr og fræðimenn, sem áður skrif- uðu undir merkjum vestrænnar hugmyndafræði, hafa snúið við blaðinu og komið auga á hið mikla pólitíska afl íslam. íslamskir öfgahópar Líkt og í öðmm fjöldahreyfing- um, sem berjast fyrir breyttum stjórnarháttum, hafa myndast hryðjuverkahópar á meðal fylg- ismanna íslams. Þessum hópum vex sérstaklega fiskur um hrygg í löndum þar sem mótspyrna stjómvalda er hvað hörðust, eins og t.d. í Egyptalandi. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið upp- teknir af hryðjuverkum minni- hlutahópa, sem skaðað hafa mjög hagsmuni þeirra sem berj- ast fyrir friðsamlegum umbótum í nafni íslams. Á sama hátt hefur verið gert fremur lítið úr því misrétti, sem stjórnvöld í Mið- austurlöndum og N-Afríku beita þegna sína. Kosningamar í Alsír árið 1992 eru ágætt dæmi. Þar unnu flokkar múslima yfirgnæf- andi sigur í lýðræðislegum kosn- ingum. í stað þess að játa sig sigraða ákváðu valdhafar að ógil- da úrslit kosninganna og halda áfram um stjórnartaumana. Þessi málalyktan var látin afskiptalaus af Vesturlöndum, sem oft segjast beijast fyrir auknu lýðræði í hin- um fátækari hlutum heims. En allar slíkar einhliða ákvarðanir stjómvalda verka sem oh'a á eld í röðum þeirra, sem misrétti eru beittir, og eykur enn frekar fylgi harðlínuafla. Það er því nauð- synlegt fyrir valdhafa að koma til móts við kröfur óánægjuafla, því að á meðan núverandi ástand ríkir, verkar hið mikla afl íslam sem tímasprengja, sem getur spmngið hvenær sem er. Og þá er aldrei að vita hver stefna nýrra stjórnvalda verður í garð þeirra, sem hindrað hafa fram- gang þeirra. Kaaban í Mekka er áfangi allra sanntrúa&ra sem koma að ferningnum, að minnsta kosti einu sinni á ævinni í pílagrímsför. Kalda stríðiö Þau átök, sem áttu sér stað um allan heim milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fyrrverandi, höfðu mjög mikil áhrif í Mið- austurlöndum. Landfræðileg lega svæðisins hefur ávallt verið talin hernaðarlega mikilvæg og að auki er á svæðinu að finna stóran hluta af oh'ubirgðum jarð- arinnar. Þar sem áhugi stórveld- anna á þessum heimshluta var mikill, þá neyttu þau allra bragða til að auka áhrif sín í ein- stökum löndum og vom hin ný- fijálsu ríki oftast þvinguð til að taka afstöðu með annaðhvort Bandaríkjunum eða Sovétríkj- unum. Fögur fyrirheit leiðtoga nýfrjálsra ríkja um sterkar og sjálfstæðar þjóðir köfnuðu auð- yeldlega á vígvelli kalda stríðsins. Hemaðar- og viðskiptahagsmun- ir stórveldanna höfðu forgang og sem fyrr vom það hagsmunir al- múgans sem sátu á hakanum. Gilti þá einu hvort leiðtoginn var Nasser, sem var studdur af Sov- étmönnum, eða Reza Pahlavi, sem Bandaríkjamenn komu til valda í íran árið 1953. Aftur til fortíðar Sú staðreynd að þjóðarleiðtog- um í Miðausturlöndum hefur mistekist að skapa þegnum sín- um góð lífsskilyrði og það and- rúmsloft kúgunar, sem í löndun- um ríkir, hefur gefið fylgismönn- um íslams byr undir báða vængi. Og vegna ástandsins virkar mál- flutningur þeirra mjög sterkt á almenning, enda af nógu að taka þegar gagnrýna skal stjórnar- hætti núverandi valdhafa. Hug- myndafræði Vesturlanda hefur bmgðist og nú er kominn tími til fyrir Miðausturlönd að leita lausnar sinna mála út frá eigin menningu og siðum, þar sem kenningar Múhameðs eru mið- punkturinn. Efnahagsástand er slæmt, þrátt fyrir miklar tekjur af olíu undanfarna áratugi. Mann- réttindi eru víðast hvar fótum troðin og spilling á meðal valda- manna er áberandi. Boðskapur fylgismanna íslams er einfaldur: Dómskerfum viðkomandi landa á að breyta þannig að þau þjóni hagsmunum múslima í stað þess að vera byggð á dómskerfum fyrrverandi nýlenduherra. Ein- ungis þeim mönnum, sem trúa á boðskap Múhameðs, er treyst- andi til að hafna mútum og standast freistingar þær sem valdastöður hafa upp á að bjóða. Við slíkar aðstæður myndu kjör almennings batna og jöfnuður aukast. Og hinar ýmsu hreyfing- ar, sem kenna sig við íslam, hafa ekki látið sitja við orðin tóm. Á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.