Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 4
Laugardagur 4. desember 1993
4
Kyrrðardagar vcrða í Skálholti frá
föstudegi 10. desember
til suimudags 12. desember.
Dagskrá kyrröardaganna hefst kl. 18.00 á föstudag, en
iýkur um kL 16.00 á sunnudag.
Umsjón: Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur, og
rektor skólans, Kristján Valur Ingólfsson. Dvalargjald er kr.
6.400,-.
Skráning til dvalar fer fram á Biskupsstofu f Reykjavík
milli U. 15.00-17.00 virka daga í síma 621500.
Jóla- og áramótasamvera
verður í Skálholti 28. desember til 1.
janúar
Þátttakendur geta dvalið allan tímartn eða hluta hans. Há-
punktur þessarar samveru er miðnæturmessa á áramótum.
Dvalargjöld eru kr. 3.200 fyrir einn sólarhring, en kr.
10.000 fyrir allan tímann. Böm greiða hluta þessa gjalds
eftir aldri.
Upplýsingar á skrifstofu Skáihoitsskóla í síma 98-68870.
Skráning til dvalar fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík milli
kl. 15.00-17.00 virka daga í síma 91-621500 til 18. desem-
ber, en eftir það í Skálholti í síma 98-68870.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Öldrunarþjónustudeild, Síðumúla 39
Félagsstarf aldraðra
Leiðbeinendur óskast í hlutastörf
í nokkrar af félagsmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykja-
víkurborgar. Um er að ræða íþróttakennslu (íþróttakenn-
araréttindi áskilin), postulínsmálun, vefnað, bókband, leð-
urog loðskinnasaum, bridgespilun ogensku.
Námskeið, reynsla eða sérmenntun í viðkomandi greinum
nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir S. Guðbergsson, Síðumúla
39, síma 678 500.
Umsóknum, merktum félagsstarfi aldraðra, sé skilað í
Síðumúla 39 á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfirestur er til 10. desembernk.
Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar og vélar vegna Véla-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar:
1. Subaru Justy...........................árg. 1987
2. VW Golf................................árg. 1986
3. M. Benz L 608 með 6 manna húsi og palli .árg. 1977
4. M. Benz L 608 með 6 manna húsi og palli .árg. 1984
5. M. Benz L 608 með 6 manna húsi og palli .árg. 1983
6. Toyota Hi lux .........................árg. 1984
7. Subaru E 10 sendibifreið...............árg. 1988
8. Mitsubishi L 300 sendibifreið..........árg. 1984
9. Volvo F 609 með ftutningakassa.........árg. 1977
10. Toyota Hi ace sendibifreið.............árg. 1985
11. Cedar Rapids malbikun arvél
12. Case 485 dráttarvél.....................árg. 1985
Bifreiðarnar og vélamar verða til sýnis í porti Vélamið-
stöðvar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, frá mánudegi 6.
desember.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 9. desember kl.
14:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar,
Fríkirkjuvegi 3.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Nú bökum við með börnunum
Pipa/íö£a/
250 gr hveiti
1 tsk. sódaduft
100 gr smjör
175 gr sykur
legg
1/2 tsk. pipar
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. negull
1/2 tsk. engifer
2 msk. íjómi
Smjörið hnoðað saman með
kryddinu. Sykur og egg hrært
lauslega saman og rjómanum
bætt út í. Hveitið hnoðað saman
við og búnar til mjóar rúllur, sem
skornar eru í litla bita og búnar
til kúlur. Bakaðar við 180" í ca.
10 mín.
(/(ppsh'ifit aö
Ú/öAoíe/þi
1 kg hveiti
1 kg salt
6 dl kalt vatn
2 msk. matarolía
Blandið saman salti og hveiti.
Matarolíunni og vatninu blandað
vel saman við. Hnoðið deigið þar
til það verður mjúkt. Pakkið
deiginu inn í plast og látið bíða í
nokkra tíma, áður en farið er að
móta úr því. Það er svo bakað í
100° heitum ofni í ca. 2 tíma og
aðra 2 tíma við 125". Svo eru
hlutirnir skreyttir með litum,
sem fást í föndurbúðum.
Forcm&a£a m/sá&íu.-
éaðioý ln&tum
200 gr smjör
225 gr sykur
4 egg
100 gr gróft saxaðar hrietur
1 dl appelsínusafi
100 gr smátt saxað
suðusúkkulaði
250 gr hveiti
1 tsk. lyftiduft
Brætt súkkulaði og hnetur í
skraut.
Smjör og sykur hrært létt og
Ijóst. Eggin hrærð saman við eitt
í senn og hrært vel á milli.
Súkkulaði, hnetum og lyftidufti
blandað saman við hveitið og því
hrært saman við hræruna, ásamt
appelsínusafanum. Deigið sett í
vel smurt og raspi stráð form (ca.
1 1/2-2 1). Bakað neðarlega í ofn-
inum við 175" í ca. 50-60 mín.
Prufið með prjóni, hvort kakan
er bökuð. Kakan látin bíða
smástund í forminu áður en
henni er hvolft úr því. Kakan
skreytt með bræddu súkkulaði og
hnetum.
OnaKu/ö&Uf'
150 gr smjör
125 gr sykur
2egg
200 gr hveiti
100 gr kókosmjöl
2 tsk. lyftiduft
75 gr saxað suðusúkkulaði
75 gr saxaðar rúsínur
Smjörið og sykurinn er hrært
létt og ljóst. Eggin hrærð saman
við eitt í senn, hrært vel á milli.
Þurrefnunum blandað saman við
og því næst súkkulaðinu og rú-
sínunum. Deigið sett á bökunar-
pappírsklædda plötu með teskeið.
Bakað við 200" í ca. 10-12 mín.
(jóö appe(sku£a£a
125 gr smjör
150 gr sykur
150 gr hveiti
1 tsk. lyftiduft
3egg
1 dl appelsínusafi
Rasp utan af 1 appelsínu
Smjör og sykur hrært létt og
ljóst. Eggjunum bætt út í einu í
senn og hrært vel á milli. Hveiti,
lyftidufti og appelsínusafa og ra-
spi utan af appelsínu blandað
saman við hræruna. Deigið sett í
smurt jólakökuform, bakað við
180” í ca. 45-60 mín. Prufið með
pijóni hvort kakan er bökuð.
Krem:
150 gr smjör
150 gr flórsykur
Safi og rasp'úr 1 appelsínu
Suðusúkkulaði
Smjörið og flórsykurinn hrært
vel saman með áppelsfnusafan-
um. Hýðið sett saman við. Kakan
skorin í þrennt eftir endilöngu.
Kakan lögð saman með smjör-
kreminu. Suðusúkkulaði brætt
og kakan smurð með því. Hnet-
um stráð yfir.
Drottmtpaf„ýKö/p/p "
3 sítrónur
1 appelsína
200-250 gr sykur
11/2 dl vatn
1/4 vanillustöng
1 flaska hvítvín
1/2 dl madeira
Raspið hýðið utan af sítrónun-
um og appelsínunni fínt. Pressið
safann úr ávöxtunum. Sjóðið
sykur, ávaxtasafa og vatn með
vanillustönginni. Sigtið drykkinn
og látið hann kólna. Vfninu bætt
út í og sett í „glögg'-skál. Þennan
drykk má líka bera fram kaldan
með ísmolum og sítrónusneiðum.
Dömu-'/piöffi'
2 appelsmur
250 gr sykur
1 flaska rauðvín
Appelsínumar skomar í þunnar
ræmur. Vínið og safinn úr appels-
ínunum ásamt sykrinum er
blandað í „glögg'-skálina. Þá er
sjóðandi vatni hellt yfir og fer
það eftir smekk hvers og eins,
hve mikið vatn er notað. Glögg-
ina má einnig bragðbæta með
kanelstöngum og vanillustöng,
sem þá er soðið í smávegis vatni,
sem bætist út í vínblönduna. í
gamla daga þótti þetta „ekta'
dömudrykkur.
6Tólaýíö/pjp á aðwntu
2 flöskur óáfengt rauðvín
150 gr rúsínur
Rifinn börkur af 1 appelsínu
3 kardimommustengur
4 negulnaglar
1 kanilstöng
Ca. 1 bolli afhýddar möndlur
Allt hráefnið sett í pott og látið
standa í 5-6 klst. Hitað að suðu.
Látið vera heitt og bætið möndl-
unum út í, þá er það tilbúið í
glösin.
W! Þegar sósa er bútn til úr
soði, vill oft myndast töluverð
fita ofan á. Gott ráð er að
setja smávegis sósulit út i og
1-2 Ismola. Þá er auðvelt að
fjarlægja fituna úr soðinu.
jg Látið steikina standa á
fatinu 110- 15 mín. með ál-
pappfr yfir, áður en byrjað er
aðskeraafhenni.