Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.12.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur.4. desember 1993 7 Mótmæla verðhækk- un á skyri Landlæknir hefur áhyggjur af vinnuálagi á spítölum Segir dæmi um að vinnuhraði og álag á sjúkrahúsum hafi valdið slysum Landlæknir segir í nýrri skýrslu um afköst, kostnað og biðlista í heilbrigðiskerfinu að hann viti um slysatilvik sem beint og óbeint megi rekja til vinnuhraða og álags á sjúkrahúsum. Hann fullyrðir að þetta álag hafi aukist á síðustu árum. Landlæknir segir ennfremur að fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar kvarti yfir streitu nú en fyrir tíu árum. Tæplega helmingur allra hjúkr- unarfræðinga kvartar undan streitu. »Vinnuhraði og vinnuálag á sjúkrahúsum hefur aukist. Land- læknisembættið hefur undir höndum nokkur slysatilvik sem rekja má óbeint og beint til þessa,' segir landlæknir í skýrslu sinni. Hann segir að um 30% hjúkrunarfræðinga hafi kvartað undan streitu fyrir tíu árum, en nú kvarti um helmingur starf- andi hjúkrunarfræðinga undan streitu eða 45%. Svipaða sögu er að segja af sjúkraliðum og um 35% íslenskra lækna kvarta undan streitu sem er mun meira en meðal annarra starfsstétta. Landlæknir segir ennfremur í skýrslu sinni að sjúklingum sem bíða eftir aðgerð hafi fjölgað undanfarin tvö ár. 1. september 1991 var samtals 3.151 sjúkling- ur á biðlista eftir læknisaðgerð. 1. september 1992 voru þeir 3.166 og 1. september 1993 voru þeir 3.259. -EÓ Stjórn Matvæla- og næringar- fræðingafélags íslands hefur sent fimm manna nefnd mótmæli vegna verðbreytinganna á mjólkurafurðum sem tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. í ályktun stjórnarinnar segir að verðbreytingamar bijóti í grund- vallaratriðum í bága við mann- eldismarkmið Manneldisráðs ís- lands og þá manneldis- og neyslustefnu sem Alþingi sam- þykkti árið 1989. MNÍ mótmælir sérstaklega verðhækkun á skyri. Tvær og hálf milljón króna til Indlands Rauði kross íslands hefur sent Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins fjárframlag upp á tvær og hálfa milljón króna vegna jarðskjálftanna á Indlandi 30. september síðastliðinn. Ríkisstjórn íslands lagði eina milljón til verkefnisins og deildir RKÍ í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ og á Suðumesjum gáfu hálfa milljón. Jakobína Pórðardóttir hjá Rauða krossi íslands segir að peningarnir fari að mestu til neyðaraðstoðar, þ.e. til að halda lífi í fólkinu og tryggja því þak yfir höfuðið. »Það komu flóð á þessu svæði eftir jarðskjálftana sem varð til að torvelda allt hjálparstarf. Núna felst hjálpin þess vegna í að fólkinu er færður matur, teppi og nauðsynleg lyf en seinna verður það aðstoðað við uppbyggingarstarf. Til þess þarf að kaupa verkfæri til að endurreisa húsin og áhöld til að hægt sé að hefja jarðrækt að nýju.' Alþjóðasamband Rauða krossins er einnig í samvinnu við héraðsyfirvöld á jarðskjálfta- svæðunum að reisa skóla, vatns- veitur og sjúkrahús. -GK Stórsigur Hannesar Hlífars Hannes Hlífar Stefánsson vann yf- irburðasigur á 42. helgarskákmóti tímaritsins Skák á Egilsstöðum um síðustu helgi. Hannes fékk tíu vinninga af ellefu mögulegum en Jóhann Hjartarson sem var í öðm sæti á mótinu fékk átta og hálfan vinning. Fjórir stórmeistarar tóku þátt i mótinu ásamt mörgum af snjöllustu skákmeisturum yngri og eldri kynslóðarinnar. Frammistaða Guðmundar Gíslasonar vakti sér- staka athygli á mótinu en hann lenti í 3.- 4. sæti ásamt Andra Ási Grétarssyni. f 5.-6. sæti lentu þeir Helgi Ólafsson og Áskell Örn Kárason. Efstu menn í unglinga- flokki voru þeir Hlíðar Þór, Bjöm Porfinnsson og Páll Pórarinsson sem lentu í 1.- 3. sæti. ísal færir Háskólanum gjöf íslenska álfélagið færði í gær Háskóla íslands veglega gjöf. Um er að ræða svokallaðan skammtamæli eða litrófsgreini fyrir föst efni. Verðmæti gjafar- innar skiptir milljónum króna. Það var eðlisfræðiskor skólans sem fékk gjöfina þar sem mælir- inn verður notaður við kennslu og rannsóknir. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu tækisins, en það var Rannveig Rist, deildarstjóri framleiðslu og umhverfiseftirlitsdeildar álvers- ins sem afhenti gjöfina, en Einar H. Guðmundsson, formaður eðl- isfræðiskorar, veitti henni mót- töku. Tímamynd Ámi Bjama U JE R»R'I | E u T E 1PARÍS - Franska þjóð- þingið lagði í gær til að ríkisborgarar aðildar- Ianda Evrópubandalagsins fengju því aðeins að kjósa til Evrópu- þingsins í Frakklandi að þeir hefðu fast aðsetur þar í landi. Þar með mætti spoma gegn kosninga- svikum útlendinga, sem kysu bæði í Frakklandi og ættlandi sínu. Samkvæmt Maastricht-sam- komulaginu mega borgarar í Evr- ópubandalaginu kjósa til Evrópu- þings í því landi, sem þeir eru skráðir. Tillaga þingsins verður að fá staðfestingu ríkisstjórnarinnar áður en hún tekur gildi. Um 1,3 milljónir manna frá öðrum EB- löndum búa í Frakklandi. 300 þúsund Frakkar b.úa annars staðar innan EB. VfNARBORG - Alþjóð- lega kjarnorkustofnunin (IAEA) hvetur Norður- Kóreu til að forðast árekstra við Sameinuðu þjóðimar um meinta kjarnorkuvopnaáætlun með því að veita alþjóðlegum eftirlits- mönnum aðgang að öllum kjam- orkuverum sínum. Kjarnorku- stofnunin ábyrgist ekki lengur að Norður-Kórea nýti kjamorkuiðn- að sinn eingöngu í friðsamlegum tilgangi. Stofnunin hefur veitt Norður-Kóreu tækifæri til að gefa svör varðandi kjarnorkunotkun sína, áður en hún gaf út opinbera yfirlýsingu sína í gær. Talsmaður hennar segir að hún hafi orðið að rækja skyldu sína við aðra aðila stofnunarinnar um að upplýsa hvort Norður-Kórea hafi rofið skuldbindingar sínar. Stjórnvöld Norður-Kóreu hótuðu því í mars sl. að verða fyrsta þjóðin, sem hætti aðild að Alþjóðlegu kjarn- orkustofnuninni. LUNDÚNIR - Díana prinsessa hefur ákveðið að draga sig út í hlé vegna álags í kjölfarið á myndbirtingum af henni í líkamsrækt. Á sama tíma sýnir skoðanakönnun að hún er vinsælust allra í kóngafjöl- skyldunni bresku. Gallup-könnun sýndi í gær að 24% kusu Díönu, en aðeins 6% eiginmann hennar, Karl Bretaprins. í öðra sæti kom hin 93ja ára gamla drottningar- móðir með 19% og á hæla henni Elísabet drottning með 17%. Rúmlega 85% töldu fjölmiðla abbast um of upp á konungsfjöl- skylduna. 57% töldu að Díana ætti að fá forræði yfir prinsunum tveimur, bömum sínum og ríkis- arfans, komi til skilnaðar milli þeirra. MEDELLIN - Þó að kól- umbísk stjómvöld fögnuðu vígi eiturlyfjabarónsins og stórglæpamannsins Pablos Esco- bar, var hann syrgður af hundmð- um fátækra manna, sem dáðu hann líkt og hann væri Hrói hött- ur. Escobar var skotinn til bana af lögreglunni uppi á húsþaki á fimmtudag, þegar hann reyndi að flýja. Lík hans lá í málmgrárri kistu í Medellin- kirkjugarðinum í gær, en móðir hans og systir vöktu yfir því. Fjöldi manna hefur lagt leið sína í kirkjugarðinn til að varpa á Escobar hinstu kveðju. Lögregluvarðsveitir og hermenn eru í viðbragðsstöðu í Medellin, þar sem búa um tvær milljónir manna sökum ótta við hefndarað- gerðir. .Escobar er fallinn en áhangendur glæpasamtaka hans eru enn við lýði,' sagði ofursti í hemum. 5HELSINKI - Finnska þingið samþykkti að vísa Kauko Juhantalo, fyrrver- andi viðskipta- og iðnaðarráð- herra miðflokksins, á brott, en hann varð ber að því að hafa fal- ast eftir mútufé úr banka. Juhan- talo neitar staðfastlega sakargift- unum. Tuulikki Ukkola, eini þingmaður frjálslyndra, sagði í þinginu í gær: „Ég vona að tímabil „góðu félaganna" sé liðið." Ráð- herrann fyrrverandi var dæmdur fyrir að misnota aðstöðu sína og falast eftir mútum úr Skopbank.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.